Morgunblaðið - 16.06.1955, Síða 8
24
Fimmtudagur 16. júní 1955
t u i •. - '■ < i ■ \ í ; i \
MORGVJSBLAÐÍÐ
Þóra Sveinbjörns-
ddttir — minning
Kommnnistar sekir um verulegt
misíerli með eignir stúdenta
ÞÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR
var næst elst 6 barna Svein-
bjarnar formanns Þorvarðarson-
ar, hreppstjóra á Kalastöðum,
Ólafssonar smiðs frá Kaiastöðum
Péturssonar og Margrétar Krist-
jánsdóttur bónda og formanns
Símonarsonar frá Akri á Akra-
nesi. Sveinbjörn faðir Þóru var
bróðir ÞorT7arðar Þorvarðarson-
ar prentsm’ðjustjóra í Reykjavík,
en Kristján faðir Margiétar og
afi Þóru, var bróðir hins kunna
skipstjóra Sigurðar Símonarson-
ar, en þeu- voru Arnfirðingar.
Móðir Margrétar og amma Þóru
var hins vegar Þóra Jónsdóttir,
æin af hinum mörgu Kópsvatns-
-systrum, en Þóra var áður gift
Oddi prófasti Sveinssyni á Rafns-
eyri. Af þessu má sjá, að góðir
stofnar stóðu að Þóru í báðar
ættir. Þóra Sveinbjörnsdóttir
^var fædd á Akranesi 27. ágúst
1883.
Þóra fékk semma að reyna
' mótgang lífsins, því hún missti
föður sinn er hún var aðeins 8
ára gömul og þá stóð móðir
hennar ein uppi með hinn stóra
barnahóp sinn, en yngsta barn-
ið aðeins 19 vikna gamalt. Þá
átti Akranes oft um sárt að binda
vegna sjóslysa, en það var 9.
desember 1891 er Sveinbjörn var
á ferð á opnu skipi milii Akra-
ness og Reykjavíkur. Skipinu
hvolfdi skammt suður at Þjótn-
um og allir fórust nema einn
sem komst á kjöl og þoldi þar
miklar mannraunir, því hvasst
var og mikið frost. Sá sem aí
komst á þennan hátt var Jón
Árnason frá Heimaskaga, síðar
kunnur maður og merkur, en
hann var þá aðeins 20 ára
gamall. Með Sveinbirni fórst
þarna Rannveig systir hans,
framúrskarandi myndarleg stúlka
og vel gefin og 5 menn aðrir. Þá
var Akranes, Reykjavík, ísland,
allt annað í sjón og reynd en nú,
sérstaklega er slík stór áföll
_.,sóttu fátækar fjölskyldur heim.
Þá varð móðir og börn að ganga
margs á mis, og bókstaflega fram
af sér til að fylla munn og maga.
Öll menr.tun. frelsi og frami
varð að víkja fyrir þessu eina,
að þurfa ekki að þiggja fram-
, færi af opinberu fé, og eiga það
á hættu að vera fluttur milli
hreppa af peim sökum.
Sveinbjörn Þorvarðarson var
• með allra glæsilegustu mönn-
■um að vallarsýn og framúrskar-
andi liðlegur sjómaður. Margrét
kona hans var líka hin mesta
myndarkona, vel gefin og verk-
'• hyggin og óvenjulegum mann-
•i kostum búin, því hún matti bók-
i staflega fkkert aumt sjá, án
, þess að reyna að lækna og líkna.
• Má þó nærri geta, hvort ekki
• hafi verið nógan vanda að leysa
•-í eigin ranni eins og á stóð. Hin
1 unga kona stóð sem hetja til
• banadægurs, en ekki var þetta
- síðasta , ágjöfin“ er Margrét
fékk í lífinu á langri ævi. Hún
' óx hið innra með erfiðleikun-
um, en þreki, mannviti og traustri
trú á tilgang lífsins og endan-
legan sigur yfir öllu hismi og
' -vonbrigðum hins stutta jarðneska
'lífs.
