Morgunblaðið - 19.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúf íif í dag: SV kaldi eða stinningskaldi. — Skúrir. 160. tbl. — Þriðjudagur 19. júlí 1955 Tónlistarháfíðin í Vín Sjá bls. 9 Fjölmennl héraðsmól SJálf- sfæðismanna við Djúp SJÁLFSTÆÐISMENN við innanvert ísafjarðardjúp héldu hér- aðsmót sitt í Reykjanesi s.l. sunnudag. Var það meðal hinna ifjölmennustu móta, sem þar hafa verið haldin. Munu hafa sótt það Axm 400 manns. Fór það í öllu hið bezta fram. Baldur Bjarnason tióndi í Vigur setti mótið fyrir hönd Félags ungra Sjálfstæðis- .«aanna við ísafjarðardjúp, en aðalræðuna flutti Sigurður Bjarna- eon alþingismaður. Ræddi hann í senn stjórnmálaviðhorfið í land- inu ^eg ýmis héraðsmál Norður-ísfirðinga. SKEMMTIATRIÐI Ágæt skemmtiatriði voru á mótinu. Kristinn Hallsson cperusöngvari söng einsöng við undirleik Ragnars Biörnssonar og leikararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson fluttu leikþætti og lásu upp. Veður var gott framan af degi, þurrt og kyrrt. En með kvöldinu hvessti og rigndi nokkuð. Fagranesið og fleiri bátar fluttu fólk til mótsins. Ennfrem- ur fluttu nú bifreiðar í fyrsta skipti fólk til Reykjaness en ak- vegasamband er nú að skapast Ivið staðinn. Hefur akvegur ver- ið lagður kringum fsafjörð og verið er að byggja brú á ísafjarð- ara. iFarsóftiríbænum FARSÓTTIR í Reykjavík vikuna j 3.—9. júlí 1955 samkvæmt skýrsl- um 16 (16) starfandi lækna. I Kverkabólga 38 (36) Kvefsótt 87 (101). Iðrakvef 13 (35) Hvot- sótt 1 (0). Kveflungnabólga 2 (2). Hlaupabóla 3 (0). Saltað hefir verið í rúm- lega 41 þúsund tunnur Aflamagnið helmingi minna en í fyrra SAMKVÆMT siðustu síldveiðiskýrslu Fiskifélags íslands var bræðslusíldaraflinn orðinn 3,475 mál (74575 mál á sama tíma ¦4. fyrra), saltað hafði verið í 41",574 tunnur (12529 á sama tíma í íyrra) og 2.068 tunnur höfðu farið til frystingar (5782 á sama tíma í fyrra). Hin nýja millilandaflugvél Loftleiða h.f., Saga, á Reykjavíkurflugvelli. M LlÍdandaflugvél af „Skymaster' gero bætist íslenzka flugflotanum Loftleiðir hafa nú þrjár slíkar flugvélar til umráða NÝ FLUGVÉL af „Skymaster"-gerð hefur nú bætzt íslenzka flugflotanum. Flugvél þessi, Saga, er eign Loftleiða h.f., og er það þriðja „Skymaster"-flugvélin, sem félagið fær til umráða. Var Saga skráð sem eign Loftleiða s.I. föstudag. Flugvélin er að öllu búin á sama hátt og flugvélin Hekla og Edda, sem er leiguflug- vél félagsins. Að kvöldi s.l. laugardags kom flugvélin frá Ósló og Stafangri, og höfðu Loftleiðir boð inni í veitingaskála sinum á Reykjavíkurflugvelli fyrir ýmsa helztu forustumenn flugmála, í tilefni af komu vélarinnar. SAMA VERÐMÆTI AFLANS OG í FYRRA Aflamagnið er því nál. helm- ingi minna en á sama tima í fyrra en aflaverðmætið til útgerðar- tnanna er því nær hið sama, þar sem megin hluti aflans hefir ver- íð saltaður nú. 143 SKIP A VEIÐUM Atvinnumálaráðuneytið hefir veitt 143 skipum síldarleyfi, en ekki hafa þau öll farið til veiða enn. í fyrra höfðu 188 skip feng- ið veiðileyfi um þetta leyti. Vitað er um 115 skip, sem hafa fengið einhvern afla, en af þeim höfðu 37 skip aflað meira en 500 mál og tunnur samanlagt s.l. laug ardag. í fyrra höfðu 84 skip feng- ið yfir 500 mál og tunnur um þetta leyti. — Á 2. síðu blaðsins er Skýrsla Fiskifélagsins yfir þau skip, sem aflað hafa yfir 500 mál og tunnur. m * * f Leikhús Heimdallar Rógi Tímans hnekkt LE IK H Ú S Heimdallar hóf 7. þ. m. sýningar á sjón- leiknum „Óskabarn örlaganna" eí'tir Bernard Shaw. Leikur þessi hefur hlotið mikla aðsókn og ágæta dóma hjá leikdómurum blaðanna. Hefur Leikhús Heimdallar vakið óskipta athygli og viðurkenningu, enda um að ræða merkan viðburð í menningarlífi höfuðborgarinnar. ; ívö af blöðum bæjarins, Tíminn og Alþýðublaðið, hafa þó lagzt það lágt að skrökva því, að leiksýningar þessar væru nokkurs konar drykkjusamkomur. — Hefur Tíminn gehgið svo langt í rógburði sínum að segja, „að leikararnir þurfi að keppa við glasaglaum og ölótt fólk til að halda •ithygli áhorfenda." Þessum tilhæfulausu ósannindum verður bezt svarað með eftirfarandi yfirlýsingu leikstjóra og allra leikara: . Við undirritaðir, leikstjóri og leikarar við Leikhús: .•¦-.. .Heimdallar, viljum að gefnu tilefni lýsa yfir, að við höfum ekki verið við leiksýningu nokkurs staðar, þar > k iSérn prúðari og háttvísari gestir hafa verið saman- komnir en í Sjálfstæðishúsinu á leiksýningum Leik-í húss Heimdallar. Við höfum aldrei heyrt glasaglaum' eða klið í salnum, enda hafa engar veitingar átt sér. , stað meðan á sýningu stendur, hvorki vínveitingar '''.'¦.'¦ né aðrar veitingar. Reykjavík 18. júlí 1955. 1 - i Einar Pálsson. Lárus Pálsson. Guðbjörg Þorbjarnard., Róbert Arnfinnsson, Valdemar Helgason. Framangreind yfirlýsing þarfnast ekki skýringa. — Þar kemur fram, að engin veitingasala hefur átt sér stað meðan á sýningU stendur. Veitingar eru ekki seldar, fyrr en sýn- ingum er lokið. Hefur þá Sjálfstæðishúsið almenna veit- ingasölu, sem ekki er á vegum Leikhúss Heimdallar frekar en önnur kvöld. * ATBURÐUR, SEM VERT ER AÐ MINNAST Kristján Guðlaugsson, formað- ' ur stjórnar Loftleiða, flutti ræðu. Kvað hann þetta vera atburð, , sem vert væri að minnast. Hefði aðdragandi að kaupunum orðið all langur, þar sem við ýmsa erf- iðleika hefði verið að etja um j skeið, þó að ríkisstjórnin hefði , viljað greiða fyrir kaupunum með ríkisábyrgð, sem ekki þurfti samt á að halda er til kastanna kom. Kaupin tókust án þess að ! ríkisábyrgð væri notuð. j Minntist ræðumaður þess tíma, er erlend skipafélög önnuðust alla flutninga til landsins, þar til bjartsýnir framkvæmdamenn hefðu ráðist í að stofna íslenzkt eimskipafélag. Slíkt framtak hefði orðið þeim mönnum, er að flugmálum vinna hvatning til að festa kaup á flugvélum, sem ann- ast gætu loftflutninga þjóðarinn- ar og var fyrsta „Skymaster"- flugvélin keypt hingað til lands á árinu 1947 af Loftleiðum. Milli- landaflugvélar Loftleiða koma nú hingað tíu sinnum í viku og ,fljúga jafn oft í austur og vestur til meginlanda Evrópu og Ame- ríku. Átta ár eru liðin frá því ¦ fyrsta ferð félagsins var farin í ' „Skymaster"-vél til Kaupmanna- hafnar, en nú er auk þess flogið . til Hamborgar, Luxemborgar, Gautaborgar, Oslóar, Stafangurs og New York. * GETA FLUTT ÞÚSUND FARÞEGA Á VIKU MILLI LANDA Er fyrsta „Skymaster"-flugvél Loftleiða, Hekla, var keypt. ef- uðust margir um, að hagkvæm skilyrði væru fyrir hendi til rekst urs loftflutninga hér á landi, en þó mætti nú teljast undantekn- ing, að íslendingar leituðu á náð- ir erlendra flugfélaga til að kom- ast leiðar sinnar í loftinu. Benti formaður á, að stuðning- ur íslenzku þjóðarinnar við félag- ið væri góður og nauðsynlegur, en dygði þó ekki til að halda uppi umfangsmiklum rekstri, enda byggðu Loftleiðir að verulegu leyti starfsemi sína á erlendum markaði — þrír fjórðu þess far- þegafjölda, er félagið flytur, eru erlendir menn. Geta Loftleiðir