Morgunblaðið - 01.09.1955, Page 14

Morgunblaðið - 01.09.1955, Page 14
14 MORGUNBLABIB Fimmtudagur 1. sept. 1955 Framhaldssagan 16 „Eg get ekki séð, að framtíð- aráætlanir hennar komi okkur neitt við“. „Það kann að vera rétt hjá þér, en ég álít, að við séum skyld ug til að breyta við hana eins og mannlega veru. Við getum ekki fleygt í hana fáeinum krónum og rekið hana svo út á götuna“. í,Segirðu að við getum það ekki?“ „Já og við megum það ekki heldur". „Gott og vel, ef það er skoðun þín, þá er bezt að hún verði hér út mánuðinn og það þýðir það, að við verðum að þola ná- vist hennar í hálfan mánuð enn- þá. En þú skalt ekki setlast til þess af mér, að ég Iáti Gerald í hendurnar á henni eftirieiðis. Þú getur gætt hagsmuna stúlk- unnar, en ég kann betur við að gæta sjálf barnsins míns .. “. Davíð hristi höfuðið viðutan og gekk til dyra. Auðvitað var það alveg rétt, að mikið væri um söguburð og hverskyns þvaður í hinum litla dómkirkjubæ og Jessica, sem hafði meiri mögu- leika en hann, til að kynnast því, hafði sennilega réttara fyrir sér í þessu. Auk þess gerði þetta Leni ekki svo mikið til, ef henni tækist þá að fá annað starf eins gott eða betra. Ef hún yrði ekki fær til leik- starfa, þá ætlaði hann að gefa lienni meðmæli og hver vissi nema að hún gæti þá, vegna kunnáttu sinnar í þýzku, fengið starf við kennslu eða einhverja skrifstofu. Og enda þótt bæði hann og Gerald myndu sakna hcnnar, þá myndi þó brottför hennar aðeins gera allt eins og það áður var, jafnvel fyrir drenginn. Hann settist niður, reykti um stund og reyndi árangurslaust að gleyma þessu dapurlega umhugs- unarefni, þar til loks, löngu eftir miðnætti, að hinar þreyttu hugs- anir hans sefuðust. Næsta morgun, þegar hann sá Leni, um það leyti sem hann var að leggja af stað í sínar daglegu sjúkravitjanir, þá lét hann eins og ekkert sérstakt hefði komið fyrir. Hann fann að einhver sérstak- ur skyldleiki var með þeim, fann það nú betur en nokkru sinni áður. Þegar hann kom aftur heim um nónbil, sagði Leni honum, að Jessica hefði tekið Ger'ald með sér eitthvað í burtu. en dreng- urinn hefði verið óánægður og grátandi. „Fór hann að gráta, þegar hann kvaddi yður?“ „Hann fékk ekki að kveðja mig“. „Vitið þér nokkuð hvert Jessica fór með hann?“ „Til hr. Simpsons." „Nú já. Það er bróðir konunn- ar minnar. Hann er aðstoðar- prestur við St. Peters kirkjuna. Allra bezti náungi — hann hefur gætt Geralds áður.“ „Haldið þér að hann verði hamingjusamur?" „Gerald? Ég veit það ekki.“ Hann hallaði sér upp að skrif- borðinu og barði með fingrun- um á plötuna: „Mér bykir leitt að þetta skyldi enda svona. En hvað get ég eiginlega gert? Ég er ekki einn af þeim, sem hafa gaman af að stofna tll illínda. Stundum — stundum óska ég samt þess að ég væri það.“ „Hafið engar áhyggjur út af þessu,“ svaraði hún. „Er Jessica komin heim aft- ur?“ spurði hann. j „Nei, ekki ennþá. Hún sagðist ekki koma heim fyrr en um há- 1 degi.“ „Þá ætla ég ekki að bo^ða neinn hádegisverð, aðeins kaffibolla og eina brauðsneið. Viljið þér biðja Súsönnu að færa mér það hing- að.“ ^ „Ég er búin að tala um það . við hana. Ég vissi að þér hafið I það alltaf þannig, þegar frú Newcomes er ekki heima.“ j „Svo verðið þér að reyna að fá einhvern mat handa sjálfri yður, hjá Súsönnu." „Ég er ekki svöng heldur.“ Nú kom Súsanna inn í stof- una með kaffi og smurt brauð á bakka. j „Þér verðið að drekka með mér kaffið,“ sagði Davíð brosandi og hugsaði sem svo, að I eni gæti alveg eins borðað og drukkið í j lækningastofunni, en bætti svo við: „Ég var annars að tala við Jessicu í gærkvöldi og mér þyk- ir það mjög leitt að ..“ „Þér eigið við það, að ég verði að fara?“ „Ekki fyrr en eft:r hálfan mánuð“. i „En núna, þegar Gerald er far- inn .. “. „Það skiptir engu máli. Ég gat fengið Jessicu til að fallast á það, að þér yrðuð hér út þennan mánuð.“ Stúlkan þagði og Divíð hélt áfram: „Og þennan tnna getum við notað, til þess að leita eftir einhverju öðru starfi handa yð- ur.