Morgunblaðið - 11.08.1955, Side 7
Fimmtudagur 11. ágúst 1955
WORGVN BLAÐIB
7
Ragnar Jónsson:
Magnns flsgeiisson
Hiswinprorð
■ÍSLENZKA þjóðiti hefir enn orð-
J. ið að sjá á bak einum mesta
snillingi, sem hún hefir alið. Á
þessari stundu er harmur henn-
ar þó ef til vill minni en efni
stóðu til, sakir þéss.að hann hafði
áður neitað henni um að taka það
saeti er hann var borinn og fædd-
ur til að fyila, við hlið öndvegis-
skálda hennar. Hlédrægni hans
og lítillátt hjarta munu ekki hafa
leyft honum slíkan veraldar-
munað, og þar er fremur en
annarsstaðar að leita orsakanna
til þess að hann tók ungur þá
ákvörðun að fela snilli sina og
éhrifavald bak við nöfn ýmissa
manna frá mörgum þjóðum, sem
hann lyfti sumum hverjum úr
hópi góðskálda í nálægð meist-
aranna.
Árið 1923 kom hér út lítið
Ijóðakver eftir Magnús Ásgeirs-
son, þá aðeins 22 ára gamlan, er
hann kallaði Síðkveld, 27 frum-
ort kvæði og nokkrar ljóðaþýð-
ingar. Ástæðurnar fyrir því að
þessar frumsmíðar Magnúsar
heimtuðu ekki þegar viðurkenn-
ingu, og að höfundi þeirra var
ekki þá þegar lyft upp í sæti til-
vonandi stórskálda, eru mjög
auðsæjar. í þessum kjarnmiklu
ljóðum er meira af djúpri hugs-
un, biturri heimsádeilu og háum
rökum en þeirri einföldu lífs-
speki, skáldlega innblæstri, sem
átakalaust finnur leiðina að
hjartarótum venjulegs fólks. Ef
til vill er sú staðreynd augljós-
ari nú en fyrir 30 árum, að þjóðin
hefir þá þegar orðið að sætta sig
við að kveðja í vissum skilningi
eitt sitt mesta skáld, og er það
ekki í fyrsta eða síðasta skifti,
sem þau örlög bíða íslenzkra
listamanna, þó ástæðan sé ekki
alltaf ein og hin sama. í þessum
æskuverkum Magnúsar Ásgeirs-
sonar kemur á margan hátt miklu
greinilegar i ljós sá máttugi andi,
formmeistari og heimspekingur,
sem seinna birtist fullmótaður í
beztu ljóðaþýðingunum, en hjá
ýmsum þeirra skálda okkar er
hæst hafa náð. Og leiðin er hér
miklu skýrar mörkuð, jafnvel
svo að ekki verður um villzt, að
þessi ungi maður hefir þegar gert
sér það Ijóst, hvar hans var mest
þörf og hvert óskir hans og þrár
stefndu. í kvæðinu „Komdu nótt“
mætum við strax þessu þroskaða
ungmenni, sem við kvöddum nú
fyrir nokkrum dögum. Hann hef-
ir furðulítið breytzt, er aðeins
orðinn ríkari af sárri lífsreynslu,
ást hans á fólkinu, sem ber þvrni-
krónu heimsins, er orðin inni-,
legri, og nú bregður oftar fyrir
þeirri stoltu gleði, sem þeim ein-
um veitist, er miklu hafa til kost-
að.
Magnús Ásgeirsson hefir aldrei
verið dagsins maður. Strax í
æsku gaf hann djúpunum hug
sinn, gerðist skáld næturinnar,
söngvari þjáninganna, baráttunn-
ar og draumanna. Hann segir
sjálfur:
Hljóða nótt, ég ann þér einni,
•— unn mér hins lengsta af draum
um þinum.
Þeir, sem þykir hátt til himna,
hvísla að þér bænum sínum.
