Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: SV eða V kaldi, batnandi veður. ffpJHlþfalíw 173. tbl. — Fimmtudagur 4. ágúst 1955 Norðurlandaráðið Sjá bls. 9. Riddaramennska á sfldveiðum Skipsljóri vísar öðrum á 700 tunnu kast. Eftirfarandi frásögn síniaði frctlarilari Mbl. á Siglufirði í gærkvöldi: ★ „Síðastliðinn mánudag kast- aði vélbáturinn Víðir 2. á síld- artorfu, sem skipstjórinn sá í fisksjánni, en torfan óð ekki. Víðir 2. missti af síldartorf- unni, en skipstjórinn sá hana á eftir í fisksjánni utan við nótina, ineðan bann var að draga hana inn. Leiðbeindi hann þá skip- stjóranum á m.b. Guðmundi I>órðarsyni, sem ekki er með fisksjá, hvernig hann skyldi kasta á torfuna. Náði Guðmund ur Þórðarson torfunni fyrir vik ið og fékk 700 tunnur úr kast- inu. — Skipstjóri á Guðmundi I>órð- arsyni er Eyjólfur Kristinsson, en skipstjóri á Víði 2. er Egg- ert Gíslason. Báðir eru skip- stjórarnir úr Garðinum suður. Þykir þetta lýsa mikilli óeigin- girni og velvild skipstjórans á Víði 2., en skipstjórarnir eru leikbræður frá æskuárum. — Guðjón. Mikil síld fyrir austan Langanes Þegar forsetar Norðurlandaráðs komu til Reykjavíkurflugvallar I fyrrinótt. Á myndinni eru talið frá vinstri í fremri röð: Erik Eriksen, fyrrverandi forsætisráðherra, próf. Nils Herlitz, ríkisþing- maður, Nils Hönsvald fyrrv. ráðherra og Sigurður Bjarnason alþingismaður. í aftari röð eru ritarar Norðurlandaráðs, þeir Erik Nord, Frantz Wendt og Jón Sigurðsson. Á myndina vantar Gustaf Petrén, sem kom með skipi í gærmorgun. (Ljósm. Pétur Thomsen). Báiar fengu allir góðan afla SEINNIHLUTA dags í gær tók mikil síld að vaða fyrir austan Lauganes, skammt undan landi, og safnaðist brátt fjöldi skipa þar á miðin. Fengu þau góð köst og voru öll búin að fá frá 100—500 mál og tunnur í gærkvöldi, að því er fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn símaði. Kvað hann allar horfur á að dagurinn í gær hefði verið mesti síldar- dagur sumarsins, og jafnvel síðustu sumra. Voru mörg skip á leið inn með síld til söltunar í gærkvöld, til Raufarhafnar, Þórshafnar, Seyðisfjarðar og allt vestur til Siglu- fjarðar. Ekki munu þó söltunarstöðvarnar anna öllu aflamagninu i þessari miklu hrotu og fer eitthvað af síldinni í bræðslu. Ekki er unnt að salta nema 5000 tunnur á Raufarhöfn á sólarhring. Var unnið þar við söltun í alla nótt og fram eftir degi í dag, svo sem annars staðar fyrir austan. Nokkrum áhyggjum veldur það mönn- um að skortur verði þar á tunnum, sem nú eru senn á þrotum. ★ í gær var Helgafellið á Rauf- arhöfn að taka síld til útflutn- ings til Svíþjóðar og Finnlands. Fyrsti rigningardagurinn í mánuð var í gær fyrir austan og eúld í gærkvöldi á miðunum en logn og kyrrt. í gær kom aðeins einn bát- ur með síld til Siglufjarðar. Var það Björg frá Vestmanna- eyjum, sem kom með 150 tunn ur, utan af Grímseyjarsundi. Tungufoss Iestaði í gær tóm- ar tunnur austur á Iand. Söltunin