Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Ðr. Benjamín Eiríksson: slandsbankafyrirkoíim- lagið fyrr og síðar Frá skrúðgöngu bændanna. (Ljósm.: Stavanger Aftenblad). Bœndurnir og horgin Noregsbréf frá Árna G. Eylands STAFANGUR er borg í stærð við Reykjavík, íbúar 52 þúsund innan borgar og þar við bætast þúsundir „Seltyrninga“ og „Kópa vogsbúa" í þéttbýlum nærsveit- um. Stafangur horfir til hafs eigi síður en Reykjavík, sigling- arnar eru mesti atvinnuvegur borgarbúa, og hér eru líka byggð skip. Við Rosenberg skipasmíða- stöðina vinna 1200 manns, eða áttundi hver vinnufær maður í borginni. Dómkirkian í Stafangri er merkasta og elsta kirkja í Noregi, að Niðaróskirkju frátal- inni. Reginald biskup sem dó 1135 byggði kirkjuna og eftir- menn hans bættu inn, því alls sátu 25 kaþólskir biskupar í Stafangri. Snertingsspöl frá borginni er Hafursfjörður og Sóla. Hér eru því sögustöðvar. Á torginu stendur Alexander Kelland og horfir til hafs. í garð- inum bak við dómkirkjuna stend- ur Arne Garborg á stalli og horf- ir suður um Jaðar. Nútíminn er vafinn fortíðinni. Á Sóla er mesti flugvöilur landsins og hið góð- fræga Sóla hótel. Við Breiða- vatnið í miðri borg stendur mesta nýtízkuhótel landsins Hótel Atlandic, — og stærsti veitingasalur hótelsins ber nafn ekáldsins og nefnist Kafé Alex- ander. En Stafangur er ekki ein- göngu bær hafsins og biskups- etólsins. Suður af borginni er Jaðarinn mesta búnaðarsvæði Noregs. Hér mætist land og sær, útgerð, siglingar og mikil og góð íramleiðsla til landsins. í þessari borg hafa norskir bændur háð landsþing sitt und- anfarna daga. Þúsundum saman hafa þeir komið til borgarinnar, ejóveg, loftleiðis, með járnbraut- um og bílum, lagt borgina undir eig, öll hótel og vistarverur, sem fáanlegar eru. Mótið hófst með fulltrúaráðs- fundi á Hótel Atlandic, miðviku- daginn 15. júní, undir forsæti Per Nörstebö skólastjóra við bændaskólann í Vogum í Guð- brandsdal. Aðalfundur Bænda- félags Noregs var háður 16. og 17. júní í sumarleikhúsinu á skemmtistaðnum Bjergsted, yfir 200 fulltrúar sátu fundinn. Hin síðustu 4 ár, eftir að bænda höfðinginn Johan Mellbye lét af áratuga formennsku í Norges Bondelag, og bóndinn Arne Rostad af nokkurra ára for- mennsku, hefir Ole Römer Sand- berg, bóndi frá Heiðmörk, skip- að formannssætið. Nú baðst hann undan endurkosningu og í stað hans var valinn bóndinn Hall- vard Eika frá Bö á Þelamörk. Eika er ungur maður, 35 ára, búfræðikandidat að menntun, er nýtur auðsjáanlega mikils trausts. Hans bíður mikill vandi. Sjálft landsmótið stóð svo yfir laugardaginn 18. júní og sunnu- dag 19. júní. í skrúðgarðinum og skemmti- staðnum Bjergsted var reist tjald er tók á fimmta þúsund manns, þar var mótið opnað, en er hlýnaði í veðri, sem var kalt fyrri daginn, fór mótið fram að miklu leyti undir beru lofti. Við setninguna fór fram fána- vígsla og fánaburður. Biskupinn í Stavangurstifti ávarpaði bænd- urna, fyrirlestur var fluttur, hljóðfæraflokkur drengja lék undir við söng o. s. frv. Hinn sama dag voru háð á öðrum stöðum í borginni og utan borgar íþróttamót. þar sem fram fór keppni í starísíþróttum, þar á meðfel skógplöntun. Síðari dag mótsins, sunnudag- inn 19. júni voru farnar skemmti og fræðsliíferðir um nágrenni Stafangurs, á sjó og landi. Há- messa var