Morgunblaðið - 05.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: SV kaldi, smáskúrir. wgnnblgiiMfr 174. tbl. — Föstudagnr 5. ágúst 1955 Kommúnisfaflokkurinn í Japan. Sjá grein á bls. 9. Aiimikil síldveiði í fyrrinóH A Um 50 skip fengu 12 þús. tunnur. ALLMIKIL síld veiddist í fyrrinótt og er áætlað að um 50 skip hafi fengið samtals um 12 þús. tunnur. Veiddist síldin á austursvæðinu og var í fyrrinótt og frameftir degi í gær saltað á flestum söltunarstöðvum allt frá Seyðisfirði til Siglufjarðar. I gærdag veiddist aftur á móti engin síld og ekki höfðu neinar fregnir borizt um síldveiði seint í gærkveldi er blaðið hafði sam- band við fréttaritara sinn á Raufarhöfn. RAUFARHÖFN Þau skip sem blaðið hafði fregn ir af að fengið hefðu síld í fyrri- nótt og lönduðu á Raufarhöfn voru þessi: Sjöstjarnan 600, ís- leifur 300, Kristján 400, Auður 200, Frygg 250, Snæfugl 250, Guð mundur Þórðarson 300, Svanur 100, Fiskaklettur 100, Steinunn gamla 200, Egill 150, Hrönn 200, Víðir Eskifirði 700 og Ársæll Sig- urðsson 600. Önnur söltunarstöðin: Með IQfms.l. RAUFARHOFN, 4. ágúst: — I gær var saltað í tíuþúsundustu tunnuna í söltunarstöð Óskars Halldórssonar hér. T tunnuna salt aði reykvísk skrifstofumær að nafni Ingigerður Eyjólfsdóttir, en hún hefur unnið hér að söltun í sumarfríinu sínu. Fékk hún 500 kr. verðlaun. í næstu tunnu á undan saltaði Vilhelmína Ingvars dóttir frá Hafnarfirði og næstu tunnu á eftir Birna Stefánsdóttir írá Reykjavík. Fengu þær báðar aukaverðlaun. Stúlkur þær sem hér hafa unn- ið að söltun undanfarið í sumar- leyfum sínum eru nú sem óðast að hverfa aftur til atvinnu sinn- ar á skrifstofum, í verzlunum, verksmiðjum o. fl. stöðum. Fara þær allar glaðar í sinni héðan eftir að hafa fengið hér bæði sól og mikið af peningum. Starfsfólk söltunarstöðvar.na hér er nú orðið ákaflega þreytt og væri ekki óheppilegt þessvegna að hlé yrði á söltun í tvo eða þrjá daga. Fólkið hefur unnið að heita tnál sleitulaust, ekki fengið nema 3—4 klst. svefn á sólarhring í langan tima. Mun nú vera búið að salta hér í rösklega 52 þús. tunnur eða meira en helmingi tneira en í fyrra. — Einar. SIGLUFJÖRÐUR OG HÚSAVÍK Á Siglufirði lönduðu eftirtalin skip: Fjalar 200, Runólfur 400, Sigurður 400, Sigríður 300. Og til Húsavíkur komu Guðmundur Þorlákur 300 tunnur, Þorsteinn, Dalvík 400 og Hrönn, Sandgerði 200. ★ í gærkveldi var veður gott norðanlands, en kaldi á miðunum og nokkur bára. Þriggjo doga þurrkur við Djúp bjurgaði öllu SÚÐAVÍK, 4. ágúst — I byrjun þessa mánaðar gerði þurrk hér við ísafjarðardjúp í tvo til þrjá daga og gátu menn nú á þeim tíma alhirt hey sín víðast hvar. Sífelld sunnan og suðvestan átt með úrkomu var hér mestallan júlimánuð, þótt sjaldan væri spáð rigningu og hraktist hey manna almennt. Nú er aftur komin sunnan og SV átt með súld og skýjuðum himni eftir þennan stutta en mikilsverða þurrk. — Jóhann. Hafsild við Djúp SÚÐAVÍK, 4. ágúst — Fiskafli við isafjarðardjúp var misjafn í vor og lítill það sem af er sumri. Síðustu daga hefur orðið vart nokkurrar hafsíldar í ísafjarðar- djúpi og eru nokkrir bátar byrj- aðir reknetjaveiðar. Vélbáturinn Dröfn frá Bolungarvík fékk t. d. 40 tunnur síldar s.I. nótt norður undir Snæfjallaströnd. — Jóhann. Nýr yfirmaður varnar- liðsins á Keflav.