Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. ágúst 1955 MORGVNBILABim ¦ 1 'r Oskar Gíslason - minMÍnff I HEIÐARDALNUM ólst upp átti Óskar til huggunarorð og ungur sveinn allra manna og sálarstyrk til að miðla öðrum. dýra hugljúfi, snemma svo vin- Hefi ég staðið við dánartaeð sæll að engan af mínum sam- margra en sjaldan mætt slíkri ró ferðamönnum hitti ég slíkan Óskar var óskabarn sinna for- eldra, Gísla Björnssonar og Þóru Guðmundsdóttur og okkur félög- unum fyrirmynd. Frá öndverðu var það svo að allir vildu hafa hans ráð og líkjast honum í sem flestu. Ég minnist bjartra æsku- daga í heiðarbrúnum, smala- mennsku, -hjásetu, veiðiferða og sleðaferða á heiðríkum vetrar- kvöldum. Líka erfiðra vetrar- ferða og dimmra sorgardaga. í blíðu og stríðu réði hann ávallt ferðinni, hógvær og æðrulaus, einnig í hópi ungmenna var hann hinn hóværi og öruggi leiðtogi, söngvinn og ágætur stjórnari. Þá var Ungmennafélagshreyfingin borin uppi af eldmóði vaknandi aldar, og hæfileikar hans nutu sín einkar vel í þeim félagsskap. Hann starfaði með lífi og sál að þeim háleitu málum sem voru á dagskrá með hógværð sinni og drengskap kom hann meiru til leiðar en margur annar sem hærra talaði. Auk stjórnarstarfa æfði hann söngflokk, var í út- gáfunefnd sveitablaðs og æfði íþróttir. Það er bjart yfir minn- ingum æskuáranna, fjöldi ung- menna á báðum Miðdalsheimil- unum (sem raunverulega voru sem eitt heimili), samhent í starfi og að leikjum, hópferðir á úrvals hestum og skautamót á vötnum milli bæja Suðursveitarinnar, Miðdals, Grafarholts, Korpúlfs- staða og Úlfarsfells. Oft hefi ég hugsað til þess hvað sveitarbúskapur var Óskari eig- inlegur, og var það svo ávallt eftir að hann fluttist til höfuð- borgarinnar að sá þátturinn var ríkur í huga hans og búskapur hans á Tungu, dýraverndarstöð- inni, er einstæður í sinni röð því fáa veit ég hafa sýnt betri árang- ur af rekstri Iítils kúabús eða gengið betur um en þar var gert. Eiginkona hans, Sigríður Einars- dóttir, var honum samhent í taú- skapnum, sem öðru, og á síðari árum skópu þau hjónin sér og dóttur sinni Þóru Guðrúnu sum- arheimili í Gjábakkahrauni. Er það einkennandi fyrir tryggð Óskars og átthagaást að hann gaf öllum hæðum og leitum þar eystra nöfn úr Miðdalslandi. Ekkí mun ég hér rekja ætt hins látna vinar og frænda, eða þá segja frá starfsferli hans, en það skal ei gleymast sem gjört er vel. Starfsbræður og samferðamenn Óskars munu allir eitt mæla að skylduræknari og traustari félaga er erfitt að finna. Eigi man ég til að hafa heyrt eitt styggðarorð af hans munni og aldrei hallmælti hann mönnum né dýrum. Hið milda bros vék aldrei af vörum hans og þá sízt er mest á reyndi, hann átti á bak að sjá öllum sýstkinum sínum, Guðbirni, sem fórst af slysförum í Þingvalla- vatni, Árna og Guðrúnu sém taæði létust eftir þungbæra veikinda- baráttu. Foreldrarnir létusfc' í hárri elli, og fjöldi æskuvina hvarf af sjónarsviðinu, en ávallt og trúarstyrk sem hjá honum. Átti þar við spakmæli Björnsons „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir". Eitt það síðasta sem ég heyrði hann segja var: „Ég get dáið rólegur" — má segja að slíkt mælir sá einn sem kann að deyja. Stofnanir þær og félög sem Óskar vann fyrir munu vera það ljóst að verka hans mun ávallt sjást nokkur merki. Eimskipafé- lags íslands, Málningarverksmiðj an „Harpa", Karlakór Reykjavík- ur og Dýraverndunarfélagið munu samþykkja þetta. Þó hafa^ hans nánustu mestan harm að bera, og allir eiga bágt með að sætta sig við að hann skuli burt kallaður á aldri hins mesta þroska. Hann var fæddur 189ÍÍ hinn 19. febrúar svo starfsdag- arnir eru orðnir æði margir hjá hinum skyldurækna manni. Hitt veit ég jafnvel að ávallt var hann að bæta