Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður 43. árgangur 162. tbl. — Fimmtudagur 21. júlí 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrunum Þeir heilsast í Genf íalið að ræða um Þýzkaland og öryggismál Evrápu Rússneski forsætisráðherrann Nikolaj Bulganin og varnarmálaráðherrann Grigori Zukov heilsa for- seta Svisslands Max Petitpierre við komu þeirra til Genfar. — Zukov er fyrir miðju á myndinni, Bulganin er til vinstri. Mælingamenn á Ciríksjökli gabba flugbjörgunarsveiiina Sáifræðileg skýring falin að þeim ieiðist einvera í úrkomu IFYRRAKVÖLD barst Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík hjálparbeiðni frá dönskum mælingamönnum sem staddir eru á Eiríksjökli. Kváðu þeir mann þar á jöklinum fárveikan og að einnig væri um meiri veikindi að ræða. Ekki var flugveður, og voru í flughasti kallaðir saman 14 sérfróðir menn um jöklaferðir, þar sem Danirnir kváðu manninn svo veikan að bera þyrfti hann til byggða ef hann yrði ekki sóttur í flugvél. SÍMASAMBANDI ( HALDIÐ OPNU Var haldið af stað frá Reykja- vík kl. 7 í fyrrakvöld og farið að Ralmanstungu. Var læknir með í ferðinni. — Símasambandi var haldið opnu um nóttina milli Kalmanstungu og Reykjavíkur og allur viðbúnaður hafður sem beztur gat orðið, til þess að veita hinum sjúka manni eða mönnum móttöku. VEIKINDIN MINNI EN BÚIZT VAR VIÐ Er hjálparsveitin kom að Kal- manstungu, Var þar fyrir þriggja manna sveit, sem nýkomin var af Eiríksjökli, frá því að færa dönsku mælingamönminum vist- ir. Höfðu þessir menn þær fréttir að segja af Dönunum, að þar væri enginn maður fársjúkur. — Smálasleika hefði orðið vart, en enginn maður lægi sjúkur. Sáu þá björgunarleiðangursmenn ekki ástæðu til að halda lengra og snéru heimleiðis. Komið var til Reykjavíkur kl. 11 í gærmorg- un og hafði björgunarsveitin þá verið 16 klst. á ferðalagi. f ANNAÐ SKIPTI Samkvæmt upplýsingum Flug- Frh. á bls. 2. EmmeW-Dunne dæmdur í Ishtíðar- fangehi LONDON, 20. júlí: — Nýlega var dauðadómur kveðinn upp yfir Emmett-Dunne, liðþjálfa og brezkum ríkisborgara, af herrétti í Þýzkalandi, en dómnum hefir nú verið breytt í lífstíðarfang- elsi. Vakti mál þetta athygli um allan heim. Emmett-Dunne var dæmdur fyrir að hafa myrt ann- an brezkan hermann til að geta gifzt konu hins síðarnefnda. Var dómnum breytt, þar sem sérstök samþykkt frá árinu 1952 kveður svo á, að brezk hernámsyfirvöld í Þýzkalandi hafi ekki rétt til að láta framfylgja dauðadómi í Þýzkalandi né heldur megi þau flytja fanga frá Þýzkalandi til að fá dómnum framfylgt, svo lengi sem hegningarlög Þýzkalands gera ekki ráð fyrir dauðarefsingu við neinum afbrotum. Bodíord og Granther í Gení GENF, 20. júlí: — Radford, yfir- maður bandaríska herforðingja- ráðsins, og Grúnther, æðsti mað- ur Atlantshafsbandalagsins í Evrópu komu til Genfar síðdegis í dag. í för með þeim var Ander- son, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Munu þeir hafa haldið til Genfar samkvæmt ein- dreginni ósk Eisenhowers forseta. Bandarísku sendinefndinni í Genf bættist tveir aðrir menn í dag. Harold Stassen, sérstakur ráð- gjafi Eisenhowers forseta í af- vopnunarmálum, og Nelson Rocke feller, ráðgjafi forsetans í frið- samlegri hagnýtingu kjarnork- unnar, komu einnig til Genfar í dag. __________________ .Herra Fimm prósent' látinn LISSABON, 20. júlí: — Gulben- kian, olíukóngurinn og auðkýf- ingurinn heimsþekkti, er gekk almennt undir nafninu „herra Fimm-prósent“, lézt í Lissabon í dag, 88 ára að aldri. Hann var armenskur að ætt, en gerðist brezkur ríkisborgari. Hann upp- götvaði olíulindirnar við Mósúl og hiaut viðurnefni sitt eftir fyrri heimsstyrjöldina, er hann keypti 5 af hundraði af Wutabréfunum í Ensk-iranska oltufélaginu, sem þá hafði nýlega verið sett á stofn. Sagt er að hann maani hafa grætt um 360 milljónir á hlutabréfun- Vaið að samkomulagi að leggja áætlun Edens til grundvallar áíramhaldandi