Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Sunnudagur 26. júní 1955 OírpmM&M!) Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Sreyting á gjaidskrá SVR samþykkf í bæjarsfjðrn Alfreð Gíslason sfingur upp á að fækka ferðunum KLUKKAN 9 í gærmorgun var haldið áfram þeim bæjarstjórnar- fundi, sem frestað var s.l. fimmtudag. Til umræðu var breyt- ing sú á fargjöldum með strætisvögnum, sem forstjóri SVR hafði lagt til að framkvæmd yrði og áður hefur verið Iýst hér í blaðinu. Tveggja milljarða gjaldeyristjón á 10 árum SÁ tími nálgast nú er síldarver- tíðin fyrir Norðurlandi hefst. Nú eins og jafnan áður er get- gátum að því leitt, hvort þessum kenjafiski muni þóknast að koma á miðin. En eins og kunnugt er hefur síldveiði að mestu brugð- ist síðastliðin 10 sumur. Undanfarnar vikur hafa síldar- rannsóknarskip og vísindaménn þriggja þjóða rannsakað afla- horfur fyrir norðan og austan Jand. Eru skipin nú öll komin til Seyðisfjarðar og þegar þetta er ritað stendur yfir fundur vísinda mannanna um árangur rann- sókna þeirra. Var búizt við til- kynningu um niðurstöður þeirra í gær eða í dag. Aflabresturinn á norðlenzku síldarvertíðinni hefur haft meiri áhrif á þjóðarbúskap ís- lendinga en menn gera sér al- mennt ljóst. Samkvæmt út- reikningi, sem fróðustu menn hafa gert um áhrif hans á gjaldeyrisöflun landsmanna er áætlað að beint gjaldeyristap í 10 sumur nemi nær tveimur milljörðum króna, þ. e. 2 þús. millj. króna. Samsvarar það um 200 millj. kr. gjaldeyris- tapi á ári á þessu tímabili. En þessar tölur sýna aðeins eina hlið á málinu. Áhrif afla- brestsins á hag sjómanna og. út- vegsmanna hafa einnig verið stór kostleg. Gífurlegur hallarekstur hefur orðið ár hvert á flestum þeim skipum, sem til síldveiða hafa farið. Og sjómenn hafa kom ið heim svo að segja með tvær hendur tómar. Þegar á allt þetta er litið sætir það raunar furðu, hvernig ís- lenzkt efnahagslíf hefur staðizt þau áföll, sem aflabresturinn á Norðurlandssíldveiðunum hefur haft í för með sér. En engum dylzt að mörg byggðarlög fyrir norðan og austan hafa beðið við hann varanlegan hnekk. Síldar- vertíðin var aðal bjargræðistími þessara byggðarlaga. Þegar tekj- ur fólksins hafa brugðizt, einmitt þá hefur það haft örlagaríkar af- leiðingar. Það hefur orðið að leita eftir atvinnu í aðra landshluta, og margt hefur jafnvel neyðzt til þess að flytja búferlum. Á efnahag sjávarútvegsins í heild hefur síldarhallærið einn- ig haft stórkostleg áhrif. Vélbáta- útvegurinn hafði í stríðslokin bú- ið sig sérstaklega vel undir síld- veiðar með kaupum á stórum og burðarmiklum skipum, sem ekki voru eins hentug til þorskveiða. Stórtap sumar eftir sumar hefur bókstaflega eyðilagt fjárhag margra útgerðarmanna og haft víðtæka erfiðleika í för með sér. Segja má, að lítið þýði að vera að þylja þessar raunir. Mestu máli skiptir að unnt reynist að gera síldveiðarnar að árvissari at vinnuvegi en þær hafa verið und anfarin ár. Eina leiðin til þess er hag- nýting vísindanna í þágu þeirra. Ný tæki, rannsóknar- aðferðir og veiðiaðferðir hafa skapað aukna möguleika til þess að veiða síldina. Hefur verið reynt að fylgjast eins vel með á þessu sviði og tök hafa verið á. Verður að leggja allt kapp á það í framtíðinni að afla þeirra tækja, sem auð- veldað geta útvegsmönnum og sjómönnum viðureignina við hið silfurlitaða kenjadýr. Alla krafta vísindamanna okkar verður að hagnýta og skapa þeim, sem bezta aðstöðu til þess að vinna störf sín. Við megum ekki gefast upp við síldina enda þótt illa hafi gengið undanfarin ár. Það er hægt að ná til