Morgunblaðið - 10.09.1955, Síða 16

Morgunblaðið - 10.09.1955, Síða 16
Veðurúfiii í dag: AUhvass N-NV. Skúrir. tfgnnMðMft 205. tbl. — Laugardagur 10. septembcr 1955 Aðferðir kommúnisfa Sjá grein á blaðsíðu 9. Unnið að byggingu 63 nýrra raðhúsa Samtal við Gísla Halldórsson, arkitekt MORGUNBLAÐIÐ hefur átt tal við Gísla Halldórsson, arkitekt um það, hvernig bygg- ing raðhúsanna miði áfram, og var frásögn hans á þessa leið: TAFIR OG ORSAKIR ÞEIRRA Það hafa spunnist ómaklegar ádeilur út af því, að bygging 45 raðhúsa við Bústaðaveg og Rétt- arholtsveg hafi tafist um of. Það er rétt, að tafir hafa orðið, en til þess hafa legið orsakir, sem byggjendum húsanna voru óvið- ráðanlegar. í fyrsta lagi má nefna verkfallið í vetur sem leið. í öðru lagi frost, sem töfðu og trufluðu, og í þriðja lagi hefur verið svo mikill skortur á mann- afla, að ekki hafa fengist svipað því nægilega margir menn til vinnu við húsin. Fyrstu 45 húsin eru að verða fokheld, og er byggingu þeirra hraðað eins og aðstæður frekast leyfa. (þróftaþing C3 IIÚS í BYGGINGU Gisli Halldórsson tók enn- fremur fram, að nú væri verið að vinna við 63 raðhús, sem (^j' bæjarráð samþykkti í júní s. 1. ingu raðhúsanna hraðað svo sem unnt er. Bæði Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa birt árásargreinar á meirihluta bæjarstjórnar vegna þess, hve byggingarnar gengju seint en ekki hafa þessi blöð viljað tilgreina neinar ástæð- ur fyrir töfunum. Verkfallið hefur t. d. aldrei verið nefnt á nafn, ekki heldur skortur á vinnuafli, sem öllum er þó ( kunnugt um. Ummæli G. H. hér að ofan taka af öll tví- mæli um það, hvemig bygg- ingu raðhúsanna miðar, og hverjar eru orsakir þeirra tafa, sem átt hafa sér stað. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ verður sett í dag kl. 2 síðdegis að Hlégarði í Mosfellssveit. Þingið mun standa laugardag og sunnudag. Tekinn verður fyrir á því fjöldi mála er snerta íþróttahreyfinguna i land- inu. Þingið sitja fulltrúar héraðs- sambandanna víðsvegar á land- inu. Hafa þeir verið að koma í bæinn að undanfömu. — Vegna þess að fundir eru haldnir að Hlégarði, sem er um 15 km út úr bænum, verður þingfulltrúum séð fyrir fari og verður lagt af stað frá skrifstofu ÍSÍ kl. 2 í dag. Harðasfa umferðbi 15. UMFERÐ skákmótsins í Gautaborg var tefld í gær og var hún sú harðasta fram til þessa. Aðeins einni af 10 skákum lauk. Var það Unzicker sem vann Sliwa, allt hitt voru biðskákir. leikfélag Reykjavíkur sýnir leikrif effir Agnar Þórðarson Sfarfsemi télagsins hefsf um næsfu mánaðamóf TJÓRN Leikfélags Reykjavikur átti viðtal við fréttamenn í gær, en félagið er nú í þann veginn að hefja starfsemi sína. að byggja skyldi. Verið er að Hefst starfsemin með því að teknar verða upp leiksýningar á leik- steypa grunn og kjallara, og'ritjnu „inn og út um gluggann“, í byrjun október, en eins og verður steypuvinnu haldið knnnugt er Var það leikrit sýnt í vor í Iðnó. áfram eftir því sem veður leyfir. Nú vinna 60—70 manns ISLENZKT LEIKRIT jLeikurinn er gamanleikur í fjór- að staðaldri við húsin með þeim vinnuvélum, sem tiltæk- ar eru. Þessi hús eiga að verða fok- held á næsta hausti. Fyrr getur það ekki orðið, því engir bygg- ingameistarar eða byggingarfélög vildu taka að sér að hafa þau íokheld fyrr. Byggingarfélagið Bær h. f. sér um smíði húsanna. Tilboð þeirra var næst lægst, en það var tekið fram yfir lægsta tilboðið vegna þess, að Bygginga- félagið Bær h. f. vildi skuldbinda