-flugv. YFIRFORINGJASKIPTI verða hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli á morgun. Hutchinson hershöfðingi, sem verið hefur yfirmaður liðsins síðan 14. apríl 1954 lætur af því starfi en við tekur John White hershöfðingi. HEFUR STARFAÐ HJÁ VFIRHERRÁÐINU Hinn nýi yfirmaður, White bershÖfðingi, kom hingað til lands í gær, flugleiðis frá Amer- íku. Hann er úr bandaríska flug- liðinu og hefur að undanförnu Næsf siðasfa sýning f KVÖLD verður næs* síðasta sýning á leikritinu Óskabarn ör- laganna eftir B. Shaw í Sjálfstæð- ishúsinu. Því miður verður ekki unnt að fjölga sýningum á þessu vinsæla leikriti, enda hefjast sýn- ingar á næsta viðfangsefni hjá Leikhúsi Heimdallar í næstu viku. verið fulltrúi á skrifstofu yfir- herráðs Bandaríkjanna í Was- hington. Donald Hutchinson, hinn frá- farandi yfirmaður varnarliðsins, er einnig flugliðsforingi og mun hann einkum hafa verið æfður i skipulagningu Radar-varna, enda hefur verið lögð rík áherzla á að koma upp öflugu radar-kerfi hér meðan hann heíur dvalizt hér. AFHENDING YFIRSTJÓRNAR Á morgun, laugardag, mun Hutchinson hershöfðingi afhenda yfirstjórn á Keflavíkurflugvelli hinum nýkomna eftirmanni sín- um. Sjálfur flýgur hann skömmu síðar til Bandaríkjanna, þar sem hann mun gegna starfi í þeirri deild flughersins, sem kannar nýjungar í ýmiskonar tækni. Forselafundur Norðurlandaráðs Forsetafundur Norðurlandaráðsins hófst í Alþingishúsinu í gær kl. 10 f. h. Var þessi mynd tekin við það tækifæri af forseta ráðsins. Á henni eru talið frá vinstri: Próf. Nils Herlitz, Sigurður Bjarnason, Nils Hönsvald og Erik Eriksen. í gærkveldi sátu hinir erlendu gestir kvöldverðarboð að Þingvöllum. Ennfremur skoðuðu þcir í gær Sogsvirkjunina og Hitaveituna. . Sama veðrið fram að helgi • MBL. átti í gær tai við Hlyn Sigtryggsson veðurstofustjóra á Keflavíkurfiugvelli og spurði hann um veðurútlitið. — Hann kvað veðurstofuna á Keflavíkur flugvelli í mesta lagi spá fyrir tvo sólarhringa í einu og væri ekki hægt að sjá annað en sama veður haldizt áfram á óþurrka- svæðinu fram að helgi. í síðustu viku, sagði \ eðurstofu stjórinn enn fremur, leit út fyrir, að breyting yrði á veðrinu hér sunnan lands, en nú hefir allt færzt í sama horfið aftur. — Ann- ars getur veðrið breytzt skyndi- lega, bætti hann við, svo að ekki er öll von úti enn, að hann stytti bráðum upp og hristi af sér rign- inguna. Mikill handfæra- fiskur fyrir Norð- Aushirlandi AKUREYRI, 4. ágúst: í gær kom að landi að Hauganesi á Árskógsströnd mótorbáturinn Níels Jónsson og var drekkhlað- inn saltfiski, sem skipverjar höfðu aflað og verkað fyrir Norð- Austurlandi. Bátur þessi er sex lestir, en fimm menn voru á honum í veiði- ferðinni. Formaður er Níels Gunn arsson. Þeir félagar höfðu verið 4 daga á handfæraveiðum og er það óvenju stuttur veiðitími fyrir svo mikinn afla. Þeir félagar fóru allt norður undir Mánareyjar og síðan inn á Axarfjörð. Telja þeir að færa- fiskur sé þar mikill og var fisk- urinn svo gráðugur að stóð á hverju járni í einu. Eigandi báts- ins er Gunnar Níelsson á Hauga- nesi og var hann sjálfur með í veiðiförinni. — Vignir. Eldur í flugskýli slökkt' ur með f ullkomnmn