Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vígur., Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU i anda ræliunar og frjálslyndis AÞÚSUND ára hátíð Alþingis á 1 Þingvöllum árið 1930 rættust margir draumar. En þar kvikn- uðu einnig nýjar hugmyndir og hugsjónir. íslenzka þjóðin hafði fyrir skömmu fengið fullveldi sitt viðurkennt. Sjálfsvitund hennar var að glæðast, trúin á framtíðina að styrkjast. Það sætti því engri furðu að einmitt á þessum björtu sumardögum urðu til samtök sem síðan hafa látið mikið gott af sér leiða í íslenzku þjóðlífi. Ber þar fyrst og fremst að nefna Skóg'ræktarfélag ís- lands. Það var stofnað á Þing- völlum 27. júní árið 1930. Stofnun Skógræktarfélags- ins var í raun og veru gleggsta dæmið um vaxandi trú þjóð- arinnar á land sitt. í margar aldir hafði stefna rányrkjunn- ar rúið ísland að trjágróðri og stuðlað að uppblæstri og eyði- leggingu. Menn trúðu ekki á möguleika þess, að hér gætu þrifist nytjaskógar. Vantrú og sinnuleysi mótaði almennt af- stöðu landsmanna í þessum málum. Mcð stofnun Skóg- * ræktarfélagsins er merki rækt unar og raunsæi reist. Markvís barátta er tekin upp gegn hinni hugsjónasnauðu eyðing- arstefnu, en fyrir fegrun og betrun landsins, Saga Skógræktarfél^gs íslands hefur áður verið rakin hér í blað- inu og er alþjóð kunn. Verður hún því ekki sögð hér frekar að sinni. En fyllsta ástæða er til þess að gleðjast yfir þeim ár- angri, sem þegar hefur náðst af starfsemi félagsins. Ræktunar- stefnan hefur sigrað, ránvrkjan er komin á hratt undanhald. S. U. S. 25 ára Önnur samtök, sem stofnuð voru á Þingvöllum þjóðhátíðar- dagana var Sambánd unga Sjálf- stæðismanna. Nokkur félög ungra manna stofnuðu með sér lands- samband til þess að berjast fyrir hugsjónum sínum. Verkefni þess var tvíþætt: Annarsvegar að berj ast fyrir algerri frelsistöku ís- lands að 25 ára fresti sambands- laganna liðnum, hinsvegar að beita sér fyrir frjálslyndri og víð- sýnni framfara- og uppbyggingar stefnu í innanlandsmálum. Yfir stofnun Sambands unga Sjálf- stæðismanna var bjarmi fagurra hugsjóna framsækinnar æsku. Unga fólkið, sem stóð að myndun samtakanna var þess alráðið að leggjast rösklega á árina og þreyta róðurinn af kappi fyrir framkvæmd hugsjóna sinna. Nú, að 25 árum liðnum, er það Sjálfstæðismönnum mikið fagn- aðarefni, að þessi samtök æsku þeirra hafa unnið mikið og gott starf. Þau hafa haft rík áhrif á starf og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Innan þeirra hafa vaxið upp margir dugandi menn, sem reynzt hafa flokknum og þjóðinni í heild vei og drengilega. Sjálfstæðis- æskan hefur átt sinn ríka þátt í að stefna flokksins hefur mótast af frjálslyndi og víðsýni. Á grund velli þeirrar stefnu hefur flokk- urinn starfað og í skjóli hennar hafa orðið stórfelldar framfarir í landinu. __ __ ___ Hugsjónir rætast Það er athyglisvert, að meðan .rr áhrif Sjálfstæðisflokksins eru minnst á stjórn landsins árin 1930—1939 vegnar þjóðinni verst. Þá ríkir hér kyrrstaða á fjöl- mörgum sviðum og landsmenn eiga við margvislega erfiðleika að etja. Síðasta einn og hálfan áratug- inn, þegar Sjálfstæðismenn taka að eflast til aukinna áhrifa hefst hinsvegar mesta framfaratíma- bil íslenzkrar sögu. Ungir Sjálfstæðismenn fagna því einnig í dag, að ein- mitt nú stendur flokkur þeirra mitt í