Morgunblaðið - 09.08.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 09.08.1955, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. ágúst 1955 Ötg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík. Frsimkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá viga*. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýaingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði Innanlande. í lausasölu 1 króan dntakið. „Enginn skilnaður64 Bergmanns pOBERTO ROSSELINI sagði: — „Nei, Ingdrid Bergmann og ég erum ekki að skilja, ekki einu sinni í listinni, eins og kallað er.“ Tilefnið til þess að sá kvittur hefir gosið upp, að Ingrid Berg- mann og Roberto Rosselini ætli að skilja, er sá, að Ingrid er að fara til Frakklands og Roberto „Erýrncr miili cllrc góðrc krclta í þessu lcndi“ ARIÐ 1912 hélt Hannes Haf- stein ræðu við brúarvígslu í einu sögufrægasta héraði lands- ins. Hann komst þar m. a. að orði á þessa leið: „Það er örðugt að koma svo á þessar fögru, frægu sögustöðv- ar, jafnvel þótt í rigningu sé, að ekki fljúgi í huga eitthvað af söguljómanum, sem héraðið sveipar. En þegar ég nú á þess- ari stundu reyni að stöðva hug- ann við eitthvað af því marga, sem í endurminningunni vakir, þá staðnæmist hann ekki við neina af hetjum þeim eða höfð- ingjum, sem gert hafa garðinn frægan, heldur við hitt, sem er á bak við hetjurnar og höfðingj- ana, leiksviðið fyrir lífi þeirra og dauða, gróðursældina í land- inu til forna, skógana, akrana, grasbrekkurnar og grundirnar blómum sprottnar, þar sem þeir uxu, glímdu, elskuðu, börðust og sigruðu eða féllu. Gegnum skugga aldanna sé ég landið vort eins og það var fyrr. En sjón er sögu ríkari, hvernig skógarnir og akrarn- ir og vellirnir eru á sömu stöðvunum. Sagan og landið kalla á oss að vinna. Sögu- hetjurnar getum vér ekki vak ið upp aftur, en gróðurinn í landinu getum vér vakið og aukið með friðun og fram- kvæmd. Það er hægt að hefta sandfok, græða skóga, gróður- setja blóm og sá akra, lífga upp margt og margt, sem nú liggur í kaldakoli, ef vér að- eins kunnum að byggja góð- ar brýr, brýrnar milii allra góðra krafta í þessu landi, sameina hið tvístraða með traustum böndum, safna því nýta og nota það vel“. Sagan og landið kalla á oss að vinna“ í þessum stutta ræðukafla kemur hinn glæsilegi stjórn- málamaður, skáld og hugsjóna- maður víða við. Hann vill ekki tefja sig við að syngja hetjum og höfðingjum fornaldarinnar lof. Landið og gæði þess á land- námsöld blasa fyrst og fremst við sjónum hans. Sánir akrar og skógi vaxnar hlíðar stíga fram i hugskot hans og setja svipmót gróanda og fegurðar á mynd ættjarðarinnar. Þá er það, að honum finnst „sagan og landið kalla á oss að vinna“. Það þarf að rækta land- ið og friða það, gróðursetja skóga og blóm, hefta sandfok og sá akra. En til þess að þetta sé mögu- legt þurfum við aðeins að byggja góðar brýr, „brýrnar milli allra góðra krafta í þessu landi —“. Ef Hannes Hafstein stæði í sömu sporum í dag og hann gérði fyrir 43 árum er hann hélt þessa ræðu, mundi hjarta hans og auga áreiðanlega geta glaðst yfir mörgu. Þjóðin hefur hlýtt kalli sögu sinnar og lands. Hún hefur ræktað jörðina, gróðursett nýja skóga, heft sandfok, notað ylinn úr iðrum jarðar til þess að