Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dao: Allhvass austan og norðaustan. Sumsstaðar litilsháttar rigning. 214. tbl. — Miðvikudagur 21. sept. 1955 Úfgáfa Menningarsjóðs. Sjá grein á bls. 8. Sjálístæðismenn í I\!orður-Þing- eyjarsýslu treysta samtök sín Ákveða framboð og stofna trúnaðarmannaráð Grímsstöðum, 20. sept. SUNNUDAGINN 18. sept. var fundur haldinn að Lundi í Axar- firði að tilhlutan Miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Á fundin- •»»m mættu fyrir hönd miðstjórnar þeir Jónas G. Rafnar, alþm. og Barði Friðriksson, hdl. Fyrir fundinum lá að stofna tvúnaðarmannaráð flokksins, kjósa héraðsnefnd og mann í fiokksráð, og ákveða framboð Við næstu kösningar. Á fundin- tim mættu trúnaðarmenn víðs- vegar að úr sýslunni. Stofnað var 33 manna trúnaðarráð úr öllum hreppum sýslunnar og gerðar 6amþykktir fyrir það. Kjörin var héraðsnefnd. Kosningu hlutu: Víkingur Guðmundsson, Grund- arhóli, formaður, Friðgeir Stein- grímsson, Raufarhöfn, ritari og frú Iðunn Jónsdóttir, Þórshöfn. Þuríður Pálsdóttir Kristinn Hallsson Magnús Jónsson. Kosinn var í flokksráð Víking ur Guðmundsson. Síðan var rætt um íramboð við næstu kosningaar, og komu fram mjög eindregnar áskoranir á Barða Friðriksson um að vera í kjöri, og varð hann við því. i Margar ræður voru fluttar, bæði í fundarsal og yfir kaffi- ( drykkju. Ríkti hinn mesti ein-1 hugur meðal ræðumanna um nauðsyn þess að efla Sjálfstæðis- flokkinn í sýslunni til hagsbótar fyrir héraðsbúa og þjóðina í heild. — V. G. I Leikhús Heimdallar sýnir óperu eftir Mozart Heyskapurinn hefir verið leikur einn Ord/ð hefir að sprauta heyið vatni til jbess oð votheysgerð heppnaðist Námskeið í spanskrí iungu og bók- mennfum við háskól- anni ÁRNESI, S.-Þing, 15. sept. — Nú' er að kveðja hér eitt hið dásam- legasta og sólbjartasta sumar, eem Norðlendingar muna. Enginn núlifandi Þingeyingur man annað eins þurrkasumar og hér hefur verið í sumar. Hefur heyskapurinn verið leik- ur einn hjá því sem bændur hafa átt að venjast, þegar varla hefur þurft að taka upp flekk allan heyskapartímann og ekki þörf að einna töðu frekar en verkast vildi til þess að hún sprekþornaði á Ijánni. Til marks um þurrkana má geta þess, að mjög erfitt hefur reynzt að gera vothey óg hafa bændur gripið til þess ráðs, að sprauta vatni í heyið til þess að votheysgerðin heppn- aðist betur. Má segja að illa skiptist í tvö horn með tíðarfarið þegar lát- lausar rigningar eyðileggja mest- allan afrakstur sumarsins fyrir bændum sunnanlands og vestan, en varla dregur fyrir sól í öðrum landshlutum mestallan sláttinn. Heyskapur er að sjálfsögðu sér- lega góður, hvað nýtingu snertir, en að vöxtum mun hann varla vera yfir meðallag a.m.k. ekki töðufengur. Sum harðlend tún hafa brugðist mjög tilfinnanlega i seinni slætti vegna þurrkanna, þótt borið hafi verið á þau milli slátta, enda hafa þau brunnið á stórum svæðum og jafnvel skrælnað. Uppskera úr jörðu mun vera mikið undir meðallagí. Má því segja að uppskera sumarsins sé því ékki jafn mikil og búast mætti við eftir þetta eftirminni- lega og dásamlega sólskinssum- ar. — H. G. Sæmilegur afli hjá ákraneslriiium