miklu uppbyggingar- starfi. Hugsjón þeirra um raf- væðingu landsins er nú tekin að nálgast framkvæmd og raunveruleika. ísland er al- frjálst og lýðveldi stofnað. Ef þjóðin kann að hagnýta sér hina bættu aðstöðu sína á hún glæsilega framtíð fyrir hönd- um. En hún getur eyðilagt hina miklu möguleika sína með gálauslegri hegðan. Það hika ungir Sjálfstæðismenn ekki við að benda henni á. Þeir eru þess alráðnir að halda því merki enn hátt á lofti, sem þeir reistu á Þingvöllum á þjóðhátíðinni, merki frjáls- lyndis, framtaks og framfara. Undir því munu þeir vinna nýja sigra þjóð sinni til vegs og farsældar. „Brýtur í bága viS vilja Aiþýðu- ffokksins’ ALÞÝÐUBLAÐIÐ lýsir yfir því í fyrradag, að fundahöld Hanni- bals Valdemarssonar á Austur- landi með einum þingmanni kommúnista séu algert „einka- fyrirtæki“ hans og Alþýðuflokkn um „óviðkomandi með öllu“. Seg ir blaðið jafnframt, að forseti Alþýðusambandsins hafi á fund- unum prédikað nána pólitíska samvinnu milli Alþýðuflokksins, kommúnista og Þjóðvarnar, jafn- vel sameiginleg framboð þessara flokka við næstu kosningar. Síðan kemst blaðið að orði á þessa leið: „Hugmyndin um áminnsta samvinnu við kommúnista brýtur í bága við yfirlýstan vilja Alþýðuflokksins fyrr og nú eins og Hannibal Valde- marssyni hlýtur að vera kunn ugt“. Alþýðublaðið deilir einnig á þá ráðabreytni, að fyrsti fundur kommúnistaþingmannsins og Al- þýðusambandsforsetans skyldi hafa verið boðaður í nafni Al- þýðusambandsins. Það er vissulega ekki að ófyrir- synju, að þessi gagnrýni hefur komið fram i Alþýðublaðinu. Það er fáheyrð ósvífni að forseti A. S. í. skuli leyfa sér að boða póli- tíska umræðufundi með komm- únistum í nafni heildarsamtaka verkalýðsins. Er sú ráðabreytni þó í beinu samræmi við framferði kommúnista og Hannibals á s.l. vetri, er þeir skrifuðu fjórum stjórnmálaflokkum og buðust til þess að taka að sér forystu um myndun ríkisstjórnar í landinu. En þessi fundahöld Alþýðu- sambandsforsetans eru enn ein sönnun þess, hversu ræki- lega kommúnistar hafa her- tekið hann. Byltingin í Argentínu hófst eins og hér segir: Flugvél kom svífandi utan úr j gráum himingeimnum. Fólk, röltandi um goturnar, leit upp. Þá heyrðist hvellur. .— Jörðin hristist. Veggir skulfu. Fólkið áttaði sig ekki strax. En svo greip það skelfing og göturnar urðu auðar. Blóðugasta byltingin í nútíma- sögu Argentínu var að hefjast. Sprengjurnar féllu í grend við Casa Rosada, Bleiku bygginguna, stjórnarráðið, þar sem Juan D. Perón hafði skrifstofur sínar. Tveir sprengjuhvellir í viðbót. Fólkið á götunni sá nú, að um var að ræða sprengjur, sem komu frá flugvélinni í loftinu. Fólkið hnipraði sig, þrýsti sér upp að gráum steinveggjunum, er flutn- ingabifreiðar skipaðar einkennis- klæddum mönnum geystust fram hjá Þetta voru árásarmennirnir. Það hvein í hjólbörðunum er flutningabílarnir námu staðar að baki stjórnarráðinu. Hermenn stukku af pöllunum, rifflarnir við Byliingin í Árgentínu hófsf meS árás 1 flugvélar Skelfing á götum úfi öxl. Hermennirnir hlupu í fjór- faldri röð eftir götunni. i Mannsöfnuðurinn forðaði sér á bak við horn, til þess að komast úr skotfæri. Skothvellir heyrðust. Óp, ösk- ur, me4ri skothvellir. Einn mann- anna í þrönginni féll í götuna. Vinir gripu hann á loft og köll- uðu á „sjúkrabíl“. i Nú komu aðrir hermenn hlaup andi