• Þóra Svembjörnsdóttir fékk þvl
snemma inngöngu í hina harð-
" hentari deild í skóla lífsins, en
fékk auðvitað góða leiðsögn hjá
óvenjulegn móður, sem lagði lít-
ið upp úr hismi og hávaða, en
því meiri rækt við hirninborin
sannindi, því á þeim einum
mætti byggja og hljóta blessun
af hvað sem í skærist. Það eitt
mundi nægja hverjum einum til
gð komast ókalinn og heilskinn-
aður af v’llugjörnum og hálum
brautum þessa lífs, sem vissu-
Jega sýnist oft vera ýmsum dutl-
ungum háð, og æði oft óskiljan-
legt rökvísi vor mannanna
flestra.
Árið 1903 fluttist Margrét með
börn sín ti) - Reykjavíkur. Símon,
sem var elztur barnanna fór í
Stýrimannaskólann og útskrifað-
ist þaðan. Hann hélt áfram að
stunda sjóinn og hjálpa móður
sinni við að rækja móðurskyld-
urnar, en þau skildu aldrei með-
an bæði lifðu. Þóra fór hins veg-
ar að vinna fyrir sér í vistum,
þar til hún kvæntist Sighvati
Brynjólfssyni, lögregluþjóni og
siðar tollþjóni um langt skeið í
Reykjavík
í hjónab'-ndinu átti Þóra miklu
hlutskipti að gegna, því þau
Sighvatur áttu saman 8 börn. Nú
finnst mörgum erfitt að komast
af með laun sín til lífsins viður-
halds, þótt um minna heimili sé
að ræða en 10 manns. En það
er víst, að svo erfitt sem það er
nú að láta kaup nægja fyrir þörf-
um, var það áreiðanlega þá mun
meira þrekvirki. Þóra varð því
að taka á öllu því er hún átti
til, um nýtni og nægjusemi, þrot-
laust starf og árvekm fyrir hag
og heill heimilisins.
Sem heimanfylgju hafði Þóra
gott uppeldi á gamla góða vísu,
þar sem vinnan og vandvirknin
var talin fil dyggða, sem óhjá-
kvæmilega myndi fela í sér fyr-
irheit, sem bæði kæmi að notum
tímanlega og andlega talað. Henni
voru innrættir góðir siðir og
Guðsótti, er fyrr og seinna myndi
hafa grundvallarþýðingu, eigi
aðeins fyrir hana sem einstakling,
heldur afkomendur hennar, heill
þeirra og neiður.
Þóra var óvenjulega vmnusöm
kona og ósérhlífin, forkur dug-
leg og svo þrifin, að vart verður
lengra jafnað. Hvers manns bón
vildi hún i’c.ra og vandræði leysa,
ekki síst vina og nágrani.a. Það
sýnir vel hve þrifnaður hefur
henni verið í blóð borinn og
hverjum augum hún leit á allt
sem ekki væri fyrsta flokks í
þessum efnum. Það kom auðvit-
að fyrir að hún lánaði snúrur til
að þurrka á þvott. Það var ekkert
í hennar augum að lána snúrur
undir drifhvítan fallegan þvott,
en henni leið illa, ef það kom
fyrir að á snú.rum hennar hékk
þvottur sem henni þótti miður
þveginn eða illa hirtur. Því hún
taldi auðvitað áð sér yrði gefin
einkunn fyrir slíkt, að þarna
byggi hálfgerð óþrifakind.
Þóra var umtalsfróm kona og
drenglunduð og mikill vinur
vina sinna Hún fékk snemma að
reyna andbyr lifsins eins og áð-
ur er sagt Hún hafði stóru
heimili að sinna, þar sem mikið
varð að leggja á sig, en úr iitlu
að spiia og fara þurfti vel með hið
litla. Það vlldi henni til happs að
hún var heilsugóð lengi fram
eftir ævi, en það má nærri geta
hvort hún hefur ekki oft lagst
þreytt til hvíldar. Það lætur því
að líkum að næðisstundir hafi
verið fáar til að auðga anda sinn
eða sækja skemmtanir. Heimil-
inu varð öllum tímum og kröft-
um að offra til þess að húsmóð-
urstörfin væru skammlaust rækt
frá hennar sjónarmiði, og þarf
UPPHAF MÁLSINS
EINS og sumum mun vera kunn-
ugt sendu háskólastúdentar 15
tunnur af meðalalýsi til ind-
verskra stúdenta á árinu 1953.