AKRANESI, 20. sept. — Síðast- liðinn laugardag, réru þrjár trillur héðan frá Akranesi. Var afli 5—800 kg. í gær, mánudag, réru fjórar trillur. Var sú afla- hæsta með um 400 kg. —> Oddur. Vb Reynir frá Akranesi í viðgerð í Svíþjóð AKRANESI, 20. sept. — Vélbát- urinn Reynir, 73 smálestir, eign Haraldar Böðvarssonar & Co., hefur undanfarið verið til við- gerðar og endurnýjunar í Sví- þjóð. Hefur báturinn verið þar seymdur upp og smíðað í hann nýtt stefni og einnig ný yfirbygg- ing. Þá er einnig verið að setja í bátinn nýja vél. Mun þessari end urnýjun senn vera lokið. Þá á Haraldur Böðvarsson & Co., einnig í smíðum nýjan bát, 60 smálesta, í skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, hér á Akra- nesi. Miðar smíðinni vel áfram og er nú þessa daga verið að setja þilfarið í bátinn. Vonir standa til, að báturinn verði fullgerður um áramót. — Oddur._______ Léleg karföffuupp- á AKRANESI, 20. sept. — Kartöflu uppskera hér er ákaflega mis- jöfn í ár. I þurrlendum sandgörð- um, sem standa hátt og í hallandi görðunum, þar sem vatnið hefir getað runnið úr, er uppskeran eftir öllum vonum og nær sums staðar meðallagi. En garðar, sem lágt liggja og einkum þó þar sem jarðvegur er moldarborinn eða leirkenndur, hafa verið eins og fen sumarlangt. Og er það ekki að undra, þar sem rignt hefir nær samfleytt frá miðjum júní til 13. þ. m. Sumir garðar hafa ekki gef- ið af sér meira kartöflumagn er, niður var sáð í vor. — Oddur. í GÆRKVÖLDI keppti Hrað- frystistöðin við Steindórsprent í knattspyrnu og vann með tveim- ur mörkum gegn einu. Er þetta þriðji sigur Hraðfrystistöðvar- innar í knattspyrnu á þessu hausti. Frá ræðismannsskrifstofu Spánar í Reykjavík hefir blaðinu borizt eftirfarandi: HÁSKÓLINN í Barcelona gengst fyrir námskeiði i spánskri tungu og bókmenntum fyrir erlerda námsmenn á tímabilinu 15. októ- ber 1955 til 31. maí 1956. Námsmönnum er heimilt að hefja nám hvenær sem er á þessu tímabili, og ekki er krafizt neinna sérstakra prófa sem inntökuskil- yrðis á námskeið þetta. Þeir, sem óska, geta þreytt próf að námsskeiðinu loknu og öðlazt prófvottorð þar að lútandi. Aðrir þátttakendur fá viðurkenn- ingu á að hafa sótt kennslu. Þess má geta, að námsmenn frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk námsmanna frá 20 öðrum þjóðum, hafa á undaníörn- um árum sótt námskeið þetta. Allar nánari upplýsingar varð- andi námsgreinar, kennslugjald og annað námskeiðinu viðvíkj- andi veitir ræðismannsskrifstofa Spánar, Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík. Kosningar í Kópavogi UMDÆMAFULLTRÚAR Sjálf- stæðismanna í Kópavogi, mjög árcðandi fundur í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík í kvöld kl. 9. „Töframaðurinn" (Bastienet Bastienne) frumsýndur nœsfkomandi fö IJANÚAR n.k. eru 200 ár liðin frá fæðingu W. A. Mozarts. -m í þessu tilefni hefur Leikhús Heimdallar ákveðið að síðasta verkefni þess á leiksumrinu verði helgað þessum mikla meistara. Hefur það því ráðizt í sýningu á óperunni „Töframaðurinn“ (Bastieu et Bastienne) eftir Mozart. Er þetta æskuverk höfundar og er text* inn skopstæling á verki eftir franska heimspekinginn