við sig störfum, óþreyt- andi starfsorkan krafðist þess. Alltaf var tími til að leysa vanda hvers manns og hughreysta þá sem í hrakningum voru. Slíkra manna er gott að minnast. Ljós hinna björtu endurminninga munu tendrast í hugum vorum er við minnumst þín, við viljum ávallt hafa í huga hógværð þína og hin fögru skilnaðarorð er þú mæltir við okkur er þú æðrulaus kvaddir. Megi þau minna okkur á hvaðf skuld við eigum að gjalda lífim og tilverunni og skyldurnar vií þá sem bera þungar byrðar. Frændi og vinur, ég kveð þi; í nafni fjallanna okkar, dalanni og heiðarvatnanna, heimilisins i Fjölnisvegi og sumarhússins ! Gjábakkahrauni, allra vina oj ættingja og að lokum þeirri kveðju sem dýrmætust er: Kveðju ástkærrar eiginkonu og einkadótturinni Rúnu. Guðmundur Einarsson frá Miðdal. ÓSKA.R Gíslason var einn af stofnendum Lakk- & málningar- verksmiðjunnar Hörpu h.f. fyrir nærfellt 20 árum og hefur frá fyrstu átt veigamikinn þátt í vexti og viðgangi þess fyrirtækis enda lengi í stjórn þess. Hann var sérlega tillögu- og úrræðagóður og því ómetanleg stoð og stytta okkar félaganna, sem að fyrir- tækinu stóðu. Það voru því mörg sporin, sem við áttum til hans þegar vanda bar að höndum, enda í honum ávallt að finna hinn prúða, trausta og ráðholla dreng. Ég tel því það mér mikið lán að hafa kynnst Óskari Gíslasyni og átt hann fyrir vin, enda þótt kynni okkar hafi aðeins staðið um 10 ára skeið. Óskar Gíslason var eitt hið mesta prúðmenni og snyrtimenni, sem ég hefi þekkt, og orðvarari maður fyrirfannst ekki. Það er því stórt skarð höggvið í vina- hópinn þar sem hann- er fallinn frá. Ég bið góðan Guð að styrkja hans ástkæru konu og dóttur, sem önnuðust hann í löngum og erfið- um veikindum, en þær mæðgur voru honum allt. Við félagarnir kveðjum nú hinn góða dreng með söknuði og þakklæti er hann nú gengur á Guðs síns fund. Minning hans lifir. Oddur Helgason. Ákuítiesinesar unnu Ba Ikjamenn meff 3:2 BANDARÍKIN gegn Akranesi — það lætur einkennilega í eyrum. En á milli þessara aðilja var annar leikur heimsóknor banda- rísku knattspyrnumannanna, sem fór fram á sunnudaginn. Leikur- inn var f jörugur og skemmtileg- ur, eins og landsleikurinn — en þó jafnari, en sigur Akurnesinga var þó fullkomlega réttmætur. MORKIN Séx þúsund og fimm hundruð manns komu til að sjá þennan leik og er slíkt fádæma aðsókn á sunnudagseftirmiðdegi í ágúst- mánuði. Og ekki urðu menn SÍÖARI HÁLFLEIKUR í upphafi fyrri hálfleiks náðu Bandaríkjamenn góðum tökum á leiknum. Þeir fundu veiku hlekki Akranesliðsins í bakvörðunum og léku nú upp kantana á víxl og komust nálægt marki — en herzlumuninn vantaði. Komu þeir þá oft vörninni vel til hjálp- ar Sveinn Teitsson og Guðjón Finnbogason. Samt urðu Akurnesingar íyrri til að skora. Leikið var upp miðj- una gefið til Þórðar Jónssonar til vinstri og hann skallaði að marki — knötturinn kom við markvörð og hrökk í netið. Um miðbik hálfleiksins náðu "k^aSanum. Akurnesingar aftur hreinum yfir- Þetta er annað mark Akurnesinga. Þórður Jönsson (lengst tíl hægri) skallaði, knötturinn lenti í markvörð og rann hægt inn í markið. Vinstri bakvörður bandaríska liðsins reyndi að bjarga á Iinunni, en tókst ekki. sem á stundum var sízt minni en í landsleiknum — en það var sem fyrr, að þó tækifærin til marka sköpuðust (einkum hjá Akurnesingum) þá ónýttust þau — oft herfilega klaufalega. í fyrri hálfleik brutust Akur- nesingar 12 sinnum í gegn um vörn Bandaríkjamanna. Oft urðu úr þessum upphlaupum góð tækifæri til markskota — en sum ónýttust vegna hraða, önnur hafði markvörður Bandaríkja- manna fullt vald yfir, einkum vegna frábærra staðsetninga í markinu. * En ellefta upphlaupið tókst að nýta. Þórður Þórðarson hljóp upp vinstri kant, gaf mjög