Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. sept. 1955 MORGVNBLAÐIB Sjotugur í dag: Geir G. astjón fAÐURINN, sem hefur byggt upp íslenzkar samgöngur á landi, lagt nærri 10 þús. km af akfærum vegum og byggt 770 brýr, er orðinn sjötugur. í þau 44 ár, sem hann hefur starfað að islenzkum vegaframkvæmdum, hafa orðið þáttaskil í lífi þjóðar- innar á sviði samgangna hennar. Akvegurinn og bifreiðin hafa leyst reiðgötuna og þarfasta þjóninn af hólmi. — Maðurinn, sem hefur stjórnað þessu mikla ¦verki af ótrúlegum dugnaði, fyr- irhyggju og yfirsýn, er Geir G. Zoega, vegamálastjóri. Þegar Mbl. ætlaði fyrir nokkr- um dögum aS fá samtal við ve"ga- xnálastjórann, fékk það þau svör að hann væri úti á landi, vestur á Fjörðum í eftirlitsferð með vegagerðum og brúarbygging- um. Hann kæmi ekki til Reykja- víkur fyrr en á þriðjudagskvöld. Þannig hefur starf Geirs Zoega alltaf verið. Hann hefur eiginlega alltaf verið „úti á landi", enda jþótt heimili hans og skrifstofa hafi verið í höfuðborginni. — Ef hann hefur ekki sjálfur verið á ferðalagi, hefur hugur hans verið úti í sveitunum hjá vegavinnu- fólkinu og verkstjórunum við forúarbyggingar og vegagerðir. Enginn íslendingur hefur ferð- ast meira um ísland en Geir Zoega. Það er varla ofmælt, að enginn þekki það heldur betur. Allsstaðar þar sem vegur liggur Jþekkir hann svo að segja hvern kílómeter, hvern háls og heiði, foeygju og brekku. En óbyggðirnar, þar sem veg- ána þrýtur hafa einnig átt hug hans. Sem forseti Ferðafélags ís- Jands um langt skeið, hefur hann átt ríkan þátt í að opna augu þjóðar sinnar fyrir töfrum þeirra, íegurð fjallanna og heilnæmi ferðalaganna. Geir Zoega hefir þannig verið einn mikilvirkasti brautryðjand- inn í hinu nýja landnámi á ís- landi. Hann hefur með starfi sínu reist sér minnisvarða, sem standa mun langt fram um aldir. Þegar ég fór í fyrsta skipti í langferð í bifreið og sá allvíða Z á spjaldi við veginn hélt ég að þetta væri fangamark Geirs Zoega. Með þessu væri verið að merkja honum vegina, sem hann hafði haft yfirumsjón með að leggja. Það er nokkuð langt síðan þessi hugmynd hvarflaði að mér. En nú er bæði mér og öðrum fyr- ír löngu orðið ljóst, að vegamála- stjórinn, sem starfað hefur í 44 ár að vegagerðum þjóðar sinnar, þarf ekki á því að halda að merkja sér þessi verk sín. Það væri líka mjög ólíkt honum að gera það. Svo yfirlætislaus er liann og hógvær í störfum sínum «og allri framkomu. Verkin sjálf tala. Þau segja frá því ævintýri, sem gerzt hefur í samgöngumál- um íslendinga undir forystu Geirs Zoega. Það þarf enga Z á spjaldi við veginn til þess að .minna á hann og starf hans. Hitt er annað mál að þessi merki eru gagnleg við hinar mörgu beygjur á íslenzkum vegum. En þau eru tákn þess að það var fátæk þjóð, sem var að byggja upp stórt og erfitt land. Ef Geir Zoega hefði haft meira fé til þess að byggja fyrir vegina, væru Z-urnar færri. Geir G. Zoega er fæddur í Reykjavík 28. september árið 1885, sonur Geirs Zoega rektors og Bryndísar Sigurðardóttur konu hans. Hann lauk stúdentsrófi árið 1903 og prófi í verkfræði í Kaup- mannahöfn árið 1911. Það sama ár var hann skipaður aðstoðar- verkfræðingur hjá landsverk- fræðingi, sem þá var Jón heitinn Undir stjórn hans hafa verið byggðar 770 brýr og lagðir nær 10 Jbtís. km langir akvegir Geir G. Zoega, vegamálastjóri. Þorláksson. Þarmeð var lífsbraut' hans mörkuð. Síðan hefur hann óslitið starfað að vega- og brú- argerðum í landinu. Árið 1917 var hann svo skip- aður vegamálastjóri og hefur , gegnt því starfi síðan. í Hér verða ekki rakin hin fjöl- þættu störf þessa afkastamikla i brautryðjanda á sviði verklegra ' fframkvæmda og íslenzkrar verk- menningar. En hann hefur komið I þar víða við. Á sviði skipulags- mála kauptúna og sjávarþorpa hefur hann unnið mikið starf,' sem formaður skipulagsnefndar frá byrjun. Formaður Flóanefnd- ar var hann skipaður árið 1926 og átti þar mikinn þátt í þýð- ingarmiklum framkvæmdum í þágu sveitanna á Suðurlands- undirlendinu. I ýmsum félagssamtökum hef- ur Geir Zoega einnig unnið mikið starf og gott. Hann hefur í stuttu