hennar, og allt bendir til þess að hún sé hér við landið lengur en við höfum til þessa gert okkur ljóst. í gær höfðu um 90 skip sótt um leyfi til síldveiða fyrir Norður- landi í sumar. í fyrrasumar voru þau um 190. En gert er ráð fyrir að mörg fleiri skip muni bætast í hópinn næstu daga. Margir bíða eftir tilkynningu vísindamann- anna frá Seyðisfirði um ástand og horfur á miðunum. Annars er ekki undarlegt þótt sjómenn og útvegsmenn séu orðnir hálfragir við að senda skip sín norður. Von- brigðin undanfarin 10 sumur hafa haft sín áhrif á marga vegu. En alltaf lifir þó vonin um betri tíma, „kraftsíld" og stóra vinninginn í happdrætt- inu. I Mannaslðir Tímans ÞEGAR Steingrímur Steinþórs- son var forsætisráðherra í sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins hafði Morgunblaðið að jafnaði þann hátt á að birta ræður hans, bæði á þjóðhátíðardaginn og við ótal mörg önnur tækifæri. Gegndi blaðið með þessu sjálfsagðri skyldu við lesendur sína og kurteisisskyldu við stjórn lands- ins. í öllum lýðræðisþjóðfélögum þykir það sjálfsagt, að blöð geti um eða birti ræður æðstu manna þjóðarinnar við hátíðleg tæki- færi. Tíminn hefur allt annan hátt á í þessu efni þegar formaður Sjálf stæðisflokksins er forsætisráð- herra í samsteypustjórn fyrr- greindra flokka. Þá er ekki nóg með það að blaðið birti svo að segja aldrei ræður forsætisráð- herrans, enda þótt hann tali fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild. Það telur sér þvert á móti sæm- andi að halda uppi stöðugum árásum á hann fyrir ræður hans. Þetta gerðist nú síðast eftir þjóðhátíðardaginn. Ólafur Thors flutti þar ágæta ræðu, þar sem hann minntist frelsisbaráttunnar og varaði jafnframt þjóðina við gáleysi í efnahagsmálum sínum. Ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu áreiðanlega gjarnan viljað hafa flutt þessa ræðu enda fór þvi víðsfjarri að flokksáróðurs í þágu Sjálfstæðisflokksins sér- staklega gætti nokkursstaðar í henni. En fyrir þessa ræðu hefur Tím inn svívirt forsætisráðherrann nær því daglega undanfarna daga. Þetta eru mannasiðir Tímans. Ráðherrar Framsóknarflokksins segja eflaust, að þeir eigi engan þátt í þessUm rriálflutningi blaðs síns. En halda menn riú að það sé haldgóð yfirlýáing? Er hægt að trúa því til lengdar að Vel sið- aðir og dreriglyndir stjórnmála- menn láti blaði sínu haldast uppi einstæðan ruddahátt í garð sam- starfsmanna sinna? j Alfreð Gíslason (A) taldi, að sú hækkun á fargjöldum á kvöld in og á helgidögum, sem lögð væri til, væri óheppileg. Ef til vill væri betra að hækka far- gjöldin almennt, en um minni upphæð hvert einstakt gjald. — A. G. taldi að með fjölgun bíla yrði minni þörf fyrir strætis- Gíslason hafði bent á. B. D. kvað fargjöld SVR lág samanborið við það sem víða gerðist annars stað- ar. T. d. væri gjald 35 sænskir aurar í Stokkhólmi á daginn en helmingi hærra á kvöldin og væri það mun óhagstæðara en hér, þrátt fyrir betri aðstöðu þar, að mörgu leyti. B. D. kvað minni vagnana og gæti þá verið rétt hlutaflokkana ekki eiga að bregða leið að fækka ferðum og vögn- um og draga þannig úr reksturs- kostnaði. Borgarstjóri lýsti ástæðunum til breytinga á gjaldskránni, en meginástæðan er stórfelld hækk- un á kaupi, sem orðið hefur á s.l. ári og nú í vor. f desember var í bæjarstjórn samþykkt að hækka gjaldskrána nokkuð af þessari ástæðu, en sú hækkun hefur ekki verið staðfest af inn- flutningsskrifstofunni. Fulltrúi Framsóknarmanna þar hefur staðið á móti henni án þess þó að færa fram nokkur rök, sem hald er í. fæti fyrir bæjarfyrirtæki, sem væri vel