Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. sept. 1955 MORGUNBLAÐID Sýning Nínu Tryggvadóttur Halldór Einarsson ARIÐ 1952 hélt Nína Tryggva- dóttir sjálfstæða sýningu í Listvinasalnum hér í Reykjavík, og vöktu verk hennar þá óskipta eftirtekt þeirra, er fylgjast með því markverðasta, er gerist í þróun myndlistar hér á landi. Á þeirri sýningu Nínu var auðséð í hvaða átt list hennar var að þró- ast, og hafð hún þá þegar náð vissum áfanga að því marki, er fram undan var, en sýning þessi sýndi þó engu að síður, að Nína hafði enn ekki unnið glímuna við þau viðfangsefni, er þá höfðu hertekið hug hennar. Listakonan stóð á krossgötum í þróun sinni, en sýningin lofaði þessum djarfa og ötula málara miklu um framtíðina. Nú hefur Nína dvalið erlendis undanfarin ár og komizt í snert- ingu við hina öru þróun heims- listarinnar í sjálfum brennipunkti hennar, París. Þar hefur hún haslað sér völl á undanförnum árum sem mjög eftirtektarverð listakona, og hróður hennar hef- ur borizt víða um lönd, svo að segja má með sanni, að enginn af þeim íslendingum, sem nú fást við myndlist, hafi hlotið jafn al- þjóðlega kynningu og hún Sýn- ingar hefur hún haldið víða og verið þátttakandi í mörgum sam- sýningum með listamönnum, sem þegar hafa náð heimsfrægð. Verk hennar hafa hvarvetna hlotið hið snesta lof og vakið verðskuldaða eftirtekt. Það sannast á þeirri sýningu, sem Nína hefur nú opn- að í Listamannaskálanum, að hún hefur ekki verið lofuð erlendis að ástæðulausu. Sú viðurkenning, er verk þessarar listakonu hafa hlotið, er hvorki skrum né kurteisi, heldur fullkomlega verð skulduð viðurkenning á framúr- skarandi árangri, sem Nína Tryggvadóttir hefur náð á sviði málaralistarinnar. Ég hika ekki við að fullyrða, að langt er nú um liðið, síðan jafn eftirtektarverð sýning á nútíma- list eftir jafn þroskaðan málara, hefur sézt sér í Reykjavík. Sýn- áng Nínu er jöfn og hefur sterkan heildarblæ, sem er rammíslenzk- ur og persónulegur. Stíll hennar er ríkur og þrunginn því skapi, sem einkennir íslenzka þjóð meir en nokkuð annað. Fjarvist lista- konunnar frá átthögunum virðist hafa aukið tilfinningu hennar íyrir öllu því, sem örvar mest og seiðir í íslenzku andrúmslofti. Stíll Nínu hefur ekki tekið sniklum breytingum undanfarin ár. Hún hafði þegar skapað sér eigin og sérkennilegan stíl, er hún hvarf utan, en verulegur þroski er sjáanlegur, frá því er hún sýndi seinast. Það er augljóst, að jnýtt umhverfi og nýjar hugsanir hafa haft sín áhrif, en einungis á þann hátt, að hún tekur nú við- •fangsefnin fastari og ákveðnari tökum. Nína hefur haldið ótrautt áfram þann veg, er hún háfði valið, er við síðast sáum verk hennar í Listvinasalnum árið 1952. Á sýningu þeirri, sem Nína heldur nú, kemur greinilega íram, á hve breiðu sviði listakon- an vinnur. Þarna eru olíumál- verk, rípólínmyndir, klippmynd- ir og teikningar. Erfitt er að gera upp á milli mismunandi efnis- meðferðar, því að árangur virðist furðu jafn og listakonan sýnilega í nánum tengslum við hvert það efni, er hún hefur valið. Sá skíln- ingur, er hún leggur í eðli þess efnis, sem hún vinnur með í það ©g það skiptið, er þroskaður og byggður á reynslu og mikilli vinnu. Virðing sú, sem Nína sýnir sjálfu