rækta við fögur blóm og ávexti. Stórbrotin verkefni óleyst En það bæri vott mikilli skammsýni ef við íslendingar legðum í dag meiri áherzlu á það að hæla okkur sjálfum fyrir það, sem áunnizt hefur, en að gera okkur það ljóst, að stór- brotin verkefni bíða hér ennþá óleyst. Þrátt fyrir framfarirnar er íslenzkt atvinnulíf fábreytt og á marga vega frumstætt. Lítið þarf út af að bera til þess að hér skapizt atvinnuleysi og vandræði. Ræktun landsins, hag- nýting fossafls og jarðhita, frið- un fiskimiðanna, uppbygging iðnaðarins er ennþá örskammt á veg komin. Við þurfum því ekki síður á því að halda nú en fyrir rúmum 40 árum að byggja brýr „milli allra góðra krafta í þessu landi“. Því miður ríkir ekki eins full- komin skilningur á nauðsyn þess sem skyldi. Við fjölyrðum of oft um það, að okkur hafi tekizt að skapa íslenzku fólki sambærileg eða betri lífskjör en aðrar menn- ingarþjóðir njóta. Við gerum okkur það ekki nægilega Ijóst, að grundvöllur lífskjara okkar er ennþá mjög veikur. Of marg- ir íslendingar reikna með því, að allt gangi af sjálfu sér. í þessu felzt hinn mesti háski. Framfarir og þróun ger- ist ekki af sjálfu sér. Hún verður að eiga rætur í starfi og baráttu fólksins, skynsam- legri hagnýtingu allra krafta þess. Við íslendingar verðum að kunna að gagnrýna okkur sjálfa, forðast andvaralausa sjálfsgleði og yfirborðshátt. En á slíku hef- ur borið of mikið hjá okkur und- anfarin ár. Það er gott að geta glaðst yfir framförum og breyt- ingum til batnaðar. En það er í senn barnalegt og heimskulegt að ofmetnast af þeim og van- rækja þær skyldur, sem alltaf hljóta að hvíla á hverjum á- byrgum einstaklingi. Frumskilyrði áfram- haldandi þróunar „Sagan og landið kalla á oss að vinna“, sagði hinn glæsilegi stjórnmálamaður fyrir rúmum 40 árum. Þjóðin hlýddi því kalli. Þessvegna er ísland betra land í dag en það var þá. En sama krafan er gerð til þeirrar kynslóðar, sem nú stendur í miðri baráttunni. Þörf- in er ekki minni nú en þá, nema síður sé. Sú kynslóð, sem í dag lifir og starfar á íslandi þarf þess vegna ekki að kvarta undan því að hún sé ekki borin til mikilla verkefna. Hún á mikilfengleg verkefni fyrir höndum. Hún verður að vaxa af þeim eins og fátækt, ófrjálst og umkomulítið fólk óx í baráttunni fyrir frels- inu, sókninni gegn örbirgðinni og allsleysinu fyrir fáum áratugum síðan. En umfram allt þarf þessi fámenna þjóð, þessar 160 þús. manna, sem byggja ísland í dag, að gera sér það ljóst, að við getum ekki komizt af án þess að byggja „brýr milli allra góðra krafta“ í landinu. Það er eitt af frumskilyrðum áframhaldandi þróunar og uppbyggingar hins' íslenzka þjóðfélags. og Rosselinis © 11 flugmenn og hjónabaiidserjur til Indlands. Roberto hló að orð- róminum um skilnaðinn, er blaðamenn komu á fund hans. „Konu minni hefir borizt mjög athyglisvert tilboð frá franska kvikmyndamanninum Jean Ren- oir, en Jean er vinur okkar“, sagði Rosselini. ,,Hún byrjar sennilega að vinna að þessari kvikmynd í byrjun október. — Ráðgert er að ég fari til Indlands í lok september til þess að gera kvikmynd um land þetta, sem ég hefi lengi dáðst að“. ★ ★ ★ Rosselini var spurður hvort Ingrid Bergmann ráðgerði að fara í heimsókn til Svíþjóðar á næstunni, en leikkonunni var