viðræðum Genf, 20. júlí. — Reuter — NTB. IDAG ákváðu æðstu menn stórveldanna, sem nú ræðast við í Genf, að láta utanríkisráðherrum sínum eftir að reyna að finna úrlausn — síðar á sérstökum fundi — á þeim tveim höfuð- málum, sem til þessa hafa verið rædd á Genfar-ráðstefnunni, þ. e. sameining Þýzkalands og öryggismál Evrópu. Það varð að sam- komulagi, að áætlun sú, er Eden hafði lagt til, að fylgt yrði, skyldi lögð til grundvallar áframhaldandi viðræðum utanríkisráðherr- anna. Dr. Adenauer er raunverulega aðaEmaðurinn í Genf AUGU alls heimsins beinast nú til Genfar, þar sem hinir fjórir stóru reyna að binda endi á „kalda stríðið", — en sá mað- ur, sem er eiginlega aðalpersón- an í þessum miklu átökum, býr nú í 140 km fjarlægð frá Genf, þar sem gefur að líta einhverja fegurstu útsýn til Alpafjalla með Jungfrau-tindinn í baksýn. Sá maður er dr. Adenáuer, sem fór í sumarleyfi til Alpafjallanna, um leið og Genfar-ráðstefnan hófst. Hyggst hann dvelja í sumar- leyfi í Sviss í sex vikur, og því er haldið fram í Bonn, að dr. Adenauer hafi tekið þessa ákvörð un löngu áður en vitað var, að fjórveldaráðstefnan yrði haldin í Genf. Dætur hans ætla að heim- sækja hann þar — og allt virð- ist benda til þess, að hinn 79 ára gamli forsætisráðherra ætli sér raunverulega að hvíla sig. — ★ — Engu að síður hafa svissnesk Frh. á bls. 12 Lagði Eden fram þessar til- lögur sínar á fundi æðstu manna í dag, og leggur hann til, að viðræður utanríkisráð- herranna fjalli um eftirfar- andi höfuðatriði: 1. Gerðar verði nauðsynlegar öryggis- ráðstafanir í sambandi við sameiningu Þýzkalands. 2. Evrópuþjóðirnar geri með sér öryggissáttmála. 3. Hervæðing sameinaðs Þýzkalands og ná- grannarikja Þýzkalands verði takmörkuð og nákvæmt eftir- lit haft með vopnabúnaði Þeirra. 4. Athugaðir verði möguleikarnir á því að skapa „hlutlaust belti“ í Evrópu. ★ ★ ★ ! Utanríkisráðherrunum var falið að koma saman til fundar á fimmtudagsmorgun til að gera áætlun í smáatriðum um, jhvernig áframhaldandi viðræður ! um Þýzkalandsmálin og öryggis- I mál Evrópu skyldu fara fram. I Skyldu þeir gefa æðstu mönn- unum skýrslu á næsta fundi þeirra. Er umræður um annað höfuð- atriði á dagskrá fundarins, ör- yggismál Evrópu, hófust í dag, gætti greinilega nokkurra von- brigða meðal fulltrúa Vesturveld anna vegna þess, hversu lítill ár- angur hafði náðst í umræðunum um Þýzkalandsmálin. Stóðu við- Frh. á bls. 2. Var argentíski flotinn að œfingum eða í upp- reisnarhug gegn Perón? Buenos Aires, 20. júlí. — MIKIL ókyrrð ríkti meðal almennings og stjórnmálamanna í Buenos Aires í gær, er sá orðrómur barst út, að argentínski flotinn hefði hafið uppreisn gegn Peron forseta og stjórn hans. Hefði flotinn þegar lagt upp frá aðalflotahöfninni, Puerto Bel- grane, skammt frá höfuðborginni, og væri á leið til Buenos Aires. Var búizt við, að flotinn myndi skjóta fallbyssuskotum á höfuð- borgina. ♦ Greip stjórnin þegar til ýmiss konar varúðarráðstafana. Her- □—-------------------------□ menn voru kallaðir á vettvang, og ★ NAIROBI, 20. júlí: — Stjórn lögregluvörður var aukinn við all- Kenya hefir ákveðið, að dauða- ar opinberar byggingar. refsing þar í landi verði lögð við færri afbrotum, en verið hefir til ★ ★ ★ AJlt var samt sem áður með þessa. Var þetta tilkynnt í brezka kyrrum kjörum í Buenos Aires. þinginu í dag. Skýrði nýlendu- Og síðdegis tilkynnti stjórnin málaráðherrann Lennox-Boyd, frá opinberri yfirlýsingu, að hér hefði því að ástandið í Kenya hefði batn verið um flotaæfingar að ræða. að að miklum mun, og ekki væri Fregnir af atburði þessum eru lengur þörf eins strangra varúð- enn mjög óljósar, en menn munu arráðstafana til að reyna að halda vera minnugir þess, að margir hermdarverkamönnum Mau-Mau helztu menn flotans studdu upp- í skefjum. ( reisn þá, er gerð var gegn Peron □------------—'-------□ ; forseta á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.