Morgunblaðið - 05.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 5. ágúst 1955 FRIEDEMANN LITLI EFTIR THOMAS MANN Framhaldssagaii 7 hvort hann væri ekki aðdáandi Beethovens. Á sömu stundu leit undirofurst inn, sem sat við efri enda borðs- ins, til konu sinnar, sló í glasið og sagði: „Virðulegu gestir, ég sting upp á því, að við drekkum kaffið okk- ar inni í hinni stofunni. Auk þess hlýtur að vera mjög notalegt úti í garðinum núna og ef einhver vill bregða sér þangað út til þess að fá sér heilnæmt og hressandi loft, þá verð ég samferða“. Von Deidesheim liðsforingi rauf nú þögnina, sem fylgt hafði orðum undirofurstans, með mjög háttprúðri fyndni, svo að allir risu hlægjandi upp frá borðum. Hr. Friedemann og borðdama hans voru með þeim síðustu, sem gengu út úr borðsalnum. Hann fylgdi henni í gegnum fornþýzka herbergið, þar sem menn voru þegar seztir og farnir að reykja, og inn í hina þægilegu, rökkruðu setustofu, þar sem hann kvaddi hana. Hr. Friedemann var mjög snyrtilega búinn. Kjóllinn hans var algerlega lýtalaus, skyrtan gljáhvít og hann hafði glansandi lakkskó á smáum og fagurlöguð- um fótunum, en öðru hvoru, þeg- ar buxnaskálmarnar kipptust upp, sást að hann var í rauðum silkisokkum. Hann leit út í anddyrið og sá að flestir gestanna lögðu leið sína niður tröppurnar og út í garðinn, en hann settist með vind ítinn sinn og kaffið úti við dyrn- ar á fornþýzka herberginu, þar sem nokkrir karlmenn stóðu og spjölluðu saman, og horfði inn í setustofuna, beint á móti. Hægra megin við dyrnar sat hópur umhverfis lítið borð, en miðdepill hans virtist vera stúd- entinn, sem talaði af miklum á- kafa. Hann hafði slegið fram þeirri íuilyrðingu, að hægt væri að draga fleiri en eina samsíða línu, við beina línu, í gegnum púnkt. Hagenström málafærslumanns- frú hrópaði: „Það er ómögulegt", en stúd- entinn færði þá fram svo óræka sönnun, að allir þögnuðu, eins og þeir hefðu skilið hana. En í hinum enda stofunnar sat Gerda von Rinnlingen á legu- bekk, nálægt hinum stóra lampa með rauða skerminum, og ræddi við ungfrú Stephens. Hún hallaði sér upp að gula silkipúðanum, rétti fram kross- lagðar fæturnar og reykti vindl- inginn hægt, en reyknum blés hún út um nefið og neðri vörin var á sífelldri hreyfingu eins og venjulega. I Ungfrú Stephens sat teinrétt, eins og liðamótalaus trédrumb- ur, og svaraði með feimnislegum uppgerðar hlátri. Enginn leit á Friedemann' litla. Enginn veitti því athygli, j að hin stóru augu hans hvíldu sí- fellt og án þess að hvika, á frú von Rinnlingen. Hann sat hrevfingarlaus, í máttleysislegum stellingum og Ptarði á hana. Enginn ástríðuþungi var sjá- anlegur í tilliti hans og varla þjáning. Eitthvað sljótt og líf- vana birtist þar, einhvers konar óljós, vilja og máttvana uppgjöf. Þannig leið nokkur sturd, en þá reis frú von Rinnlingen skyndi lega á fætur, gekk til hans, án þess að líta á hann, ög staðnærrtd- ist fyrir framan hann. Hann stóð á fætur og horfði upp til hennar, án þess að mæla orð. „Viljið þér ganga með mér út í garðinn stundarkorn, hr. Friede mann?