efninu, gefur myndum hennar djarfan svip og eðlilegan sannfæringarkraft. Hún hefur glöggt auga fyrir möguleikum hinna ólíku efna og hefur tekizt að samrýma þá sinni eigin til- finningu, enda ræður hún yfir mikilli tæknilegri getu. Litsýn Nínu var áberandi þrosk aðri en formkennd hennar, er hún sýndi hér seinast. Nú hefur Minningarorð ÞANN 14. þ.m. andaðist að heim- ' ili sínu Hríugbraut 106, Halldór l Einarsson, rafmagnseftirlitsmað- ur, og í dag fer fram bálför hans. Halldór Einarsson, er fæddur að Miðey í Austur Landeyjum 22. jan. 1901, sonur hjónanna Einars Árnasonar og Helgu ísleifsdóttur, sem þar bjuggu allan sinn bú- skap. í Miðey dvaldi Halldór til fullorðins ára og vann að land- búnaðarstörfum, auk þess sem hann sótti sjó, á vetrarvertíðum, aðallega á togurum. Aftur á móti naut Halldór ekki annarar skóla- menntunar í uppvextinum, en venjulegrar barnafræðslu. Heim- ili foreldra hans var stórt og margt sem kallaði að og hugur hans hneigðist snemma til at- hafna. Halldór var líka óvenju- lega verklaginn maður og útsjón- arsamur og mátti segja að hvert verk léki í höndum hans. Árið 1928 giftist Halldór eftir- lifandi konu sinni Þóru Jónas- j dóttur, Árnasonar, bónda á Reyni felli. Þau settust að í Reykjavík j og hafa búið hér síðan. Þau hafa j og °?un yfi™aður hans og sam- Starf rafmagnseftirlits ríkisins hefur vaxið mikið á síðustu ár- um, en Halldór óx með starfinu Eitt af málverkum Nínu Tryggvadóttur. henni tekizt að brúa þetta bil, er stundum fór ekki vel saman. Formkennd hennar hefur þrosk- azt að mun, og henni hefur tekizt að ná fastari tökum og samrýma þessi tvö aðalatriði, þannig að óstyrkur formsins er horfinn. Myndflöturinn hefur öðlazt meiri ró og styrk og rís nú oftast ein- faldur og öruggur á eðlilegan hátt, eins og klettur er rís úr hafi fyrir ströndu. Teikning Nínu í myndflötinn er djörf og hispurslaus, smáatriðum útrýmt, svo að aðalinnihald myndarinnar fær betur notið sín. Formið er breytt og þróttmikið, en þó leikandi og létt, hvcrgi hikandi eða hálfkarað, hugsað og hnitmiðað, hvergi ýkt eða öfga- fullt, heldur eðlilegt og sann- færandi. Litsýn listakonunnar er hrein og lifandi. Hún vinnur myndir sínar í ótal tóntegundum og ræð- ur yfir víðfeðmu litavali, sera hún beygir undir vald sitt, stund- um miskunnarlaust á sterkan og einfaldan hátt, stundum í fjöl- í skrúðugu litavali, sem er alger j andstæða við það, er hún t. d. gerir mynd úr aðeins þremur aðallitum, sem hún lætur hljóma með sterkum og upprunalegum tónum. Ég mun ekki minnast á einstök verk á sýningunni í þessum fáu línum. Mér . finnst það ekki skipta máli, enda er vandfundið lélegt verk í þessu úrvali lista- konunnar, og ekki væri sann- gjarnt að einblína á einhver j ákveðin verk. Heildarsvipur sýn- ingarinnar er með afbrigðum jafn, en sérhvert verk hefur þó sinn svip og endurtekning vel heppnaðra verka á sér ekki stað. Það eitt fyrir sig sannar, hvernig Nína vinnur endalaust með nýja möguleika og hve frjó hugsun hennar er í baráttunni við hinn þunga róður. Við, sem höfum fylgzt með þróun málarans Nínu Tryggva- dóttur, gerum okkur fyllilega Ijóst, hversu mjög hún hefur þroskazt seinustu árin. Hún er í flokki þeirra fámennu lista- manna, er stöðugt gefa ný