Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflií í dag: SA kaldi. — Skúrir öðru hvoru. 141. -tbl. — Sunnudagur 26. júní 1955 Reykjavikurbréf á bls. 9. Skipasmíðasföð Hafnarfjarðar brennur fil kaldra kola UM hálfsex leytið á laugardagsmorgun brann Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar til kaldra kola. Er hún við Strandgötu 8, og var Júlíus Nýborg eigandi hennar. Var hér eiginlega um þrjú timburhús að ræða, og var verzlun í einu þeirra, þar sem einkum voru seldar byggingarvörur. Nokkrir vélbátar hafa verið smíðaðir í skipasmíðastöðinni, ett nú hin síðari ár einkum trillur og gert við smærri báta. Þegar slökkviliðið kom á stað-*- inn, lagði gríðarlega mikinn reyk upp af húsunum og eldur logaði uþp úr þökunum. Svo sem að líkum lætur, var þarna um ákaf- lega eldfimt efni að ræða, svo sem töluvert af við í báta, smUrn ingsolía, málning, tjara og fleira. Sömuleiðis brunnu nokkrar vél- ar. Braust þarna út ofsafenginn eldur, sem allerfitt var að ráða við, og beindu slökkviliðs- xnenn starfi sínu því aðallega að nærliggjandi húsum. — Áfast við skipasmíðastöðina er Bæjar- bíó, og var sprautað ákaft á þak þess, en eldtungurnar teygðu sig ískyggilega upp með hlið húss- ins. Tókst slökkviliðsmönnum að bjarga þaki hússins, en múrhúð- unin á bíóinu skemmdist nokkuð af völdum hitans. Þá var vöru- geymsluhús Jóns Mathiesens í nokkurri hættu, en einnig því tókst að bjarga. Nokkuð mun þó hafa skemmzt af appelsínuköss- um, sem þar voru geymdir, vegna vatns. Nýr trillubátur, sem eetja átti á sjó í gær, stóð skammt frá eldhafinu, og var hann um tíma í mikilli hættu. En slökkvi- liðsmönnum, sem gengu rösklega fram, tókst að verja hann. Að tveimur klukkustundum liðnum hafði eldurinn verið Blökktur. —• Mikið happ var það, að veður var kyrrt, hægur and- vari, því að ella hefði getað orðið þama geysilegur bruni, ef eldur- inn hefði komizt í nærliggjandi hús. —■ Að sögn slökkviliSsmanna «r þetta mesti eldsvoði í Firðin- um um langt árabil. Skipasmíðastöðin var vátryggð en þrátt fyrir það varð Júlíus Nýborg þarna fyrir gífurlegu tjóni. — Eldsupptök eru ókunn. — G. E. Sjóriim kom í !>át- inn um ventil KANNSÓKN sjódóms út af máli vélbátsins Síldin, sem hlevpt var á land við Kirkjusand á miðviku daginn, mun ekki að fullu lokið. Það hefur komið fram, að sjór komst í bátinn um botnventil bátsins, en með hverjum hætti mun ekki vera fyllilega ljóst, en skv. framburði yfirmanna báts- ins, mun um handvömm hafa verið að ræða. 17 ára piltur í goíí- úrslitaleik ÞEGAR blaðið fór í prentun síð- degis í gær stóð yfir mjög spenn andi úrslitakeppní í firmakeppni Golfklúbbsins. Keppnin hófst klukkan tvö. Þar áttust við hinn kunni golf- leikari Þorvaldur Ásgeirsson, sem verið hefur Revkjavíkur- og íslandsmeistari, sem keppir fyrir verzl. Últíma*og Smári Wíium, sem keppir fyrir togaraútgerðar- félagið Alliance. Smári er aðeins 17 ára gamall, lærlingur í renni- smíði í Vélsm. Héðni, sonur Sig- urðar M. Wíium verkamanns, Fossvogsbletti 51. Hefur þessi ungi piltur komið mörgum mjög á óvart með kunn- áttu sinni í golfleik á móti þessu. f keppninni voru upphaflega 128 fyrirtæki hér í Reykjavík. Úrva! Reykjavíkur- (élaganna gega Hamborgurum í KVÖLD klukkar; 8 keppir úr- valslið Reykjavíkurfélaganna í II. flokki við Hamborgarúrvalið, sem hér henr avanð að undan- förnu. Úrvalsliðið verður þannig skip- að, talið frá markmanni: Karl Karlsson (Fram), Gunnar Leós- son (Fram), Árni Njálsson (Val), Gretar Sigurðsson (Fram), Rún- ar Guðmannsson (Fram), Páll Aronsson -Val), Sigurður Ámundason (Val), Guðmundur Ókskarsson (Fram), Björgvin Árnason (Fram), Eiður Dalberg (Fram) og Skúli Nielsen (Fram) — Varamenn eru: Björgvin Hermannsson (Val), Haraldur Sumarliðason (Val), Pétur Bjarnason (Víking), Björgvin Daníelsson (Val) og Hilmar Pieteh (Val). Hamborgararnir hafa unnið alla leiki sína hér. Verður fróð- legt að vita, hvort þessu Reykja- víkurúrvali tekst að breyta því eitthvað. Þessi mynd var tekin rétt fyrir klukkan sex, en þá lagði gríðar mikinn reyk upp af skipasmíðastöð- inní. — (Ljósm. Sig. Þorsteinsson). Heimdallur