Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. júlí 1955 3EZZ3E 3C 3CC HJONABANDSAST f/TÍK ALBERTÖ MORAVÍA 3xr =zz= Framhaldssagan 36 „Já, alltaf", svaraði hún, án hiks. Ég sagði við sjálfan mig, að hún væri ekki að segja ósatt. — Sennilega hugsaði hún ávallt um mig og hafði einnig gert það — jafnvel skömmu áður, er hún hafði gefið sig Antonio á vald, á þreskiloftinu. Auðvelt var að koma auga á mótsögn í hugsunum hennar til mín og viðhorfi, svo stöðugt og svo áhrifalaust var það viðhorf, að það hafði ekki einu sinni brost ið mátt til að hindra hana í þvi að svíkja mig, heldur hafði það og líka gert svik hennar meira lokkandi og ginnandi í hennar augum. En ég kaus heldur að telja sjálf um mér trú um það, að hún hefði raunverulega alltaf um mig hugs að, eins og maður hugsar um ó- ráðna, en samt bráð nauðsynlega spurningu, sem snertir hann og varðar meira, en allt annað. — Hugsanir hennar voru, e. t. v. und ir stjórn góðvildar, en mig lang- aði til að álíta alla þætti skap- gerðar hennar, að góðvildinni und anskilinni, myrkva, torskilda og ruglingslega. Þar var að finna orsákir fyrir falli hennar á freist ingástund sem þeirri, er hún fleygði sér í faðm rakarans. Ég viðurkenndi á engan hátt mikil- vægi góðvildarinnar, sem ég áleit samansetta af röksemdafærslu óg almennri skynsemi, einvörð- ungu. Hins vegar mat ég því meira eðlishvöt, sem ég áleit vera lífsnauðsynlega ástum og listum. Hins vegar trúði hún á ofur- gildi þessarar góðvildar, sem hún greinilega áleit sinn mesta skap- gerðarkost, en fordæmdi eðlis- hvöt sem hún dæmdi ranga og ófullkomna. Ég minntist þeirrar staðreynd- ar, að maður er jafnan gjarnast- ur á að elska það, sem maður hvorki á né getur aflað sér. Sökum sinnar sterku eðlishvaf- ar aðhylltist hún hina hreinu skynsemi, þar sem ég hins vegar, troðfullur af blóðlausri skyn- semi, dáði að sjálfsögðu auðlegð eðlishvatarinnar. „Og hvað er þá um listina að segja", sagði ég. „Getur góðvild- in skapað hana?" Hún þagði um stund og ég hélt, að hún hefði, e. t. v. ekki heyrt orð mín, sem ég hafði mælt í hljóði,-en svo tók hún til máls, lágri og ástúðlegri röddu: „Jæja, nú skaltu reyna að koma þér á fætur.....Og nú skal ég segja þér, hvað við skulum gera. Ég ætla að fara upp í svefnher- bergið mitt, hátta og leggjast í rúmið og svo kemur þú og lest söguna upp fyrir mig.....Þá iikulum við bara athuga hvort hún raunverulega er eir.s slæm og þú heldur". Á meðan hún var að tala, reis hún upp úr sæti sínu, með áköf- um hreyfingum og ákveðnum svip. Ég gerði hið sama, óánægður yfir þessari fyrirhöfn, sannfærð- ur um ónýti sögunnar og tilgangs leysi alls þessa umtals og um- stangs. En Leda stöðvaði allar wiínar hugsanlegu mótbárur, með því að leggja höndina yfir varir mér og segja: „Nú, jæja, komdu þá.....Það er of snemmt ennþá að fullyrða nokkuð um söguna þína.....Nú fer ég inn í svefnherbergið mitt og þú getur komið þangað að vörmu spori". Og áður en ég gat svarað einu orði, var hún farin út úr stof- unni og hurðin féll að stöfum á hæla henni. Þegar ég var orðinn einn, gekk ég að skrifborðinu og tók ósjálf- rátt að blaða í handritinu. Hin meðfædda góðvild konunn ar minnar virtist fara sívaxandi. Gat ég vonað, að sú góðvild myndi vinna bug á næstu freist- ingu? Mér var ljóst, að framtíð- in ein gat svarað þeirri spurningu minni, þótt knýjandi væri. Ég kveikti mér í vindlingi og stóð hreyfingarlaus, reykjandi, við skrifborðið. Þegar ég áleit nægilega langa stund liðna, yfirgaf ég stofuna, gekk með handritið undir hend- inni að svefnherbergi Ledu og drap á dyr. ! Hún svaraði þegar og bauð mér í léttum og glaðlegum tón, að ganga inn. Hún var þá þegar komin í rúm- íð og sat upp við dogg, í snyrti- legustu náttfötum með fleignu hálsmáli og knipplingum. Her- bergið var rökkvað nema hvað daufur Ijósbjarmi féll á höfða- lag rúmsins, frá náttlampanum á borðinu. Hún hallaðist að kodd- anum með armleggina hvílandi á hvítum rekkjuvoðunum, brosmild og eftirvæntingarfull á svipinn. Hún var fögur og á andliti hennar hvíldi þessi skínandi heið ríkja og leyndardómsfulla rósemi, sem framar öllu öðru virtust skapa fegurð hennar og þokka. Ég virti hana þannig fyrir mér, og varð undrandi, er ég hugsaði til þess, að andlit henn- ar, sem nú var svo mjög rólegt og bjart, hefði skömmu áður af- myndast í tryllingslegum losta- ' svip. j Hún sagði brosandi: I „Reyndu nú að hressa upp á skapið. Þú sérð að ég hef klæðst mínum fínasta náttkjól, til þess að hlusta á söguna þína". I Ég settist á rúmstokkinn fyr- ir framan hana og sagði: „Ég les söguna eingöngu vegna þess, að þú æskir þess.....