Kommúnista einum, Boga Guð-
mundssyni, þá stud. oeccon., var
falið að safna lýsi þessu hér. Er
hann hafði lokið því, tók hann
sig til og sendi lýsið af stað til
félagsskapar eins í Prag, er
kommúnistar stjórna og skyldu
forráðamenn hans ráðstafa því
áfram. Þetta gerði hann í algeru
heimildarleysi og alveg að stúd-
entaráði forspurðu, enda hafði
það ákveðið að haga sendingu
lýsisins á annan veg.
Voru afskipti manns þessa af
málinu með þeim eindæmum, að
stúdentaráð samþykkti vítur á
hann fyrir þau.
Brátt komust á kreik ýmsar
sögusagnir um, að ekki væri allt
með íelldu um afdrif lýsisins.
Engin viðurkenning barst frá
Indlandi og blöð fluttu fregnir
þess efnis, að lýsið hefði lent til
Kína. Höfðu þá þegar verið
hafnar ítarlegar eftirgrennslan-
ir, er báru lengi vel engan ár-
angur, þar til er loks í maí-mán-
uði s.l. að bréf barst frá stofnun
einni í Indlandi — The Student
Health Home — svohljóðandi:
22. apríl 1955.
Stúdentaráð Háskóla íslands,
Reykjavík, ísland.
Kæru vinir!
Við höfum þá ánægju að láta
hér með fylgja skýrslu vora, er
skýra á þann misskilning, sem
orðið hefur um gjafasendingu á
meðaíalýsi, sem við höfum veitt
viðtöku. Vissar villandi fregnir
hafa birzt í blöðum um þetta
mál, en það er von okkar, að
skýrsla þessi megi verða til
þess að gera íslenzkum stúdent-
um málið ljóst.
Til þess að málið megi skýrast
og til þess að vinátta indverskra
og íslenzkra stúdentasamtaka
megi eflast, biðjum við yður vin-
samlegast að birta félögum yðar
þessa skýrslu og einnig prenta
hana í málgögnum yðar.
Með alúðar kveðjum
Arun Sen,
aðalritari.
Til Stúdentaráðs Háskóla
fslands, Reykjavík;
Alþjððasamvinnunefndar
íslenzkrar æsku, Óðinsgötu 11,
Reykjavík;
Alþjóðasambands stúdenta,
Vocelava — 3, Prag,
Tékkóslóvakíu.
22. apríl 1955.
Skýrsla til að hirta almenningi.
(um ráðstöfun meðalalýsis frá
ísl. stúdentum (og æsku)
„Því miður höfum við orðið
þess varir að villandi fregnir
hafa birzt í ákveðnum blöðum,
þ. e. „Student Mirror“, Berlín;
,.Tímanum“ og „Morgunblaðinu“,
íslandi, varðandi gjafasendingu
meðalalýsis, sem við höfum feng-
ið frá bræðra-stúdentum vorum
á íslandi. í þessum fregnum er
staðhæft, að meðalalýsið, sem
ætiað var Indverjum, hafi hafn-
að í Kína, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að við höfum sent viður-
kenningu fyrir móttöku á nefndu
gjafalýsi þegar hinn 17. marz
1954 i simskeyti til Alþjóðasam-
vinnunefndar íslenzkrar æsku,
Óðinsgötu 11, Reykjavík, svo-
hljóðandi:
„ALLT LÝSIÐ LEYST ÚT 17.
JANÚAR 1954 STOP INNFLUTN
INGSLEYFI NÚMER 0043093/
52/CCl FRÁ FYRSTA JÚNÍ
1953 BRÉF FYLGIR ÞAKKIR
AÐALRITARI HEILSUHÆLIS
STÚDENTA“.
