Morgunblaðið - 25.09.1955, Side 2

Morgunblaðið - 25.09.1955, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. sept. 1955. Jálítis Katehen leikor hér á æsknlvðsíénleiknm NÆSTKOMANDI mánudag efnir Tónlistarfélagið til æskulýðs- tónleika í Austurbæjarbíói og leikur þar hinn víðfrægi banda- ríski píanósnillingur, Julius Katchen. Ræddi listamaðurinn, ásamt forráðamönnum Tónlistarfélagsins, við fréttamenn í gær. VEKUR GEYSI HRIFNINGU Hinn 29 ára gamli Katchen ( hefur haldið tvo tónleika hér ‘ við geysihriíningu áheyrenda. Á ■efnisskrá hans voru verk eftir Bach, Waldsteinsónatan eftir Beethoven, f-moll sónata eftir Brahms og auk þess þrjú verk eftir Chopin. EFNISSKRÁIN Á MÁNUDAG BÉTTARI Á æskulýðstónleikunum á mánudaginn leikur Katchen létt- ari verk, m. a. píanósónötu eftir AÐLABANDI MAÐUR Júlíus Katchen er fæddur í Bandaríkjunum árið 1926 af rúss- neskum foreldrum. Lagði hann stund á heimspeki og tungumála- nám við háskóla í Bandaríkjun- um og fékk námsstyrk til frek- ari heimspekináms í París, en styrkinn notaði hann til fram- haldsnáms í píanóleik. Þau nútímatónskáld, sem Kat- chen metur mest, eru Bela Bar- tok, Prokofin og Stravinsky. ® — ® — ® Tónlistarfélagið á þakkir skil- ið fyrir sína ötulu starfsemi, en því hefir tekizt á undanförnum árum að fá hingað marga þekkta og mikilsvirta listamenn og kon ur. Sú skemmtun, sem Tónlistar félagið veitir okkur Reykvíking- um, ætti að vera í meiri metum meðal almennings, en því miður virðast allskyns trúðar fá betri aðsókn en sannir listamenn. En þetta stendur vonandi til bóta, og væntanlega heldur Tónlistar- félagið áfram á sinni sömu góðu braut. A. Bj. c.„ ög uiiiiiiiiigar- kvenna 10 ára Gíslína PálsdóHir ára Merkjasöludagur sjóðsins á jiriðjudag NÆSTKOMANDI þriðjudag, 27. sept., á Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna 10 ái'a starfsafmæli og hefur sjóðurinn jafnan efnt til merkjasölu þann dag. — Sjóðurinn var stofnaður til minningar um frú Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, og tilgangur hans er að vinna að menningarmálum kvenna með því að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðri menntastofnanir. Hafa um 80 konur fengið styrk úr sjóðnum, sem nernur um 200 þús. kr. STOFNAÐUR 1941 Eins og segir í skipulagsskrá sjóðsins var stofnfé hans dánar- gjöf frú Bríetar að upphæð kr. 2000, sem afhent var af börnum hennar á 85 ára afmæli hennar 27. sept. 1941 og telst sá dagur stofndagur sjóðsins. En skipulagsskrá hans var ekki samin fyrr en árið 1945, og árið 1946 var fyrst veitt úr honum, alls kr. 9 þúsund til 6 stúlkna. Tekjur sjóðsins eru minningar- gjafir, en nú hafa verið gefnar minningarfjafir um 60 konur, tekjur af árlegri merkjasölu, sem Kvenréttindafélag ísiands gengst fyrir, en sjóðurinn starfar á veg- um félagsins. Þá hefur sjóðurinn tekjur af áheitum og gjöfum, öðrum en minningargjöfum, þá l Julíus Katchen Mozart, hina víðkunnu og stór- fenglegu Alla Turca sónötu, fræg asta píanóverk Schuberts, Wand- erfantasíuna, Myndasýning, margbreytilegt og heillandi verk eftir rússneska tónskáldið Mouss- orgsky, og eina erfiðustu píanó- cónötu Beethovens, ópus 109, o. m. fl. verk. Eins og forráðamenn Tónlist- arfélagsins komust réttilega að orði, er hér lítið um uppbyggi- legar skemmtanir fyrir ungt fólk og ætti því sem flestir að nota sér þetta einstæða tækifæri á mánudag og hlusta á Julius Katchen leika, en hann er ein- hver mesti píanósnillingur vorra tíma. Aðgangseyri er mjög stillt i hóf, ekki nema 15 kr. — En þó þessir tónleikar séu auglýstir sem æskulýðstónleikar, er full- orðnu fólki að sjálfsögðu heim- ill aðgangur. Þelta verða síðustu tónleikar Katchens, þar sem hann fer af landi burt á þriðjudagsmorgun- inn. HEFUR LEIKIÐ f ÖLLUM HEIMSÁLFUNUM Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, hóf Katchen að leika opinberlega er hann var 11 ár£ gamall og lék þá til 14 fira aldurs, en píanónám hóf hann fyrst hjá ömmu sinni, þá ekki nema 5 ára. — 14 ára hóf hann ekólanám og árið 19.46 fór hann til Parísar og