Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. júní 1955 MORGV NBLAÐIÐ 9 Reyk javikurbréf: Laugardagur 25. júní A ÞingvöiiiEm fyrir 26 árum — Fullveldisviðurkenning að baki en roði af algerum * skilnaði fyrir sfafni — Kall hins nýja tíma — Framsókn og varnarmalin — Arangurinm af hálfveigju Tímans — Nýju fötin keisarans — Fyrirspurn fil utanríkisráðherra Fyrir 25 árum Um þessa helgi eru rétt 25 ár lið- in síðan íslendingar héldu mestu hátíð, sem haldin hefur verið hér á landi, þúsund ára afmælishá- tíð Alþingis. Hinn 26. júní árið 1930 höfðu rúmlega 30 þúsund íslendingar og fjöldi erlendra gesta safnazt saman að Þing- völlum, hinum fornhelga þing- Btað og sögufrægasta stað þessa lands. Aldrei fyrr höfðu íslendingar ráðist í annað eins stórfyrirtæki og þessi hátíðahöld. Með þeim var vissulega teflt djarft. Hátíð- in skyldi haldin undir beru lofti. Fulltrúum frá fjölda þjóðþinga var boðið til hennar. Gert var ráð fyrir að stór hluti íslenzku þjóð- arinnar myndi sækja hana. Allt vallt á því, að veðurguðirnir yrðu hátíðahaldinu hliðhollir. Niðurstaðan varð sú, að þeir urðu það. Daginn áður en hátíð- in hófst voru veðurhorfur hinar verstu. Lýsti Morgunblaðið þeim með þessum orðum hinn 27. júní árið 1930: minnast þúsund ára afmælis Al-1 þingis, merkustu og þjóðlegustu stofnunar landsmanna. Meðal þessarar litlu þjóðar hafði í þús- und ár starfað löggjafarsamkoma, sem hafði í raun og veru miklu víðtækari áhrif á allt-líf hennar og starf en löggjafarþing nokk- urrar annarrar þjóðar hefur haft. Alþingi var auk þessa hvorki meira né minna en elzta löggjaf- arsamkoma heimsins En Alþingishátíðin árið 1930 var þó ekki aðeins þús- und ára hát'ð hinnar íslenzku löggjafarsamkomu. Hún var ekki síður fagnaðarsamkoma íslcnzku þjóðarinnar yfir ný- lega unnum sigrum í sjálf- stæðisbaráttu hennar. Aðeins tólf ár voru liðin siðan full- veldi Iandsins var viðurkennt. Þá var grundvöllurinn einnig lagður að algerri frelsistöku þjóðarinnar. Konungssam- band við Dani var eitt eftir. Því var hægt að slíta að 25 árum liðnum frá gildistöku sambandslaganna. Og megin- Land var oss gefið, útsær drauma blár. Vér biðjum þess, að byggðir vor- ar allar blómgist og vaxi — næstu þús- und ár“, segir þjóðskáldið Davíð Stefáns- son i niðurlagi hátíðarljóða sinna. íslendingar eru að fagna full- veldisviðurkenningunni frá 1918. En þeir eru jafnframt að marka íýja stefnu, finna til kraftarins : sínum eigin kögglum, nýr tími hefur knúð dyra. Síðasti kafli sjálfstæðisbaráttunnar er hafinn. Framundan er athafnatímabil, uppbygging og hraðfara þróun. Þegar Alþingishátíð hinna sumarbjörtu júnídaga árið 1930 er virt fyrir sér úr ald- arfjórðungs fjarlægð getur engum blandast hugur um, að hin þunga undiralda þess þjóð arfagnaðar, sem þar ríkti átti einmitt rætur sínar í þessari vaknandi sjálfsvitun fólksins, trúnni á framtíðina og ásetn- ingnum um stórfellda sókn til bjartara og fegurra lífs. þeim ógleymanleg, sem hana sóttu. Hún hafði jaínframt stór- kostleg áhrif í lífi og starfi ís- lendinga langt fram um ókomin ár. Þeim, sem fyrir henni stóðu ber því mikil þökk fyrir þjóð- hollt og gagnlegt starf. Framsókn og varnarmálin ÞEGAR Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra í rikisstjórn- um Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar, Ólafs