sungin í dómkirkjunni við þá aðsókn, að kirkjan var fullskipuð fólki sitjandi og stand- andi fram í forkirkju og út í hliðardyr. Kl. 14,45 hófst svo síðasti þátt- ur mótsins og sá sem öllum mun verða minnisstæðastur: skrúð- ganga bændanna um borgina. Við útlendu gestirnir horfðum á hana af svölunum á Hótel j Atlantic. í þrjá stundarfjórðunga j streymdi „bændaherinn“, yfir 6000 manns, fram, undir tugum! fána hinna mörgu félagsdeilda | og við hljóðfæraslátt á milli 20 og 30 hljómsveita, því að aðal- deildir skrúðgöngunnar voru 22, þar sem „heimamenn“, Roga- lendingar, ráku lestina. Skrúðgangan hélt til Bjerg- sted og þar lauk mótinu með ræðuhöldum söng, hljóðfæra- slætti og upplestri, og einu er ei má gleyma, það var hátíðleg afhending ættarskjala, en það eru heiðursskjöl, sem eru afhent bændum er nú búa á jörðum sem forfeður þeirra hafa setið í marga ættliði. Þetta var í þriðja sinn sem ég var viðstaddur landsmót norskra bænda. Má því segja að þetta væri ekki neitt nýtt fyrir mig, en mikið umhugsunarefni má það vera hverjum íslendingi, sem er viðstaddur slikar sam- komur norskra bænda, hver blær er yfir þeim, hve tryggð við gamlar venjur, fléttast saman við trú á eigin málstað og getu, er saman fara hinir alvarlegustu fundir og skrúðganga pg gléði- mót, þar sem þúsundir bænda og skyldulið þeirra skipa sér undir fána stéttarnmar, og ganga fyiktu liði um götur borgarinnar, við söng og leik, ærtjarðarsöngva og búnaðarsöngva, en þjóðbún- ingarnir af ótal mismunandi gerðum gefa fylkingunum aukið líf og lit í augum sumra íslendinga — einnig íslenzkra búnaðarmanna — munu slík mót norskra bænda vera lítið raunhæf, og jafnvel hálf brosleg. Um það skal ég ekki ræða, sinn er siður í landi hverju, og líklega stöndum vér hér andspænis þeirri stóru spurn- ingu, hvort búskapur sé aðeins reikningsdæmi, eða hvort rækt- un jarðar, búfjár, manngildis og félagsskapar, er að einhverju leyti bundið við gróður og líf i víðustu merkingu þeirra orða. En hvað er svo um að vera í félagssamtökum norskra bænda um þessar mundir'’ Hvar krepp- ir skórinn helst að? Það kom greinilega fram á mótinu í Stafangri, þó að alvara þeirra mála væri ekki látin setja neinn kúgunarsvip á samkomuna. Til eru loforð norskra stjórn- arvalda um að bændunum beri að njóta likra kjara um tekjur eins og verkamenr hafa, sérstak- lega verkamenn við iðnað. En að framkvæma þetta hefir þvælst fyrir. Nú eru kjör og tekjur bænda samningsbundnac, en þeir samningar áttu að vera uppsegj- anlegir með skömmum fyrirvara. Það hefir sigið á ógæfuhliðina með hlut bændanna, svo að nú er viðurkennt, að tekjur bænda eru ekki nema rúmlega 50% af tekjum verkamanna í iðnaðinum. Þessu vilja bændur eigi una. Norges Bondslag hefir því sagt upp gildandi samningum við ríkisstjórnina og óskað eftir nýj- um samningum. Ríkisstjórnin hefir aftur á móti neitað að taka uppsögn samninganna gilda og neitar að ganga til nýrra samn- inga. Út af þessu er Kurr í liði bænda. Neitun ríkisstjórnarinn- ar byggist s því að smábænda- félagið norska er líka aðili að gildandi samningum, en það hef- ir ekki átt samleið með Bænda- félaginu um uppsögn samning- anna. Þannig stendur allt í þófi. En svo koma bannsettar stað- reyndirnar til sögunnar. Fram- leiðslan í landbúnaðinum dregst saman þrátt fyrir