kom þá fram aft- ur og hefur síðan verið á sí- felldu hljómleikaferðalagi. — Sagðist hann hafa leikið í flest- um löndum heims, nema fyrir austan járntjald, en vonir standa til að hann fari þangað bráðiega. Má segja, að hverri stund í lífi Katchens hafi verið ráðstafað síðan 1946, og svo er einnig næstu 2 árin. Á hann nú fyrir höndum að leika í sjónvarp bæði í London og París, og síðan mun hann fara í hljómleikaferðalag um Evrópu og Afríku. — S. 1. fir hefur hann verið á hljóm- leikaferðalagi um flest lönd Ev- rópu. Var ákveðið á s. l. vori að hann kæmi hingað, : en vegna tveggja mánaða veikínda gat «kki orðið af heimsókninni fyrr. Niliirsknrðiir á bósíoíni fyrírsjáanlegur í nær» sveitum Patreksfiarðar c; Alvarlegur mjólkurskortur yfirvofasidi Patreksfirði, 21. sept. ALVARLEGT ástand er nú ríkjandi í Barðastrandarhreppi og Rauðasandshreppi með hey til næsta vetrar. Fyrirsjáanleg- ur er niðurskurður á bústofni í nærsveitum Patreksfjarðar, þar sem stanzlaus rigningartíð hefur verið frá því um 20. júní og fram í miðjan september. HEY HRAKIN OG SKEMMD Á einstaka bæjum hafa náðst inn hey, en þau verið mikið skemmd og hrakin. Á öðrum bæjum hefur ekki enn verið unnt að ná inn neinu af þurru heyi, en lítilsháttar af votheyi. TÚNIN KVIKSYNDI Sumarveðráttan hefur verið sú versta, sem menn muna eftir. Á Rauðasandi mun þó vera al- varlegasta ástandið. Sum túnin er ueitt kviksyndi eftir rigning- arnar og hefur ekki verið viðlit að koma nokkrum tækjum út á þau. í Saurbæ á Rauðasandi, sem er eitt stærsta kúabúið í nær- sveitunum hefur ekki enn náðst í hlöðu nokkurt hey, en búið er að ná inn votheyi, um 10 kýr- fóðrum. Upp úr miðjum mánuði breytt- ist til batnaðar og hefur með að- stoð fólks héðan frá Patreksfirði náðst inn nokkuð af heyi. SJÁLFBOÐALIÐAR Fyrstu þurrkdagana tók fólk sig saman og fór í hópum á sveitabýlin og aðstoðaði við hey- skapinn, bæði á Barðaströnd og Rauðasandshreppi. Var mikil hjálp í því, en hvassviðri hafa valdið því að lítið hefur verið hægt að hreyfa hey undanfarna daga. ALVARLEGT ÁSTAND Eins og að framan segir er al- varlegt ástand framundan og mun það mæða hart á íbúum Patreksfjarðar á næsta vetri, því með miklum niðurskurði bú- stofnsins mun hér verða alvar- legur mjólkurskortur. Oddvitinn á Patreksfirði, Ágúst H. Pétursson, hefur leitað til þeirra héraða, sem leyfilegt er að flytja hey úr hingað á Vest- firðina, en það eru Húnavatns- sýsla og Skagafjarðarsýsla, vest- an Héraðsvatna. Þaðan mun engin hey vera hægt að fá, vegna þess að hey- skapur i þessum héruðum hefur ekki gengið vel og bændur þar ekki aflögufærir á hey. Mjólkurskömmtun mun verða tekin upp á Patreksfirði frá 1. október næstk. Haldist tíð góð nú næstu daga mun allt verða gert, sem hægt er, til að ná inn heyjum og mun fólk héðan vera fúst til að fara út í sveitirnar og aðstoða við það. — Karl. á áhrifym geisla- HARWELL, Englandi — Undan- farna tvo daga hafa staðið yfir miklar umræður um eitt mesta vandamál atómaldarinnar, áhrif greislavirkunar á erfðavísana. Hafa viðræður þessar farið fram í kjarnorkuveri Breta í Harwell. Vísindamenn frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Kanada og Sví- þjóð sátu þennan lokaða fund. Á kjarnorkuráðstefnu S. Þ. í Genf viðurkenndu vísindamenn, að mikið skorti enn á næga þekkingu á áhrifum geislavirk- unar. Var það því samþykkt þar, að hafnar yrðu víðtækar rann- sóknir og umræður, og hófst fyrsti þáttur þeirra í Harwell í fyrradag. hefur K.R.F.