Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. ágúst 1955 ] FRIEDEMANN LITLI EFTIR THOMAS MANN Framhaldssagan 6 „Eins og þú vilt“, svaraði frú Rinnlingen og leit framhjá hon- um. Tveimur mínútum síðar kvaddi hr. Friedemann. Þegar hann hneigði sig einu sinni enn, frammi við dyrnar, mætti hann augna- ráði hennar, sem hvíldi, blæ- brigðalaust og óskýrt, á honum. Hann gekk áfram, en ekki sömu leiðina til borgarinnar, sem hann hafði komið, heldur hélt hann, hugsunarlaust, inn á veg sem sveigðist frá trjágöngunum og lá niður að fornu kastalavíg- girðingunum við fljótið. Þar var vel hirtur skemmti- garður, skuggsælar götur og bekkir. Hann gekk hratt og hugsunar- laust, án þess að líta upp. Honum var óbærilega heitt, hann fann hvernig eldurinn hið innra með honum ýmist gaus upp eða hjaðn- aði og verkurinn í hinu þreytta höfði hans fór sífellt vaxandi. Hvíldi ekki alltaf tillit hennar á nonum? Og ekki eins og síðast, tómt og svipbrigðalaust, heldur eins og áður, með þessari titrandi grimmd, er hún einmitt hafði rætt við hann á sinn undarlega og hægláta hátt? Æ, hafði hún gaman af að gera hann algerlega utan við sig og ósjálfbjarga? Gat hún ekki, fyrst hún sá hann algerlega út, haft einhverja meðaumkun með hon- um og sýnt honum vorkunsemi? Hann hafði gengið meðfram fljótinu, við hliðina á hinum grasivaxna virkisgarði og settist nú á bekk, sem var að hálfu leyti umluktur jasmínurunnum. í kringum hann angaði allt af sætum, svölum ilmi, en fvrir framan hann brotnuðu sólargeisl- arnir í titrandi yfirborði vatnsins. Hann var af sér genginn og ör- magna, en samt var eins og allt væri í þjáningarfullu uppnámi hið innra með honum. Mundi ekki vera bezt, að líta einu sinni enn í kringum sig og fela sig svo í hljóðum faðmi hins kyrra vatns, til þess að hljóta, eftir skammvinnar þjáningar, frelsi og frið annars lífs. Æ, já, friður var einmitt það, sem hann þráði. Ekki samt friður tómlegra og hljóðra nátta, held- ur kyrrlátur og blíður friður, fullur af góðum, hljóðlátum hugs unum. Á þessari stundu titraði hjarta hans af hinni innilegu ást hans á lífinu og þrá hans eftir hinni glöt- uðu hamingju, sem honum var neitað um að njóta. En þá litaðist hann um, í hinni hljóðu og óendanlega tilfinninga- lausu kyrrð náttúrunnar, sá hvernig fljótið hélt leiðar sinnar í sólskininu, sá hvernig grasið bifaðist titrandi og blómin stóðu, þar sem þau höfðu sprungið út, og biðu þess eins að visna og feykjast burt, sá hvernig allt beygði sig í auðmýkt fyrir lífinu. Og allt í einu kom yfir hann einhver tilfinning vináttu og samkomulags til þeirrar nauð- synjar, sem megnaði að veitayfir- burði yfir öll forlög. Hann minntist síðdegisstundar- innar á þrítugasta afmæiisdegi sínum, þegar hann, í friði og ham ingju, þóttist sjá fyrir öll sín ó- komnu æfiár, án vonar og án ótta. Ekkert ljós og enga skugga hafði hann þá séð, heldur hafði allt verið vafið mildu húmi, unz ‘j það dvínaði, nærri ómerkjanlega, t og hvarf í dimmuna að baki, j Og með hljóðlátu og bórgin- ■ mannlegu brosi hafði hann geng- ið til móts við hin komandi ár — en hversu langur tími var ekki liðinn, síðan allt þetta gerðist? Þá hafði þessi kona komið. Hún hlaut að koma. Það voru hans for lög. Hún var sjálf forlög, hún ein. Hafði hann ekki líka fundið það, frá fyrstu stundu? Hún hafði komið, og þótt hann reyndi að vernda og varðveita sinn eigin frið, þá hafði þó, fyrir hennar tilstilli, allt það gert upp- reisn, sem hann hafði frá fyrstu æsku sinni bælt niðri, enda þótt hann vissi, að það færði sér að- eins þjáningar og tortímingu. Það hafði gripið hann með hræðilegu og ómótstæðilegu valdi og stefndi með hann í