Morgunblaðið - 24.09.1955, Síða 9

Morgunblaðið - 24.09.1955, Síða 9
Laugardagur 24. sept. 1955 MORGUNBLAÐIB Hljómlistarmönnnm útvarpsins fagnað ú Vestfjörðum ísafjörður, 20. sept. SÍÐUSTU viku ferðuðust þrír góðkunnir listamenn um Vestfjarðarkjálkann og héldu kirkjutónleika á vegum Ríkisút- varpsins. Voru það þeir dr. Páll ísólfsson, Björn Ólafsson og Guð- rmmdur Jónsson. Héldu þeir f\ rstu tónleikana á Patreksfirði s. I. þriðjudag, en síðustu tón- leikarnir voru haldnir í tsafjarð- arkirkju í gærkveldi. Á tónleik- iim þessum hafa listamennirnir flutt bæði innlenda og erlenda hirkjutónlist, hvarvetna við geysilega hrifningu áheyrenda. Fréttaritari Mbl. á ísafirði hitti Guðmund Jónsson, óperu- söngvara, að máli rétt áður en jbeir þremenningarnir héldu á- leiðis til Reykjavíkur og innti hann frétta af þessari fyrstu tón- leikaferð Ríkisútvarpsins, en hann var fararstjóri þeirra fé- laga og ber m. a. heiðurinn af 'því, að hafa komið þessum merka þætti í tónlistarflutningi Ríkis- útvarpsins, á laggirnar. Hlýtur hann fyrir það starf sitt verð- skuldaðar þakkir allra þeirra, sem notið hafa góðrar skemmt- unar á tónleikum þeirra þre- menninganna og njóta munu á þeim tónleikum, sem í vændum eru. MERKILEG HUGMTND — Hvað viltu segja mér um tildrög þessarar starfsemi? •— Það er skemmst frá að segja, að mörgum hefir fundizt þýðingarmikið verkefni að efla snenningarlíf út um hinar dreifðu byggðir landsins. Að gefa þyrfti því fólki, sem úti á landinu býr og stundar þar sín framleiðslu- störf árið um kring, tækifæri, til að sjá og heyra það, sem Reyk- víkingar sitja jafnaðarlega einir að. Þeirri hugmynd skaut því upp í fyrra vetur, að vegna sér- stöðu sinnar í menningarlífi þjóðarinnar kynni útvarpið að vera hinn rétti aðili, til að hrinda þessu í framkvæmd. Hefir Vilhj. Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, unnið ötullega að því, að hrinda málinu í framkvæmd og gera þessa hugmynd að veruleika. — Þetta er þá nokkurs konar tilraun, til að skapa jafnvægi í foyggð landsins á menningarsvið- inu? — Já, við getum kallað þessa tilraun það. FERÐALAG UM AÐRA LANDSHLUTA — Hefir útvarpið fleiri slíka tónleika í undirbúningi? — Já. í þessari viku fara Þor- steinn Hannesson, óperusöngvari, Guðmundur Jónsson, píanóleik- ari og Andrés Björnsson í ferða- lag um Austurland. Munu þeir Þorsteinn og Guðmundur annast tónlistarflutninginn, en Andrés Björnsson mun lesa upp. Síðasta ferðin, sem ákveðin er, er svo ferðalag um Norðurland. Verður þar sýnd óperan La Serva Padr- ona eftir Pergolece. Hefir Fritz Weisshappel stjórnað æfingum á óp., en með hlutverkin fara Guð- rún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson. Sennilega fer svo ein- hver þessara þriggja hópa um Suðurlandsundirlendið síðar í haust. — Telur þú líklegt, að Ríkis- útvarpið muni halda þessari starfsemi áfram? — Það er að sjálfsögðu mikið undir landsmönnum sjálfum komið. Þegar séð verður, hvort þeir sýna áhuga á þessari starf- semi útvarpsins, verður að sjálf- sögðu tekin ákvörðun um, hvort þessu verður haldið áfram eða ekki. Samtal við Guðmund Jónsson óperusöngvara er var fararstjóri þeirra Páll ísólfsson, Björn Ólafsson og Guðmundur Jónsson. og tvenna tónleika hér á ísafirði. Viðtökur hafa hvarvetna verið stórkostlega góðar. Er víst um það, að enginn okkar hefði vilj- að verða af þessari ferð. Við höfum kynnzt mörgu góðu fólki, sem hefir veitt okkur ómetanlega aðstoð og fyrirgreiðslu. Enn- fremur höfum við orðið þess á- þreifanlega varir, að fólkið er mjög þakklátt Ríkisútvarpinu fyrir þessa nýjung. Sjálfur er ég gamall landshornaflakkari og þvi ekki eins mikil nýjung fyrir fólkið að heyra til mín, en ég tel hiklaust, að það hafi haft mikla þýðingu, að í þessa fyrstu tónleikaför Ríkisútvarpsins réð- ust jafn ágætir og snjallir lista- menn og þeir dr. Páll Isólfsson og Björn Ólafsson, en eins og allir vita hefir Páll um áratugi verið