“ | Hún kinkaði kolli. ' „Og ef sú leit ber engan árang- ur, þá mun ég greiða fyrir yður fargjaldið heim til Þýzkalands.“ Einhver breyting í svip henn- ar minntu hann á áður töluð orð og hann flýtti sér að segja: „Ó, ég var alveg búinn að gleyma því. Þér sögðuð mér einu sinni, að þér vilduð ekki fara aftur heim til Þýzkalands, eða var ekki svo?“ * „Eg get ekki farið þangað aft- ur,“ sagði hún og bætti svo við eftir stundar þögn: „Vegna þess að ég strauk í burtu“. „Að heiman?“ „Nei, úr skóla. Það var mjög strangt þar og ég gat ekki þolað það til lengdar." Davíð þagði og beið eft.ir fram- haldi sögunnar. „Rússnesku landamærin voru þarna mjög nálægt, svo að ég strauk eina nótt og hélt til St. Pétursborgar, til dansskóla þar. En lögreglan komst á slóð mína þar, svo að ég varð einnig að flýja þaðan. Loks faldi ég mig úti í skipi og komst bannig til London. Á þessu sjáið þér, að ég verð að halda kyrru fyrir í London. Ég get ekki farið aftur til Þýzka- lands. Þeir myndu undir eins taka mig fasta fyrir fölsun." „Fölsun? Hvað eigið þér við með þvi?“ „Vegna vegabréfsins. Maður verður að hafa vegabréf til þess af' komast til Rússlands. Ég breytti því öllu á skírteininu — aldrinum og nafninu. — Ég skrif- aði bara allt annað nafn.“ Hann fór að brosa. „En það var ekki gert í oinum glæpsam- legum tilgangi. Ég býst ekki við að yfirvöldin myndu dæma þig mjög hart fyrir það. Þpu myndu áreiðanlega ekki setja þig í fang- elsi.“ „Nei, kannske ekki í fangelsi, en þau myndu áreiðanlcga senda mig í skólann aftur.“ Hann hló: „Nei, þau gætu það nú ekki. Þér eruð orðaar nógu gamlar til að ráða yíir yður sjálf.“ „Nei, það er nú einmitt það sem ég ekki er, vegna þess að á vega- bréfinu lézt ég vera tuttugu og fimm ára.“ „Og eruð þér það ekki?“ „Nei, ég er ekki nema nítján ára.“ „Davíð horfði á har.a. Hann hafði yfirleitt ekkert um aldur hennar hugsað, en nú varð hann samt alveg hissa. Nítján ára. En auðvitað breytti það í engu fram- komu hans í hennar garð. Hann 1 BILLY IMORTOIM | 3 „Þú!“ svaraði maðurinn og varð augsýnilega fyrir miklum vonbrigðum. I „Ég get þó sagt þér,“ sagði Billy og roðnaði mjög. „Þótt ég sé ungur, er ég með beztu verkmönnum í Lundúnum. Að minnsta kosti segir faðir minn það.“ „Heldurðu þá, að þú getir smíðað lykil fyrir mig eftir vaxmóti?“ . „Já, það get ég,“ svaraði Billy. j „Jæja, við skulum sjá,“ sagði maðurinn og fór niður í vasa sinn. „Ég þarf nefnilega að fá lykil að útidyrunum hjá mér, og hann áttu að smíða eftir þessu vaxmóti. Hvað kostar lykillinn?“ Billy athugaði gaumgæfilega mótið og sagði síðan: „Þrjár krónur.“ „Ef þú smíðar lykilinn fyrir mig, skaltu fá helmingi meira.“ , Þegar Billy hafði smíðað lykilinn reif hann eitt blað úr minnisbók föður síns og pakkaði honum inn í það. I 1 Ókunni maðurinn tók við lvklinum og borgaði Billy síðan 6 krónur, eins og hann hafði lofað. Hann kvaddi síðan og hélt á brott. Þremur dögum seinna sat Norton gamli í smiðju sinni og las í dagblaði. Billy var að gera við gamlan lás, sem hann átti að Ijúka við þann sama dag. j Allt í einu heyrði gamli smiðurinn mikinn umgang fyrir utan smiðjuna. j - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - Höfum flutt Veiðarfæraverzlunina Teppa og Dreg&a- deildina á Vesturgötu 1 CEYSMR h.S. Unglinga vantar til að bera Morgunblaöið til kaupenda í eftirfarandi hverfi: Sörlaskjól Vesturgötu I, IHorgttnHaMð Sími 1600 Útsuln — Útsala Mikil verðlækkun Gluffffinn Laugavegi 30 Píccolo stytfir uppþvottatímann um helming Reynið að þvo upp með I’XCCOLO — nýja, ódýra þvottaleginum — þá styttið þér upp- þvottatímann um helniing. Ef með þarf, er borðbúnaðurinn fyrst skolaður undir vatns- krananum, svo er hann settur í heitt PICCO- LO-vatn, — sem leysir upp fituna á svip- stundu — burstaður, tekinn upp og látið renna af honum andartak. Þá er hann orðinn spegilgljáandi og þarf ekki að þurrka af honum nema á stöku stað. Allir hafa efni d að nota Piccol — nýja, ÓDÝRA þvottalöginn. Heildsöiubirgðir: /. BRYNJÓLFSSON & KVARAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.