Morgunblaðið - 10.09.1955, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 10. sept. 1955 ]
Læknirinn og ástin hans
EFTIR JAMES HILTON
Framhaldssagcm 24
á skýrslur og ræðuhöld. í fjóra
daga heyrði hann sífellt ertnis-
mas og gamanyrði embættis-
bræðra sinna. í fjóra daga borð-
aði hann mat sinn á veitingahús-
um.
Slíkir lifnaðarhættir sem þess-
ir, voru honum óeðlilegir og ekki
að skapi.
Strax fyrsta daginn vanst hon-
um tími til að heimsækja bóka-
safnið og dvaldi hann þar í fulla
klukkustund, við að leita í sund-
urlausum og ósamstæðum árbók-
um og almanökum.
Hann var einn þeirra manna,
sem leita ógjarnan ráða sér fróð-
ari manna og þar sem hann var
nú sjálfur embættislegur veitandi
slíkra ráða, þá var hann sjálfum
sér algerlega ósamkvæmur, hvað
þetta snerti.
Hann ásakaði móður, sem leit-
aði ráða hans of seint, til handa
veiku barni sínu, en hann spurði
ekki bókavörðinn ráða um það,
hvar og hvernig væri helzt að
finna upplýsingar viðvíkjandi
inngöngu og dvöl í tónlistarskól-
um.
Eftir mjög handahófslega ieit,
fann hann svo loks af einskærri
tilviljun, þær upplýsingar er
hann þarfnaðist.
Að þeim fengnum, settist hann
við eitt borðið í lesstofu bóka-
safnsins og skrifaði Leni eftirfar-
andi bréf:
„Kæra Leni. Ég hefi reynt að
afla mér allra fáanlegra upplýs-
inga, viðvíkjandi þessu málefni,
sem við minntumst á hérna um
daginn og eftir þeim að dæma, þá
virðist mér hugmynd okkar um
tónlistarnám yðar mjög vel fram
kvæmanleg.
Eins og ég sagði um daginn, þá
megið þér algerlega treysta því,
að ég muni hjálpa yður, eftir
megni, en ég bið yður þess
lengstra orða, að minnast ekki á
þetta við Jessicu, því hún myndi
e. t. v. fara að sletta sér fram í
það og við verðum að gæta þess,
að gera ekki sama glappaskotið
og síðast....“.
Þegar hér var komið, datt hon-
um allt f einu í hug, að e. t. v.
gæti svo illa farið, að Jessica
næði í bréfið og læsi það.
Eina ráðið, sem honum datt í
hug að gagna myndi í þeirri
hættu, var það, að umskrifa bréf-
ið og snúa því á líkingamál, sem
erfitt væri að skilja:
„Kæra Leni. Ég er búinn að
hugsa nokkru nánar um þetta
mál, sem við vorum að ræða í
fyrradag. Og held ég, að sú lausn
sem við hugsuðum okkur þá, sé
sú langsamlega bezta lausn, sem
er fyrir hendi. Að sjálfsögðu
mun ég veita yður alla þá hjálp,
sem mér er mögulegt að láta í
té. Allar nánari upplýsingar
vérða að bíða, þangað til ég kem
aftur heim.
Þér megið ekki minnast á
þetta með einu orði við J..og
við megum, með engu móti, gera
sama glappaskotið og við gerð-
um síðast.
Ég veit að þér skiljið alveg,
hvað ég meina og fjölyrði því
ekki meira um það, að sinni, en ;
bið yður aðeins um að eyðileggja
bréfið, jafnskjótt og þér hafið
lesið það svo að það komist ekki |
í hendur einhvers óviðkamandi
manns ....“.
Þegar hann var búinn að loka
bréfinu og koma því á póstir.n,
fann hann til einskonar barns-
legrar gleði yfir því, að hafa beitt
þvílíku kænskubragði og hann
vonaðist hálft í hvoru eftir því,
að Jessica kæmist yfir bréfið. Það
væri raunverulega ekki meira, en
hún ætti skilið.
I Leni eyðilagði ekki bréfið, eins
og hann hafði svo stranglega
boðið henni að gera.
Þetta var fyrsta bréfið, sem
hún hafði fengið frá honum og
þetta var í fyrsta skiptið sem hún
sá orðin: „Kæra Leni“, skrifuð
með hans hendi og hún ákvað að
geyma bréfið og eiga það sem
minjagrip.
' Að kvöldi hins þriðja dags,
kom Davíð aftur til Calderbury
og gekk heim til sín, frá brautar-
stöðinni.
| Það hafði verið mikil rigning
um daginn, en nú var létt til og
gufuslæðingur steig upp af blaut-
um gangstéttunum í hlýju skini
kvöldsólarinnar.
i Þegar hann gekk fram hjá dóm
kirkjunni, fór hann allt í einu og
alveg ósjálfrátt að hug'sa um
Leni. Nú myndi hún taka á móti
honum, þegar hann kæmi heim,
en eftir morgundaginn yrði hún
aldrei framar á vegi hans i Shaw-
gate.
Honum var einhvernvegin ó-
mögulegt að hugsa sér framtiðina
án hennar og hinn dapurlegi veru
leiki hinnar líðandi stundar vakti
hjá honum endurminningar um
þær stundir, er þau höfðu verið
saman og ræðst við og hann gat
varla trúað því sjálfur, að þessum
samverustundum þeirra ætti nú
senn að verða lokið.