nú flutt um 1000 farþega á viku milli meginlandanna í austri og vestri. • ÍSLENZK STJÓRNARVÖLD HAFA GREITT FYRIR FÉLAGINU Starfsemi félagsins hefði ekki aðeins fjárhagsþýðingu fyrir þjóð ina heldur einnig auglýsinga- gildi út á við. íslenzk stjórnar- völd og utanríkisþjónusta hefðu einnig greitt fyrir félaginu á marga lund, og væri það mjög mikilvægt, þar sem erlendir að- ilar, er óttuðust samkeppni við félagið, vildu það feigt. Drap formaður á það, að æski- legt hefði verið, að félagið hefði getað keypt stærri og veigameiri flugvél, en skortur hefði verið á fjármagni og einnig mætti telja vafasamt, að rekstur slíkra fara- tækja hentaði í bráð. • • • Lauk hann máli sínu svo: „Við vitum ekki, hvað framtíðin ber í skauti sínu, en við erum hug- rakkir og bjartsýnir og byggjum miklar vonir á þeim árangri sem þegar hefir fengizt. Þótt hug- myndirnar um framtíð Loftleiða séu enn draumkenndar, þá er það eitt víst, að í dag er flugvélin og nútíminn eitt og lof tsiglingar eiga sér örugga framtíð." • FIMM ÍSLENZKAR MILLILANDAFLUGVÉLAR í FÖRUM Tók síðan til máls Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra. Ósk- aði hann félaginu til hamingju með flugvélina. Tíu ár væru nú liðin, síðan flogið hefði verið flug vél með íslenzkri áhöfn til annars lands, en nú hefðu íslendingar í förum fimm myndarlegar ís- lenzkar flugvélar — og hefði þó tæplega verið svo mikils árang- urs að vænta á svo skömmum tíma. Kvað ráðherrann íslendinga álíta, að fullt frelsi ætti að ríkja í lofti eins og á sjó. Hins- vegar hefði nú komið í ljós, að nágrannar okkar og frændur aðhylltust ekki þessa hugsjón og hefðu sagt upp loftferða- samningi við ísland og reynd- ust tregir til að endurnýja samninginn að nvju. Hefði því ekki reynzt haldgóð sú nor- ræna samvinna, sem nú væri verið að rey«a að skapa. Lýsti ráðherrann yfir þeirri von sinni, að Sviar myiídu að athuguðu máli sjá, að fram- koma þeirra væri ekki sæmi- leg, — geri þeir það, ætti sam- vinna þessara tveggja þjóða að geta orðið í anda þeirrar norrænu samvinnu, sem svo mikið er rætt um. Geri þeir það ekki, hlýtur framkoma þeirra að verða sá blettur á norrænni samvinnu, sem við íslendingar getum ekki gleymt. •_; • • • Minntist ráðherrann síðan þeirra flugsambanda í lofti, er hafizt hefðu milli Luxemborgar og íslands á þessu sumri. Hefðu forustumenn flugmála í Luxem- borg viljað á allan hátt greiða fyrir því, að þessar flugsamgöng- ur tækjust sem bezt. Sá hlýhugur, er fslendingar hefðu mætt frá þessari litlu þjóð væri óvenju- legur, og kvaðst hann vona, að þessi gagnkvæma samvinna gæti orðið þýðingarmikil og varanleg fyrir báðar þjóðirnar. Lýsti flugmálaráðherra yfir þeirri von sinni, að sá tími væri ekki langt framundan, að fslend- ingar hefðu í förum stærri og fullkomnari flugvélar. Að lokum bauð ráðherrann hina nýju milli- landaflugvél velkomna og bað hana að fara og koma heila í höfn. , i Stjórstsfiálasamband við Ungverjalasid SAMKOMULAG hefir nýlega verið gert milli ríkisstjórna íá# lands og Ungverjalands um að stofna til stjórnmálasambanda milli landanna. Ráðgert er að bráðlega verði skipaðir sendiherai ar í löndunum, sem þó munu hafa fastá búsetu í þriðja landi, (Frá! utanríkisráðuneytinu). J SKÁKÉINVÍGIÐ REYKJAVÍK ABODEFGH STtJKKEÓLHUl 1 25. léikur Reykjavíkur: 1 j a5—a4 Ath.: 25. leikur Stokkhólms mis< prcntaðist. Átti hann aS vera Rc3—b5 en ekki Rc3—d5. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.