Hvorki bið ég gulls né gæfu —
gengis hinna virku daga,
— heldur '.júfrar villuvæxðar
í vöku og blundi, unz úti er saga.
Þeir, sem bezt þekktu Magnús
og fylgdust með lífi hans og list-
þróun af heilum huga, vita vel,
að hann brást aldrei æskuákvörð-
un sinni, að láta ekki aka sér í
sigurvagni hins hyllta skálds í
björtum ljósum dags og sólar.
Frægð og veraldargengi, gull og
gæfa, var honum alger hégómi
og eftirsókn eftir vindi. Hans þrá
var ,að fá skotið blysum sínum
!;
■ rmnitri
% .. II
Maguús Ásgeirsson
eins og björgunarmaður, sem fal-
inn er að baki huliðshjúps myrk-
urs og hríðar. Hann hélt æ lengra
á vit næturinnar, lengra niður í
hyldýpið þar sem hinir ógæfu-
sömu bræður hans háðu strið sitt
og unnu þar miklu dýrmætari
sigra en hinir, sem létu daginn
lýsa sér um refilstigu flatneskj-
unnar og sólina verma sig, en
nutu þó draumlauss svefns hins
vanmáttuga borgara. En engan
mann hefi ég séð „hefja augu sín
til dagsins af slíkri þrá“ sem
hann, er hann endrum og eins
leyfði sér þann munað að teyga
ferskt morgunloftið úti í íslenzkri
náttúru.
Síðkveld M. Á. gefa ef til vill
ekki fyrirheit um þjóðskáldsnafn.
Þau fylla ekki sál fólksins því
tæra sólskini, sem hríslast eins og
dýrar guðaveigar um hverja taug.
Þau eru fyrst og fremst rödd úr
djúpunum, tónn lágfiðlunnar,
þytur helspunavélanna, vörn
mannsins fyrir dómstóli lífsins,
fremur en sókn. En hrein og ó-
menguð lífsást gefur verkum
hans hina skæru en þó mildu
og oftast dálítið sáru yfirtóna.
Ég get aldi-ei varist þeirri til-
finningu, að íslenzk list hafi beð-
ið eitt sitt mesta áfall er M. Á
gerðist ljóðaþýðari í stað þess að
helga sia óskiftur sínu rfka lista-
mannseðli, gefa sköpunarhæfi-
leikum s;num fullt frelsi og ótak-
markað Iífsrúm. Magnús hafði
stálvilja, lífskraft og óruglaða
andlega yfirsýn umfram flesta
menn. Sú eina skýring, sem sam-
boðin er slíkum manni fvrir
þeirri ákvörðun að rifa seglin í
fyrstu för, áður en um verulega
ágjöf var að ræða, er sú, að með-
fædd hlédrægni hans' hefði sett
henum stólinn fvrir dyrnar. En
þessi ákvörðun hefir ekki verið
tekin þjáningalaust. enda mikið
Iagt á móti, því þó að það bezta,
s~m M. Á. hefir afrekað. sé ef
til vill ekki stærra því fremstá
sem aðrir hafa gert. verður varla
dregið i efa, að enginn hefir unn-
ið þar jafnmörg stórvirki né fært
þjóð sinni heim jafnfjölskrúðug-
an feng af dýrmætum perlum
heimslistarinnar.
Frá listrænu sjónarmiði voru
vinnubrögð Magnúsar með þeim
hætti, að lengra sýnist vart verða
komizt. Samvizkusemi hans í
| skiftum við skáldgyðjuna var í
ætt við móðurlega nærfærni. Eft-.
ir að hann tók að mestu að helga
sig þýðingum, var ábyrgðartil-
finning hans gagnvart frumverk-
inu og höfundi þess svo sterk, að
hún hlaut að verða hugkvæmni
hans og andagift fjötur um fót.
