Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 1
jPl®ttptttM»$ið Fimmtudagur 16. júní 1955 BÆNDUR REISA NY UTIHUSIAFONCUM JAFNFRAMT AUKINNIRÆKTUN SKAMMBEINSSTAÐIR í Holt- um voru fyrr á öldum sýslu- rhannssetur Rangárvallasýslu, enda með beztu jörðum í sýsl- unni. Nú hafa sýslumenn flutt sig austar nær miðbiki sýslunn- ar, enda er nú ekki lengur lögð á það nein áherzla að sýslumenn séu bændahöfðingjar, fyrirmenn og frumkvöðlar í landbúnaði. I Ifei, nú er öldin önnur og sýslu- menn eru óviða annað en setu- þreyttir skrifstofumenn. ÞRÍBÝLI OG SAMT NÓG LANDRÝMI En Skammbeinsstaðir í Holt- uih eru enn mikið og gott höfuð- Itól. Þar er nú þríbýli, hvert býli meðalstórt og fara öll stækkandi. Þrátt fyrir það er landrými í Holtunum svo mikið, að ef vildi gætu sennilega þrjú önnur býli verið þarna, en til þess þyrfti sannarlega mikið að rækta, grafa skurði og þurrka geysimikil mýr- arflæmi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sem sýna hið mikla jarðnæði, sem Holtamenn hafa yfir að ráða. Og það verðum við að skilja, að áður en allur þessi gróðursæli jarðvegur yrði tekinn í notkun, þarf á undan að fara gífurlegt erfiði og stórkost- Iegt fé þarf til þess. í VORÖNNUM Vorannirnar stóðu yfir, þegar ég heimsótti Skammbeinsstaði fyrir nokkru. Á einum bænum var bóndinn að blanda tilbúna áburðinn. Og á öðrum var verið að aka úr haug. Annars hafði tíð- ih ekki verið góð til að bera á. Ijangvarandi þurrkar höfðu stað- ið og er slíkt óheppilegt, því að áburðurinn rennur þá ekki skjótt saman við jarðveginn, heldur gufar upp eða jafnvel að hann fýkur, ef blása tekur. TILBÚINN ÁBURÐUR BLANDAÐUR Sigurður Sigurðsson bóndi á Suðurbænum er 43 ára. Hann er ógiftur en systir hans er ráðs- kona hjá honum. Hann er, þegar við komum inni í braggabyggingu að blanda til- bóna áburðinn. Hann leggur áburðinn á stóran tréhlemm, en áburðarkaup bóndans nema þús- undum króna á hverju ári. Neðst er fosfatið, sem er grófgert, þá kalíið, ðrfínnt snjóhvítt duft og efst setur hann köfnunarefnis- áburðinn, og mest af honum, fín- gerðum gulum salla. Síðan hrær- ir.hann þessu öllu saman í eitt líkast því sem verið sé að hræra sáman steypu. Úr þessu öllu verður svo sá allsherjar nothæfi nitro-fos-ka, nitro = köfnunar- efni; fos = fosfór; ka = kalí. .Sigurður kveðst ekki vera reglulega ánægður með hinn ís- lenzka köfnunarefnisáburð. Satt er það að vísu, að hann hleypur ekki lengur í kekki, eins og hann gerði um tíma. Það hefur verið lagfært með sterkari leirhúð. En ólíkt var handhægara að dr£ifa hinni tegundinni af köfn- unarefnisáburði, sem var í kúl- um. Þessir smáu krystallar eru bæði óhentugri og einnig óhrein- legri og hættara við að dreifast ekki jafnt. Hinsvegar virðast krystallarnir íslenzku innihalda meira köfnunarefni. NY BÆJARHÚS BYGGÐ í ÁFÖNGUM Sigurður kveðst hafa tekið við suðurhluta Skammbeinsstaða um 1941. Síðan hefur margt og mjkið breytzt þar, einkum þó á síðustu árum eftir að vegur var lagður. Því á eftir vegalagning- unni 1947—1949 upp um Haga- hverfi, fylgja allar framfarirnar. Þá fór Sigurður að byggja bæ- Heimsókn staSi á þríhýlið Skammbeins- Sigurður Sigurðsson sýnir fjósið, sem er myndarlegt í alla staði. Þar hefir hann 15 mjólkandi kýr, en alls tekur fjósið 26 nautgripi. inn upp í áföngum. E. t. v. ekki mikið á hverju ári en hægt og sígandi. — Hérna var timburbær, segir Sigurður, baðstofa og frambygg- ing. En 1949 byggði ég íbúðar- húsið, Það er 6 herbergi og eld- hús og geymslur, alls um 106 fermetrar. Og hér í húsinu hjá okkur hefur barnaskólinn verið til húsa síðan 1950. Það er heima- vistarskóli og hafa börn í heima- vistinni verið flest 16. Kennari er hér nú Sæmundur Guðmundsson. Var byggingu íbúðarhússins lok- ið haustið 1950. Síðan kveðst Sigurður hafa tekið til við að reisa votheysgryf j ur tvær og síðan haughús og endurbyggja íjósið. Og lok< byggði hann árið 1953 stórt og myndarlegt fjós. En þessar bygg ingar allar, sagði Sigurður urðu þess núna valdandi að matsverð jarðarinnar hækkaði mjög og varð það til þess að ég varð að greina miklu hærra heimtaugar- gjald en flestir aðrir til rafmagns ins. En það, finnst mér sárt að heimtaugagjaldinu skuli vera hagað þannig að það kemur eins og nokkurskonar refsing fyrir það að vera framtakssamur í byggingarmálum. 