Morgunblaðið - 10.09.1955, Side 7
| Laugardagur 10. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ B 11
u. — —--——-— -»
ífirlitsmynd af allsherjarfundi kjarnorkuráðstefnunnar í Genf. Hana sóttu 1400 fulltrúar, 3000 áheyrnarfulltruar og yfir 900 fréttamenn. Er þetta ein stærsta og þýð«
ingarmesta alþjóða-ráðstefna, sem nokkru sinni hefur verið haldin.
Kjarnorkuráðstefnan í Genf Eftir IHagnús Magnússon
Mannkyninu var lífsnanðsyn að finna nýjan orkugjafa
Til að ve/ta öllum þfóðum söimt Isfss kilyrði og tíðkasf
á Vesturlöndum þarf mesri en venjulegar orkulindir gefa
Dr. Homi Bhabha forseti ráðstefnunnar. Aðalritarar ráðstefnunnar voru próf. Vavilov frá
Rússlandi og próf. G. Whitemann frá Banda-
ríkjunum.
prófessor við tsekniháskólann íágúst í Þjóðabandalagshöllinni,
EINS og kunnugt er, var hald-
in 8.—20. ágúst í Genf ráð-
Btefna á vegum Sameinuðu þjóð-
anna um friðsamlega notkun
kjarnorkunnar. Tildrög þessarar
ráðstefnu voru þau, að 8. desem-
ber 1953 hélt Eisenhower Banda-
ríkjaforseti ræðu á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, þar
sem hann lagði til, að þau ríki,
sem fengjust við kjarnorkurann-
sóknir, færu að gefa af birgðum
sínum af úraníum og öðrum slík-
um efnum til alþjóðastofnunar,
sem sett væri á stofn á vegum
Sameinuðu þjóðanna, Starf þess-
arar stofnunar yrði að fmna leið-
ir til að þessi efni yrðu notuð tii
friðsamlegra þarfa mannkynsins.
4. desember 1954 samþykktj alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
samhljóða ályktun um alþjóða-
samvinnu um friðsamlega notk-
un kjarnorku. í ályktuninni var
getið um frumkvæði Eisenhowers
Bandaríkjaforseta og sú von lát-
in í ljós, að alþjóða kjarnorku-
stofnun í tengslum við Samein-
uðu þjóðirnar, yrði komið upp
hið fyrsta til að greiða fyrir notk-
Un kjarnorku í friðsamlegum til-
gangi um allan heim og efla al-
þjóðasamvinnu um rannsóknir og
hagnýtingu kjarnorku í þágu
mannkynsins.
Meðan mál þetta var fyrir
allsherjarþinginu, tilkynntu
Bandaríkin 15. nóvember 1954,
að þau vildu gefa 100 kg. af
kjarnakleyfu efni til að nota
í tilrauna-kjarnorkuofna, sem
hyggja ætti í ýmsum löndura.
Næsta dag bauð Bretland 20
kg. í sama tilgangi. Seinna
bættu Bandaríkin 100 kg. við.
RÁÐSTEFNAN UNDIRBÚIN
Allsherjarþingið ákvað einnig,
að haldin yrði alþjóða tæknileg
ráðstefna í Genf ekki seinna en
í ágúst 1955 á vegum Sameinuðu
þjóðanna, til að kanna leiðir til
eflingar friðsamlegra nota kjarn-
orku sem aflgjafa og ræða önnur
svið, svo sem líffræði, læknis-
fræði, varnir gegn geislun og
grundvallarvísindi, þar sem al-
þjóðasamvinna gæti komið að
mestum notum. Öllum 60 með-
limaríkjum Sameinuðu þjóðanna
og þeim 24 ríkjum, sem eru með-
limir í sérstökum stofnunum
tengdum Sameinuðu þjóðunum,
en ekki í þeim sjálfum, var boð-
in þátttaka.
Ráðgefandi nefnd um þessa
ráðstefnu, sem í áttu sæti full-
trúar frá Brasilíu, Kanada, Frakk
landi, Indlandi, Sovétríkjunum,
Bretlandi og Bandaríkjunum kom
saman í janúar 1955. Ákvað hún,
hvað tekið skyldi fyrir á ráðstefn
unni og hvernig henni skyldi
hagað. Ritari Sameinuðu þjóð-
anna, Dag Hammarskjöld, skip-
aði svo, í samráði við nefndina,
prófessor Homi Bhabha, heims-
frægan eðlisfræðing, forstöðu-
mann Tata rannsóknarstöðvarinn
ar í Bombay og forseta indversku
kjarnorkunefndarinnar, forseta
ráðstefnunnar. Varaforsetar voru
svo útnefndir: B. de Mattos, for-
seti kjarnorkunefndar Brasilíu,
W. B. Lewis forstöðumaður kjarn
orkurannsóknarstöðvar Kanada,
F. Perrin, yfirmaður kjarnorku-
rannsókna Frakka, D. V. Skobelt-
zyn, yfirmaður eðlisfræðideildar
Moskvuháskóla, Sir John Cock-
croft, yfirmaður kjarnorkurann-
sóknarstöðvar Breta i Harwell,
I. Rabi, prófessor í eðlisfræði við
Columbia háskólann í Bandaríkj-
unum. Aðalritari ráðstefnunnar
var útnefndur W. G. Whitman, •
Massachusetts (M.I.T.) í Banda-
ríkjunum. Annar aðalritari var
svo prófessor Vavilov frá vísinda-
félaginu í Moskvu. Frá upphafi
var því alþjóðlegur visindablær
á ráðstefnunni.