Til þess að greiða úr flækj-
unni, óskum við eftir að vekja
athygli ailra hlutaðeiganda á því
að tilgreind gjafasending kom til
Indlands 1953 og var leyst út í
Calcutta-höfn í janúar 1954. —
Vegna þess að vörusendingin var
gjöf og ætluð til hjálpar stúd-
entum og fleirum, veitti fjármála
ráðuneytið og Indlandsstjórn
okkur vinsamlegast undanþágu
frá því að greiða tolla af gjafa-
sendingunni.
Á vegum Heilsuhælis stúd-
enta hefur miklu magni af
þorskaiýsi verið útbýtt ókeypis
tii ýmissa sjúkrahúsa í Calcutta
og afgangurinn settur í 125 gr.
meðalaglös, en þeim hefur verið
dreift ókeypis til einstakra þurf-
andi stúdenta. Þetta hefur þegar
verið birt í „World student
news“, 9. árg. 2. hefti, 1955.
Þessari gjöf frá íslenzkum
stúdentum og æsku var innilega
fagnað af öllum stúdentadeild-
um hér. Fregnin um komu gjafa-
lýsisins var birt víða í dagblöð-
um borgarinnar og kom í út-
varpsfréttum frá Calcutta-stöð
indverska útvarpsins. Við full-
yrðum ennfremur að við höfum
gnægð sannana til þess að taka
af allan vafa um áreiðanleika
skýrslu okkar.
Indverskir stúdentar líta á
gjöf þessa sem tákn vináttu og
samvinnu við hina íslenzku
bræður sína, og við notum tæki-
færið einu sinni enn til að lýsa
hinni dýpstu þakklætistilfinn-
ingu okkar í þeirra garð.
Ennfremur verður að harma
að menn hafi, en árangurslaust,
verið að burðast við að búa til
æsifregnir þess efnis, að. lýsið
hafi hafnað í Kína. Það er einnig
kátlegt að sjá, að söguhöfundarn-
ir gleyma ekki í þessu sambandi
að geta um Alþjóðasamband
stúdenta og ákveðinn íslenzkan
stúdentaleiðtoga, sem tilgreind-
ur er sem „einn af fyrrverandi
fulltrúum kommúnista í stúd-
entaráði“. Svo sem greinilegt er
af fregnunum er staðhæfingu
þessari ætlað að koma af stað
miskh'ð milli stúdentasamtaka ís-
lands og Indlands og milli stúd-
enta, sem hafa mismunandi
stjórnmálaskoðanir. Það hryggir
okkur mjög að sjá, að tilraunir
hafa veríð gerðar til að ófrægja
þá íslenzku stúdenta, sem skipu-
lögðu lýsissöfnunina fyrir ind-
verska stúdenta. Á þeim tíma,
þegar krafan um samvinnu
stúdenta og einingu fer vaxandi
dag frá degi meðal þeirra, án til-
lits til trúarbragða, þjóðernis og
stjórnmálaskoðana, getum við
ekki trúað öðru en þessi upp-
soðna ákæra sé sett til höfuðs
einingu og hagnýtri samvinnu
stúdenta af mismunandi þjóð-
erni. Það getur einnig orðið til
viðvörunar stúdentum allra
þjóða, hvernig andstæðingar
allrar einingax skáka í skjóli
fádæma rangfærslu á sannleik-
anum, sem er sprottin af illvilj-
uðum stjórnmálalegum áformum.
Að lokum lýsum við beirri stnn-
færingu okkar, að bræðrastúdent
ar á íslandi muni eflast af þ°ssu
tilefni og sigrast á áformum
skemmdaraf lanna“
SKÝRSLAN SANNAR
VERULEGT MISFERLI
Auðsætt er af því, sem hér
liggur fyrir, að verulegt misferli
hefur átt sér stað um sendingu
lýsisins, er gerð var í algeru
heimildarleysi að auki, eins og
áður greinir. Kommúnisti sá, sem
um sendinguna annaðist, hefur
gefið viðtakendum ótvírætt til
kynna, að alræmtlur félagsskap-
ur kommúnista — svokölluð al-
þjóðasamvinnunefnd íslenzkrar
æsku — sé gefantli lýsisins auk
háskólastúdenta. Með trúnaðar-
broti sínu hefur hann haft al
studentum liluta af eignum
þeirra og fengið þær áróðursfé-
lagi þessu því til framdráttar, eM
hér var um eignir að ræða tæpra
16.000 kr. virði. Við þetta bætist,
að málið hefur allt orðið örð-
ugra viðfangs vegna óreiðu, sem
„alþjóðasamvinnunefnd“ þessi
hefur á málum sínum. Bréf og
skeyti, sem send hafa verið til
viðurkenningar viðtöku gjafar-
innar og öll stíluð til nefndar
þessarar á Óðinsgötu 11, hafa
ekki komið fram og veit enginn,
hvað um þau hefur orðið! Má
t.d. nefna skeyti það, frá 17. marz
er getur í skýrslunni.