“ spurði hún loks. „Með mestu ánægju, náðuga frú“. „Þér hafið víst ekki séð garð- inn okkar ennþá“, sagði hún. þeg- ar þau voru komin út á tröpp- urnar. „Hann er talsvert stór. — Vonandi er ekki allt of margt fólk úti í honum núna. Mér veitti sannarlega ekki af að fá mér hreint loft. Ég fékk svo slæman höfuðverk, undir borðum áðan. E. t. v. hefur rauðvínið verið of sterkt fyrir mig. Hérna förum við í gegn um þessar dyr“. Þetta var glerhurð og innan við hana var lítil, slétt flöt, en þaðan lágu svo nokkur þrep út á viðavang. Hin dásamlega, stjörnubjarta, hlýja nótt var þrungin af ilmin- um, sem steig upp af blómabeð- unum. Allur garðurinn lá baðaður í björtu tunglsskininu og gestirnir reikuðu masandi eftir hvít- glampandi malarveginum. Einn hópurinn hafði staðnæmst hjá gosbrunninum, þar sem gamli, vinsæli læknirinn lét papp írsbát sigla á vatninu, undir dynjandi hláturssköllum áhorf- endanna. Frú von Rinnlingen geklc fram hjá með léttri höfuðhneigingu og hélt áfram lengra, þangað sem hinn fagri og ilmandi blómagarð ur hafði vaxið upp í skuggasælan trjágarð. „Við skulum ganga niður eftir mið-trjágöngunum“, sagði hún. Við inngang þeirra stóðu tvær lágar og breiðar steinsúlur. Langt að baki, við endann á hinum þráðbeinu Kastaníutrjá- göngum, sáu þau fljótið glitra í tunglsljósinu, tært og grænleitt. Alls staðar var rokkið og svalt. Hér og hvar kvíslaðist hliðarveg- ur, sem einnig lá á sveig niður að fljótinu. Langa stund hevrðist ekkert hljóð. „Niðri við ána er skemmtileg- ur og fallegur staður“, sagði hún, „sem ég vitja oft. Þar gætum við rabbað saman stundarkorn. Sjáið bara, þarna sést ein og ein stjarna , gegnum laufþykknið". Hann anzaði engu, en starði á grænan, blikandi flötinn, sem þau nálguðust óðum. Bakkinn hinum megin við fljótið sást nú greini- lega, með virkisgörðum sínum. Þegar þau fóru út úr trjágöng- unum og gengu út á grasflötinn, sem hallaði niður að fljótinu, sagði frú von Rinnlingen: „Hérna, örlítið lengra til hægri er staðurinn okkar. Sjáið bara, hann er alveg auður og mann- laus“. Bekkurinn, sem þau settust á, stóð til hliðar við trjágöng garðs- ins, í sex skrefa fjarlægð. Hér var heitara, en á milli hinna gildu trjáa. Engispretturn- ar tístu í grasinu, sem breyttist, fast við vatnið, í þunnt sef. Hið tunglskinsmerlaða fljót virtist kasta frá sér blíðum bjarma. Þau sátu bæði þegjandi um stund og horfðu út á vatnið. En allt í einu fór hann að leggja við hlustirnar og titringur fór um hann allan, því að tónninn, sem hann hafði skynjað viku áður, þessi létti, íhugandi og blíði tónn, snerti hann að nýju. „Hvenær urðuð þér fyrir hinu líkamlega áfalli yðar, hr. Friede- mann?“ spurði hún. „Eða eru þetta e. t. v. méðfædd örkuml?“ Hann kingdi munnvatninu, því það var eins og kverkar hans herptust saman, en svo svaraði hann, lágt og kurteislega: „Nei, náðuga frú. Þegar ég var lítið barn, datt ég niður á gólf. Af því stafa veikindi mín“. „Og hve gamall eruð þér nú?“ „Þrjátíu ára, náðuga frú“. UMBIJÐAPAPPÍR hvítur í rúllum 40 og 57 cm. Þ u n n u r Umbúðapappír arkir 50 x 75 cm. Kraftpappír brúnn 90 og 120 cm. breiður. Smjörpappír arkir, tvær stærðir. C^^ert ^JJnótjdnóóon & Co. Lf. íbúð 5—6 herbergja íbúð óskast 1. október Uppl. gefur i Gúsfaf Ólafsson lögfræðingur. Austurstræti 17. Sími 3354.. IJTSALA Nýt úrval af allskonar KJÓLUM bætist við í dag — allar stærðir. FELDUR H.f. Austurstræti 6. LTSALA REGNKÁPUM Og STUTTKÁPUM FELDUR H.f. Laugavegi 116 Nýkomið: Crepe HANZKAR hvítir og mislitir. Verð frá kr: 45.00 MOKKASÍNUR FELDUR H.f. Austurstræti 10 Laugavegi 116 ALLSKONAR GLUGGAT JALDAEFNI Nýkomin í miklu úrvali. LOÐKRAGAEFNI GRÁTT NÆLON OG MISLIT RAYONLOÐEFNI FELDUR H.f. Bankastræti 7 BLL8SIIR MIKIÐ ÚRVAL FELDUR H.f. Austurstræti 6. Laugavegi 116 Þ Ý Z K U CREPE PERLON LIMBIRFÖTIN eru komin aftur. Buxur, verð kr. 29.00 Bolir verð kr. 45.00. FELDUR H.f. Austurstræti 6 Laugavegi 116 Ný sending af amerískum flauels- HÖTTLM FELDUR H.f. Laugavegi 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.