26 KÚA FJÓS Sigurður sýndi mér fjósið, sem er hin myndarlegasta steinbygg- ing. Það rúmar 26 kýr. þar af hefur Sigurður 15 mjólkandi. Áður en nýja fjósið kom, varð hann að hafa kýrnar í fleiri úti- husum og var slíkt að sjálfsögðu óviðunandi. Auk þess hefur Sig- urður nú nokkuð af nautgripum, sem hann eiur til kjötsölu. Er það óvenjulegt hér á landi. KÝRNAR GANGA Á RÆKTUDU LANLn — Ég tek nú orðið a'lan minn heyfeng á ræktuðu landi, segir Sigurður. Flestir bændur gera það, enda er ekki hægt að eyða hinu dýrmæta vinnuafli lengur í útengjaslátt og þúfnabúskap. Og nú stefni ég ákveðið að því að beita kúnum eingöngu á ræktað iand. Það ætti að vera auðvelt með nýrækt og með því að skipta túninu niður. En það hefur geysi- leg áhrif bæði hvað magn og gæði mjólkurinnar snertir. Ég þakka Sigurði fyrir all- ar upplýsingarnar og skrepp nú yfir á norðurbæinn TVEIR BRÆÐUR BÚA Á NORÐURBÆNUM Á þeirri hálflendu búa tveir bræður, Óskar Pétursson, sem er hálfsextugur maður og Karl Pétursson, sem er 10 árum yngri. En allir eru bændurnir á Skamm beinsstöðum myndarlegir menn og góðir bændur. Þeir bræðurn- ir Óskar og Karl hafa tekið við jörðinni af föður sínum, Pétri Jónssyni. Óskar fór að búa á móti honum 1931 en Karl tók siðan við jarðarhelming föður síns 1933. SAMA STARF BÓNDANS OG BÆJARMANNSINS Ég hitti Óskar þar sem hann var, ásamt öðrum manni, að aka úr haug. Það er að vísu ekki hreinlegt verk, sagði hann. En það verður að gerast, því að hin lífrænu efni verða að ganga sína hringrás. — Blessaður vertu, gat ég sagt við hann. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Því að í þessu sem öðru vorum við sveita- bóndinn og ég kaupstaðarbúinn óaðskiljanlegir — því að daginn áður hafði ég notað tækifærið til að kasta úr fjósaskít í kálgarði inni í Laugardal. MYKJUDREIFARI MEÐ FÆRIBANDI Óskar kveðst nú hafa í hyggju að kaupa sér nýja búvél, seiji hann telur að muni koma að. góðu gagni. Það er mykjudreif- ari. Þeir eru í líki ferkantaðs vagns, sem djúpur kassi. Þessi kassi er fylltur af'haug og síðan er ekið með hann út á tún. En í botni kassans er færiband með skóflum, sem flytur mykjuna jafnt og þétt út úr vagnendanum. Slíkt tæki er alveg ómissandi, segir Óskar. , — Ég var búinn að panta mykjudreifara fyrir löngu og þykir mér afleitt að vera ekki búinn að fá hann tímanlega. Verkföllin munu hafa tafið að hann kæmi og síðan er það frá- leitt finnst mér, segir Óskar, að Sambandið, sem flytur þessa mykjudreifara, lætur ekki jafnt yfir alla ganga, heldur lætur það Framsóknarkaupfélögin sitja fyr ir um afgreiðslu. Slíkt er að sjálf sögðu alveg óþolandi. SMEKKLEGUR FRÁGANGUR Á ÖLLU Ég sé það, að þeir bræður hafa lagt aðaláherzlu á að byggja upp útihúsin. íbúðarhúsið er eldra, timburhús á steingrunni, sæmi- legt til íveru. En þeir bræður hafa undir- byggt fjósið og munu hafa í hyggju að taka til við fjósbygg- ingu^ En útihús þeirra liggja hlið við hlið og sýna það samstarf og góðvilja sem ríkir milli þessara bræðra. Ég læt þetta nægja að sinni. Eftir ágætar móttökur kveð ég þá Skammbeinsstaðabændur. Bú þeirra bera þejs vitni, hvernig íslenzkur landbúnaður er í milli- bilsástandi. Menn eru að þreifa sig áfram og byggja bæi sína upp stig af stigi. Þá er það mikils um vert fyrir bændur að hafa augun vel opin fyrir öllum þeim nýjung um, sem að gagni mega koma. Þ. Th. Suðurbærinn á Skammbeinsstöðum. Þar býr Sigurður Sigurðsson. tbúðarhúsið er smíðað 1950 og þar á heimavistarskólinn inni. Flugvöiiur sfækkað- urr siý bryggja, Norðurbærinn á Skammbeinsstöðum. Þar búa bræSurnir Óskar og Karl Pétursssynir í sama íbúðar- húsinu. Og útihús þeirra liggja hlið við hlið á sameiginlegri undirbyggingu. (Ljósm. tók 01. K. M.) GJOGRI, 13. júní — Nýlega hafa verið hér á ferð tveir verkfræð- ingar, annar var frá Flugráði, en hinn frá vita- og hafnarskrif- stofunni. Ætlunin er að stækka flug- brautina hér á Gjögri og eins að reisa flugskýli. — Þá var mælt fyrir bryggju hér. k. hún að vera í svokallaðri Brandsvík. Oddviti hreppsins er nú í Reykjavík og vinnur að því, að bryggjugerðin geti hafizt sem fyrst. Kaupfélag Strandamanna ætl- vx að láta reisa hér nýtt fisk- móttökuhús. Unnið hefir verið að vegagerð- inni milli Gjögurs og Eyrar við jngólfsfjörð s. 1. þrjár vikur af miklu kappi. —R. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.