eiginlegur kapteinn á ísl. tónlistarskútunni og Björn um langt skeið einn helzti framá- maður á sömu fleytu. — Við þremenningarnir erum því á- nægðir að ferðalokum og vona ég, að Vestfirðingar hafi einnig haft nokkra ánægju af þessu ferðalagi okkar. GÓÐAR ÓSKIR Vestfirðingar hafa vissulega haft mikla ánægju af komu þeirra félaga hingað vestur og fylgja þeim góðar óskir, og er það von manna hér, að farmhald geti orðið á þessum merkilega þætti í starfsemi út- varpsins, sem vissulega mun verða til þess að lyfta undir menningarlíf þeirra staða, sem listamennirnir sækja heim. Hafi útvarpsstjóri og útvarpsráð og allir þeir, sem hlut eiga að þessu máli, þökk fyrir þessa starfsemi. — J. Ungu hjónin frá Vancouver, sem hlutu milljónasta Fordbílinn í Englandi, taka við honum við hátíðalega athöfn. Það var Zephyr /odiac. — Enshu Fofdverhsmiðjurnar fromleiðn milljónnstn bílinn til útflutnings ÞAÐ ERU fleiri bifreiðaverksmiðjur en Fólksvagnaverksmiðj- an í Wolfsburg í Þýzkalandi, sem hafa framleitt eina milljón bifreiða frá styrjaldarlokum. Eins og menn rekur minni til rann milljónasti Fólksvagninn af færibandinu á miðju sumri, allur gulli sleginn, við mikil hátíðahöld þar í landi. FRÁBÆRAR VEÐTÖKUR VESTFIRÐINGA — Hvað viitu segja um Vest- fjarðaferðina? — Við höfum haldið 8 tónleika á 7 dögum. Fyrstu tónleikarnir voru á Patreksfirði á þriðjudag- inn, en síðan höfum við haldið tónleika á Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungavík TIL ÚTFLUTNINGS Nú hefir berzka Ford-bifreiða- verksmiðjan sent frá sér sína milljónustu bifreið sem framleidd hefir verið í verksmiðjum félags- ins frá styrjaldarlokum til út- flutnings. Það var 5. septembér s.l., sem Ford-bifreiðaverksmiðj- urnar í Dagénham luku v!ið að smíða bifreið sína. Var það taif- reið af gerðinni Zephyr Zodiac, en þær bifreiðar hafa verið flutt- ar allmikið hingað til lands og reynzt ágætlega. RÆÐA VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA í þessu tilefni fóru fram mikil hátíðahöld Ford-verksmiðjanna Frh á bls. 12. Paul L. Ford: ÍMÍ^0yÍínl Árangurinn af Moskvuförinni var sigur fyrir ádenaner Engir rússneskir fangar í Yesfur-Þýzkalandi Washington: — MBÆTTISMENN hér og aðrir, sem um utanríkismál fjalla, eru nær einróma þeirrar skoðun- ar að sú viðurkenning, sem ríkis- stjórn Sovét-Rússlands hefur nú raunverulega veitt sjálfstæði og fullveldi Vestur-Þýzkalands sé sönnun fyrir því að utanríkis- stefna sú, sem vesturveldin hafa fylgt undanfarin 10 ár, sé hyggi- leg og vænleg til árangurs. ★ ★ ★ Ákvörðun sovétstjórnarinnar verður nú væntanlega til þess að hinar stöðugu árásir gegn Vestur- Þýzkalandi í blöðum og útvarpi Sovétríkjanna, þar sem stjórn Sambandslýðveldisins var svo að segja daglega nefnd „ólögleg ný- fasistastjórn", muni að nokkru linna. Leiðtogarnir rússnesku hafa sem sé viðurkennt að þeir hafi haft á röngu að standa. REIS ÚR RÚSTUM Sambandslýðveldið þýzka hefur átt erfitt uppdráttar, en stjórnmálasamband þess við Sovétríkin markar mikilvægan áfanga í þróun þess frá því að Moskvuráðstefnan, er fjallaði um efnahagslega og pólitíska sam- einingu Þýzkalands, fór út um þúfur. Lýðveldið reis úr rústum styrjaldarinnar og óx í skjóli Breta, Frakka og Bandaríkja- manna eftir að Rússar, sem her- námu austurhéruð landsins, höfðu hafnað aðgerðum, er mið- uðu að því að skapa efnahagslega sameiningu landsins um leið og þeir kröfðust gífurlegra stríðs- skaðabóta — skaðabóta, sem þeir „vonuðust til að Bandaríkin myndu leggja fram fé til þess að greiða", eins og einn af talsmönn- um bandaríska utanríkismála- ráðuneytisins hefir komizt að orði. Það sem þó er mikilvægast í hinu nýja samkomulagi er, það hefur náðst þrátt fyrir það að Rússar hafi látið óspart í það skína að þeir myndu grípa til hefndarráðstafana ef Bonnstjórn- in tæki upp samband við Atlants- hafsbandalagið. RÚSSAR BUÐU Stjórnmálaleiðtogarnir létu samt ekki blekkjast og