Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 8
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. sept. 1955 Ú>i.; BLÍ. Árvakur, ReykjavOc. Fnamkv.stj.: Sigfús Jónssoo. Rltstjéri: Valtýr Stefánnon (ábyrgBarm.) Stjómmálaritstjórl: Siguröur Bjamason frá TlfP&i Iitsbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garöar Kristinawm. Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelðsla; Austurstræti 8. — Sími 1600. Aakriftargjald kr. 20.00 á mánuCi inawt*ia*(lit. I lausasölu 1 kráaa aintakll. Verkfallsglaprœðið segir stöðugt meira til sín Leikhús Heimdallar: TÖFRAMAÐURINN AFLEIÐINGAR verkfallanna og kauphækkananna á s.l. vetri eru nú sem óðast að koma í ljós. — Ýmiskonar þjónusta við almenn- ing, sem kaupgjaldið er megin- iiðurinn í, hefur hækkað. Verð- lag landbúnaðarafurða hefur að meðaltali hækkað um rúmlega 14%. Samkomulag náðist um hinn nýja verðgrundvöll milli fulltrúa neytenda og framleið- enda í verðlagsnefnd landbún- aðarafurða. Einn af fulltrúum neytenda í nefndinni, Sæmund- ur Ólafsson, fulltrúi Sjómannafé- lags Reykjavíkur, hefur lýst því yfir í Alþýðublaðinu, að verð- hækkun landbúnaðarafurðanna spretti fyrst og fremst af kaup- hækkununum. Er það og stað- reynd, sem ekki verður sniðgeng- in. — Nú er svo komið að ríkis- stjórnin hefur orðið að heita samtökum bænda gjaldeyris- álagi eða útflutningsuppbótum á útflutt kjöt, gærur og ull af þessa árs framleiðslu. Er ekki ennþá ákveðið, hvort formið verður á haft. En auðsætt er, að þess hærra verð, sem bænd ur verða að fá fyrir afurðir sínar þeim mun erfiðara verð- ur að selja þær á erlendum mörkuðum. Auðsætt er að ríkisstjórnin hefur ekki getað komizt hjá að verða við óskum bænda um ein- hverskonar stuðning við útflutn- ing landbúnaðarafurða. — Hún hefði að vísu getað sagt sem svo, að bændur skyldu setja það verð á kjötið innanlands, sem tryggði þeim það verð og þær tekjur, sem gert er ráð fyrir í verðlags- grundvellinum. — En það verð hefði orðið svo hátt að vísitalan hefði rokið upp úr öllu valdi. Hæpið er ennfremur að almenn- ingur hefði þá getað keypt kjöt í svipuðum mæli og áður. — Af tvennu illu virðist því uppbóta- eða gjaldeyrisálagsleiðin vera skárri og hættuminni fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar. En engum hugsandi manni dylzt að við er- um komnir hér út á hættulega braut. Bátaútvegurinn nýtur gj aldeyrisfríðinda, togaraútgerð- in rekstursstyrks og nú verður að greiða uppbætur eða leggja gjaldeysisálag á útfluttar land- búnaðarafurðir. Það er rétt, sem dr. Jóhannes Nordal segir í forystugrein sinni í Fjármálatíðindum, sem birt var hér í blaðinu fyrir tveimur dög- um, að fjárhagslega vanmáttug atvinnufyrirtæki sýkja allt fjár- málakerfið. Hallareksturinn í ís- lenzku atvinnulífi hefur veikt grundvöll hins íslenzka hagkerfis stórkostlega. Verðgildi pening- anna er hröðum skrefum að rýrna. Aðvörun sem ekki var sinnt Þetta verður þjóðin að gera sér Ijóst. Engir hafa varað hana hreinskilnislegar við hættunni í þessum efnum en Sjálfstæðismenn, sem hafa nú forystu í ríkisstjórn landsins. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, beindi alvöruþrungnum aðvörunarorðum til lands- manna í áramótaræðu sinni um síðustu áramót. Hann skor aði á þjóðina að slá skjald- borg um íslenzka krónu. Ef horfið yrði að verulegum kaup hækkunum hlyti af því að leiða nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Á því myndi enginn græða. En þessari aðvörun var ekki sinnt. Kommúnistar réðu stefn- unni í verkahlýðssamtökunum. Undir þeirra forystu voru hafin langvinn og fyrirhyggjulaus verk föll. Afleiðingar þeirra urðu al- mennar kauphækkanir, ekki að- , eins til verkamanna heldur hátt launaðra iðnaðarstétta. Síðan . hefur þenslan í efnahagslífinu j stöðugt aukizt. Og nú er svo kom- I ið, að launþegum er lítill sem | enginn styrkur að þeim kaup- hækkunum, sem knúðar voru fram. Dýrtiðin er smám saman að éta þær upp. Þetta er hinn beizki raun- veruleiki og sannleikur, sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Og hann verður að segj- ast. íslendingar verða að snú- ast við þeim vanda, sem nú steðjar að efnahagslífi þeirra af festu og manndómi. Ella er þeim framkvæmdum, sem nú er unnið að af þrótti og bjart- sýni stefnt í mikla hættu. Töframaðurinn (Kr. Hallsson), Bastien (M. Jónsson) og Bastienne. \Jetvakan.(Li ii'rijar ■ ólufckufugllnn! ALÞÝÐUFLOKKURINN á nú í miklu basli með ólukkufugl sinn, sem afhenti kommúnistum stjórn Alþýðusambands fslands á s.l. hausti og er nú forseti sambands- ins af náð þeirra. Hefur mjög komið til orða að víkja honum úr flokknum í haust eins og Al- fréð Gíslasyni, bæjarfulltrúa. 'j Margir hafa talið að líklegast væri að ólukkufuglinn gengi formlega í kommúnistaflokkinn bráðlega, hvort sem honum yrði vikið úr Alþýðuflokknum eða ekki. Munu kommúnistar hafa látið í það skína, að þeir myndu fá honum sæti Sigurðar Guðna- sonar á framboðslista flokksins í Reykjavík, ef úr kaupum yrði við næstu alþingiskosningar. Gera kommúnistar sér að vísu ekki miklar vonir um að auka fylgi sitt með slíku framboði. En þeir leggja nú hið mesta kapp á að auka sem mest glundroðann í röðum Alþýðuflokksmanna. — Telja þeir það illt afspurnar fyr- ir jafnaðarmenn ef einn af þing- mönnum þeirra gengur hreinlega í kommúnistaflokkinn. J í blaði Þjóðvarnarflokksins sjást þess nú einnig nokkur merki að hann byggir töluverðar vonir á upplausninni í Alþýðuflokkn- um. Gera Þjóðvarnarmenn ráð fyrir að þeir fái fleiri uppbótar- þingsæti, ef svo færi að Alþýðu- flokkurinn fengi engann mann kjörinn í Reykjavík og þurrkað- ist þarmeð út úr þinginu. Eru þeir nú farnir að láta blíðlega við ólukkufuglinn á svipuðum forsendum og kommar. Báðir eru þessir flokkar hálfsmeykir við að veita ó- lukkufuglinum viðtöku. En þeir vilja í lengstu lög geta notað hann til þess að vinna að hruni Alþýðuflokksins. — Væri sennilega hagkvæmast fyrir þá að hann ýrði þar kyrr. Uppeldisstofnun ÞAÐ er orðið langt síðan við höfum rætt um útvarpið í þessum dálkum og efnið sem það býður hlustendum sínum uppá. Ég verð að segja, að mér finnst margar ádeilur sem fram koma á útvarpið útí hött og eiga litla sem enga stoð í veruleikanum. — Flestar fjalla þær um iéttara efni og gengið sé til móts við hlustendur, eins og sagt er. Það er mesti misskilningur, ef það er að ganga til móts við hlustendur, að flytja eins létt og ómerkilegt efni og unnt er. Auðvitað á það að vera inná milli, svona til bragðbætis, en mér er ómögulegt að líta öðruvísi á en útvarpið sé menningarstofnun, já og ekki einasta það, heldur líka uppeldis- stofnun. Og þessu hlutverki sínu hefir það oft og einatt gegnt