á Siglufirði var í gær alls orðin 54.145 tunnur en heildarsöltunin á landinu 139.600 tunnur. ir 100, Hilmir 300, Goðaborg 300, Einar Hálfdáns 200, Haf- björg 500, Særún 40 og Reynir 200. □---------------------□ SKAGASTRÖND, 3. ágúst: — Bátar frá Hólmavik, Drangs- nesi og Djúpuvík, hafa látið reka í Húnaflóa undanfarna daga. Hafa þeir fengið að meðaltali 140 tunnur af síld. Einn bátur frá Skagaströnd stundar snurpuveiðar austur með landinu og er hann bú- inn að fá 1270 tunnur alls. — Jón. □---------------------D Leikhús Heimdallar ANNAÐ kvöld verður næst síð- asta sýning á leikritinu Óska- barn örlaganna eftir Bernard Shaw, í Sjálfstæðishúsinu. Þetta fyrsta viðfangsefni hjá Leikhúsi Heimdallar hefur vakið mikla at- hygli og umtal, enda er hér um algjöra nýjung að ræða í skemmt analífi höfuðborgarinnar. Eink- um og sér í lagi hafa áhorfendur látið í ljós hrifningu sína yfir fögrum tjöldum og búningum og hnittnum setningum Shaw. — □--------------------------□ í gærkvöldi var unnið að þvi að fá síldarstúlkur í snatri frá Akureyri austur til Þórshafnar. Biðu Iangferðabílar á Akur- eyri eftir þeim sem gáfu sig fram til starfans. □--------------------------□ Fréttaritari blaðsins á Raufar- höfn símaði í gær að eftirtalin ekip hefðu fengið afla: Björgvin 500 tunnur, Hafdís 150, Valþór 100, Gullborg 200, Bjarni 100, Guðmundur Þórðarson 800, Björg Eskifirði 200, Mar 100, Er- lingur þriðji 200, Fiskaklettur 100, Hafbjörg 200, Hilmir 100, Víðir annar 400, Gylfi 400, Reyn- ir 200, Björn Jónsson 400, Björg- vin 150, Kári Sölmundarson 100, Þorbjöm 500, Páll Pálsson 130, Aðalbjörg 150, Hagbarður 70, Bjami Jóhannesson 400, Auður 150, Þorgeir Goði 100, Einar Hálfdáns 60, Snæfell 130, Goða- borg 100, Sigurður Péturs 70, Páll Þorleifsson 100. Til Raufarhafnar komu þessi skip með síld í gær: Sjöstjarnan 250 tunnur, Trausti 400, Hvanney 140, Hag- barður 450, Björgvin 100, Græð- Varsjdrfararnir vekja NÝLEGA er sigldur út hóp- ur ungkommúnista áleið- is á áróðursmót kommúnista í Varsjá. Fyrsti viðkomustað- ur hópsins, sem fór með Dronning Alexandrine, var í Færeyjum í Þórshöfn. Fær- eysk blöð, sem hingað hafa borizt telja komuna þangað blaðaefni og kemur það ekki til af góðu. pessi hópur ung- kommúnista olli bæði undrun og hneykslun í fyrsta landinu, sem hann lagði leið sína til, og má segja, að þar hafi farið eftir því, sem til var stofnað. FÆREYSKA blaðið „Dimma lætting" skýrir frá heim- sókninni í þriggja dálka frétt og talar um „íslenzkt komm- únistaupphlaup á Færeyjum". í undirfyrirsögn er talað um ögrandi framferði fslending- anna, bæði í Klakksvík og Þórshöfn. Síðan skýrir blaðið frá því, að þegar Drottningin hafi kom ið að landi í Færeyjum hafi hneykslí í Dimmalælling lalar hópurinn haft uppi háreisti mikla og hróp og hyllt Erlend Patursson. Að því búnu hafi hópurinn kyrjað kommúniska baráttusöngva. Stóðu Færey- ingar forundraðir á bryggj- unni og einblíndu