Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflií í dag: S-V kaldi. Skúrir. Ptrpwírllalí 162. tbl. — Fimmtudagur 21. júlí 1955 Bulganin Sjá grein á bls. 9. Frjálsíþróttalandskeppnin í kv'öld: Tvísýnasta keppni er ísland hefur gengið til Útlit fyrir kulda og regn IKVÖLD klukkan 8.30 hefst landskepþnin milli íslands og Hol- lands á íþróttavellinum. Hollenzku frjálsíþróttamennirnir komu í gærkvöldi, og er nokkuð rætt um komu þeirra og keppnina 4 íþróttasíðunni á bls. 7, í dag. Þetta er fimmta landskeppnin sem íslendingar taka þátt í í frjálsum íþróttum. Þrisvar sinnum hafa hinir íslenzku frjálsíþrótta- menn borið sigur úr býtum og sigrað Dani tvívegis og Norðmenn einu sinni, en öðru sinni tapað fyrir þeim. Nú eru hinir sterku Hollendingar komnir til keppni. Ef til vill er þetta tvísýnasta lands- keppni sem ísland hefur gengið til. Það gæti t. d. ráðið úrslitum að áhorfendur hvettu „landann" vel í eldrauninni. Það er ómetan- leg hjálp við hlaupara í langhlaupi að fá hvatningarhróp frá stór- um skara áhorfenda. Veðurguðirnir eru frjálsiþróttamönnunum ekki hliðhollir, ef allt fer sem Veðurstofan spáir. Hún gerfr sem sé xáð fyrir stinningskalda af suðaustri samfara smáskúrum. Viff skulum vona, að þeirri vísu stofnun skjátlist nú einu sinni. Nvrðra gferðu menn sér vonir uih góða veiði Veður var kyrr! og síld oppi SÍLDAKLEITIN sá í gær síld á allstóru svæði fyrir Norð- urlandi og þar sem veður var með bezta móti suð-vestan kaldi og einnig slétt í sjóinn, voru menn nú vonbetri en nokkru sinni áður nyrðra um að fá sæmilega veiði og þá aðallega í nótt. + Nokkur skip tilkynntu þegar í gærkvöldi, að þau hefðu fengið dágóðan afla. Má m. a. nefna að Bergur frá Vestmanna- eyjum var á leið til Siglufjarðar með 500 tunnur, Snæfellið á leið til Eyjafjarðarhafnar með 600 tunnur. Þá var vitað að Helga úr Reykjavík hafði 300 tunnur, Runólfur 200 og Grundfirðingur 200 t. •fc Varðskipið Ægir veiddi 400 tunnur síldar, en það hefur sem kunnugt er unnið að síldar- rannsóknum að undanförnu við Norðurland. •£ Síldin virðist vera á lík- «m slóðum og áður. En sakir þess að stöðug síldarsöltun hefur verið á Raufarhöfn í nærri 2 sól- arhringa og skortir fleiri hendur, tná búast við því að sum síldar- ekipin sem veiði fá verði að snúa vestur á bóginn til Siglufjarðar og fleiri söltunarstaða. ¦^- Frá Raufarhöfn var símað, að þessi skip hefðu fengið síld í gær: Páll Pálsson 200 tunnur, Fjarðarklettur 100 t, Reynir 150 t, Mummi 300 t, Hafrenningur 50, Fanney 170, Trausti 80, Garð- ar 200, ísleifur 150, Smári 100, Hrönn 90, Von 70, Mímir 150, í>ráinn 200, Bára 140, Guðmund- ur Þórðarson 100, Víðir II. Garði 200, Reykjaröst 200. — Frá fréttariturum. Bezta útlit í mörg ár FKÉTTÁRITARAR Morgunblaðs ins bæði á Siglufirði og Raufar- höfn staðhæfðu á miðnætti að út- litið fyrir síldveiði hefði aldrei verið eins gott og nú, svo árum skipti. Helztu fregnir af síld þegar þeim er safnað saman, eru þessar: Farþegaflugvél sá síld við Sel- sker á Húnaflóa. Sama flugvél sá síld út af Skaga. Togarinn Austfirðingur sá sild um 25 sjómílur norður af Gríms- ey. Varðskipið Ægir fékk 400 tunn ur af síld skammt út af Rauða- núp. Síðan virðist vera síld au.stur um Hraunhafnartanga og norður fyrir Langanes. • • • Skv. þessu virðist síld vera fyr- ir öllu Norðurlandi og mun hún víða vaða. Hafa slikar fregnir og svo víða af hafinu ekki borizt í fleiri ár. Aðeins er eftir að vita, hvort veður helzt kyrrt og rólegt. Á mánudaginn kom Hagbarður með 600 tunnur síldar til Húsavíkur. Var þegar hafizt handa, síld- inni skipað upp og tugir stúlkna unnu hana í salt. Ljósmyndari Mbl. var staddur á Húsavík og tók þessa ágætu mynd, þegar uppskipun síldarinnar stóð sem hæst. Palreksfjarðariogar- af!a 15 þús. kmm á Raufarhöfn BÚIÐ er nú að salta í um 15,000 tunnur á Raufarhöfn. Hefur verið unnið þar nær stanzlaust í tvo sólarhringa. Er fólk nú orðið hálf-lúið eftir þessa miklu skorpu. Má búast við að fleiri síldarskip sem afla á austlægari miðum verði að hverfa til annarra hafna vestar. Þá mun vera búið að bræða um 4500 mál á Raufar- höfn. Batorykemurídag PÓLSKA skemmtiferðaskipið Bat ory kemur til Reykjavíkur í dag. Seinkaði komu þess um einn dag. Hefir skipið komið hér fleiri sum- ur sömu erindagjörða. Það lagði fyrir nokkru upp frá Le Havre í