sig til að gera húsið fokhelt fjór- um mánuðum fyrr en lægstbjóð- andi. í samningnum við félagið er svo ákveðið, að það greiða 500 kr. Þar næst, eða um miðjan októ- j um þáttum og leikstjóri Gunnar ber, tekur Leikfélagið til með-, Hansen, og mun hann einnig ferðar nýtt íslenzkt leikrit og er Agnar Þórðarson höfundur þess. Uppvaxundi kappor UM þessa helgi gista tveir knatt- spyrnuflokkar frá Akureyri Hafn- arfjörð. Eru það 2. og 4. fl., en í þeim síðartalda eru drengir 10— skuli j 13 ára. Þeir keppa við Hafnfirð- dagsektir fyrir j inga á íþróttavellinum í dag kl. hvern þann dag, sem bygging : 4,30 og á morgun kl. 2. dregst fram yfir það, sera samið I Vaknandi áhu ; er fyrir knatt. er um. Allt er gert sagði Gisli1 ; Hafnarfirðinum. Fram að lokum, til að hraða byggmgu ta þesga hafa þejr - firðinum l;tið husanna sem mest og er vonandi spreytt si á knattspyrnu> en átt að i vetur komi ekki neitt fynr, afbragðs handknattleikslið. eins og í fyrra, sem a ovæntan Síðustu 3 vikur hefur Albert Guðmundsson knattspyrnukappi þjálfað hafnfirzka drengi og er heimsókn Akureyringanna einn Eins og sést af ummælum liðurinn í þá átt að örva knatt- Gísla Halldórssonar, er bygg- spyrnuiðkun í Hafnarfirði. liátt verði til að tefja smíði hús- anna. Brezkur togari strandar norðan á odda Langaness IFYRRINÓTT strandaði brezki togarinn Daniel Quare yzt og norðan á Langanesi, við Svínalækjartanga. Skipsmönnum öll- um, 20 talsins, var bjargað í varðskipið Þór. Talið var óhægt um vik að bjarga skipinu, þar sem allmikill leki virtist kominn að því. Togari þessi, sem er frá Grims- by, GY-279, er um 300 smálestir, smíðaður 1936. Hann sendi út neyðarkall um kl. 1,30. Ekki var hvasst á þessum slóðum, en rnyrkur og niðaþoka. Var enn þoka þegar leið fram á morgun, en .þá kom varðskipið Þór á vett- vang. Lögðu varðskipsmenn út báti um kl. 8 og björguðu allri skipshöfn togarans. LITLAR VONIR UM BJÖRGUN SKIPS Brezka varðskipið Pincher var um þetta leyti fyrir Vestfjörðum, en það lagði einnig af stað til strandstaðar. Var ætlunin að gera tilraun til að draga togar- ann aftur á flot, en þó var útlit fyrir björgun skipsins ekki væn- legt. Það er skammt frá landi á stórgrýttum flösum og er trúlegt að það hafi skemmzt illa í botn- inn, enda var kominn leki að skip inu. Þegar leið á daginn versnaði í sjóinn, þó enn væri veður frekar stillt. Má því búast við að erfitt verði síðar að bjarga skipinu. verða leikstjóri tveggja annarra leikrita félagsins í vetur. Leik- ritinu hefur ekki ennþá verið gefið nafn, en það fjallar um nútíma viðfangsefni, og gerist að mestu leyti í Reykjavík. LEIKENDUR Hlutverkaskipting hefur ennþá ekki verið endanlega ákveðin, þar sem æfingar eru ekki ennþá hafnar, en leikendur verða 14. Þessir leikarar hafa verið á- kveðnir: Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Brynjólfur Jóhannesson, Helga Bachmann, Árni Tryggva- son, Einar Þ. Einarsson, Nína Sveinsdóttir, Margrét Magnús- dóttir, Áróra Halldórsdóttir og Knútur Magnússon. LEIKSKRÁIN FYRIR VETURINN EKKI ÁKVEÐIN Leikskrá vetrarins er ekki ennþá endanlega ákveðin, en gert er ráð fyrir að sýnd verði a m. k. fimm leikrit. Einar Páls- son mun eins og að undanförnu starfa hjá félaginu í vetur og annast leikstjórn a. m. k. eins leikrits og ef til vill fleiri. Að- göngumiðaverð verður það sama og verið hefur hjá félaginu. UNDIRBÚNINGUR UNDIR STARFSEMINA Um þessar mundir er verið að mála Iðnó innanhúss, en