STÆRSTA RÁÐSTEFNA
Á VEGUM S.Þ.
Ráðstefnan hófst svo í Genf 8.
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
tekið við og gert að aðsetri sínu
í Evrópu. Geysimikið undirbún-
ingsverk hafði verið unnið. Lagð-
ar höfðu verið fram 1067 vísinda-
legar og tæknilegar skýrslur og
ritgerðir, samtals um 16,000 vél-
ritaðar síður. Allt þetta þurfti
að flokka niður og prenta. Þetta
var stærsta ráðstefna, sem Sam-
einuðu þjóðirnar höfðu staðið
fy: :r og stærsta vísindaráðstefna,
sem nokkru sinni hefur verið
haldin. 73 þjóðir tóku þátt i
henni, þar á meðal allar þjóðir,
sem eru meðlimir Sameinuðu
þjóðanna, og auk þeirra td.
Albania, Vestur-Þýzkaland, Ung-
verjaland, Spánn, San Marino og
Vatikanið. Fulltrúar voru um
1400 og yfir 3000 áheyrnarfull-
trúar, margir sendir af iðnaðar-
fyrirtækjum. Yfir 900 fréttarit-
arar fvlgdust með störfum ráð-
stefnunnar.
Fundir vorú haldnir tvisvar á
dag, þrjá tíma í hvort skiptL
Ómögulegt var að flytja allar rit-
gerðirnar og voru útdrættir úr
450 fluttir. Hverjum manni var
skammtaður ákveðinn tími til
flutnings erindis síns. Fyrstu þrjá
dagana voru allsherjar fundir,
þar sem rædd voru almenn atriði
í sambandi við notkun kjarnorku
og flutt yfirlitserindi. Þar var
rætt um orkuþörf heimsins næstu
50 ár og orkuþarfir einstakra
landa, um reynslu við kjarnorku-
ver og kostnað við byggingu
þeirra, ennfremur um hagfræði-
leg og lögfræðileg atriði. Síðan
var rætt um hlutverk kjarnork-
unnar næstu 50 árin, öryggis- og
heilsuverndarmál og notkun
geislavirkra ísótópa í læknis-
fræði, líffræði, landbúnaði, iðn-
aði og tækni, og loks um það,
hvernig bezt er að ganga frá
geislavirkum úrgangsefnum
kjarnorkuvera. Á fjórða degi
skiptist ráðstefnan í þrjár deildir.
HINAR ÞRJÁR DEILDIR
Fyrsta deildin fjallaði um
eðlisfræðileg atriði. Þar voru
flutt erindi um kjarnaeðlis-
fræði og kjarnaklofnun, kjarn-
orkuofna til rannsókna og sem
aílgjafa, mælingar og útreikn-
ínga á ýmsum stærðum, sem
þýðingu hafa í þessum málum.
Önnur deildin tók fyrir
efnaf ræðileg, málmfræðileg og
tæknileg atriði. Þar var rætt
um birgðir af úraníum og
þóríum í heiminum, aðferðir
við ieit og vinnslu þessara
efna, sem eru undirstaða fyrir
framleiðslu kjarnorku. Enn-
fremur voru flutt erindi um
meðhöndlun geislavirkra efna,
áhrif geislunar á ýmis efni,
framleiðslu sérstakra efna,
sem þýðingarmikil eru í sam-
bandi við kjarnorku, svo sem
þungs vatns, og mörg önnur
atriði sem mikilvæg eru við
starfsemi kjarnorkuvera.
Þriðja deildin fjallaði um
líffræði, læknisfræði og geisla-
virka ísótópa. Þar var rætt
um notkun geislavirkra
ísótópa til lækninga, sjúk-
dómagreininga og rannsókna
á sjúkdómiun, áhrif geislunar
á lifandi verur, m. a. erfða-
fræðiieg áhrif. Erindi voru
flutt um notkun geislavirkra
ísótópa í landbúnaði, líffæra-
fræði, lífefnafræði og vísinda
rannsóknum yfirleitt, enn-
Framh. á bla. 11
1860 1866 1870 1876 » 880 1886 1890 1886 1900 1906 1910 1915 1920 1925 1930 1935 1990 |9« 1950 . 1955
Línurit þetta sýnir hina sívaxandi orkuframleiðslu heimsins. Árið 1860 var orkuframleiðslan 1,1 þús.
milljón megawattstundir, en 1953 var hún orðin 23,4 þúsund milljón megawatt-stundir.
Athugið vel, að i byrjun þessa tímabils, var nær öll orkan fengin úr kolum (skástrikað). Nú
verður kolanotkun hlutfallsiega minni með hverju ári. Við hefur bætzt vatnsorka, sem enn er þó
aðeins lítill þáttur og framleiðsla jarðgass og oiíu.