mjög kuldalega tekið, er hún sýndi „Jeanne d’Arc“ í Stokk- hólmi síðastliðinn vetur. „N ei, um það hefir ekkert ver- ið ráðgert, e n h v í skyldi hún ekki fara síðar t i 1 Svíþjóðar, s e m e r föður- 1 a n d hennar“, sagði Rosselini. H j ó n i n eru um þessar mund ir stödd í París „og ganga þar á vinafund og ræða auk þess við- skiptamál". \Je(t/akancli shri(ar: H J Hroðvirkni sem oft hefir sent mér ýmsar þarfar ábendingar varðandi íslenzkt mál og notkun þess skrifar eftirfarandi: „Óþarft er að geta þess, að í öllum dagblöðunum birtast með köflum ritgerðir á sæmilegu máli og jafnvel vönduðu, en það er of sjaldan. Hitt er kunnugt, að í öllum blöðunum eru ósköpin öll af vit- leysum, smærri og stærri. Kemur það til af hirðuleysi, þekkingar- skorti og taumlausum hraða. Blaðamannaskóli til bóta? EG orðaði það nýlega við þaul- vanan blaðamann, hvort hann hefði trú á því, að til bóta horfði, ef stofnaður yrði blaða- mannaskóli. Skólinn ætti sérstak- lega að kenna móðurmál þeim, er þyrftu, svo að það yrði tiltækt í hraðanum. Þá væri nauðsynlegt að kenna mönnum hógværan rit- hátt og sannleiksást, sé hægt að j kenna nokkra tegund ástar. J Blaðamaðurinn tók þessu ekki 'fjarri. — Margir senda blöðunum j auglýsingar og efni, sem nauð- ! synlegt væri að laga. Auðvitað þarf tíma til að vinna það verk. Blaðamönnum og sérstaklega ritstjórum ætti að vera kappsmál að gæta sóma blaða sinna. H. J.“ Sólinni fagnað SÓLSKINSDÖGUNUM hér á Suðurlandi fyrir helgina var fagnað af alhug, ekki aðeins af bændunum, sem beðið hafa eftir þurki á töðuna sína í allt sumar, heldur öllu mannfólki, ungum sem gömlum, sem búið hefir við alla súldina og suddann í sí- j felldri von um að úr rættist. Það kunni sér blátt áfram ekki læti, er það vaknaði í glaða sólskini, rétt eins og lög gera ráð fyrir á venjulegum sumardegi. Og sCo eru það allir erlendu ferðamennirnir, sem lagt hafa leið sína hingað norður til Fróns á þessu sólarvana sumri hér sunnanlands. Þei’’ hafa svo sann- arlega ekki á++ r** dágana sæla heldur. „Sjáum við þá ekki Heklu?“ MAÐUR einn, sem haft hefir þá iðju með höndum í sum- ar að ferðast sem leiðsögumaður með erlendum ferðamannahóp- um — hefir lýst fyrir mér, hve ömurlegur sá starfi hefir oft verið — á ferð í úr- hellisregni og súld, svo að ekki hefi séð út úr augunum — og bifreiðarnar hafa orðið að aka með ljósum um hádaginn. — Hvílík dýrð! — að útskýra hina íslenzku náttúrufegurð fyrir út- lendingunum, sem sátu hnípnir í sætum sínum og spurðu án af- láts: „Sjáum við þá ekki Heklu — og enga jöklana — og Geysir ætlar þá ekki að gjósa!!“ — Til hvers voru þeir til Islands komn- ir, ef ekki til að sjá eitthvað af þessum undursamlegu hlutum? „En nú loksins", sagði leiðsögu- maðurinn, „fengum við að sjá Þingvelli og Gullfoss í fögru veðri, og Geysir gaus! Ánægjan og hrifningin ljómaði af hverju andliti“. Heldur lélegt TSKRIFAR: „Ég borðaði um daginn með kunningja mínum, aðkomumanni utan af landi, hér á einu meiri- háttar veitingahúsi bæjarins. Að máltíðinni lokinni, er komið var að reikningsskilum, ætlaði að komumaðurinn að borga — með ávísun. En stúlkan gerði ekki svo mikið sem líta á hana. „Við tök- um ekki við ávísunum hér“, svar- aði hún og þar með var málið út- rætt. Okkur fannst þetta hálf lé- legt af hálfu veitingahússins. — Það hefði að minnsta kosti getað sýnt þann áhuga og lítillæti að skoða ávísunina og ganga úr skugga um, á hvaða aðila hún var stíluð — og hvort honum myndi treystandi. En það var nú eitt- hvað annað. — T.