ágætlega. Ekki undir hælinn lagt FTUR á móti er það rétt, að yfir efni útvarpsins er all- þungur svipur. En sannleikurinn er bara sá, að ef efnið yrði „til- reitt“ betur fyrir hlustendur yrði það til mikilla bóta. Þetta vissi Björn Th. Björnsson, þegar hann var að lesa yfir okkur í fyrra- vetur og þessvegna náði hann allgóðum tökum á hlustendum. En það á bara að vera hlutverk útvarpsins sjálfs að bera efnið á borð fýrir hlustendur, en ekki þeirra sem flytja það og semja. Það á alls ekki að vera undir hælinn lagt, hvort gott efni er vel eða illa tilreitt. Kvæði dagsins ANNARS langar mig að bera fram þá gagnrýni á út- varpið, að það kynnir skáldin okkar og verk þeirra alltof lítið. Einkum hafa ljóðskáldin orðið fyrir barðinu á hugsunarleysi for ráðamanna útvarpsins. Við heyr- um varla nokkurn tíma lesin ljóð eftir íslenzk skáld og aðeins með höppum og glöppum. Og það er eins og útvarpið viðurkenni alls ekki, að ung skáld séu í land- inu. Mér datt þetta í hug, þegar ég var að lesa dagskrá danska útvarpsins fyrir skömmu. Alla hverndaga vikunnar eru lesin upp kvæði í danska útvarpið, um sjöleytið. Kalla þeir þann þátt: Dagens Digt, og er ég viss um, að hann er vinsæll af fleiri hlust- endum en marga grunar. — Hví ekki að kalla einn þátt útvarps- ins hér: Kvæði dagsins — og láta beztu upplesara okkar kynna gömul og ný ljóð. Við þurfum víst ekki að leita dyrum og dyngjum að þeim. Ég er viss um, að margur mundi hafa áriægju af ef þetta yrði gert auk þess sem bæði skáldin og hlustendurnir heíðu gagn af. Þingfréttirnar OG fyrst við erum að tala um útvarpið, ætla ég að birta hér bréf frá „uppsveitamanni" sem hefir mikið til síns máls og ræðir raunar um svipað efni og hér að framan. Hann segir m.a.: ,,Ég vil útvarpinu vel, enda stend ég að ýmsu leyti í þakk- lætisskuld við það og til að sanna þetta vil ég koma hér fram með eina tillögu um breyting á dag- skránni, sem ég er viss um að muni eiga vinsældum að íagna. Tillagan er viðvíkjandi þing- fréttaflutningnum. Það vill svo til að þinfrétta- flutningurinn á um þessar mund- ir aldarfjórðungsafmæli í því formi, sem hann nú er yfir þing- tímann. Nú vil ég gera það að tillögu minni að þessa merka af- mælis sé minnzt með því að tekið sé upp nýtt fyrirkomulag á þing- fréttunum. — í minni sveit, sem er stór og nær yfir fimm kirkju- sóknir er lítið sem ekkert hlust- að á, þingfréttirnar. Kvöldmjalt- irnar, sem þá standa yfir, eiga ef til vill einhvern þátt í þessu en varla mikinn. Þó hygg ég að fólk hafi hér allmikinn áhuga á helztu fréttum af þingi. ÞVÍ vil ég að Ríkisútvarpið flytji hlustendum sínum þingfréttirnar eins og t.d. Danir og Norðmenn flytja sínum út- varpshlustendum þær, í aðal- fréttatíma, fréttaauka og síðast en ekki sízt af segulbandi í kvöld dagskránni. Á segulbandinu er þá úrdráttur úr ræðum þingmanna, en þær eru í heild teknar upp á „band“ eins og kunnugt er. Á þennan hátt fær þingfréttamaður tækifæri að blása lífi í þingfrétt- irnar, þær fá meira fréttagildi og eru auk þess oft á tiðum á við skemmtilegasta útvarpsefni og mætti því til sönnunar benda á ýms dæmi úr danska og norska útvarpinu. Þessu fylgir oft á tið- um líf og fjör, þegar heitar um- ræður eru í þingi og má þá oft heyra fréttamanninn segja eitt- hvað á þessa leið eftir að hlusri- endur hafa t.d. hlustað á kafla úr ræðu hægrileiðtoga: „En komm- únistinn X var nú ekki alveg á sama máli eins og hlustendur fá nú að heyra“, og síðan kemur kafli eða kaflar úr ræðu X.