Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 14
( 14 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 21. sept. 1955 Framhaldsssagan 33 an við rúm þitt og allt í einu kæmi lífsandi í líkama þinn, sem myndi valda angist, fyrst af öllu, en sem færi sífellt minnkandi, unz þú gætir hreyft þig og skrið- ið um og e. t. v. líka gengið við staf, en værir um tíma heyrnar- dauf, blind og örvita....“ „Það væri hræðilegt“. „En samt ekki nálægt því eins hræðilegt og það yrði um það bil sem þú nálgaðist endamarkið. Hugsaðu þér daginn, þegar þú yfirgæfir skólann og flyttir á barnastofuna. Hugsaðu þér dag- inn þegar þú tryðir í fyrsta skipti sögunum um jólasveinana, Leppa lúða og Grýlu og vildir endilega hengja upp sokkana þína á jóla- nóttinni til þess að Sánkti Kláus skyldi fylla þá með allskyns sæt- indum og gullum. Hugsaðu þér fólkið, sem myndi klappa þér á kollinn eftir því sem þú yrðir sífellt yngri og minni, með hverjum líðandi degi. Hversu óendanlega sorglegra væri ekki þetta allt, hversu óum- raéðilega mikið betra er ekki það hlutskipti, að eldast með líðandi stund og deyja að Iokum“. „Og — fá svo aldrei — aldrei framar að sjá þig“. „Kannske færðu það, Leni. Ef til er annað líf eftir dauðann og annar heimur, þá mun ég reyna að hafa upp á þér þar, eins og ég hafði upp á þér í þessum heimi. Vissulega bíður okkar annað líf í öðrum heimi og ég mun finna þig þar . . Manstu eftir fyrsta kvöldinu, þegar ég fann þig? Þá var mjög hvasst — seinna fór svo að rigna. Fyrst fór ég til leik- hússins, en þá varstu farin. En ég fann þig samt að lokum.“ „Ég sá þig í speglinum, þegar þú komst inn í herbergið mitt og cg vissi, að þú hlaust að vera litli læknirínn, vegna þess að þú varst svo .... þú varst svo .... Ó, Davíð — Davíð .. Hversvegna þurfti þetta endilega að enda svona hræðilega?" Síðar, þegar Leni hraðaði aft- ur för sinni til Midchester, í vagni með niðurdregnum gluggatjöld- um, fóru mennirnir, sem legið höfðu á hleri í næsta herbergi, að bera saman athugasemdir sín- ar og sú staðreynd var viður- kennd að lokum, að samræður fanganna hefðu algerlega verið misheppnaðar og gagnslausar. „Auðvitað var það sýnilegt, að liann hafði grun um að brögð væru í taflinu. Heyrðuð þið ekki þegar hann sagði: Við erum ekki ein? Þá var hann að áminna hana um, að gæta tungu sinnar og segja sem minnst .. Ég álít að Millman hafi tapað leiknum með því að tala við hann áður Major- inn vantar mikið til þéss að vera jafn slægur og litli læknirinn — hann hefur nú sannarlega höfuð- ið á réttum stað, karl sá—“. „Já, þangað til snemma í fyrra málið“, svaraði einhver og hló gleðilaust og kvíðafullt, því heng ing er sannarlega ekkert spaug eða gleðileikur. Rökkrið óx eftir því sem á kvöldið leið og Davíð horfði á hina dvínandi birtu og þungbúið húm himinsins, vitandi fullkom- lega, að það var í hinzta skiptið á æfi hans, sem honum bauðst tækifæri til slíks. Hann var ekki óhamingjusam- ur. Hann var ekki hræddur. Hann var fullkomlega rólegur, þegar fangelsisstjórinn og presturinn heimsóttu hann í síðasta skiptið. Fangelsispresturinn kom fyrst. Hann var maður glaðlegur á svip og rauðbirkinn yfirlitum, sem hafði verið kjörinn ráðgjafi fang- anna í hinum andlegu þörfum þeirra og nauðum, vegna þess að hann kunni að umgangast menn, gat mætt þeim sem jafn- ingi þeirra og komið til móts við alla, háa sem lága. Ræður hans voru ávallt gædd- ar vingjarnlegri bjartsýni. Hann hafði þekkt Jessicu og kynnst sambandi hennar við klerka dómkirkjunnar og hún hafði ávallt skoðað hann sem „einn þeirra presta, sem heimur nútímans þarfnaðist framar öllu öðru“. Allt þetta hefði getað gert hann vandræðalegan, þegar fundum þeirra bar saman í fangelsinu, en hann var bara ekki sú mann- tegund, sem verður auðveldlega gerð vandræðaleg eða sett í klípu. Hann settist á brún legubekks ins og horfði glaðlega á Davíð: „Fer ekki ágætlega um yður, Newcome? Er það nokkuð sér- stakt, sem yður vantar?" „Nei, þakka yður fyrir“ svar- aði Davíð. „Mér datt í hug, að þér hefðuð e. t. v. gaman af að fá einhvern til að rabba við, stundarkorn. Hvernig líður yður annars'' Ágæt lega? Þér hafið að sjálfsögðu les- ið dagblöðin. Slæmt ef drengirn- ir verða ekki komnir heim um jólin. En þess getur nú varla orð- ið mjög langt að bíða. — Við höfum vissulega náð óvinunum í slæma gildru .. “ Allt í einu gérði Davið sér fulla grein fyrir því, hvaða maður þetta var: „Þér þekktuð Jessicu, var ekki svo?