eftir götunni og fóru um hliðardyr inn í Bleiku stjórnar- bygginguna. Þarna var kominn liðsauki til stjórnarmanna í byggingunni. Svartur reykur I hófst á loft frá sprengingunum. Orrustan stóð í nær tvær uu andi áhrijar: IGÆR veltum við svolítið fyr- ir okkur umferðarmálum, og skulum við nú minnast lítillega á eitt atriði, sem er þeim nokkuð skylt. I * Með forsetalegri tign! SAGT er, að hér búi gott fólk og gestrisið, og skal ég ekki gera neinar athugasemdir við það, þótt ég sé þess fullviss, að við íslendingar séum hvorki betri né gestrisnari en aðrar þjóðir. En hvað um það. Hér virðist það a. m. k. landlægt, að bifreiðastjór- ar sýni gangandi mönnum stund- um hið mesta tillitsleysi. Reykja- vík er orðin stór borg og teygir sig í allar áttir, auk þess sem byggð er víða í nágrenni hennar. Fólk, sem þar býr missir stund- um af strætisvagninum, eins og komið getur fyrir beztu menn, og skal ekki orðlenga það. En þá er það undantekning, ef einka- bílstjórar hlaupa undir bagga, þótt í þá sé veifað á vegum úti. Þeir virðast yfirleitt ekkert kæra sig um að hjálpa upp á náung- ann og lofa honum að fljóta með í bæinn. — Þeir aka aðeins fram hjá með forsetalegri tign — og stíga kannske örlítið á benzín- gjafann til merkis um hjálpsem- ina! — Vonandi stafar þetta að eins af hugsunarleysi hjá þessu ágæta fólki, sem hér á hlut að máli. Við skulum bíða — og sjá, hvað setur. Skemmtileg íþrótt. FIMLEIKAR eru ákaflega skemmtileg og göfug íþrótt, en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni, að henni sé ekki sýndur sá sómi, sem vera ber. — Fleiri virðast vera sömu skoð- unar, því að í fyrradag barst mér bréf, þar sem harmað er, hversu sjaldan fimleikasýningar eru haldnar hér á landi, Tek ég undir það og skulum við vona með bréfritara mínum, að úr rætist. Lítill áhugi. FRJÁLSUM íþróttum er aftur á móti sýndur fullur sómi af forráðamönnum íþróttafélaganna og er það vel. Aftur á móti er I leiðinlegt, hve fáir virðast hafa áhuga á þessari skemtilegu í- þróttagrein. Á sunudaginn var, efndi íþróttafélag Reykjavíkur til dæmis til mjög skemmtilegs ’ frjálsíþróttamóts í Reykjavík og voru fjórir sænskir íþróttagarpar meðal þátttakenda. En þrátt fyr- 1 ir það var aðsókn lítil að mótinu — ekki í fyrsta sinn. Við eigum marga unga og efni- lega frjálsíþróttamenn, sem vafaj laust eiga eftir að gera garðinn frægan. Það er því mjög gaman að fylgjast með ferli þeirra og ’ gefa því gaum, sem vel er gert. Við Gullfoss. „Fár bregður því betra, ef hann veit hið verra“. OVÍÐA er jafn fagurt og við Gullfoss. Þar er auðvelt að taka undir með skáldinu: — Nátt úran grípur mig himinheið. Þar birtist íslenzk náttúra í allri sinni frumstæðu, látlausu tign og beljandi stórfljótið leyðrar kletta snasirnar og finnur veg sinn til sjávar. Á slíkum stöðum eigum við að reisa hús, sem samboðin eru um- hverfinu, en ekki einhverja leið- indahjalla, sem öllum eru ang- ursefni. En því miður hefur það ekki enn verið gert við Gullfoss, þar var lítill, lágkúrulegur veit- ingaskáli, síðast þegar ég vissi til. Vonandi stendur það til bóta. En það var annað, sem ég ætl- aði að minnast á í dag. Ég hefi nýlega fengið bréf frá „Einum úr hópnum', sem svo nefnir sig. „Hópurinn“ eru 30 ferðalangar, sem fóru austur að Gullfossi ekki: alls fyrir löngu og þágu þar góð- an beina. Kveður bréfritarinn ferðafélaga sína hafa lokið upp einum rómi um það, að veitingar og framreiðsla hafi verið „í fullu samræmi við umhverfið og feg- urð dagsins", svo að ekki varð á betra kosið. Biður hann mig um að senda veitingastýranni, ung- frú Sigríði Björnsdórtur, beztu kveðjur. — Er gott til þess að vita, að þjónustan skuli draga svo lítið úr óheillaáhrifum hrófa tildursins. 