„Ég er farinn að unna þessari
stúlku", sagði hann við sjálfan
sig og bætti svo við í ásakandi
tón: „Hamingjan hjálpi mér. Nú
hef ég sóað fjórum dögum til
einskis með því að hanga á þess-
ari skrambans ráðstefnu og þeg
ar ég kem svo heim aftur, þá á
hún aðejns eftir einn sólarhring
af dvöl sinni í húsi mínu....“
Þegar hann kom heim, virtist
honum mjög dimmt innanhúss
vegna hins bjarta sólskins úti.
Súsanna átti frí hálfan daginn,
en Leni kom til móts við hann
og sagði, að Jessica væri einnig
að heiman: „Mynduð þér ekki j
vilja fá te, fyrst?“ spurði hún ■
svo, eftir örstutta málhvíld.
„Jú, Leni. Te er einmitt það, I
sem mig langar núna í, meira en :
nokkuð annað“, svaraði hann. (
„Viljið þér kannske að ég komi
með það inn í setustofuna?"
„Já, það væri alveg ágætt“.
„Já, þá skal ég gera það undir
eins. En mikið eruð þér annars
orðnir fölir í framan. Voru þetta
mjög miklir annadagar fyrir yð-
ur?“
„Nei, ekki er nú hægt að segja
það beinlínis. Þeir voru bara svo
afskaplega leiðinlegir og þreyt-
andi. En hvað hafið þér svo hafst
að, á meðan ég var að heiman?“
„Hafst að? Hvað merkir
það?“
„Hvað hafið þér verið að gera í
þessa fjóra daga, sem ég var í
Burrowsford? “
„Ég var að ganga frá dótinu
mínu og láta niður í töskurnar".
„Já, vitanlega“.
Og aftur blasti staðreyndin við
honum, sú staðreynd að Leni
væri á'förum. Hann hugsaði til
hennar með sársauka og kvíða, á
meðan hann sat inni í setustof-
unni og hlustaði á bollaglamrið,
sem barst til hans framan úr eld-
húsinu.
Skyndilega kom Leni aftur inn
í stofuna og hélt á fullum bakka
í höndunum.
„Hafið þér séð dagblöðin, síð-
astliðna þrjá daga?“ spurði hann
og hún kinkaði kolli.
„Utlitið er sannarlega ekki
bjart“, hélt hann áfram, „en ég
held nú samt, að það geri okkur,
hér í landi, ekkert".
„Geri ekkert?“
„Já, geri okkur ekkert illt, en *
það er nógu illt fyrir þá, sem í
því eru. Sennilega er það mikil
hamingja fyrir yður, að bér skyld
uð ekki vera heima í föðurlandi
yðar núna. En svo ég víki nú að
öðru. Fenguð þér ekki bréfið frá
mér með góðum skilum?“
MINKOE
3.
dró síðasta tóninn svo langt sem mögulegt var. Og allir
svöruðu einum rómi: „Wa“. Þetta endurtók sig tvisvar, en
síðan var sunginn annar söngur, og ræðararnir réru eftir
tónfallinu, sem einn maður væri. Svitinn streymdi um
herðar og bak og það skvettist frá árunum, þegar þær féllu
í vatnið.
Sólin var að gægjast upp yfir sjóndeildarhringinn. Trú-
boðinn sat í miðjum bátnum og reyndi að lesa, en athygli
hans var stöðugt dregin að hinu breytilega landslagi á
ströndinni, þar sem alltaf bar eitthvað nýtt fyrir auga. —
Hann fór að hugsa um það, hvað öll þessi börn og unglingar,
sem nýlega höfðu farið frá trúboðsstöðinni heim til sín,
myndu vera að gera? Mundu þau geta geymt í djúpi hjarta
síns það, sem þau höfðu numið? Og ætli þau komi aftur?
Og hvar skyldi Minkoe vera, sem fór með föður sínum í
gær? Þeir myndu koma til þorps þeirra annað kvöld, því
þeir fara alveg sömu leið.
Hugur trúboðans dvaldi hjá Minkoe. Já, hann var svo
vingjarnlegur, aðlaðandi og iðinn. En hversvegna skyldi
hann enn þá bera þennan töfragrip, pardusdýrstönnina?
Hversvegna fékk hann sér ekki vinnu hjá þeim? Vonandi
gerðist hann kristinn næsta ár, eins og margir af félögum
hans og jafnöldrum hafa þegar gert. Báturinn beygir nú inn
á annað fljót, sem pr mjórra og straum minna en hitt. Hinar
nálægu strendur þess, sem eru klæddar ungum villiskógi,
virðast þjóta fram hjá þreyttum augum trúboðans. Það er
bráðum kominn miðdagur og bátsverjar eru þegar farnir
að lítast um eftir skuggsælum stað í skóginum, en þeir verða
samt að róa nokkuð langt ennþá. Eftir litla stund fer bátur-
Snowcem er auðvelt
í notkun. — Litaúrval
fyrir hendi. — Verndið
hús yðar í skini og skúr
m e ð
SNOWCEM
H. BENEDIKTSSOIV & CO. H.F.
HAFNARHVOLL — SÍMI: 1228.
MBUR:
0. J0HNS0N & KAABER H.F.
TIL SÖLU
4ra herbergja íbúð
við Nökkvavog, ásamt bílskúr. — Nánari upplýsingar
gefut Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar,
Guði. Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, sími
2002 og 3202.