glöt- un. Já, honum var fyllilega ljóst, * að það stefndi með hann í glötun. En til hvers var þá að berjast og kvelja sjálfan sig? Allt varð að ganga sinn gang. Hann varð að renna áfram sitt skeið og loka augunum fyrir hinu gínandi hyldýpi, sem blasti við, að baki hans, hlýðinn forlögun- um, hlýðinn hinum yfirsterkari, kveljandi mætti, sem ekki varð undan komizt. Vatnið glitraði, frá jasmínun- um barst sterkur, svalur ilmur. Fuglarnir kvökuðu í trjánum, þar sem heiðblár himinninn sást í gegnum laufþykknið. Friedemann litli sat saman- hnipraður á bekknum, langa stund, álútur, með hönd undir kinn. j Öllum bar saman um, að mað- ur skemmti sér prýðilega heima hjá von Rinnlingen og frú; hans. Þrjátíu manns voru saman komnir við hið langa og smekk- lega skreytta borð, sem stóð í hinum rúmgóða borðsal. | Þjónninn og tveir aðstoðarþjón ar hröðuðu sér við að bera ís fram til gestanna og loftið var þrungið af skálaglami, lófa- klappi og heitum ilmi matar og snyrtilyfja. ( Alúðlegir stórkaupmenn voru hér mættir með konur sínar og dætur, næstum allir liðsforingj- ar setuliðsins, einn gamall og ! Tweed barnafrakkar teknir udd í dasr. VERZLUNIN mikilsmetinn læknir, nokkrir lög j fræðingar og fleiri, sem töldust til yfirstéttarinnar. Líka var | viðstaddur stærðfræðistúdent, frændi undir-ofurstans, sem var í heimsókn hjá þessum ættingjum sínum. Hann var í djúpum samræðum við ungfrú Hagenström, sem sat andspænis herra Friedemann, við borðið. I Hr. Friedemann sat á fallegri pluss-sessu við neðri enda borðs- ins, við hlið hinnar ófríðu konu menntaskólarektorsins, ekki fjarri frú von Rinnlingen, sem Stephens konsúll hafði leitt til borðs. I Það var furðuleg mikil breyt- ing sýnileg á hr. Friedemann, eft- ir þessa einu viku, sem liðið hafði.. Kannske sýndist hún meiri í hinni hvítu birtu gasljósanna, sem fylltu salinn og gerðu andlit hans svo bleikfölt að sjá, en kinn- arnar voru innfallnar, hin rauðu augu hans með dökku baugun- um, höfðu ólýsanlega þjáningar- fullt tillit og svo var að sjá sem hann væri enn krepptari og hnýttari, en endranær. | Hann drakk mikið vín og ávarp aði sessunaut sinn öðru hvoru. | Undir borðum hafði frú von Rinnlingen ekki beint til hans ’ einu einasta orði, en loks laut hún örlítið fram í sæti sínu og kall- aði til hans: „Ég hefi undanfarna daga á- rangurslaust biðið eftir yður, yð- ur og fiðlunni yðar“. Hann horfði um stund á hana, algerlega annars hugar, áður en hann svaraði. Hún var klædd Ijósum, þunn- um kjól, sem ekki skyggði hið minnsta á hvítann, þrýstinn háls- inn. Og fullblómstruð, Marchall- Niel-rós var fest í ljóst hárið. í kvöld voru vangar hennar rjóð- ari en venjulega, en ávallt lágu dökkir skuggar í augnakrókun- um. Herra Friedemann starði niður á diskinn sinn og tautaði eitthvað, sem átti að skiljast sem svar, en menntaskólarektorinn spurði, Hafnarstræti 4 — Sími 3350. Fiskbúðingur Fiskbollur Gulrætur Blandað grænmeti Grænar baunir Heildsölubirgðir j.a WLfYlfOi 65on varavi »>■«04 Góð staða ■ ■ Óskum að ráða sölumann í bifreiðadeild vora. ■ ■ a Carðar Císlason h.f. ■ —1 Hverfisgötu 4. a * .........................■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■»■■ ■ ■ ■ I Þeir stúdenfar, ■ * ■ Z sem hafa hug á að hefja nám í lyfjafræði í haust, snúi ■ sér til skrifstofu Apotekarafélags íslands Laugavegi 16. Apotekarafélag íslands. ••M ■»•• ,,Umurinn er indœll og bragðið eftir því MORSÖ MIÐSTÖÐVAR ELDAVÉLAR O.M nion CS? ^JJaaber h.f. Nottapottar I útvegum við með stuttum l| fyrirvara frá N.A. Christ- ensen & Co., Nykbbing — Aðalumboðsmenn: NATIIAN & OLSEN H.F. ; Sími: 1-2-3-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.