ramflókið styrkjakerfi og upnbætur marg- víslegar. Sérstakiega minnkar mjólkurframleiðslan, bændur selja kýrnar og reyna að bjarg- ast fólksfáir við einhliða korn- rækt. Gert er ráð fyrir að á vetri komanda verði að skammta mjólk í Osló! Fih. á bls. 12. EINN er sá þáttur íslandssög- unnar, sem lítið hefir verið skrifað um, a. m. k. það birt hafi verið, en það eru peningamálin. Það ber því að taka með þökkum, þegar þeir sem kunnir eru þróun þeirra mála seinustu áratugma láta frá sér á prent upplýsingar, sem annars kynnu að glatast. Þannig finnst mér beri fyrst og fremst að líta á grein Jóns Árna- sonar bankastjóra um Oluf Niel- sen, bankastjóra Landsmands- bankens í Kaupmannahöfn, í Morgunblaðinu hinn 17. maí s.l. En greinin þykir mér einnig gefa tilefni til nokkurra athugasemda um peningamálin, einkum það sem sagt er þar um íslandsbanka. Um íslandsbanka segir Jón Árnason að hann hafi komizt í „greiðsluþrot“ árið 1920, og á þar við að bankinn hafi ekki getað haldið áfram frjálsum yfirfærsl- um á erlendum gjaldeyri. Einnig segir hann að bankinn hafi „siglt upp í sandinn“, og á þar við gjald þrot hans áratug síðar. Ég er þeirrar skoðunar að stofn un íslandsbanka hafi verið mikill merkisviðburður. Bankinn er fyrsti þjóðbanki íslendinga. Seðlar Landsbankans voru bundnir við hámark og það það lágt hámark að talið var öruggt að seðlarnir kæmu ekki til inn- lausnar („fiduciary issue“ nán- ast sama eðlis og skiptimynt). Seðlar íslandsbanka voru bundn- ir við gullinnlausn og reglur, sem gerðu ráð fyrir breytilegri seðla- veltu eftir heilbrigðum þörfum atvinnulífsins. Þegar hann var síðan tekinn til starfa var hon- um veittur réttur til þess að taka á móti sparifé — með reglugerð. Þar með var hann gerður að verzlunarbanka fyrst og fremst. Með starfsemi íslandsbanka var hleypt nýju fjöri í allt atvinnu- líf, einkum sjévarútve^inn og ut- anríkisverzlunina. Togaraflotinn var keyptur. Miðað við meðaltal áranna 1896—1900 hafði útflutn- ingsverðmætið tvöfaldast 1906— 10, og þrefaldast 1911—15. Meir en nokkur ein stofnun hrindir bankinn miðaldasléninu af at- vinnulífi þjóðarinnar. Fyrri heimstyrjöldin kom hart við þjóðina, einkum missir helm- ings togaraflotans. Erfiðleikarn- ir voru margvíslegir og bitnuðu erfiðleikar viðskiptamannanna að sjálfsögðu á bankanum, því hann var stærsti verzlunarbank- inn. Um viðbrögð stjórnar bank- ans mætti sjálfsagt skrifa langt mál, á sama hátt og skrifa mætti . langt mál um stjórn Landsbank- ans á tímum seinni heimsstyrj- alddrinnar og eftir. íslandsbanki leitaði til Alþingis um aðstoð, en Alþingi virðist hafa verið bankanum óvinveitt. Það gerði honum að skyldu að inn- leysa seðla sína, einn áttunda á ári, frá 1921 að telja. Ennfremur voru sett ákvæði um að taka af bankanum gullforða hans — sem og var gert — fyrir brot af raun- verulegu verði. Menn ættu ekki að þurfa annað en að hugsa sér að Landsbankanum yrði í dag gert að skyldu að kalla inn alla seðla sina á þennan hátt til þess að skilja hvað þetta þýddi fyrir íslandsbanka. Til þess að kalla inn seðlana þarf bankinn — í princip — að fá endurgreidd út- lán sín. Bankans gat því naum- ast biðið annað en hægfara gjald- þrot. Eina leiðin til þess að gera innköllunina framkvæmanlega hefði verið að hinn nýi seðla- banki, Landsbankinn, hefði