efnir til fjölbreyttror sumarhdtíðar í Tívoii I dag t Skemmfigarðurinn opinn frá kl. 2 e.h. til kl. 1 effir miðnæffi. — állan daginn eitfhvað fyrir alla , Maður fúíbrotnar SÍÐDEGIS í gær varð slys við höfnina. Sigmundur Þórðarson, Holtsgötu 5, varð fyrir jeppabíl og hlaut af opið brot á hægra fæti, en Sigmundur er bæklaður á þessum fæti. Sjúkraliðsmenn voru kvaddir á vettvang og fluttu þeir hinn slasaða í Landsspítal- ann. Birgðastöð á Akureyri KAUPMANNAhöfn, 25. júní: — „Nordisk Mineselskab“ mun í sumar senda 6000 lestir af tækj- um og vistum til blýnámanna í Meistaravík á Grænlandi. Skipið Kista Dan og þrjú önn- ur skip annast flutningana, en frá Kaupmannahöfn verður það sent til Akureyrar, en þar verður birgðastöð mikil stofnuð. Þaðan flytja minni skip birgðir til Meistaravíkur. Þar vinna nú 66 menn en verða 100 síðar. f ráði er að nota þyrilvængjur við leit að blýmálmi í fjöllunum og eru tvær væntanlegar á næst- unni. — Reuter. Nýjasfa skip flofans í gærdag var hafnarstjórn Reykjavíkur afhentur dráttarbáturinn Magni, en hann er fyrsta stálskipið sem smíðað er hér á landi. Smíði Magna tók rúmlega 1% ár. Hann mun nú leysa hinn aldna drátt- arbát Reykjavíkurhafnar Magna eldri af hólmi, en sá er nú tekinn mjög að eldast. Myndin hér að ofan var tekin þegar Magni fór i reynsluför sína nýlega. — Ljósm. Benedikt Þ. DAG heldur Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Rvík, sumarhátíð í Tívolí, skemmtigarði Reykvíkinga. Hefur mjög verið vandað til skemmtunarinnar, sem bæði verður um xniðjan dag og um kvöldið. Hefst fyrri hluti hennar kl. 4 síðdegis, en siðarl hlutinn kl. 9 um kvöldið. — Skemmtigarðurinn verður opnaður kl. 2 e. h. og verður opinn til kl. 1 eftir miðnætti. UM DAGINN: Á skemmtuninni um daginn heldur formaður félagsins, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, ræðu. Þar koma fram hinir vin- sælu óperusöngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. — Munu þau syngja vinsæl sönglög og lög úr Bátur leitar síldar með reknetum nyrðra AKUREYRI: — Undanfarið hef- ur vélbáturinn Hannes Hafstein frá Dalvík, verið á vegum Síldar- útvegsnefndar, Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálasjóðs,. með reknet á síldarmiðunum nyrðra. Hefur síldarleitinni verið stjórn- að af Guðmundi Jörundssyni út- gerðarmanni hér. Þar sem báturinn hefur látið reka hefur hann fengið lítið eitt af síld en verulegt magn af rauð- átu. Sjávarhitinn við yfirborð hefur verið 6—7,4 stig. í nótt, aðfaranótt laugardags, lét báturinn reka 104 sjóm. N '/2 V frá Sigfufirði, en þar hafði síld komið fram á fisksjánni á 12 faðma dýpi. í fjögur fyrstu netin fékk báturinn 2 tunnur síldar í hvert þeirra, en í netin öll fékk báturinn 10 tunnur. Voru þau ýmist stórriðin eða smáriðin. Var þetta yfirleitt stór síld, en frem- ur mögur og nokkuð var af hor- síld. Átuskilyrðin voru þarna góð. Báturinn mun leita víða á þessu svæði og halda vestur með landinu og grunnt, suður undir Önundarfjörð. Þar sem báturinn lét reka í nótt mun vera nálægt því svæði, sem Ægir varð síldar var á dögunum. — Ekki varð bát urinn var þörungs. — Vignir. óperum. Þá les Ævar R. Kvarara leikari, upp kafla úr Pétri Gaut eftir Ibsen. Loks sýnir töframað- urinn óviðjafnanlegi Crossini, listir sínar, en brögð hans hafa vakið sérstaka athygli. 1 UM KVÖLDIÐ: Skemmtunin hefst aftur kl. 9 um kvöldið, eins og fyrr getur. Þar sýnir Baldur Georgs töfra- brögð og rabbar við Konna. Auk þess koma fram aðrir skemmti- kraftar Tívolís; verða þar sýndir skopþættir, kylfukast, töfrabrögð o. m. fl. — Dægurlagasöngvarar munu syngja með undirleik hljómsveitar Karls Jónatansson- ar, og að iokum verður stiginn dans á palli. ★ FERÐIR verða frá Búnaðarfé- lagshúsinu í Lækjargötu frá þvi skemmtigarðurinn verður opnað- ur og allan daginn. ★ Eins og af dagskránni má sjá, er rajög vandað til þessarar sumarhátíðar Heimdallar og má búast við, að Reykvíking- ar fjötmenni í skemmtigarð sinn, Tívolí, í dag. SKÁXEINVI6ID ABCDEFGH STOKKHÖLMU It I 14. leikur Stokkhólms: | c4xd5 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.