Thors og Steingríms Steinþórssonar kom það í hans hlut að hafa forystu um að móta íslenzka utanríkisstefnu í sam- vinnu við lýðræðisflokkana í landinu. Mun það almennt viður- kennt af öllum ábyrgum mönn- um, að honum hafi tekizt það vel og giftusamlega. Var þó við marg an vanda að etja, ekki sízt í sam- bandi við skipulag og fram- kvæmd öryggismálanna. Allt þurfti þar að byggja upp frá grunni. Engin reynsla var fyrir hendi hjá íslenzkum ráðamönn- um í þessum efnum. Þegar Alþingishátíðin var sett 26. júní árið 1930. Yfir 30 þúsund íslendinga voru þá saman komnir á Þingvöllum. Þá hátið hafa íslendingar haldið mesta. „Þokusúld var í Reykjavík, þokusúld á Mosfellsheiði, þoku- BÚld á Þingvöllum og eins dimmt og verið getur á þessum tíma árs.“ Var stórrigning í aðsigi? Átti 1000 ára hátíðin að drukkna í sunnlenzku regni. Var verið að stefna öllu út í ófæru — með hina erlendu gesti í broddi fylkingar. Voru þeir hingað komnir til þess að kynnast íslenzkum veðraham? Þannig hugsaði hver íslenzkur blaðamaður í þessari ferð“. Þetta var lýsing Mbl. á veður- horfunum fyrir hátíðina. En sem betur fór stytti upp. Segja má, að veður hafi verið hagstætt alla þrjá hátíðadagana. Að kvöldi fyrsta hátíðadagsins kólnaði að vísu og fennti í fjöll á Þingvöll- um. En að morgni var veður hið fegursta. Hélst það hátíðina út. Fagnaðarhátíð yfir unnum slgrum TIL þessarar miklu hátíðar var fyrst og fremst stofnað til þess að þorri íslendinga vissi þá þegar hvað hann vildi í því máli. Með fullveldisviðurkenning una að baki og roða af alger- um skilnaði við yfirþjóðina fyrir stafni, mættust tugþús- undir íslendinga að Lögbergi við Öxará hinn 26. júni árið 1930. Þar voru mörg heit unnin Ung og vaknandi þjóð minntist bar- áttu og sigra fortíðarinnar. Á engum stað var máttur minning- anna meiri en einmitt á Þingvöll- um. Þar stóð vagga íslenzks rík- is, þar sögðu lögspakir menn upp lög og rétt, þar þróaðist þjóð- veldið og þangað lágu leiðir ís- lenzks fólks af öllum hornum þessa strjálbýla lands. Kall hins nýja tíma EN frá baðmi hinna máttugu minninga hijómaði jafnframt kall hins nýja tíma: „Leitum og finnum. Lífið til vor kallar. Af þessum orsökum verður Al- þingishátíðin ekki aðeins talin glæsileg og einstæð minningar- hátíð um 1000 ár hinnar íslenzku löggjafarsamkomu. Hún markaði ekki siður tímamót í lífi og starfi þjóðarinnar á þessari öld. Síðan hefur hinu nýja land- námi verið haldið óslitið áfram. Það hefur að visu verið misjafn- lega ört. Fyrsta áratuginn, milli 1930 og 1940 gengur það tiltölu- lega hægt. Ýmiskonar erfiðleik- ar steðja að, lélegt stjórnarfar og heimskreppa. En upp úr því verð- ur þróunin örari. Lokasporið í sjálfstæðisbaráttunni er stigið og uppbygging atvinnulífsins hefst fyrir alvöru. Það starf stendur enn. Sumir drógu í efa, að skynsam- legt væri að leggja ærið fé og fyrirhöfn i undirbúning og fram- ’kvæmd stórfelldra hátíðahalda árið 1930. En um það verður naumast deilt, að Alþingishátíð- in var ekki aðeins einstæð fagn- aðarhátíð, sem verður öllum En Bjarna BenediktSsyni tókst þar vel og viturlega. Á hann vissulega miklar þakkir skildar fyrir starf sitt í þágu íslenzkra utanríkis- og varnarmála. Á meðan Bjarni Benediktsson fór með stjórn þessara mála hik- aði Tíminn ekki við að halda uppi stöðugum rógi um starf hans. Lagðist