“ SVO er hér loks leiðrétting frá Markaðinum á Laugavegi 100. Hún er svohljóðandi: — í tilefni af skrifum Velvakanda viljum við geta þess, að Kristján Davíðs- son listmálari hefir aldrei skreytt glugga verzlunarinnar, heldur hafa starfsstúlkurnar sjálfar gert það og frú Þórunn Egilsson. Vel vakandi þakkar leiðréttinguna og segir aðéins: — Þeim sé lof. 44 ópera i einum þætti / eftir Mozart IEIKHÚS HEIMDALLAR hef- J ur starfað af miklum dugn- aði á þessu fyrsta leikári sínu og sýningar þess verið fjölsóttar og átt miklum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa, þrátt fyrir ill- kvitnislegan andróður af hálfu kommúnista, en þetta framtak Heimdellinga hefur verið þeim sár þyrnir í augum, sem kunn- ugt er. — Aðstæður við leiksýn- ingar á hinu litla sviði í Sjálf- stæðishúsinu eru mjög erfiðar og hefur það að sjálfsögðu sett nokkurn svip á leiksýningar Heimdallar, en þó gegnir furðu hversu vel þær hafa tekizt. í fyrrakvöld fór fram frum- sýning á óperunni „Töframaður- inn“, eftir Mozart, og er hún þriðja og síðasta viðfangsefni leikhússins á þessu leiksumri. „Töframaðurinn“ eða „Bastien et Bastienne", eins og óperan heitir öðru nafni, er æskuverk Mozarts. Var hann aðeins tólf ára, er hann samdi verkið. Að sjálfsögðu ber óperan, sem er aðeins einn stuttur þáttur, aug- Ijós merki þess að höfundurinn er ungur og hefur hvergi nærri náð þeim þroska í list sinni er síð ar varð og skipaði honum sess meðal frábærustu tónskálda allra tíma. Þó er músikin yndisleg í þessu litla verki og sver sig mjög í ættina, og var því vissulega ánægjulegt að heyra hana. Efni óperunnar er hinsvegar ærið veigalítið, en það er annað mál og ekki Mozarts, því að textinn er eftir F. W. Weiskern og gerð- ur sem skopstæling á verki eftir Rousseau. Bastiennc (Þuríður Pálsdóttir). Óperan gerist í sveit og fjallar um unga elskendur, misskilning þeirra og misklíð, en þó fullar sættir að lokum fyrir milligöngu töframannsins. — Hlutverkin eru aðeins þrjú, — elskendurnir Bastien og Bastienne og töfra- maðurinn og eru þau leikin og sungin af þeim Magnúsi Jóns- sjni, Þuríði Pálsdóttur og Kristni Hallssyni. Öll eru þau gædd fag- urri og mikilli söngrödd, Magnús glæsilegum tenór, Þuríður þjálf- aðri og fallegri sopranrödd og Kristinn frábærum bass-bariton. Og öll beita þau röddinni af mik- illi smekkvísi og góðri kunnáttu. Er þannig vel séð fyrir tónlist- inni í þessari óperu. Öðru máli gegnir um leikinn. Honum er £ ýmsu mjög ábótavant, svo að segja má að hann sé beinlínis „dilletantiskur" á köflum. Hvorki Magnús né Kristinn eru erm. orðnir handgengnir frú Þalíu og Þuríður var allhikandi í leik sín- um í byrjun, en áttaði sig þó fljótt og varð leikur hennar, — einkum svipbrigðin, — dágóð er á leið. I Einar Pálsson hefur sett óper- una á svið og haft á hendi leik- stjórnina. Ekki hefur Einari tek- izt að blása þeim lífsanda í leik- inn, að hann verði eðlilegur og óþvingaður. Var yfirbragð sýn- ingarinnar um margt með þeim hætti, að betur hefði sómt sér á litlu sviði úti á landi en hér £ höfuðstaðnum. Á undan sýningunni lék strengja-kvintet undir forustu Framh. á bla. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.