0*3 ■ Merklð, sem klæðir landið. klst. Óbreyttir borgarar, sem reyndu að skjótast yfir göturn- ar umhvei’fis stjórnarbygging- una lentu í skothríð og féllu. Maður nokkur, sem virtist vera á sextugs aldri, gekk óskadd- aður inn á milli hvinandi byssu- skotanna um óvarða götuna alla leið frá stjórnarbyggingunni til Plaza de Mayo. Hann þreif hvít- an vasaklút upp úr vasa sínum og hélt honum á loft. Hann brosti. Hann komst leiðar sinnar. Tveir menn stukku út úr banka. Báðir urðu fyrir byssu- kúlum. Hjúkrunarliðar komu þeim til hjálpar. Kvenmaður með Perónistanál í barmi hrópaði og kvaðst vilja berjast. Maður nokkur greip hana og sagði: „Þér eruð vopn- lausar". En tugir annarra vopnlausra manna voru á hlaupum umhverf- is stjórnarbygginguna og hróp- uðu: „Perón, Perón“, leitandi skjóls í hornum og bak við súlur. Tveir skriðdrekar komu upp götuna. Þeim var fagnað með hrópum. Frá þeim hófst vélbyssu skothríð. Hópar úr fylgiliði Peróns i verkamannastétt þyrptust í átt- ina til árásarmannanna. Þeir héldu á argentínskum fánum. — Sumir óbreyttir borgarar höfðu riffla. Liðsaflinn stefndi að byggingu flotamálaráðuneytisins, þrem húsaröðum fjær. Sigurmn virtist stjórnarmönnunum vís. En aftur heyrðist dynurinn úr flugvélum uppreistarmanna og aftur dreifðu sprengjur dauða og tortímingu. Reykur umvafði allt svæðið eins og svartasta þoka. Þetta var skelfingaraugnablik- ið, er flestir þeirra sem dóu, urðu fyrir skotum. Ógnaræði greip fólkið, sem stundu áður hafði talið sigurinn vísan. Líkin lágu á dreif um jörðina. Sírennur sjúkrabílanna gullu. Flugvélarnar hurfu. Skelfingin tók enda. Flotamálaraðuneytið gafst upp. Orrustan virtist á enda. Hinir forvitnu komu fram úr fylgsnunum. Innan stundar voru hundruðir manna farnir að glápa á líkin sprengjuholurnar, rústirnar. En þá komu uppreisnarmenn- irnir aftur. Árásarflugvélarnar komu síðustu ferðina yfir mann- fjöldann, sem nú var á rölti um túnblettina og göturnar umhverf- is Bleika húsið . . . Vélbyssurnar skutu raufir 1 efsta götulagið. Flugvélarnar fóru með drunum í burtu. Fólkið skreið úr fylgsn- um sínum. Orrustunni var lokið. (New York Times) Löng sumarleyfis- ferð í Öræfin GUÐM. JÓNASSON, sem hefir samstarf við ferðaskrifstofuna Orlof, ætlar nú um helgina að efna til ferðar norður og austur um land til Öræfa í Austur- Skaftafelssýslu. Hann leggur af stað frá Rvík á laugardag og mun koma við á frægum sögu- stöðum. Verður ekið allt austur að Jökulsá, en þar verður ferða- fólkið ferjað yfir ána og taka þá bílar við og aka því um Öræfin. Er ráðgert, að þegar sá hópur, sem fer á laugardag hefir dvalizt á þessum slóðum nokkra hríð, komi annar flugleiðis að Fagur- hólsmýri og ferðist um Öræfin og síðan heim aftur um Austur- og Norðurland. Mun sá hópur leggja leið sína inn á hreindýraslóðir í vestur Öræfum.. Allar úpplýsingar um ferðir þessar eru veittar í Orlofi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.