fyrir- heit og tekst að standa við þau. Það er fyrir löngu fullsannað, að hún er í röð fremstu listamanna hérlendis, en sú staðreynd hlýtur að gleðja hvern góðan íslending, að Nína hefur einnig skipað sér í fremstu raðir á alþjóðlegum vettvangi. Það sannar áþreifan- lega, hverju grettistaki hefur verið lyft í myndlistinni á þeim skamma tíma, sem sú listgrein hefur verið stunduð af kappi hér á landi. Óþarfi er að spá gengi og áfram haldandi árangri, ef dæmt er eft- ir þróun þeirri, sem list Nínu hefur tekið hingað til, því að augljóst virðist, hvað fram und- an er. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að Nína hafi náð hámarki í list sinni. Hún er enn ungur málari, og framtíðin virð- ist blasa við henni. Það má því enn einu sinni kveða gamla vísu og lýsa því yfir, að sýning henn- ar gefi þær framtíðarvonir, að dagarnir verði taldir, þar til hún sýnir næst. Nína verður að sætta sig við það, að eftir þessa sýn- ingu hennar verða gerðar enn meiri kröfur til verka hennar. Við hvern þann árangur, er lista- maðurinn nær, aúkast kröfurnar um gæði verka hans að sama skapi. Nína Tryggvadóttir er nú bú- sett í París og er hér aðeins í nokkurra vikna heimsókn. Þar hefur hún vinnustofu sína og tek- ur mikinn þátt í sýningarlífi um mörg lörid. Þessi sýning er því einstakt tækifæri fyrir okkur, sem heima sitjum, að kynnast verkum hennar af eigin reynd. og þeir, sem hafa möguleika á að eignast verk hennar, ættu ekki að láta þau fara aftur burt úr landi. Það er ekki að vita ,hvenær við fáum aftur tækifæri til að njóta listar hennar, og sýningin i er einstakur viðburður til að kynnast verkum þroskaðrar lista- konu, er við stundum fréttum af, en sjaldan dvelur hér heima. Valtýr Pétursson. Máleikólinn AF óvðráðanlegum ástæðum hefst kennsla í Málaskóla Hall- dórs Þorsteinssonar rúmri viku seinna en venja er til eða á sama tíma og framhaldsskólarn- ir, h. 15. okt. Þótt kennslunni verði hagað í höfuðdráttum með sama sniði og undanfarin ár, verður tekin upp sú nýbreytni að gefa ensku-nem- endum nokkuð málfrelsi er tíma- fjölda varðar, þar sem í sumum flokkum verða 3 tímar á viku. en hins vegar aðeins 2 í öðrum. Kennsla í hinum málunum verð- ur aftur á móti með sama hætti sem endarnær. í Málaskóla Halldórs Þorsteins sonar er lögð áherzla á að liðka tungutak nemenda og gera orða- forða þeirra eins tiltækan og lif- apdi og frekast er unnt, þvi að sannleikurinn er sá, að mörg þau orð og orðasambönd, sem nem- endur úr jafnvel sumum eldri skólum landsins skilja á bók eða á blaði, kunna þeir ekki að nota, þegar á reynir í daglegu tali. eignast tvo sonu, Jónas, sem dó | 4 ára gamall og Hrólf, sem nú er , tvítugur og hefur lokið prófi frá Samvinnuskólanum. Árið 1929 hóf Halldór nám í rafmagnsvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson og vann hjá því fyrir- tæki til ársins 1934, að hann réð- ist til Rafmagnseftirlits ríkisins, sem þá var nýstofnað. Það var mikið og vandasamt starf sem beið Halldórs hjá rafmagnseftir- litinu. Eftirlit með öllum raf- magnsstöðvum á landinu utan Reykjavíkur, auk þess sem hann, aðallega seinni árin, leiðbeindi bændum við virkjanir og uppsetn ingu einkastöðva. Það kom brátt ljós að Halldór var starfi sínu