Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. sept. 1955 ] Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON :cj Ráðningnskrifstola vor vor er á Skólavörðustíg 3. — Sími 82451. Sameinaðir verktakar b>X>1 Framhaldsssagan 37 „Kannske ekki“. „Og hún var einnig saklaus." „Haldið þér það?“ „Skiljið þér það ekki, maður, að ég er ekki að segja yður, hvað ég held. — Ég er að segja yður staðreyndir.“ Ég hafði enga löngun til að þræta lengur við hann, svo að ég beið þess sem verða vildi. Hann þagði um stund, en sagði svo: „Sjáið þér nú til .. Ég var nefnilega sjálfur staddur í hús- inu, þetta sama kvöld". „Einmitt það?“ sagði ég að- eins (og hvað annað gat ég raun- verulega sagt?) „Já, mér hafði verið komið fyr- ir hjá frænda mínum og frænku, sem búsett voru í hinum enda borgarinnar. Ég var einmana og umkomulaus þarna á heimili þeirra — eða kannske ætti ég fremur að segja, að ég hafi verið einmana og umkomulaus án föð- ur míns. Raunverulega var ég fangi á mjög tötralegu og lítilmót legu prestssetri. Þetta kvöld — þér munið ef- laust að það var kvöldið sem stríðinu var lýst yfir — voru allir svo æstir og utan við sig, vegna hinna illu tíðinda, að eng- inn gaf mér neinar gætur, svo að tækifærið til undankomu barst alveg upp í hendurnar á mér. Að sjálfsögðu greip ég það þeg ar, alls hugar feginn. Ég hljóp, allt hvað af tók, þvert í gegnum alla borgina og stefndi heim, heim til pabba. Ég klifraði yfir garðvegginn og komst heim að húsinu, án þess að nokkur sæi mig eða veitti ferð um mínum athygli. Húsið virtist mannlaust með öllu, svo að ég gekk út í lækn- ingastofuna. Þar fannst mér alltaf skemmtilegt að vera, en þó sér- staklega í þetta skipti, vegna þess að — já, vegna þess að skápur, sem alla tíð var lokaður og læst- ur, stóð nú hálf opinn.“ „Já, ég man að þetta kom fram í réttarhöldunum". „Þarna fór ég svo að leika mér að nokkrum flöskum og glösum, tók úr þeim tappana og þefaði. Það var mikið lán, að ég skyldi ekki drepa mig á eitri — eða c.t.v, ólán, þegar maður hugsar nánar um það. Allt í einu heyrði ég fótatak frammi í forstofunni. Ég varð óskaplega hræddur, demmdi flöskunum eins fljótt og ég gat upp í hillu, þar sem margar aðr- ar voru fyrir og lokaði skápnum. Ég vildi alls ekki, að hún kæm- ist að því, að ég hefði verið að snuðra í skápnum“. „Vissuð þér þá, hver var að koma?“ „Ó, já. Fótatak hennar. var alveg auðþekkt .... Rétt á eftir kom hún inn og sá mig. Henni var mjög heitt. Það var ákaflega hlýtt í veðri og hún hafði verið á gangi í sólskininu. „Ert þú hér?“ sagði hún, en nöldraði ekki eins mikið og ég hafði búizt við. Ég held að hún hafi verið þreytt. „Hvar er pabbi þinn?“ spurði hún því næst. Ég sagðist ekki vita það. „Hann er aldrei hér, þegar mað ur þarfnast hans“, sagði hún lágt og þreytulega. Síðan gekk hún að hillunni og tók nokkrar pillur úr einu glas- inu: „Ég hef svo slæman höfuð- verk“, sagði hún „og ég ætla að liggja fyrir, örlitla sund. Viltu sækja mér vatn í glas og koma með það inn í svefnherbergið." Ég gerði sem hún bað og þann- ig skeði þetta allt. Eins og þér heyrið, þá hafa tómar siysaiegar tilviljanir ráðið mestu hér, eins og oftast“. „Já, ég heyri það“. | „Trúið þér mér ekki?“ ' „Ég verð að endurtaka það, sem ég sagði áðan — ég veit það raun verulega ekki sjálfur .. En hvers vegna sögðuð þér ekki réttinum þessa sögu?