Harm velti oft hverju einstöku
kvæði íyrir sér jafnvel árum
saman áður en hann reyndi að
rissa upp þá skýru mynd, er hann
hafði fe&t i huganum, en þá og
fyrr ekki byrjaði hann í raun og
veru að yrkja kvæðið, en endan-
lega gekk hann oft frá því þaxan-
ig, að ekkert orð sem máli skifti
var eftir úr fyrstu þýðingunni.
I
En hvorttveggja er, að mikið
listaverk verður yfirleitt ekki
flutt af einni tungu á aðra, frem-
ur en f jalli eða vatni verður kom-
ið fyrir i nýju umhverfi án þess
að missa sína upprunalegu mynd
og yfirbragð, og hitt að M. Á. var
ekki rétti maðurinn til þess að
annast slíkan hreppaflutning,
flutning hugsana og tilfinninga,
sem grafið höfðu um sig og mót-
i ast um langan aldur í ákveðnu
' umhverfi við gjörólík skilyrði og
viðhorf. Hér verður kjarninn
aldrei þýddur heldur verður
hann í höndum skálds efniviður
í nýja sköpun, hversu annt sem
því kann að vera um að hrófla
ekki við anda höfundarins. En
enginn getur neitað því að risið
er ákaflega hátt á sumum býddu
ljóðunum hjá Magnúsi, svo að
þau munu ávallt standa við blið
hins stærsla frumorta skáldskap-
ar þjóðarinnar, og er í raun og
veru þarflaust að nefna í þvi sam-
bandi einstök ljóð, nema þá helzt
„Kvæðið um fangann", þar sem
tveir náskyldir andar undirdjúp-
anna mætast í fullkominni sam-
úð og bæta hvor annan upp, svo
(að úr verður samfellt listaverk,
Frh. á bis i.
• ' r -f - i ’ • •r'"■ '• • ■ •'-:•
o s k a s t
2—3 herbergi, helzt í Miðbænum eða í grennd.
Nánari upplýsingar í síma 82948 í dag og á morgun
klukkan 6—7.
I
Land Rover bifreið
eða góður jeppi, óskast. Staðgreiðsla.
■
■
Tilboð með nauðsynlegum upplýsingum, sendist í n
pósthólf 1131, fyrir 15. ágúst. íf
:
>••.•««■■••■•»■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■•■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■•■•••■■•an!
IVauðungaruppboð
sem auglýst var í 47., 48. og 49. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins á eigninni Halldórsstaðir á Vatnslevsuströnd, «
fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag 16. ágúst n.k. •
klukkan 4 e. h.
Uppboðshaldarinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
3
Til sölu lítið notuð
ÐIESELRAFSIÖÐ
3ja strokka Lister. — Rafall: 220 volt.
3ja fasa 50 rið, 25 k.w.a. sjálfvirk spennustilling.
Uppl. gefur
Ámi Guðjónsson,
héraösdómslögmaður, Garðastræti 17,
Sími; 2831.
STARFSSTULKA
öskast til Vistheimilisins í Gunnarsholti strax eða við
næstkomandi mánaðamót.
Upplýsingar um kaup og vinnutíma í skrifstofu ríkis-
spítalarma, sími 1765.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Þ4KPAPPI
Byggingarefnaverzlanir, framleiðum þakpappa innan
og utanhúspappa, unninn xir fyrsta flokks hráefni, með
nýtízku vélxim.
Þakpappaverksmí&jan h.f.
Silfurtúni 11, við Hafnarfjarðarveg,
Símar: 9829 og 1759.
3
■
‘•*
NýkomiÖ!
Terrazzo- og múrhúðunarefni,
margar tegundir.
lUísrs Trading Company
Klapparstíg 20. — Sími 7373.
IMokkrir flugvirkjar
óska eftir vinnu á upphituðum vinnustað yfir vetrar-
mánuðina. — Tilboð sendist blaðinu merkt: „Flugvirkjar
—351“, fyrir 20. þ. m.