Rousseu. , Ópera þessi er eitt af vinsæl- ustu æskuverkum tónskáldsins og hefir undanfarin ár verið flutt víða á meginlandi Evrópu við feikna vinsældir. í óperu þessari eru nokkrar af skemmtilegustu sönglögum Mozarts og eru „recitativin" töluð að þýzkum óperusið en ekki sungin. Óperan er í einum þætti og tekur flutningur hennar rúman klukkutíma. VINSÆLIR SÖNGVARAR Söngvararnir, sem flytja óperuna eru úr hópi okkar fremstu og efnilegustu lista- manna, þau Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. — Þessir vinsælu óperusöngvarar sungu í vor í óperunni La Boheme við mik- Inn orðstír og bíða menn þess nú með eftirvæntingu hvernig þeim tekst að túlka kátmu og gáska Mozarts. HLJÓÐFÆRALEIKARAR ÚR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITINNI I Deild úr Sinfóníuhljómsveit- Glæsileg hátíðahöld Sjálfstæðis- manna á Olafsfirði og Dalvík Akureyri, 20. sept. SÍÐASTLIÐINN laugardag héldu Sjálfstæðismenn í Ólafsfirði veglega skemmtun í samkomuhúsi bæjarins. Aðalræðuna flutti forsætisráðherra, Ólafur Thors, og var honum vel fagnað af hinum mikla mannfjölda, sem sótti samkomuna. Enn fremur flutti Magnús Jónsson alþm. frá Mel ávarp. Leikararnir Valur Gíslason ogræðumönnum mjög vel fagnað. Klemens Jónsson skemmtu með Einnig skemmtu sömu skemmti- leik- og gamanþáttum og Krist- kraftar og fengu þeir hinar beztu inn Hallsson söng einsöng með undirtektir. Egill Júlíusson út- undirleik F. Weisshappels. — gerðarmaður, formaður Sjálfstæð Skemmtun þessi var öll hin glæsi isfélagsins á Dalvik, stjórnaði legasta og geysifjölmenn. — Um skemmtuninni og þakkaði hinum kvöldið var dansað. | góðu gestum komuna. Á sunnudagskvöldið efndu| Var þetta ein glæsilegasta Sjálfstæðismenn á Dalvík einnig skemmtun, sem haldin hefir verið til mannfagnaðar í samkomuhúsi á Dalvík, enda sótti hana mikill sínu. Þar fluíti Ólafur Thors ] fjöldi fólks, allt innan frá Akur- forsætisráðherra einnig ræðu ogleyri, Hjalteyri, Árskógsströnd og Magnús Jónsson ávarp. — Var úr Svarfaðardal. — Vignir. Björn Ólafsson 3 inni leikur í óperunni undifl stjórn Björns Ólafssonar. Óperan verður flutt á íslenzku og hefit! Karl ísfeld þýtt textann. FritZ Weisshappel hefir æft söngvar- ana, en leiktjöld hefir Lothar Grund málað. — Leikstjóri eí Einar Pálsson. > { MYNDARLEGA AF STAÐ FARIÐ Ekki verður annað sagt eB Leikhús Heimdallar hafi farið vel af stað. Það er ekkert áhlaupa- verk að halda uppi leikstarfseml sem þessari yfir sumartímann, og eiga hinir ungu menn, sem hér hafa rutt veginn, miklar þakkit skyldar. Fer vel á því, að I.eik- húsið ljúki fyrsta starfsári síntl með þessu meisíaraverki Mozarts, Kann almenningur áreiðanlega vel að meta slíkt. 4 j ------------------ ^ Treg reknelaveiði ' hjá Akraiwsbáfum | AKRANESI, 20. sept. — Síld- veiðin var treg í nótt hjá Akra- nesátunum. Aflahæstur var Fram með 64 tunnur. Alls lönduðu hér 16 reknetabátar 461 tunnu. Eftir 1—2 daga, þegar fer að kippa úr straum, eru menn að gera sér vonir um að veiðin örv- ist. En í miklum straumi liggja netin flöt í sjónum og dregur það venjulega úr veiðinni. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.