á slíka ís- lendinga. Við brottförina frá Þórs- höfn síðar um daginn endur- tók háreistin og upphlaupið sig, segir blaðið. „f þetta skipti nægði ung- kommúnistunum þó ekki að hrópa húrra fyrir Erlendi Pat- urssyni einum manna, sem þeir greinilega telja flokks- bróður sinn með húð og hári, heldur hrópuðu þeir líka húrra fyrir föður hans sáluga, Jóhannesi Paturssyni: Forsetar Norðiirlandaráðs komu hinsjað í fyrriiiótt Halda hér fund í dag og á morgun FORSETAR Norðurlandaráðs og ritarar þeirra komu hingað til Reykjavíkur í fyrrinótt með flugvél frá Loftleiðum. Var aus- andi rigning og hvassviðri þegar flugvélin lenti á Reykjavíkur- flugvelli. — í gær héldu þeir undirbúningsfund að fundi sínum, sem hefst kl. 10 í dag í Alþingishúsinu. Þeir, sem komu hingað í fyrri- nótt, eru Erik Eriksen, fyrrver- andi forsætisráðherra, frá Dan- mörku, próf. Nils Herlitz, ríkis- þingmaður, frá Svíþjóð og Nils Hönsvald, fyrrverandi ráðherra, frá Noregi. Ritarar þeirra eru: Frantz Wendt, Erik Nord og Gustaf Petrén. Sá síðastnefndi kom sjóleiðina með Heklu í gær- morgun. MUN STANDA í TVO DAGA Forsetaiundur Norðurlanda- ráðsins mun standa hér í tvo daga, í dag og á morgun. Síðari hluta dags í dag býður bæjar- stjórn Reykjavíkur þeim að skoða Sogsvirkjunina og Hita- veituna, en í kvöld munu þeir sitja kvöldverðarboð íslands- undrun og Færeyjum um ruddaskap þeirra. Það skal tekið fram að þetta undarlega framferði ís- lendinganna, sem vægast verður kallað svo, fann engan hljómgrunn meðal mannfjöld- ans á bryggjunni í Þórshöfn, sem hafði gengið í góða veðr- inu niður á bryggju til þess að sjá skipið leggja af stað. Á hinn bóginn þótti flestum framkoma íslenzku ungkomm- únistanna bæði ruddaleg og einstaklega ósmekkleg.“ SVO SKRIFAR hið færeyska blað og má með sanni segja, að góðir séu þeir full- trúar, sem við íslendingar sendum á erlenda grund — og landi sínu til vegs og sóma. deildar Norðurlandaráðs á Þing- völlum. .Á morgun munu þeir sitja hádegisverðarboð hjá for- seta íslands á Bessastöðum og um kvöldið hefir ríkisstjórnin boð inni fyrir þá í ráðherrabú- staðnum í Tjamargötu. ------------------ i Ferdínnnd heitir kynlegur náungi, sem heils- ar í dag í fyrsta skipti upp á les-i endur Morgunblaðsins. Vonum við að hann verði á næstunni góður kunningi lesendanna, þar sem hann mun birtast við og við á Dagbókarsíðu blaðsins. Ferdínand er norrænnar ættar. Mun teikni- sería þessi nú vera sú sem nýtur mestra vinsælda á öllum Norður^ löndunum og einnig víðar uffl lönd. — Markús veiðimaður hefur nú birzt í Morgunblaðinu í fimm ár og nýtur hann sízt minni vin- sælda en í byrjun. Markús er, framhaldssaga, en hver mynda- röð af Ferdínand er sjálfstæð og segir frá einhverju kyndugu aL viki í lífi hans. Biðjum við svö lesendurna vel að njóta. | —:-------------- i BKTIIAVlK 1 AífESFQH ( STOIIEÖLMUI 1 32. léikur Reykvíkinga: Bb3—c4. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.