rekið. Guðbjartur Ólafsson (S.) kvaðst mundi greiða breyting- unni atkvæði, enda væri hún sanngjarnasta leiðin, sem völ væri á. Að loknum umræðum var breyting gjaldskrárinnar sam- þykkt með 9 atkv. gegn 5. Sumariaanaðiir HÆKKUN Á KOSTNAÐI UM 214—3 MILLJ. KR. Borgarstjóri kvað engan vé- fengja að það væri rétt, að reksturskostnaður S. V. mundi hækka um 2Vz til 3 millj. kr. á ári, að langmestu leyti vegna kauphækkana. Spurningin væri aðeins sú, hvernig mæta ætti hallanum. Hann kvaðst vilja taka skýrt fram, að ekki kæmi til mála að meirihluti bæjar- stjórnar samþykkti að velta þessum halla yfir á bæjar- sjóð og hækka útsvörin til að mæta honum. — Sjálfstæðis- menn vildu að bæjarfyrirtæki fengju sannvirði fyrir sina þjónustu en yrðu ekki gerð að bagga á bæjarstjórn. SANNGJARNASTA LEIÐIN j Þá væri viðfangsefnið það jhvernig hækkunum á gjaldskrá yrði komið við þannig að sann- gjarnast yrði. Niðurstaðan hefði orðið sú að forðast almenna hækkun, sem kæmi verst við þá, sem stufida vinnu fjarri heimili , sínu á virkum dögum en hækka fremur gjöld á kvöldin og á helgidögum. i Borgarstjóri kvað ekki koma j til mála að fækka ferðum, eins ' og Alfreð Gíslason hefði minnzt á, heldur yrði þvert á móti að reyna að fjölga ferðum og bæta ' með því þjónustuna við bæjar- ; búa. Þó eitthvað fleiri hefðu nú eignazt sjálfir bíla, en áður var, ' ætti það ekki að koma niður á þeim, sem nota þyrftu strætis- vagnana og væri óhafandi að j fækka ferðum vegna þeirra, eins 1 og Alfreð Gíslason hefði drep- ið á. j Borgarstjóri kvað alla, sem til þekktu vera sammála um að SVR væri reknir með hagsýni og væri stefnan sú að kaupa fleiri diesel-vagna til að draga úr kostnaði. Minnti hann á þá til- lögu, sem hann hefði nýlega bor- ið fram um lántöku til kaupa á slíkum vögnum, ^ SAMVIZKA MINNIHLUTA-FLOKKANNA i Báður Daníelsson (Þ.) taldi að ekki væri um annað að ræða en breyta gjaldskrá SVR vegna auk ins tilkostnaðar, enda mundi áætlun forstjórans um hækkanir kostnaðar nærri lagi. B. D. taldi SVR rekna með hagsýni og kvað bæjarbúa mundi finna til þess ef reksturinn væri í ólestri vegna þess að ekki væri hægt að standa undir kostnaði. Hann taldi að ekki mundi mælast vel fyrir að fækka ferðum, eins og Alfreð Barstúlka að baki. CASABLANCA — Barstúlka ein hefir verið handtekin og ásökuð um að hafa staðið á bak við óeirð irnar í Marokkó. Jafnframt hefir lögregluforingi einn verið hand- tekinn af sama tilefni. KVENFELAG NESSÓKNAR heldur fjölbreytta útiskemmtun hjá íþróttahúsi KR við Kapla- skjólsveg í dag kl. 2 (sunnudag). Fyrst verður messa, þar næst talar herra biskupinn dr. theol. Ásmundur Guðmundsson, söng- flokkur sóknarinnar undir stjórn Jóns ísleifssonar syngur, auk þess spilar Lúðrasveit Reykja- víkur, — Gestur Þorgrímsson skemmtir, og fleira. Veitingar verða ágætar allan tímann; kaffiveitingar kvenfé- lagsins eru orðlagðar og sízt verður dregið úr gæðum þeirra á þessum degi. Auk þess verða gosdrykkir, ís og sælgæti. Að lokum verður dansað eftir hljómfalli ágætustu hljómsveit- ar. Er Nessóknarfólk og allir aðrir velunnarar kvenfélagsins beðnir að koma og sannprófa í sjón og raun myndarskap og veitingar kvenfélagsins, og standa sem bezt með og styðja konurnar 1 þessu starfi. Hér eru öll störf og allt framlag látið án endur- gjalds, því öllu fé sem inn kem- ur verður varið til kaupa á pípu- orgeli sem kvenfélagið hyggst að gefa hinni tilvonandi Neskirkju. Það er ósk mín og von að þessi skemmtun megi fara sem bezt fram, að hún megi sameina sókn- arfólk í góðu hugsjónamáli og glæða starfsvilja þess fyrir mál- efnum