“ „Ég fékk aldrei tækifæri til þess. Hugsaði um það eitt, að kom ast sem allra fyrst í burtu .. ég hafði alltaf verið atyrtur fyrir allt og ég bjóst við, að svo myndi einnig verða í þetta skipti .... Þessvegna flýtti ég mér aftur heim til frænda míns. Fólkið hélt að ég væri veikur — eitt hinna venjulegu „kasta“ minna, sagði það. — Ég var nefnilega ákaflega taugaveiklaður og við- kvæmur, þegar ég var barn.“ „Og sögðuð þér svo aldrei nein- um frá því, sem skeði í lækninga stofu föður yðar?“ „Mér var aldrei sagt neitt held- ur“. „Hvað eigið þér við?“ „Mér var aldrei sagt neitt frá hinum hörmulegu afdrifum for- eldra minna. Mér var aðeins til- kynnt það, að þau hefðu bæði farið langt í burtu og, að ég gæti ekki komizt til þeirra. Mörgum árum síðar fékk ég loks að vita, hvað það var, sem raunverulega hafði skeð og —“, hann hikaði andartak á síðustu orðunum — „sú vitneskja kom yfir mig, eins og reiðarslag". Nú varð löng þögn og á meðan reyndi ég að rifja sem gleggst upp fyrir mér, hvaða álit fólk hefði yfirleitt haft á Gerald, þeg | ar hann var barn. í hinni litlu borg höfðu mynd- j ast margar og miklar tröllasög- , ur um hinn fáheyrða óáreiðan- leika hans. | Hann „ýkti“, eða — eins og stórorðir menn komust að orði — sagði hinar dæmalausustu lygasögur. j Hann gat sagt mönnum sem hann hitti, að hann hefði nýskeð séð fíl á Shawgate, árekstur milli tveggja gufuvaltara, eða mann með þrjú nef. Og einu sinni man ég eftir því, að hann sagði okkur félögum sínum, mjög hátíðlega, að faðir sinn hefði keypt bana- sæng. | Ekki vissum við, hvar hann hafði grafið þetta orð upp, en hann hélt bersýnilega, að bana- sæng væri' einhver sérstök gerð af rúmstæðum, sem menn keyptu í húsgagnaverzlunum. Okkur fannst það dálítið snið- ugt, að hans eigin, barnslega fá- fræði skyldi svo gersamlega af- hjúpa hann sem lygara. KEMISK HREINSUN GUFUPRESSUN HAFNARS'TRÆTI 5 LAU FASVEGI 19 Mý sendlrag frá NEW YORK Þessar ágætu samsettu trésmíoavélar STENBERGS MASKINBYRA A/B, STOCKHOLM hafa þykktarhef- II, afréttara, hjól scg, fræsara og bor, — öllu mjög haganlega fyrir- komið. Yfir 30 ára reynzla hér á landi. Leitið upplýsinga hjá undirrituðum um ofangreindar vélai og allsk. aðrar trésmíðavélar frá ofangr. firma. Loftur Sigurðsson Ingólfsstræti 19, Reykjavík, pósthólf 883. Símar: 4246 og 5747. •1P<I LECI¥ON SÍÐDECISKJÓLAR KOKTEILKJÓLAR GULLFOSS Aðalstræti ■■■■•••••■••»*••»••» Dömur Tökum fram á morgun nýja sendingu af höttum mjög smekklegum. Tízkulitir. Einnig hanzkar, kjólablóm, undirpils, blússur o. m. fl. Hattaverzlun ísafoldar h.f. Austurstræti 14 (Bára Sigurjónsd.) LECITON er dásamlegasta sápan, sern til er. — Froðan er fíngerS, mjúk og ilmar yndislega. — Hún hreinsar prýðilega og er óvenjudrjúg. Eg nota aðeins LECITON- sápuna, sem heldur hörund- inu ungu, mjúku og hraust- legu. REYNIÐ í DAG Notið HONIG makka- rónur I súpur yðar, eða berið þær fram sem að- alrétt með kjötbit- um eða pylsum, lít- ið eitt af smjöri og tómatsósu. 1) ED9 merkir fyrsta flokks vöru á eanngjörnu verði ÞaS er Leeithinið í LECITON sápunni sem yngir og fegrar hörundið Heildsölubirgðir: dJcjcjert ^J\riátjdnóóon (Jo. L.f. HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.