máli sagt verið sómi verkfræð- ingastéttarinnar í landinu. Öll störf sín hefur Geir Zoega unnið af dæmafárri samvizku- semi og nákvæmni. Mun það trauðla ofmælt, að hann sé einn af beztu og traustustu embættis- mönnum þjóðarinnar. — Meðal samstarfsmanna sinna er hann virtur ,og vinsæll. Hið nána sam- band hans og eftirlit með fram- kvæmdum um land allt hefur skapað honum mikinn fjölda vina í svo að segja hverri sveit. Geir Zoega er glæsimenni í sjón og raun. Öll framkoma hans mótazt af megineinkennum skap- gerðar hans, góðvild og prúð- mennsku, óhlutdrægni og ein- iægum vilja til þess að vinna þjóð sinni vel. Það er hvorki næðissamt verk né þakklátt að stjórna í marga áratugi vega- og brúar- gerðum í landi, sem lengstum hefur skort þessar samgönguum- bætur. En Geir Zoega hefur tek- izt það þannig, að hann hefur í senn hlotið virðingu og vinsæld- ir meðal yfirboðara sinna í stjórn landsins og á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, og meðal fólks úti um byggðirnar. Veldur þar fyrst og fremst um heiðarleiki hans, óhlutdrægni og ötulleiki. Þegar hann lætur af starfi vegamá^a- stjöra mun hann hljóta miklar þakkir alþjóðar fyrir mikið og gifturíkt lífsstarf. Geir Zoega er kvæntur Hólm- fríði Geirsdóttur Zoega, kaup- manns og útgerðarmanns í Reykjavík, og konu hans Helgu Jónsdóttur, ágætri konu, sem byggt hefur upp glæsilegt og fag- urt heimili. Hafa þau átt sex mannvænleg börn og eru fimm þeirra á h'fi. Eru það tveir synir, þeir Geir Agnar vélfræðingur, og Gunnar viðskiptafræðingur, og þrjár dætur, Bryndís, Áslaug og Ingileif. Til Geirs Zoega og heimilis hans munu í dag berast margar hlýjar afmælis- og árnaðaróskir. Það er von vina hans, að enda þótt mesta annríki hans sé að ljúka við byggingu brúa og vega fyrir þjóðina, þá eigi hann sjálf • ur ennþá langa og gleðiríka veg- ferð fyrir höndum um hin efri ár þroska og hvíldar. S. Bj. v—-"3®6^J> Enginn lætur jafn mikið sýnilegt verk eftir sig EMBÆTTISMENN ríkisins skulu samkvæmt lögum hætta störfum, er þeir eru sjötugir. Þeir eru þá úrskurðaðir úr leik, ekki færir um að gegna embætt.isstörfum, er þeir hafa rækt, oft með ágætum um áratugi og endaþótt þeir séu enn í fullu starfsfjöri. Um þetta verður mér á að hugsa, þegar Geir Zoéga vegamálastjóri verð- ur sjötugur. Hann kom hingað til lands að loknu verkfræðinámi árið 1911 og gerðist þá aðstoðar- verkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins. Þar fékk sú stofnun góðan liðsmann. Þegar þáverandi lands- verkfræðingur Jón Þorláksson lét af störfum 1917, sem verkfræð- ingur í þjónustu ríkisins var Geir sjálfkjörinn eftirmaður hans og hefir hann því veitt vegamála- skrifstofunni forstöðu tæp tvö ár miður en fjóra áratugi. Þegar Geir hóf störf sín hér á landi voru verkfræðileg stötf öll í byrjun, verkfræðingar fáir og svo að segja alveg nýtilkomnir á öllum sviðum. Þegar verkfræð- ingafélagið var stofnað 1912 var Geir einn yngsti meðlimur þess. Segja má að verkfræðingar síð- an hafi um margt skapað nýja öld á íslandi, og má þar segja um Geir að enginn hafi látið jafn mikið sýnilegt verk eftir sig liggja sem hann. Vegagerð lands- ins leynir sér ekki enda mun þetta almennt viðurkennt. Fyrsta aldarfjórðung þessarar aldar mið aði vegagerðinni fremur hægt, en annan aldarfjórðunginn þeim mun betur og það eru ekki aðeins vegalengdirnar sem aukizt hafa svo stórkostlega, heldur hafa og kröfur til veganna vaxið eigi minna, svo að burðarmagn, greið- færi og viðhald þeirra er ólíkt þvi sem fyrr var. i En þótt stjórn vegalagninga og brúabygginga um land allt hafi þurft mikilla umsvifa við, hefir Geir þó getað sinnt ýmsum fleiri störfum í þjónustu ríkisins og i annarra. Hann hefir verið ráðu- nautur um brunamál um land allt og starfað í skipulagsnefnd kauptúna og sjávarþorpa, sem hvorttveggja myndi vera all-taf- samt verk cðrum mönnum. Ríkis- stjórnin hefir auk þess oft leitað aðstoðar hans við ýms tækifæri, einkum er greiða þurfti fyrir er- lendum gestum, t. d. við undir- búning Alþingishátíðarinnar 1930. Hefir hann ávallt með lip- urð og virðuleika leyst hin erfið- ustu