Morgunblaðið - 25.08.1955, Qupperneq 16
Veðurúllif í dao*
SV-átt og skúrir. Létir til í bili
annað kvöld.
191. tbl. — Fimmtudagur 25. ágúst 1955
Fransmaður í fríi
á íslanði. — Sjá grein á bls. 9.
Misheppnuð fiiraun HS
píslavæffisaðstöðu
i %
Arásir kommúnista á Bjarna
Benediktsson auka andúð og
fyrirlitningu á þeim sjálfum
KOMMÚNISTAR hafa undanfarna mánuði fundið stöðugt hærri
andúðaröldu rísa gegn sér vegna skemmdarverka þeirra gagn-
vart íslenzku efnahagslífi. Eru þeir nú orðnir svo hræddir við hana,
að þeir sáu þann kost vænstan að leiða athyglina að öðru. Þá var
gripið til þess ráðs að láta ritstjóra „Þjóðviljans“ neita að borga
meiðyrðasektir samkvæmt 8 dómum, sem faliið höfðu á hann fyrir
óhróður og mannorðsþjófnað s.l. 5 ár. Ritstjórinn vildi fá tækifæri
til þess að gista um skeið fangelsi til þess að afplána sektir sínar
og gera í leiðinni tiiraun til þess að skapa sér píslarvættisaðstöðu.
MISTÓKST Á FYRSTA DEGI
En þessi tilraun mistókst þegar á fyrsta degi áróðursherferðarinn-
«.r. Það sannaðist nefnilega í fyrsta lagi,
að allir aðrir, sem dæmdir hafa verið í meiðyrðasektir undanfarin
ár hafa greitt sektir sínar eða samið um greiðslu á þeim.
í öðru lagi varð það Ijóst,
að ritstjóri kommúnistablaðsins krafðist sérstöðu fyrir sig gagn-
vart íslenzkum réttarreglum. Hann krafðist þess að mega halda
uppi rótlausum óhróðri um menn og málefni í blaði sínu, án
þess að vera nokkurntíma dreginn til ábyrgðar fyrir mannorðs-
þjófnað sinn.
í þriðja Iagi er öllum almenningi það fullkunnugt,
að Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra hefur ekki farið í eitt
einasta meiðyrðamál við Magnús Kjartansson enda þótt „Þjóð-
„viljinn“ hafi í áratugi haldið uppi glóandi hatursáróðri og meið-
yrðaskrifum um hann.
í fjórða lagi er það sannað, —
að bæði Hermann Jónasson og Einar Arnórsson lögðu svo fyrir í
dómsmálaráðherratíð sinni, að meiðyrðasektir skyldu innheimtar
eins og aðrar sektir. Bjarni Benediktsson hefði því enga heimild
til þess að gefa Magnúsi Kjartanssyni upp sektir, sem hann hefur
verið dæmdur í fyrir margra ára óhróður og lygar um fjölda
manna.
í fimmta Iagi getur engum manni dulizt það,
að ritstjóri kommúnistablaðsins ber sjálfur alla ábyrgð á varðhalds-
vist sinni. Hann neitaði að greiða þær sektir, sem allir aðrir
ritstjórar hafa greitt, þegar þeir hafa verið dregnir til ábyrgðar
gagnvhrt meiðyrðaákvæðum hegningarlaganna.
ÓLÍKU SAMAN AÐ JAFNA
Þegar á allt þetta er litið sætir það engri furðu þótt kommún-
istum hafi mistekizt hrapalega að skapa ritstjóra sínum píslar-
vættisaðstöðu.
Fyrr á öldum hnepptu einræðisherrar og ofbeldisseggir menn í
fangelsi fyrir að berjast fyrir hugsjónum sínum og láta skoðanir
sínar í Ijósi. Sú aðferð tíðkast enn í þeim ríkjum sem kommúnistar
stjórna, og það atferli hefur Magnús Kjartansson varið í líf og blóð
í blaði sínu. Allir frelsisunnandi menn fordæma það hins vegar
liarðlega.
Hinn stöðugi mannorðsþjófnaður og óhróður, sem einkennir öll
skrif „Þjóðvilja“-ritstjóranna nýtur aftur á móti engrar samúðar
meðal hinnar lýðræðissinnuðu íslenzku þjóðar.
Hinar vitfirrtu árásir kommúnista á Bjarna Benediktsson
dómsmálaráðherra nú missa því marks eins og jafnan áður.
Traust hans hjá þjóðinni verður aðeins því meira, sem
kommúnistar svívirða hann freklegar.
Kveikti í íbúðinni til þess
hefna sín á konu sinni
LAUST eftir hádegi í fyrradag
var slökkviliðið kallað að stór-
um bragga í Tripolicamp. Tókst
þvl fljótléga að ráða niðurlög-
um eldsins og urðu skemmdir
ekki miklar.