tækium IFYRRAKVÖLD kom upp eldur í einu flugskýli bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli. Hefur herinn ekki viljað gefa neinar upplýsingar um af hvaða orsökum eldurinn varð né, hve mikið tjón varð af honum. En talið er líklegt, að það hafi einvörðungu verið að þakka frábærum viðbragðsflýti slökkkvi- liðs að eldurinn var kæfður á 20 mínútum. HÖFN, Hornafirði, 4. ágúst. — Hér hefur verið góður þurrkur síðan s. 1. viku, en til þess tíma hafði sumarið verið ákaflega vot- viðrasamt. Var aðeins búið að hirða sáralítið, en nú er túna- slætti langt komið hjá bændun- um hér í sveitunum. Gunnar. Óskadraumui að rætasl GJÖGUR, 3. ágúst: — Byrjað var á bryggju að Gjögri 29. júlí s.l. Yfirsmiður við bryggjuna er húsa meistari Árneshrepps, Guðjón Magnússon. Það hefur nú í fleiri áratugi verið óskadraumur Gjögurbúa að fá bryggju. Er sá óskadraumur nú loksins að rætast. Að vísu verður bryggjunni ekki fulllokið í sumar, en vonir standa til að hægt verði að vinna áfram við hana næsta sumar svo að hægt verði að nota hana þá. — Regína. SLÖKKT MEÐ SKÚMI Það er hin bandaríska flug- björgunarsve.it, sem hefur bæki- stöð sína í flugskála þesum, semi er skammt frá flugvallarhótelinu. Munu vera þar viðgerðarverk- stæði og birgðageymslur. Þegar eldurinn kom upp, kom slökkvilið vallarins þegar að og slökkti eld- inn fljótlega með hinum full- komnu skúm-slökkvitækjum. En vafalaust hefur orðið nokkuð tjón á vélum. ÞRIÐJA ÓHAPPID Þetta er þriðja óhappið, serrt verður á Keflavíkurflugvelli á skömmum tíma. Fyrir nokkru brann mötuneyti bandaríska hers^ ins, sem rúmaði 1000 manns og fyrir tveimur dögum eyðilagðist Neptune-könnunarflugvél I lend- ingu á vellinum. | Nærri 1000 manns bíða eftir flugfari til Ey|a IDAG hefst Þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Því miður lokaðist flugvöllurinn í Eyjum um hádegi í gær, svo að aðeins voru farnar tvær flugferðir þangað, en ætlunin var að hafa tvær flugvélar í gangi allan daginn. Munu nú nálægt 1000 manns bíða flugfars, ef að færi gæfist í dag. Hvort sem þetta aðkomufólk kemst til Eyja eða ekki; verður Þjóðliátíðin haldin. Enda hafði megin allra íbúa kaupstaðarins flutt i gær úr bænum og í tjöld þar sem þeir hafa búslóð sína. , METNAÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGANNA Þjóðhátíðin er haldin eins og mönnum er kunnugt á hverju ári og skiptast íþróttafélögin tvö, Þór og Týr, á um að annast hana og er nokkur metingur þeirra í milli um hvor annast það verk betur. Nú stendur Týr fyrir henni og hefur unnið starfið smekklega. — M.a. hafa þeir komið fyrir gos- brunni í tjörninni í Herjólfsdal og komið pálmatrjám fyrir í kringum hana. Hátiðin hefst kl. 2 í dag og er fjölbreytt dagskrá, íþróttasýning- ar, söngur, ræður, hljómlist og ýmis önnur skemmtiatriði. — Þá heimsækja Eyjarnar knattspyrnu- flokkur frá KR og norsku hand- knattleiksstúlkurnar. — Einnig kemur skemmtiflokkurinn Fjark- inn. Um kvöldið er brenna á Fjósakletti, sem byrjar kl. 12 á miðnætti, flugeldasýning og dans- að á palli. Þarna hittast gamlir og góðir Vestmannaeyingar í blæ góð vilja, vináttu og skemmtunar yfir smá tári 'og allt fer fram með friði og spekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.