Þótt menn séu ýmsu vanir af
hálfu kommúnista verður það þó
að teljast til nýlundu í háskólah-
um, að þeir beiti svikum til þess
að hafa af stúdentum eignir
þeirra stjórnmálalegum félags-
samtökum sínum til framdráttar.
Hitt er þó enn furðulegra, að
þrátt fyrir þetta eru þeir sífellt
efklir til áhrifa meðal stúdenta
af stuðningsmönnum Framsókn-
arflokksins, Alþýðuflokksins og
Þjóðvarnarflokksins.
v
KOMMÚNISTAR ÆTLUÐU
AÐ ÞAGGA MÁLIÐ NIÐUR
Mál þetta er þess eðlis, að
nauðsynlegt verður að telja, að
stúdentar og allur almenningur
fái vitneskju um það, svo að sjá
megi, hvernig kommúnistar
haga vinnubrögðum sínum innan
æðstu menntastofnunar þjóðar-
innar. Þá eiga og gefendur lýs-
isins kröfu til að fá að vita,
hvernig með gjafir þeirra hefur
verið farið, þar eð ætla verður,
að þeir telji sig hafa gefið stúd-
entum lýsið en ekki kommúnist-
um.
Með þessu hneyksli hafa
kommúnistar enn einu sinni sett
blett á íslenzka stúdenta, svo að
virðing þeirra og traust hlýtur
að þverra með þjóðinni. Verður
þejm og örðugra um alla slíka
starfsemi hér eftir, þar sem
ávallt verður hætta á slíku mis-
ferli meðan kommúnistar mega
sín einhvers.
Enda þótt þeir, sem skýrsluna
sendu, hafi óskað þess, að hún
yrði birt í heild, fengu komm-
únistar stuðningsmenn sína til
að samþykkja að stúdentaráð
skyldi aðeins birta glepsur úr
henni, er aðeins segðu hálfan
sannleikann. Hefur það og þegar
verið gert, og „lýðræðissinnaðir
vinstrimenn“ látið sér vel líka.
Sýnir þetta að öllum er þeim
nokkuð í mun að hneyksli þetta
verði niður þaggað.
HVERSKONAR MENN
ERU VIÐTAKENDUR?
Skýrslan er all-gífuryrt, svo
sem sjá má. Hlýtur hún að vekja
ýmsar hugrenningar um það, af
hvaða sauðahúsi forráðamenn
viðtakenda muni vera. En þótt
þessir fjarlægu þiggjendur telji
það af illfýsi einni og æsihneigð,
að grennslazt sé um, hvernig
kommúnistar hagi vinnubrögð-
um sínum, og telji það hið mesta
-hneyksli, að sumir láti sér detta
í hug að efast um heilindi þeirra,
sjá þó allir, sem þetta kynna sér,
að þess hefur verið full þörf að
rannsaka málið. Hinum ind-
versku viðtakendum er þó nokk-
ur vorkunn. Þeir hafa sent við-
urkenningu sína til margnefndr-
ar „alþjóðsamvinnunefndar", er
þeim hafði verið talin trú um,
að væri annar gefenda (og þá
væntanlega aðirlgefandi) og látið
við það sitja.
Frá sjónarmiði stúdenta hlýt-
ur slikt og þvílíkt sem þetta að
vera óviðunandi með öllu, og er
illt til þess að vita, ef þeir verða
að þola slíka meðferð á eignum
sínum án þess að nokkuð verði
úr bætt.
Sigurður Líndal.