vaxinn. Kom þar til greina verk- hyggni hans, samfara góðri þekk- ingu á rafmagnsmálum og mun það mála sannast, að hann leysti hin margþættu störf í þágu raf- magnseftirlitsins, af hendi, með sérstakri vandvirkni og trú- mennsku, svo ekki varð á betra kosið. Heyrt hefi ég það, að komu Halldórs í eftirlitsferðir hafi al- mennt verið fagnað, því hjá hon- um átti viðkomandi vísar leið- beiningar og þá hjálp, sem að gagni mátti koma í hvert sinn. Þá þurfti rannsóknarlögreglan oft að leita til Halldórs, þegar hann var í bænum, í sambandi við húsbruna, sem ætla mátti að stöfuðu frá rafmagni. Voru þess- ar rannsóknir Halldórs jafnan nákvæmar og ýtarlega rökstudd- ar og byggðar á þekkingu og vandvirkni. starfsmenn sakna hans og það þykist ég vita að vandfundinn sé maður í hans stað. Halldór var að upplagi dulur maður og fáskiptinn en gerhugult og hafði jafnan hugsað hvert mál til hlýtar, áður en hann sagði skoðun sína. í vinahóp var Hall- dór glaður og reifur og komst þá oft skemmtilega að orði. Hann var vinfastur drengskaparmaður sem gott er að minnast. Við Halldór erum fæddir í sömu sveit og dvöldum þar fram á fullorðinsár. Það var stutt á milli bæjanna og við á líkum aldri. Við vorum því mikið sam- an og á ég margar góðar endur- minningar frá þeirri samveru okkar og æ síðan. Halldór var alltaf sami góði félaginn og drengskaparmaðurinn og þannig mun ég alltaf minnast hans. Seint á síðast liðnum vetri kenndi Halldór sjúkleika þann sem varð honum að bana. Hall- dóri var þegar Ijóst hvert stefndi en hann mælti aldrei æðruorð og beið með þolinmæði þess sem koma vildi. Sárþjáður tók hann á móti vinum sínum, sem komu til hans og hafði þá gamanyrði á takteinum. Það var svo líkt hon- um að bera sínar byrðar einn, leggja ekki á annara herðar, það sem honum einum var ætlað. Um leið og ég með línum þess- um þakka Halldóri allt hið liðna, vil ég senda eiginkonu hans, syni og systkinum, mínar beztu sam- úðarkveðjur, hafandi það í huga að það er alltaf gott að minnast góðs manns. Sv. Sæmundsson. Enskur kvensfúdenf við sum- arstörf í íslenzkri sveif HER á landi hefir dvalizt undan farna þrjá mánuði ungur kven- Bulganin fer MOSKVU, 20. sept. — Það var opinberlega til hrús um að, koma í opin- bera heimsókn til Indlands. — Segir í Moskvu fréttinni, að Búlganin ætli að fara til Ind- lands í nóvember eða byrjun desember. — Reuter. stúdent frá Cambridge, Sheila Hardy frá Bolton í Lancashire. Ungfrú er 19 ára gömul ðg legg- ur stund á enskar bókmenntir i Cambridge. Hún hefir dvalizt £ sumar að Laugarási í Biskups- tungum hjá Knúti Kristinssyni lækni. Líkaði henni dvölin þar i alla staði prýðileg. —- Hvers vegna komið þér hingað til íslands? spyrjum vér. kýnnt í Moskvu i _ Aðallega vegna þess, að ég í dag, að Búlg- I þarf ag ]esa íslenzkar bókmennt- anin forsætis- (jr næsta vetur og vild ég reyna ráðherra Sov- ag ]æra eitthvað í málinu áður. étríkjanna hafi Auðvitað hef ég ekki lært mikið, þegið boð Ne- en eg g^n þó orðið talsvert. Búlganin AUÐVELDARA FYRIR ÍSLENDINGA — Hvað þurfið þér að lesa a£ íslenzkum bókmenntum? — Nokkrar fslendingasögur, e. s. Njálu, Eglu og Laxdælu. — ís- lenzkuna þarf ég að hafa til hlið- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.