“ :r5V-r.---a3agrL. Merkið, sem klæðir landið. ' 17' N það er ekki aðeins Ingrid Há Bergmann, sem kemur við ^ sögu þessa sumardaga í Evrópu. Kvikmyndadísin Linda Christian frá Hollywood, sem til skamms tíma — eða frá því árið 1949 og þar til á síðastliðnu ári — var eiginkona kvikmyndaleikarans Tyrone Power, er nú stödd í Rómaborg og hefir fundið þar nýjan eiginmann. Sá heitir Ed- mund Purdom, einnig frá Holly- wood. í grein í ítölsku tímariti segir kvikmyndadísinni svo frá: „Ég veit að ný og sönn hamingja bíð- ur mín með Edmund — hamingja, sem ekki er íramar byggð á draumum stúlku, sem heldur að hún hafi fundið ævintýraprins- inn sinn, heldur á vissu vonsvik- innar og særðrar konu, sem hefir fundið raungóðan mann“. „I Rómaborg munu festar fara fram og að þessu sinni til eilífð- ar“. — ' ★ ★ ★ Um fyrri mann sinn segir Linda Christian í tímaritsgrein- inni: „Hann kærir sig ekki um að ræða málin. Hann var and- vigur því, að ég héldi áfram leik- starfsemi minni og ég gat fundið hvernig hann varð æ leiðari á konu sinni og fjölskyldu sinni. Hann var oft að heiman á kvöld- in“. „Svo var það kvöld nokkuð að hann bað mig, alveg upp úr þurru, um skilnað“. Edmund Purdom skildi við fyrri konu sína, sem heitir Tia, eftir að Tia hafði kært hann fyr- ir hjúskaparbrot og nefnt í því sambandi Lindu Christian. MEÐAL amerísku flugmann- anna ellefu, sem verið hafa í haldi í Kína frá því snemma á árinu 1953, er maður að nafni Daniel Schmidt. — Daniel var kvæntur átján ára gamalli stúlku, Unu, er hann fór að heiman til þess að heyja stríð í Kóreu. — Daniel hlaut það hlutskipti í stríð inu, að varpa fregnmiðum úr flugvél yfir óvinina og einn góð- an veðurdag hvarf flugvél hans með öllu. Hann og félagar hans voru taldir dauðir. ★ ★ ★ Fyrir nokkrum dögum komu Daniel og félagar hans til Hong Kong, kátir menn og frjálsir, eft- ir meir en tveggja ára fangelsis- vist í Kína. Daniel kveikti sér í vindli og sagði „að það væri dá- samlegt að vera frjáls maður aft- ur“. En allt umhverfis hann stóðu menn, sem gáfu honum auga og gættu þess að enginn gengi til hans og segðu honum þau tíðindi að kona hans, Una, væri gift aft- ur og héti nú Una Fine. Una hélt eins og aðrir að Daníel væri fallinn og til þess að sjá sjálfri sér og tveggja og hálfs árs gömlum syni, sem hún átti með Daniel, en Daniel hefir þó aldrei augum litið, giftist hún á ný, manni að nafni Alford Fine. Nú bíða Una og Alford vestur í Kaliforníu eftir því að Daniel komi heim til þess að hægt verði að leysa úr þessari hjónabands- flækju. ★ ★ ★ En fyrstu frelsisstundirnar í Hong Kong þorði enginn að segja Daniel þessi tíðindi, menn óttuð- ust að þrek hans myndi bila. — Blöð í Hong Kong, og raunar um allan heim, voru með forsíðu- fregnir af hjónabandsflækjunni, en þess var vandlega gætt að Daniel færi ekki að lesa blöðin. En honum voru sögð tíðindin áður en hann steig upp í flugvél- ina, sem flutti ^ann heim til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.