verk á því sviði og verið þar ríkisstjórninni hjálplegur lengi. Þótt Geir verði nú að láta af vegamálastjórastarfinu veit ég að hann muni eiga eftir að afkasta enn miklu starfi, bæði í þágu ríkis og annarra og gera það með þeirri prýði enn um langt skeið, sem einkennt hefir öll hans störf til þessa. Beztu hamingjuóskir og þakkir fylgi honum ævinlega. Steingrímur Jónsson. Gekk ötull og áræðinn oð stóru verkefni ÞEGAR litið er yfir tækniþróun' hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar, bera án efa framfarir samgöngumálanna hvað hæst. — Hinar strjálu byggðir landsins, sem aðeins voru tengdar vörðuð- um vegleysum og óljósum götu- slóðum, eru nú velflestar komnar í vegasamband. Stórár og foraðs- fljót, sem áður voru skaðræðis- farartálmar bera nú á bökkum sínum traustar brýr. Að vísu er ógrynni ógert enn í þessum efnum, en stórvirki hafa þegar verið unnin, sérstaklega j þegar tillit er tekið til stærðar i landsins og erfiðrar náttúru. I Á spjöldum þeirrar sögu, er ' síðar kann að verða skráð um þetta tímabil samgöngubóta hér- lendis mun nafn Geirs G. Zoega | vegamálastjóra viða að finna. Hann réðist ungur verkfræðing- ur til starfa, gekk ötull og áræð- inn að stóru verkefni og getur nú í dag litið um öxl yfir langan og farsælan veg. Það orkar ekki tvímælis, að honum mun nú hvarvetna frá byggðu bóli berast óskir árnaðar og þakklætis, er sýna að störf hans eru metin að verðleikum. Geir G. Zoéga má telja yngstan í hópi hinna fyrstu verkfræðinga íslenzkra. Hann er því einn af brautryðjendum verkfræðinnar hér, enda einn af 13 stofnendum Verkfræðingafélags íslands árið 1912. Síðan hefir islenzkum verk- fræðingum fjölgað mjög og eru nú orðnir fjölmenn sveit, sem í dag sendir honum sinn bezta vott virðingar og trausts. Ég get ekki lokið þessum lín- um án þess að færa Geir G. Zoéga mínar beztu þakklr fyrir1 fyrstu starfsár mín hér, er ág* ungur og óreyndur átti því láni að fagna að njóta um skeið hand- leiðslu hans sem starfsmaður á Vegamálaskrifstofunni. Á þess- um árum kynntist ég frábærri atorku hans og samvizkusemi l öllum störfum. Ég árna Geir G. Zoéga sjötug- um allra heilla, megi hann lifa vel og njóta sæll starfshvíldar að afloknu miklu dagsverki. Árni Snævarr. Vestniannaeying- ar lij ggjast kaupa farþegaskíp VESTMANNAEYJUM, 26. sept.: — Að undanförnu hefir gætt tals- vert mikillar óánægju í Vest- mannaeyjum með ófullnægjandi sjósamgöngur til Eyja. Sérstak- lega hefir þessi óánægja veriðV áberandi í sumar, þegar sífelldai*' sunnanáttir og dimmviðri hafa mjög hamlað flugi til Eyja; og ekki hefir bætt úr skák, að þrá- faldlega hefir komið fyrir, að skip Skipaútgerðar ríkisins hafi farið fram hjá Eyjum og ekki komið þar við þrátt fyrir áætlun. Með hliðsjón af þessu, sem héí hefir verið sagt var fyrir for- göngu nokkurra manna í Vest- mannaeyjum boðað til fundarins til að ráða fram úr þessu vanda- máli. Var fundurinn fjölsóttur og tóku margir menn til máls. Voru allir á einu máli um það, að skjótra úrbóta væri þörf og þá helzt í því formi að kaupa skip, sem hefði fastar áætlunar- ferðir milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja og annaðist vöru- og mannflutninga. A fundinum var kosin nefnd 9 manna til þess að undirbúa stofn- un félags, er kaupi skipið og annist rekstur þess. — Bj. Guðm. Pilnik ve! upp lagður ARGENTINSKI skákmeistarinrt Pilnik kom í gærkveldi til lands- ins með flugvél Flugfélags ís- lands, frá Kaupmannahöfn. Hanrt virtist vel upp lagður eftir ferð- ina. Stjórn Taflfélags Reykjavík- ur og aðrir skákmenn tóku á móti honum á flugvellinum. Ætlunin. var að hann tefldi fyrsta fjöltefli sitt í kvöld en því verður frestað til fimmtudagskvölds. Hugað að lyf jaíræði- kennilu HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ- HERRA, Ingólfur Jónsson, hefir skipað nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipan lyfjafræðikennslunnar i landinu og eru í nefndinni Baldur Möller, fulltrúi í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, Guðni Ólafsson, apótekari og Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.