vel fyrir og Rikharður kom aðvíf- andi og skoraði. Þrívegis í þessum hálfleik voru Bandaríkjamenn í hættulegum tækifærum við Akranesmarkið. Eítt skiptið bjargaði Hilmar með góðu úthlaupi, annað skot fór yfir og hið þriðja rétt framhjá, eftir að Murphy miðframherji var kominn einn innfyrir. Auk þess fengu Bandaríkja- menn þrjár hornspyrnur á Akranes og úr einni þeirra bjarg- aði Sveinn Ben. nálægt marklínu. En hálfleiknum lauk með sigri Skagamanna 1:0. — Ljósm. Mbl.: Ol. K. M. tökum í leiknum. Þeir byggðu upp hvert upphlaupið af öðru, oft af miklum glæsibrag, komuzt oft framhjá vörninni — en þá bjargaði markvörðurinn alltaf vel, — m. a. skot út í bláhorni frá Ríkharði. Það leit út fyrir að Bandaríkjamenn væru að bugast vegna leikhraðans. En þá korn þeirra traustamark. Upphlaupið var saklaust og h. framvörður skaut frekar laust að marki. Enginn hreyfði sig, og markmaður sá ekkert fyritr mannþrönginni við markið — og knötturinn fór óhindraður f mark. Þetta mark hleypti nýjum þrótti í bandaríska liðið. Akranesliðið hóf leik eftitr markið. Þórður gaf til Ríkharðsv Ríkharður til Halldórs á kanfr- inum, sem sendi aftur til Rík- harðs og frá honum kom þrumu- skot, sem hafnaði í netinu, 3:1. Menn bjuggust við að þetta yrðu úrslit leiksins því aðeins 7 mín. voru eftir. En það fór & annan veg. Bandaríkjamenn léki* sama bragð og Akurnesingar. Þeir hófu leik og léku hratt a» Akranesmarkinu -^ og í því bafa sM knötturinn. Þrjú mörk á lMi mínútu. Eftir þetta jafnaðist leikurina. enn — en fleira gerðist ekkj markvert. LIBIN Bandaríska liðið var í upp- hafi leiksins eins skipað og f landsleiknurn, en meðan á leikn- um stóð voru gerðar á því þrjár breytingar. M. a. fór Murphy miíl herji útaf í hálfleik en fram að þeim tíma virtist hann ekki leika af sama krafti og í lands- leiknum. Útherjarnir voru nú. beztu menn framlínunnar og þeir einu sem tækifæri sköpuðu. Miðjutríóið var í molum. Fram- varðalína var sterkasta hlið liðs- ins og án þeirra hefði illa farið. Markvörðurinn var öruggur f markinu — ekki fljótur, en allt- af hárrétt staðsettur og vel með í leiknum. Það fer að verða áberandi galll á Akranesframlínunni hve henni gengur illa að skora. Hún skapar tækifæri — opin og góð en þegap það er búið, virðist krafturinn búinn. T. d. dansaði knötturinn á marklínunni í þessum leik við fætur Ríkharðs og Þórðar Jóna- sonar — en ekki varð mark úr. Halldór var nú mjög mistækttr — sendi ákaflega illa frá sér oft, þó hann fengi hin beztu tæki- færi, því það er annar galli fram- línunnar, hve lítt hún hugsar um vinstri vænginn, en leikur alltaf til hægri. Sveinn Teitsson átti mjög góðan leik — og -Hilmar f markinu lofar góðu, þó enn s6 hann óþroskaður í stöðunni. —A, St. .¦•¦¦• .....WMimis í Stúlka óskast til eldhússtarfá, Uppl. á staðnurn, I n ¦ ¦: ¦' IVIatstofa Aiisttirbæjar ¦MilMMUWMllÍiM.W<>;t»»»Ml>Mt:MlM»M«lM«.»WW Kaiser bifreið model 1952, með stöðvarplássi, til sölu. Bifreiðin er ný yfirfarin og greiðsluskilmálar eftir : samkomulagi. — Bíllinn er til sýnis eftir hádegi í dag hjá bifreiðasölunni, Njálsgötu 40. Sírri 5852. *¦«¦¦¦¦*¦¦ ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦^¦'¦.^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦iBiríEisBsaansini Stúlkur vön vélritun og með bókhaldsþekkingu, getur fengið góða skrifstofuatvinnu nú þegar. — Umsóknir er til- greina menntun, aldur og fyrri störf, sendist afgr. blaðs- ins fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Atvinna — 669". ¦Mimm H U M B E R 6 manna í góðu lagi til sýnis og sölu við Blöndu- : hlíð 2, eftir kl. 7 í kvöld. Upplýsingar í síma 7644. ltmmXimmni»********"*mmmmmmmmmmmmmnu-ftfr*m_9aa*.mmpwmwwm»m*nu-*f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.