ver- ið skyldaður til þess að taka við hæfilega miklu af þeim eignum íslandsbanka, sem myndast höfðu við útlán hans. Deilan um bankann var fyrst og fremst pólitísk togstreita milli tveggja stærstu stjórnmálaflokk- anna. í slíkum togstreitum verð- ur ósigurinn oftast þjóðarinnar. Atvinnurekendur, sem skipt höfðu við bankann, fóru margir alveg yfrum um svipað leyti og bankinn, sem hafði stutt þá. Síð- an þessir atburðir gerðust hefir atvinnulíf sjávarþorpanna úti um land verið meira og minna í rúst, nema þar sem atvinnurekendur hjörðu af slátrun bankans. Afstaðan til íslandsbanka mót- aðist meðfram af annarri óvild. Útlendir menn og stofnanir (að- allega danskir og norskir aðilar) áttu talsvert af hlutafénu. í þá daga var sjóndeildarhring- urinn ekki stærri en það, að menn sáu aðeins fáar leiðir til þess að íslendingar gætu eignast höfuðstól bankans. Þó voru ís- lendingar farnir að kaupa hluta- bréfin af hinum útlendu hluthöf- um á árunum 1920—1930, þannig að meiri hluti þeirra mun hafa verið kominn á íslenzkar hendur þegar bankinn var gerður gjald- þrota. Mig grunar að enn eimi eftir af þessu máli hjá sumum fjármálamönnum á Norðurlönd- um. En það er eins og fleiri geti „siglt upp í sandinn“ en banka- stjórar íslandsbanka. Bankinn. fékk hvorki gjaldevriseftirlit, inn flutningshöft né fjárfestingar- eftirlit til að bjarga sér. En svo sem menn muna voru innflutn- ingshöftin sett á 1931 samkvæmt ósk Landsbankans, sem þá hafði starfað í fjögur ár í sinni nýju mynd. En dæmin eru fleiri. Menn hafa lesið í blöðunum á undanförnum árum um erfiðleika Sjóvinnu- bankans í Færeyjum. Færeying- ar eru ekki það sjálfstæð þjóð, að þeir ráði öllu um peningamál sín. Færeyskir seðlar eru danskir seðlar með áletrunum á færeysku. Færeyingar gátu því ekki bjarg- að bankanum með sjálfstæðum ráðstöfunum, svo sem gengis- lækkun, sem bjargað myndi hafa sumum viðskiptamönnum bank- ans og þar með honum sjálfum. Við íslendingar ættum að vita það manna bezt að pólitískt sjálf- stæði er hagkvæmt til margra hluta. Mér finnst það mjög viðkunn- anlegt af Jóni Árnasyni að minn- ast hins danska vinar íslands, sem starfað hefir í Danm., enóvið kunnanlegt að hann viðhefur um- mæli, sem verða að skiljast sem hnútur til danskra vina íslands, sem starfað hafa á íslandi. Finnst mér þeir verðskuldi sannmæli eins og aðrir. Þá má og hafa í huga að hinum eins árs gömlu lögum um Landsbanka íslands var breytt 1928, og Jón Árnason. gerður að formanni bankaráðs. Hefir hann gegnt því starfi síð- an, nema seinustu árin — þá bankastjóri. Einnig með tilliti til þess er gagnrýni hans á íslands- banka óviðfelldin. íslandsbanki var endurreistur í hinum nýja Landsbanka: Stærsti verzlunar- banki þjóðarinnar og sparisjóður var látinn annast seðlaútgáfuna. Engu sérstöku yfirvaldi var falin peningapólitíkin, og engin al- menn peningamálalöggjöf sett, þannig að gjörlegt væri að fram- kvæma hana. Jón Árnason leggur áherzlu á dugnað Magnúsar heitins Sig- urðssonar við það að útvega bráðabirgðalán erlendis, sem þurft hafi með v.egna þess að „at- vinnulífið á íslandi hefir að jafn- aði ekki gengið betur en það, að i flestum árum hefir orðið að fá erlend lán til nauðsynjavöru- kaupa, á meðan verið var að afla Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.