“ spurði hann ákafur og eftir væntingarfullur. Jafnvel taugar prestsins voru ekki viðbúnar skírskotun, sem þessari: „Þér meinið — þér mein- ið — frú — hina látnu frá New- come? Já, ég þekkti hana — já, auðvitað gerði ég það“. Davíð byrjaði þá að tala, á ósköp venjulegan hátt, þ. e. a. s. mjög undarlega og sundurlaust, að dómi fangelsisprestsins. „Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að tala við einhvern, sem þekkti hana og ég veit, að þér skiljið þær áhyggjur, sem ég hef út af Gerald — það er dreng- urinn minn — Jessica sendi hann til mágs síns — Simpsons, þér þekkið hann eflaust. Hann er að- stoðarprestur við St. Péturs kirkj una. Ég veit, að það er annast vel um hann og að honum líður vel, en ég vona, að honum hafi ekki verið sagt — ekki verið sagt — mjög mikið — þér skiljið, hvað ég á við — hann er svo veiklaður á taugum, aumingja drengur- inn .... “ „Kæri Newcome, þér þurfið áreiðanlega ekki að hafa neinar áhyggjur út af því. Það vill nefni lega svo vel til, að mér er kunn- ugt um það, að drengnum yðar hefur ekki verið sagt neitt — alls ekki neitt. Að sjálfsögðu er hann fjarverandi, nú sem stend- ur, einhversstaðar niðri við ströndina og eflaust heldur hann að pabbi og manna hafi farið í eitthvert ferðalag ... Ef þér legðuð fram skriflega beiðni, þá er ég sannfærður um að þeir myndu leyfa yður að sjá hann — en engu að síður....“ „Slíkt hefur mér aldréi komið til hugar. Eg vildi alls ekki að hann kæmi hingað — hann myr.di verða hræddur. Hann óttaðist alltaf lögregluþjóna, sennilega af því að Jessica var vön að segja, þegar hann hegðaði sér eitthyað leiðinlega: „Jæja, það er þá bezt að ég sæki lögregluþjóninn og láti hann tala við þig“. Það er mjög vanhugsað að segja svona við börn, sem eru veikluð á taugum. Auðvitað vildi Jessica drengnum allt hið bezta, en hún bara skildi hann ekki nógu vel. Við beittum mjög ólikum að- ferðum við uppeldi hans og ég held — ég held satt að segja — I TOFRAPOkliMiNi 5. karlmenn, sem erU á veiðum í skóginum, eiga að koma heim undir eins! Það er að skella á stríð!“ En trúboðinn var ekki kominn til þess að berjast. Hann fann það á sér, að allt í krignum hann í skóginum var fullt af augum, sem athuguðu hann. Já, ef til vill sneru byssu- hlaupin í áttina til hans. Mjög hægt og varlega þokaðist hópurinn áfram. — Frá hverju hjarta sté auðmjúk bæn til Guðs. Þeir gengu í gegnum nokkra garða og akra, sem tilheyrði þorpi því. er var takmark ferðarinnar. Að endingu sjá þeir þorpið. Trúboðinn og þeir, sem með honum eru, nema staðar og kalla til þorpsbúanna og segja til sín. En enginn svarar. Það er víst enginn hér, sem veit, hvað trú- boði er. Hann ákveður að ganga inn í þorpið. Þetta er þorp þess manns, er rændi konunni, en þar er engan að sjá — allt er mannlaust. Og þó er enginn vafi á því, að hérna býr fólk, því eldar brenna. Trúboðinn hrópar: Þér menn á þessum stað, óttist ekki, ég er ekki kominn til þess að berj-! ast! Eg er trúboði og kem til þess að segja ykkur frá Guði! Komið aftur inn í þorp ykkar!“ j Ekkert svar. Bæði trúboðinn og félagar hans kalla aftur og aftur, en það ber engan árangur. Að lokum fara þeir að [ undirbúa sig til að vera í hinu mannlausa þorpi um nótt- ina, umkringdir af ósýnilegum óvinum. En hvernig skyldi * þessi nótt verða, það var nú spurningin. Þeir halda kvöld- bæn og biðja Guð um vernd. Trúboðinn les kafla úr Matt- eusar-guðspjalli. Að endingu biðja þeir Faðir v^rsameig- inlega. — Morgunblaðið með morgunkaffinu — DELICIOUS EPLI væntanleg í miðjum nóvember * OJ. Olafóóon, &T* UemLiöj^t Sími 82790, þrjár línur. Vegna hinnar miklu aðsóknar að smurstöðvum, vorum við Reykjanesbraut og Suðurlandsbraut, hefir ekki verið hjá því komist, að nokkur bið hafi stundum verið eftir afgreiðslu. Hefir þetta valdið nokkrum óþægindum, einkum fyrir þá bifreiðarstjóra, sem eru tímabundnir, þannig að hjá sumum hefur orðið óheppilegur dráttur á að þeir létu smyrja. Til þess að ráða bót á þessu, höfum vér nú tekið upp það fyrirkomulag að gefa þeim, er þess óska, kost á að panta smurningu með fyrirvara, — fyrst um sinn þó aðeins á hinni nýju smurstöð vorri við Reykja- nesbraut. Hafið tal af afgreiðslumanni vorum í síma 4847, áður en þér látið smyrja bílinn næst. Semjið við hann um þann tíma, sem hentar yður bezt og komizt hjá bið. H.F. SHELL Á ÍSLANDI ■M Stúlkur Getum bætt við okkur nokkrum duglegum og reglu- sömum stúlkum. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Kexverksmiiljan frón h.f. Skúlagötu 28 Effirlœti allrar fjölskyldunnar m lUtt* R\Cí Whf'Þ — Nýkomið í næstu verzlun — h. mmmm & co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.