Frakklandi og eru innan borðs 700 skemmtiferðamenn. Eru þeir hvaðanæfa að úr veröldinni, m.a. frá ýmsum ríkjum Suður-Arne- ríku, svo sem Paruguay og Uru- guay, auk fjölda Prakka og Itala. Hingað kemur skipið frá Fær- eyjum, þar sem það var í fyrra- PATREKSFIRÐI, 20. júlí — Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jóhannesson kom af Jónsmiðum nú fyrir nokkru með góðan karfa afla, 200 lestir, sem var landað hér á Patreksfirði. Er verið að vinna aflann þessa dagana í frystihúsinu Kaldbak. Togarinn hélt á veiðar í gærkvöldi á svip- aðar slóðir Gylfi er væntanleg- ur hingað um næstu helgi með góðan afla frá Austur-Græn- landi. Mun hann einnig leggja aflann upp á Patreksfrrði. —Karl. ynl ab soxKva nenm Orsakir ókunnar — Málið enn í rannsókn Slæm fieyskapartíð í BarSasErandarsýsfu PATREKSFIRÐI, 20. júlí — Sifel.'dar rigningar og kalsaveður ha.fa verið hér undanfarið, og má segja, það sem af er tún- s!-etti. Er hlé á slætti í bili, en gras víða farið að fölna með rót og vaxa úr sér, þar sem spretta er ágæt ' úrkomunni. Bændur eiga talsvert hey úti. og mun það fara að hrekjast ef óþurrk- ununn heidur áfram. Vegir hifa spillst mikið hér í nágrenninu i rigningunum og eru viða erfiðir yfirferðar. —Karl. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir sjópróf út af því, er leki kom að bátnum Síldinni frá Hafnar- firði, 21. júní s.l. Hefir nú einn skipsmanna viðurkennt að hafa opnað botnlokur bátsins er hann var á siglingu fyrir utan Gróttu. Björguðust allir skipsmenn heilir á húfi, þar sem þeir tóku það til bragðs, er sjór streymdi í skipið, að sigla því upp í f jöru á Kirkju- sandi við Reykjavík. Sjópróf þessi hafa verið all umfangsmikil og er þeim hvergi nærri lokið. Fóru þau fyrst fram fyrir sjódómi Hafnarfjarðar, en nú er þeim haldið áfram hér í Reykjavík. Ekki er enn ljóst hverjar voru orsakirnar til þess að skipsmaðurinn greip til þessa bragðs. Situr hann nú í gæzlu- varðhaldi hér í Reykjavík. BlaSiS innti ísleif Árnason, full trúa borgardómara, eftir frekari málavöxtum í gær. SkýrSi hann svo frá að 11. júní s.l. hefði einn skipverja viðurkennt að hafa gert tilraun til að sökkva bátnum. Var Fimm sinnum meirí bilainnílutn ingur í júní, en a samo tíma í f yrro VERÐMÆTI bílainnflutningsins í júní var fimm sinnum meira en í júnímánuði í fyrra. Er þessar upplýsingar að finna í skýrslu um verðmæti út- og innflutnings yfir þessi tímabil sem Hagstofan sendi frá sér í gær. Voru fluttir inn bílar fyrir rúmar 10 milljónir í júnímánuði í ár. MIKLU MINNI | í fyrra nam bílainnflutningur- inn ekki nema rúmum 2 millj.' kr. Var hann á tímabilinu jan.—' júní álíka mikill og júnímánuð einn í ár. MISMUNUR Alls nam innflutningurinn í júní 131 miilj. króna, en út var flutt á sama tíma fyrir aðeins rúmar 54 millj. króna. j Það sem af er árinu hefir verið flutt irm fyrir 518 millj. en út fyrir 372 millj. króna. Er því verzlunarjöfnuðurinn við útlönd ób.agstæður um 146 millj. króna það sem af er þessu ári og er það nokkru óhagstæðara en á fyrra ári. Samkværct áætlun fiskimála- stjóra eru útflutningsbirgðir nú 80—90 millj. kr. hærri, en á sama tírha í fyrra. hann þá í yfirheyrzlu fyrir sjó- dómi Hafnarfjarðar. I fyrradag var máiið flutt fyrir sjódóminn í Reykjavík og fóru fram frekari yfirheyrzlur þar í gær og í dag. Skipverjinn hefir skýrt svo frá, að hann hafi skrúfað af stjórn- borðs botnventlinum og þrígangs- hana í því skyni aS sökkva „Síld- inni". Var báturínn þá á leiS til Reykjavíknr og var veSur gott. Er skipiS var statt á venjulegri siglingarleið út af Gróttu sendi skipstjóri út neySarskeyti um a5 báturinn vaeri aS sökkva. IVær- staddur vélbátur fór skipverjum á hinum nauSstadda báti til hjálpar og setti taug i Síldina, og hélt áleiSis til Reykjavíkur. Þar e8 yfirvofandí virtist aS báturinn myndi sökkva, var þaS til bragSs tekið að renna honum á Iand sem fyrr segir. Er skipiS var rann- sakað íiom ekki í Ijós neinn Ieki og hefir nú fengist skýring á þvf hvernig á því stóS. Síldin er 40 ára gamalt skíp. Eigendur þess eru annar fram- kvæmdastjóri BæjarútgerSar Hafn arfjarðar, Illugi Cuðmundsson og fleiri. — Skipstjóri var Jón Gu8- mundssofi frá SúgandafirSi. XETIJAVlK 1 a s m S F G a A38©J3EFGH STðXXHÓLMUl 26. leikur Keykjavíkur: Ha&—b8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.