Í. haft kaffisölu til ágóða fyrir sjóðinn, hann hefur gefið út bókina „Úr blöðum Laufeyjar Valdemarsdóttur“, sem nú er nærri uppseld og gaf góðar tekjur og þá hefur sjóð- urinn vaxtatekjur. Ætlar sjóðurinn að gefa út Æviminningabók, en í hana verður skráð æviminning allra þeirra kvenna, sem gefnar hafa verið minningargjafir um og einnig myndir af konunum. Bók Frú Bríet þessi verður hin mesta gersemi, og verður fyrsta eintakið, sem verður með útskornum spjöldum geymt á öruggum stað í Lands- bókasafninu. — Bókin er nú tiL búin til prentunar og kemur á markaðinn innan skamms. STJÓRNIN Laufey Valdemarsdóttir var fyrsti formaður sjóðsins, en hún lézt á fyrsta starfsári hans og tók þá Katrín Thoroddsen, lækn- ir, við formannsembættinu og hegur gengt því síðan. Aðrir í stjórn sjóðsins eru frú Auður Auð uns, sem er varaformaður, Svava Þorleifsdóttir gjaldkeri og með- stjórnendur eru frú Lára Sigur- björnsdóttir og Ragnheiður Möll- er. — ★ ★ ★ Á þriðjudaginn eru liðin 99 ár frá fæðingu frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur, en hún var einhver mesti kvenskörungur, sem við höfum átt og barðist dyggilega fyrir hagsmunamálum kvenfólks- ins. Og nú á þriðjudaginn er lconur heimsækja ykkur landsmenn góð ir og bjóða ykkur merki sín til sölu, minnist þá hinnar miklu kvenhetju, sem sjóðurinn á til- veru sína að þakka, og einnig ungu kvennanna, sem njóta góðs ai’ örlæti ykkar og fá menntun sína fyrir merkin, sem þið kaup- ið. —• Styrkið gott málefni og kaupið merki Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Akranesbátum AKRANESI, 24. sept. — Síldar- bátarnir komu allir inn í dag og var veiði æði misjöfn. Mestan áfía höfðu Fram 107 tunnur, Böðvar 106, Skipaskagi 104 og Aðalbjörgí 87. 10 trillur voru á sjó í gær og fengu um 500—800 kg hver, — og svipað aflamagn i dag. — Oddur. I í DAG, sunnudaginn 25 septemi ber, er frú Gíslína Pálsdóttií sjötuíu ára. Gíslína er fædd og upp alin að Götu í Selvogi, og komin af merkum og dugmiklum bændum og útvegsmönnum þat eystra. Um tvítugt fluttist hún hingað til Reykjavíkur og hefuT átt hér heima síðan, og má þvj með nokkrum rétti kalla hana Reykvíking. Hún hefur fylgzt með vexti og breytingum þessa bæjarfélags um hálfrar aldat skeið. Hér hefur hennar verka- hringur verið, bæði utan heim- ilis og innan, enda þekkja hana fjölmargir Reykvíkingar, og a9 góðu einu ^ Gíslíiia er kona vel greind og fróð um marga hluti. Margt ætt- fólk hennar hefur yndi af song og annarri tónlist, og það hefur hún einnig. Dugnaður sá, sem eí henni í blóð borinn, hefir orðið henni að miklu liði um ævina. Samfara þrautseigju og stöðuð- lyndi hefur hann orðið til þess, að hún hefur alltaf veríð fremur veitandi en þiggjandi; enda vita þeir það bezt, sem nánast þekkja hana, hvílíka fórnarlund hún á til að bera og ríkan vilja til að hjálpa og láta gott af sér leiða, Það er ánægjulegt að koma á heimili Gíslínu; hún er alúðleg og gestrisin svo af ber, enda er oft gestkvæmt hjá henni. Þaðani hefur margur farið glaðari og um leið vitrari en þegar hann kom, því viðræður við GíslínU geta opnað augu manns fyrir ýmsu því, sem að jafnaði er manni sem lokaður heimur. Þar kemur m. a. til greina sá hæfi- leiki hennar, sem hún hefur þroskað betur en flestir: að gera sér grein fyrir hinu ókomrta — orsökum og afleiðingum í líf- inu, — að vera, það sem maðup kallar framsýnn, í beztu merk- ingu þess orðs. Lífsreynsla og eðl- isgreind hafa hjálpazt að við að þroska framsýni hennar; það er eins og henni komi færri hlutit á óvart en öðru fólki. Oft hefuB hún látið aðra njóta þess, sem reynsla hennar og hæfileikas hafa veitt henni í aðra hönd unj dagana. Kannske er enginn mælikvarðf betri á andlegan þroska manna en einmitt sá, hver áhrif mótlætl og erfiðleikar lífsins hafa á skap- gerð þeirra og lífsviðhorf. — Gíslína hefur ekki farið varhluta af mótlæti um ævina, en öll slík reynsla hefur þroskað hana, en hvorki tekizt að buga hana nð gera hana beizka út í lífið. Ég veit, að þegar hún á þessum tíma- mótum lítur yfir. liðna ævl, minnist hún miklu fremur þess, sem gott hefur verið, skemmti- legt og fagurt, heldur en hins, sem miður fór.Það er áreiðanlegt, að hún álítur sig gæfumanneskju, enda má segja, að hún sé það. Og það er einmitt sú heillaríkaí afstaða til lífsins, bæði hins liðna og hins ókomna, sem gerir það að verkum, að Gíslína er mjög ung í anda, hvað sem árum líður. Mér, sem hef þekkt hana um þrjá tugi ára, finnst hún ekkert hafa breytzt frá því ég man eftir hennl Framh. á bls. 12. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.