Fj'rir utan braggann var mað-
ur, sem bjó í íbúðinni, Sem eld-
urinn var í. Var hann undir
áhrifum áfengis. Lögreglan hand-
tók manninn og viðurkenndi
hann strax að hafa kveikt í
bragganum.
Skýrði maðuj inn svo frá í
sakadómi í gær, að hann hafi
verið einn í íbúðinni þarna um
xnorguninn. Sér hefði þá hug-
kvæmst að kveikja :í bragganum
og viljað með því ná sér niðri á
konu sinni, en hún hefði oft verið
búin að hóta því að reka hann á
dyr og skilja við hann
Helti hann olíu í sæng' í stof-
] unni og kveikti í, og einnig reif
hann pappír frá vegg í eldhús-
inu og kveikti í honum og texinu.
Þá setti hann föt sín og ýmsa
smámuni, sem hann átti sjálfur |
í poka, fór út fyrir, settist þar á:
jörðina og beið hvað verða vildi. i
í sama bragga var önnur íbúð :
og skildi aðeins þunnur veggur
íbúðirnar Kona og þ.'jú börn
voru í íbúðinni, og varð eitt
barnið vart reyks. Er nágrann- j
arnir sáu, hversu komið var, ■
tóku þeir til við slökkvistarfið og
kölluðu á slökkviliðið.
íkveikjumaðurinn kvaðst hafa ;
vitað um fólkið í na»stu íbúð,
en ekkert athugað það. Hann er
28 ára gamail og hefir áður sætt
refsidómi fyrir þjófnað og líkams
árás. Er hann nú í gæzluvarð-
haidi
Neyðarástand að skapast í sveitunum
Skemmdarverk
framið á !ittum vél-
bál I höfninni
SEINNI hlutann í fyrrinótt eða
snemma í gærmorgun hafa þau
óskiljanlegu spjöll verið framin,
að stungið hefir verið gat á lít-
inn, opinn vélbát, sem lá í höfn-
inni, í króknum milli vestustu
verbúðarbryggjunnar gömlu og
Ægisgarðs. Krókstjaki, sem var
í bátnum. hefir verið notaður við
verkið.
Báturinn var um það bil að
sökkva kl. 10 í gærmorgun, er
honum var bjargað á land, en
vélin liefir m. a. stórskemmst. —
Ef einhverjxr kynnu að hafa séð
spellvirkjann að verki, biður
rannsóknarlögreglan þó um að
gefa upplýsingar.
VerkfalliS óleyst
V iða í Kjós o<r Kjafarnesi
•5 C S
urr tuffga í hlöðu
Og haustið er komið
EFTIR því sem líður nær lokum ágústmánaðar og ekki
breytir til um tíðarfarið verður mönnum æ ljósara, hví-
Hkt vandræðaástand er að skapast í sveitunum á Suður- og
Vesturlandi.
■£- Er nú farið að nálgast haustnætur og eru þess dæmt
að bændur hafa ekki getað náð þurri tuggu í hlöðu. Víða
liggur meginhluti töðunnar enn flatur í flekkjum, stór hlutl
túnanna er ósleginn og háin vex ónytjuð.
•ff í lengstu lög hafa menn vonazt eftir bata, en sú von
deyfist óðum eftir því sem líður nær haustnóttum, því að
ekki er það venja að tíðin batni þá.
■fa Hér er þess því ekki að dyljast, að fyrir dyrum ís-
lenzkra bænda er hin stærsta vá, sem um getur á seinni
árum. Við þeim blasir ekki annað en heyskortur og sennilega
slátrun hluta bústofnsins. Félagasamtök bænda verða að
taka mál þetta til athugunar sem allra fyrst, athuga ástandið
skipulagsbundið og möguleika til úrbóta.
ENN hefir ekkert gerzt í verk-
falli kvenna í Keflavík og á
Akranesi, né samúðarverkfalli
því, senx verkamenn í Keflavík
hafa gert.
Sáttafundur hefst \ Alþingis-
húsinu í dag kl. 4.
Mishermi slæddist inn í grein,
sem birtist hér í blaðinu í gær
um verkfallsmálin. Þar sagði að
grunnkaup verkakvenna á Siglu-
firði og á Húsavík sé 8,10.
Þetta er rangt. Hæsta grunn-
kaup kvenna á landinu er 7,92
og er það á Sigluíirði.
Semenfslausf á ákranesi
AKRANESI, 24. ágúst—Sements
laust er nú með öllu á Akranesi
og hlýtur því öll steypuvinna við
hinar mörgu byggingar sem hér
eru að rísa upp að stöðvast þang-
að til sement kemur aftur íil
bæjarins. Heyrst hefur að það
muni verða upp úr næstu mán-
aðamótúm. — Oddur.
★
Morgunblaðið átti tal við þá
Steina Guðmundsson á Valda-
stöðum í Kjós og Ólaf Bjarnason
í Brautarholti á Kjalarnesi og
lýstu þeir hinu alvarlega ástandi
með nokkrum orðum.