eins og kunnugt er var húsið málað að utan í vor. Þá hefur einnig verið breytt ljósaútbúnaði og ýmsar breytingar farið fram á sviði, og skipt um fortjald. í ráði var að skipta um sæti í húsinu, en af því gat ekki orðið að þessu sinni. FJÁRÖFLUN TIL HÚSBYGGINGAR Félagið hefur sótt um lóð til bæjarstjórnar til byggingar nýs leikhúss og eru nú uppi ráða- gerðir um fjáröflun í því skyni, svo sem bílahappdrætti. Er fé- lagið þegar búið að fá leyfi fyrir happdrættinu og standa vonir til þess að það geti hafizt í haust. Tvær deildir á hinni dönsku bókasýningu: Ævinjinningar og bæk- ur um heimilishald. Sýningin er sett upp á óvenjulegan og smckk- legan hátt. Kynni okkar af dönskum bókmenntum hafa aukizt 5000 maiuu hafa sótf hina merfcilep yfirlitssýningu í Listamannasfcálanum IGÆRDAG höfðu 5000 manns skoðað hina dönsku bókasýningu í Listamannaskálanum. Hefur sýning þessi tekizt afbragðs vel og er nú ljóst, að hún hefur mikla þýðingu í þá átt að kynna okkur íslendingum danskar bókmenntir og bókaútgáfu almennt. Nú er sýningu þessari að ljúka. Stendur hún yfir aðeins í dag og á morgun. Sem kunnugt er standa tvær bókaverzlanir hér í bæn- um, Bókaverzlun ísafoldar og Norðri, að henni. Fréttamaður Mbl. gekk um stund út á bókasýninguna í gær og ræddi við þá Oliver Stein og Grím Gíslason, verzlunarstjóra, um sýninguna. YFIRLIT YFIR ALLA BÓKAÚTGÁFU DANA Þeir skýrðu frá því að margir sýningargestir hefðu látið í Ijósi ánægju sína yfir því, að þarna væri yfirlit yfir næstum alla bókaútgáfu Dana. Munurinn er sá, að bókaverzlanirnar hafa und anfarin ár lítið meira flutt inn af erlendum bókum en það sem þær töldu öruggt að seldist. Með þessu móti hafi bðkaútgáfan færzt í vissar skorður, sem í rauninni gerðu bókamönnum erfitt um vik að fylgjast með nýjungum. Á þessari bókasýningu gegndi allt öðru máli. Það var næstum allt tékið með, svo að sýningargestvua hefur í fyrsta skipti gefizt tækifæri til að velja og hafna. Og við höfum komizt að því, sögðu þeir Oli- ver og Grímur, að mikill á- hugi hefur verið fyrir ýmsum bókum, sem okkur hefði ella varla dottið í hug að flytja inn. Sérstaklega kom það okk- ur á óvart, hve mikil eftir- spurn er eftir ljóðabókum. Sjáið t.d. hérna er sérstök út- gáfa af ljóðum helztu nýlifandi Ijóðskálda Dana. Safnið nefnist „Gyldendals nyklassiske lyrik- serie“. Þar eru t.d. úrval kvæða eftir Sophus Claussen, Ludvig Holstein, Johannes V. Jensen, Axel Juul, Johannes Jörgensen, Tom Kristensen, Poul la Cour, Per Lange, Nils Petersen, Helge Rode og Hans Hartvig Seedorf. Þetta safn hefur notið mikilla vinsælda sýningargesta og hefur, fjöldi fólks pantað þær. BARNABÆKUR OG FERÐASÖGUR T Það kom einnig á óvart, hvð dönsku bama- og unglingabæk- urnar seldust vel. Ferðasögubæk- ur hafa að sjálfsögðu verið eftir- sóttar, einkum bækur Aage Kar- up Nielsens. Einnig bækur um heimilishald, útsaumsbækur og handbækur og svo æfisögur. Af skáldsagnahöfundum er Martin A. Hansen vinsælastur. Þannig fórust forstöðumönnum sýningarinnar orð. Stöðugur straumur sýningar- gesta hefur verið inn í Lista- mannaskálann og eru nú aðeina tveir sýningardagar eftir. Sýn- ingunnilýkur á sunnudagskvöld og verða bækurnar þá sendar aft- ur til Danmerkur. Lítill affi frillubáta AKRANESI, 9. sept. — 4 trillu- bátar reru héðan í dag. — Afli þeirra var 350—650 kg á bát. — Afli trillubáta hefur verið mjög lítill í allt sumar. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.