Nessóknar, og Kvenfélag- ið megi hafa heiður og gagn af Frh. á bls. 12. VeU andi ólrifar: H Svar til „Reykvísks knattspyrnuunnanda“. R. VELVAKANDI! Ég varð sannast sagna dá- lítið undrandi, er ég las greinina frá reykvískum knattspyrnuunn- anda í dálkum yðar í dag (23. júní). Mér varð á að spyrja: Hvað meinar maðurinn með svona skrifum? Á nú að fara að koma af stað moldvörpustarfsemi — og ósamlyndi í knattspyrnu- málum okkar, einmitt nú, er við þurfum að halda á allri þeirri samvinnu og samlyndi, sem tök eru á. Knattspyrnan er flokka- íþrótt eins og við vitum og bygg- ist því að langmestu leyti á sam- vinnu, samleik og, ekki hvað sízt — samlyndi. Þetta á að vísu við fyrst og fremst um leikmennina sjálfa, hinn 11 manna flokk, sem við sjáum á leikvellinum. En fæstir af öllum þeim áhorf- endahóp, sem sækir völlinn, gera sér grein fyrir, að fyrir hvern einasta leik, sem fram fer er unnið mikið og erfitt starf af stjórnendum og forráðamönnum félaganna. Þetta starf, þessi „for- leikur“, ef svo mætti að orði kom ast, þarf líka á samvinnu og sam- leik að halda eigi vel að takast. Því betri sem sá samleikur er, því bfetri árangur næst á vellin- um. Hefði átt að hugsa sig betur um. VIÐ alla stórleiki þarf því að vanda mikið til við forleikinn því að þar er meira í húfi. — Þessvegna finnst mér, að hátt- virtur „Reykvískur knattspyrnu- unnandi" hefði átt að hugsa sig vandlega um, áður en hann lét slíkt frá sér fara á prenti, þ. e. að slá því föstu frammi fyrir lands- mönnum, að okkar knattspyrnu- laridsliðsnefnd sé ekki starfi sínu vaxin og því skuli hún lögð al- gerlega niður og landsliðsþjálfari látinn einn um það að velja vænt anlegt lið til keppni við Dani. Erfitt starf. irl .A NÚ vita allir, sem til þekkja, að það er sitt hvað að vera landsliðsþjálfari og að vera í landsliðsnefnd. Ég veit ekki bet- ur en að þær landsliðsnefndir, sem við höfum haft hafi staðið sig með sóma og fólk hafi að at- huguðu máli verið harla ánægt með val hennar á mönnum í landslið yfirleitt, svo erfitt, sem slíkt starf hlýtur að vera. Ekki veit ég heldur til, að menn hafi verið neitt óánægðir með okkar landsliðsþjálfara, svo að mínum dómi er óþarfi og vægast sagt mjög ódrengilega gert af „Reyk- vískum knattspyrnuunnanda“ að hefja slíkt hnútukast að lands- liðsnefnd, sem raun ber vitni. Hvetjandi eggjunarorð til okk ar ágæta „forleiksliðs" hefðu ver- ið miklu betur til fallin — og tímabær. Megi starf landsliðsnefndar og þjálfara verða heilladrjúgt og þeim og okkur öllum til sóma. — Guðm. Sigurðsson (knattspyrnu- dómari)“. Um rétt á aðalbraut. ÍLSTJÓRI hefir orðið: „Oft er talað í umkvörtunar- tón um framkomu almennings i umferðarmálum, svo að mörg orð þar til viðbótar væri víst að bera í bakkafullan lækinn. En aldrei er góð vísa of oft kveðin og mig langar til að benda hér á eitt atriði sérstaklega — og sú ábend ing er reyndar til starfsbræðra minna, bílstjóranna og annarra bifreiðaeigenda yfirleitt. í um- ferðareglunum er skýrt og ákveð ið fyrirmæli um forgangsrétt að- albrauta gagnvart öðrum götum. Þetta er í rauninni eitt hið allra fyrsta, sem ökukennari kennir nemanda sínum •— og leggur ríkt á við hann, að ekki sé út af brugðið. — Reyndin er hinsvegar sú í umferðinni daglega, að regl- an um aðalbrautina er freklega virt að vettugi — og það stund- um svo, að liggur við stórslysum af þeim sökum. Þetta vildi ég góð fúslega minna á, alla þá sem bif- reiðastjórn hafa með höndum. — Bilstjóri." ,.t , ,, ■ G>o (.iruíit.ikn f.*:d í.íier ••••". V Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.