hann iðulega svo lágt að lepja upp slefsögur og þvætting kommúnista um fram- kvæmd varnarmálanna. Allan þennasr tíma bar þó Framsókn- arflokkurinn fulla ábyrgð á stefnunni í öryggismálum ís- lendinga, engu síður en Sjálf- stæðisflokkurinn. Árangurinn af þessari hálf- velgju Tímans gagnvart stefnu lýðræðisflokkanna i ut- anrikis- og varnarmálum varð svo sá, að Þjóðvarnarflokkur- inn hjó verulega inn í raðir Framsóknarmanna við alþing- iskosningarnar sumarið 1953. Framsókn tapaði þingsæti sínu í Reykjavík til Þjóðvarn- ar og mörg kjördæmi hennar komust í stórhættu. Þegar ný stjórn var mynduð undir forsæti formanns Sjálfstæð isflokksins varð svo niðurstaðan sú, að Framsóknarmenn fengu stjórn utanríkis- og varnarmál- anna í sínar hendur. Þótti sann- gjarnt að þeir fengju það ráðu- neyti er Sjálfstæðismenn fepgu stjórnarforystuna í sínar hendur eftir kosningasigur sinn. 4 Nýju fötin keisarans SJÁLFSTÆÐISMENN hafa haft allt annan hátt á gagnvart utan- ríkisráðherra Framsóknar en Tíminn tamdi sér gagnvart Bjarna Benediktssyni. Þeir hafa komið fram gagn- vart honum af fullum drengskap, veitt honum allan nauðsynlegan stuðning og forðazt allar deilur um framkvæmd varnarmálanna. En Tíminn hefur haldið áfram rógi sínum um utanríkisráðherra Sjálfstæðismanna. Svo að segja vikulega birtast greinar í blöð- um Framsóknarflokksins, þar sem núverandi utanríkisráðherra er hælt fyrir stórkostlegar um- bætur á framkvæmd varnarmál- anna. Jafnhliða er Bjarni Bene- diktsson skammaður niður fyrir allar hellur. Það verður að segjast að Tíminn hefur hér hætt sér út á hált svell. Hann hefur íklætt dr. Kristinn Guðmundsson nýju fötunum keisarans. AlJt hól Framsóknarblaðsins um umbótastarfsemi hans á sviðl varnarmálanna er skrum eitt og blekking. Það, sem gert hefur verið að gagni af hálfu núverandi utanríkisráðherra í varnarmálunum byggist allt á þeim grundvelli, sem Bjarni Benediktsson hafði áður lagt. Hann eða hinir nýju „varnar- málasérfræðingar“ Framsókn- ar hafa engum sjálfstæðum breytingum í umbótaátt kom- ið á framkvæmd varnarmál- anna. Stærsta og eina „afrek" hans er skipun Sigurðar Jón- assonar í varnarmálanefnd. En hann hafði þá nýlega ver- ið dæmdur í stórsektir fyrir verð lagsbrot Olíufélagsins. — Létu Framsóknarmenn ekki lengi standa á uppbótum honum til handa fyrir það áfall!! Fyllsta ástæða er til þess a<5 beina þeirri fyrirspurn til dr. Kristins Guðmundssonar, hvort það sé með hans vitund og vilja sem Tíminn notar hvert tæki- færi til þess að upphefja afrek hans í varnarmálunum á kostnað fyrirrennara hans í embættinu? Ef svo er, er vissulega ástæða til þess fyrir málgögn Sjálfstæð- isflokksins að endurskoða afstöðu sína til núverandi utanríkisráð- herra. r Alftarsteggurinn hefur lamið suma MIKILL og stöðugui straumur fólks er til þess að skoða álfta- hjónin og unga þeirra. Þrátt fyrir aðvaranir blaðanna til fólks um að fara ekki of ná- lægt álftunum, til þess að erta ekki stegginn, hefur það iðulega komið fyrir að steggurinn hafi ráðist á fólk og barið það óþyrmi lega með vængiunum. f— Það mun vera ákveðið að afgirða „mannheidri girðingu" svæði umhverfis Þorfinnshólma, vegna þess að steggurinn getur verið hættulegur. Enn skal fólk aðvar- að um að halda sig í hæfilegri fjarlægð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.