STÓRRIGNINGAR
OG STORMUR
Á HVERJUM DEGI
Steini Guðmundsson taldi, að
í Kjósinni hefði nú keyrt um
þverbak með veðráttuna síðustu
dagana, því að nú tæki aldrei af
steini og flesta daga væri stór-
rigning með stormi. Líktist þetta
verstu haustveðráttu. Er nú víða
að verða ófært með vélar bæði
um tún og engjar vegna bleytu.
Enn munu vera í Kjósinni
nokkrir bændur, sem ekki
hafa náS þurri tuggu í hlöðu
og sumir eru tiltölulega lítið
búnir að slá. Er mikil vá fyrir
dyrum með skepnurnar á
komandi vetri, því fæstir
Flest síldnrskip ó heimleið
NÚ MUNU flest skip hætt síldveiðum fyrir Norður- og
Austurlandi, símar fréttaritari Mbl. á Siglufirði í gær.
Komu þau síðustu þangað í fyrradag og í gærmorgun og |
bíða aðeins byrjar að komast heim. Stormur hefur hamlaðj
síldveiðum síðustu daga og engin veiði verið. Fáein norð-
lenzk skip munu þó bíða og hyggjast leita eftir síld ef veður
skánar fljótlega. Segir svo í frétt frá Kaufarhöfn.
munu eiga verulegar heyfyrn-
ingar, stafar það aðallega af
því að vegna vorkuldanna
urðu bændur að gefa fénaði
langt fram eftir vori.
i
HEY FÝKUR
Fyrir nokkru fauk allmikið af
heyi, sérstaklega á einum bæ,
Eyri. Var það mest hey, sem bú-
ið var að sæta upp. Sumu af hey-
inu, sem fauk hefur verið reynt
að bjarga, en það blotnaði og
hefur ekki náðst upp.
Meðfram Laxá í Kjós hafa ver-
ið góðar flæðiengjar. Á einum
bæ, Sogni, er búið að slá töluvert
á engjum bæði flæðiengi og þurr
um bökkum. Var hey þetta ým-
ist í sæti eða flatt, en er nú mik-
ið komið í vatn aftur eða fokið.
Er sums staðar eins og búið sé
að hleypa vatni aftur á áveitu-
svæðin.
SÍÐUSTU DAGARNIR
VERSTIR
Ólafur Bjarnason í Brautar-
holti skýrir frá því, að á Kjalar-
nesi hafi ágústmánuður verið
með eindæmum illviðrasamur og
síðustu dagarnir verstir, því að
nú er alltaf rok og rigning.
Mjög lítið er komið af heyi I
hlöður, en í votheysgryfjur hef-
ur verið látið og þær orðnar full-
ar. Hey liggur víða flatt á tún-
um. Hey fauk víða á fimmtudag
í síðustu viku. T. d. munu 50—80
hestar af heyi hafa fokið í
Skrauthólum.
í fyrradag komu þessi skip til
Siglufjarðar á heimleið: Helgi
Helgason, Fanney og Helga, Ing-
var Guðjónsson og Sigurður. í
gær var suðvestan stormur út af
Siglufirði. Tveir bátar þaðan sem
létu drífa með reknet í fyrrinótt
höfðu ekki dregið þau inn seinni
hluta dags í gær. Liggja þeir yfir
þeim þar til lygnir.
Togarinn Hafliði losaði full-
fermi af karfa á Siglufirði í gær,
sem hann hafði fengið við Vest-
ur-Grænland. Leiguskip frá Eim-
skip lestaði þar og í gær síld til
útflutnings.
VONDAUFIR UM BATA
Hvað er framundan? spyrja
menn. Kemur breyting á veður-
lagið með höfuðdegi eða heldur
þessu veðri áfram. — Bændur
verða með hverjum degi von-
daufari um þurrk, því að óðum
færist nær haustnóttum og
reynslan er sú, að sjaldan skiptir
um til hins betra þá.
Þetta er íslenzka landsliðið, sem mætir Bandaríkjamönnunum
í kvöld.
NEYÐARÁSTAND
AÐ SKAPAST
Ef veðurfarið breytir ekk!
um til batnaðar alveg nú á
yfir nokkurt byggðarlag, yfir-
mesta neyðarástand, sem hægt
cr að hugsa sér að geti komið
yfir nokkuð byggðarlag, yfir-
vofandi fóðurskortur fyrir
stóran hluta af búpeningi
manna.
Þá er víst, að stórfækka
verður búpeningnum í haust.
Það ber því brýna nauðsyn
til, sagði Ólafur Bjarnason að
félagasamtök bænda, Biinað-
arfélögin og Stéttarsamband-
ið taki þetta mál örugglega til
athugunar sem allra fyrst og
athugi ástandið skipulags-
bundið, svo og þá möguleika
sem fyrir hendi eru til úrbóta.