Ég er þegar búinn að segja þér það, að hún er misheppnuð og einskis virði". „Skiftir ekki máli.....Byrj aðu nú á lestrinum, ég er reiðu- búinn að hlusta". Ég tók fyrstu blaðsíðuna og hóf lesturinn. Ég las alla söguna, við- stöðulaust, án þess að nema stað ar, eða taka mér hvíld, en gaf henni öðru hvoru hornauga, þar sem hún hlusta(ði, alvarleg á svip, með vakandi athygli. Með- an ég las, staðfestist ég í fyrri skoðun minni á sögunni: Efnið var sómasamlegt og þar með var allt sagt. Samt sem áður virtust mér nú þessi „sómasamlegheit", sem stuttu áður voru að mínum dómi aðeins einskis virði einkenni meira virði, en ég hafði ímyndað mér. Allan tímann brauzt sú spurn- ing um í huga mér og krafðist svars, spurningin um það, hvað konan mín myndi segja, að lustri loknum. Mér virtust tvær leiðir standa henni opnar til að velja um, önn- ur var sú að hrópa samstundis: „En Silvidq, hvað meinarðu eig- inlega! Sagan er verulega góð!" Seinni leiðin var sú, að viður- kenna söguna s'em misheppnað miðlungsverk. Fyrri leiðin var leið hirðuleysis og blekkinga, að telja mér trú um að sagan væri góð, þótt henni sjálfri þætti hún einskis virði, (og annað gat henni ekki fundizt um hana) með því sýndi hún berlega vilja sinn til að draga mig á tálar og sannaði jafnframt, að ekki væri að ræða um annað samband okkar á milli, en það sem einkenndist af ósannindum og meðaumkun frá hennar hálfu. Seinni leiðin var leið ástarinn- ar, jafnvel þótt það væri aðeins ást eins og hennar, sem byggðist á góðvild og ástúð,. Ég braut heilann um það, og ekki án kvíða, hvaða leiðina hún myndi velja sér. Ef hún segði, að sagan væri góð, hafði ég ákveðið að hrópa: „Þessi saga er einskis virði og þú ert sjálf ekkert ann- Leirböð Við höfum leirböð. — Þau eru innanhúss, — Dvalarkostnaði mjög stillt í hóf. — Ekkert sérgjald fyrir böðin. Skíðaskálinn 1 Hveradöium DEPILL LITLI Eftir M. H. 1 „Mamma! mamma! Megum við eiga hann, megum við eiga hann," hrópuðu Lóa og Óli hvert í kapp við annað og komu hlaupandi heim að húsinu þar sem mamma þeirra var að sópa útidyraþrepin. i „Gerðu það mamma ha?" sagði Óli. „Góða mamma gerðu það," sagði Lóa. Hún hélt á ofur- litlum kettling í fanginu. • „Hvar hafið þið náð í þetta?" spurði mamma þeirra. I „Það var maður, sem gaf okkur hann. Maðurinn var með hann í poka," svöruðu börnin bæði í einu. „Lofaðu okkur að eiga hann, elsku mamma — og sjáðu bara hvað hann er ósköp lítill og fallegur," bætti Lóa við, því henni fannst mamma sín ekki vera nógu hrifin á svip- inn. „Og hann á enga mömmu og engan pabba og engin systkin." „Mjá," heyrðist mjótt og veikt í kettlingnum, eins og hann væri að samþykkja það, sem Lóa sagði. Mamma brosti og tók kettlinginn. Hann var svo lítill, að hann gat hringað sig í lófa hennar, svartur hnoðri með hvítan blett á bakinu. „Jæja," sagði hún. „Það er þá bezt að kalla hann Depil, vegna þess að hann hefur hvítan depil á bakinu. En þið verðið að vera góð við hann, og gæta hans vel, því allir eiga að fara vel með dýrin." „Já, já, hrópuðu Lóa og Óli. „Þú ert góð mamma, að lofa okkur að eiga hann." „Ég ætla að gefa þér eitthvað mikið fallegt í jólagjöf," sagði Lóa. CASCO-LÍM Fljótandi og duft, vatnsþétt og litlaust. Leitið upplýsinga um CASCO PLUGG og PLASTRA hjá járnvöruverzlunum. Heildsölubirgðir: 6.Þ8B8f HH88BIÍ g JOHHSOH f 1......I IIIIIIMII......II.....¦ ¦......ipi Grjótagötu 7 — Símar 3573—5296 *».*«¦ k^r BGERBIR á eftirtöldum tækjum: E A S Y þvottavélum BLACK & DECKER rafmagnshandverkfærum PORTER CABLE do. R C A ESTATE eldavélum A B C olíukyndingartækjum P & H rafsuðutækjum HARRIS logsuðutækjum RIDGE snittvélum a n n a s t : Raftækjavinnustofa Jons Guðjónssonar Borgarholtsbraut 21 — Sími 82871 ' Mjallhvítar-hveitið fæst í öllum búðum SnawWíiítrsi 50 k 5 pund 5 punda bréfpoki 10 punda léref tspoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikorni Biðjið ávallt um „Snow White" hveiti ( M j allh ví tarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin — Bexi að auglýsa í MorgwnblaBinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.