hin ákveðna afstaða þeirra og festa virðist hafa haft áhrif á rúss- nesku leiðtogana, þeir buðu Adenauer til viðræðna og stungu upp á því að stjórnmálasambandi yrði komið á millum landanna. Konrad Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands, hefur tví- mælalaust unnið persónulegan sigur með för sinni til Moskvu. Hann kom frá Moskvu með samkomulag upp á vasann. Það fól í sér frelsun mörg þúsund þýzkra stríðsfanga, sem verið hafa í haldi í SovéUíkjunum ár- um saman. Þó lét kanslarinn ekki undan þeirri kröfu Sovétrikjanna að hann og stjórn hans hæfi samn ingaumleitanir við kommúnista- stjórn Austur-Þýzkalands. ÖRTGGIEVRÓPU Ef til samninga yrði gengið við austur-þýzku stjórnina, yrði það aðeins til þess að draga sam- einingu landsins á langinn, og að áliti ráðamanna í Bonn er slíkt óhugsandi. Eitt af því fyrsta, sem Dr. Adenauer gerði, er han kom til Moskvu, var að leggja áherzlu á að í augum þýzku þjóðarinnar væri skipting landsins „óeðlilegt ástand, sem bryti í bága við bæði lög guðs og manna og sjálfrar náttúrunnar“. Hann benti á að ekki gæti verið um neitt „varan- legt öryggi að ræða í Evrópu, fyrr en gengið hefði verið frá sameiningu Þýzkalands“ Sameining Þýzkalands mun auðvitað verða eitt af megin við- fangsefnum utanríkismálaráð- herra stórveldanna fjögurra — er þeir koma saman til fundar í Genf í lok októbermánaðar, Menn harma það, sem von er að ekki skyldi miða neitt í samkomu lagsátt um sameiningu Þýzka- lands á fundinum í Moskvu, en aðrir benda á að þetta hafi verið fyrsti fundurinn, sem valdamenn Sovét-Rússland og Vestur-Þýzka- lands hafi átt með sér, og því hafi varla verið hægt að búast við öllu meiri árangri en raun ber vitni. Þýzka þjóðin fagnar af heilum hug þeirri frétt, að hún megi nú eiga von á því að þúsundir fyrr- verandi þýzkra hermanna muni von bráðar fá leyfi til þess að snúa heim til ættjarðar sinnar og heimila hvort heldur er í Austur- eða Vestur-Þýzkalandi. Einnig gáfu rússnesku leiðtogarnir það lauslega í skyn að búast mætti við því að óbreyttir þýzkir borg- arar, sem enn eru í haldi í Sovét- ríkjunum verði einnig látnir laus ir, þótt síðar verði. ÁSÖKUN RÚSSA ÚT í HÖTT í Washington gætir töluverðra vonbrigða út af ásökunum rúss- nesku valdhafanna þess efnis, að mörg þúsund rússneskir borgar- ar væru búsettir í Vestur-Þýzka- landi og fengju ekki að fara það- an. Þessi ásökun virðist yarla geta samræmst því, sem Rússar vitna svo oft í sem „anda Genfarfund- arins“, þar eð hún á ekki við neitt að styðjast. Rússneskar nefndir, hafa hvað eftir annað, á árunum eftir heimsstyrjöldina, haldið uppi rannsóknum innan Vestur- Þýzkalands um veru og dvöl fyrr- verandi rússneskra borgara þar, og þeim má vera það fullljóst að þeir Rússar, sem ennþá dvelja í Vestur-Þýzkalandi eru þar af frjálsum vilja og sem flótta- menn, er hafa af sjálfsdáðum flúið undan yfirráðum komm- únista. Júlíus Katchen ákaff fagnað BANDARÍSKI píanóleikarinn Júlíus Katchen hélt aðra tón- leika á vegum Tónlistarfélagsinsi í Austurbæjarbíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi áheyrenda og við mikla hrifningu. Eins og fyrra kvöldið, lék hann verk eftir Bach, Beethoven, Brahms og Chopin. Á mánudaginn kemur leikur Katchen á æskulýðstónleikum, sem Tónlistarfélagið efnir til, og þá léttari verk. Ætti fólk ekkft að láta þetta tækifæri sér úr greipum renna, með því að hér er á ferðinni afburða píanóleik- ari, sem þrátt fyrir sinn unga aldur, hefir nú þegar skipað sér á bekk með beztu píanóleikurum heims.___________________ 17 bátar með 527 tunnur ti! ákraness AI^RANESI, 23. sept. — Hingað komu í dag 17 reknetjabátar með 527 tunnur síldar. Þessir 4 bátar voru með mest- an afla: Dóra úr Hafnarfirði með 103 tunnur, Svanur úr Stykkis- hólmi með 78 tunnur, Heima- skagi með 69 tunnur og Sæfaxi með 68 tunnur. — Allir bátamir fóru aftur út í dag. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.