Morgunblaðið - 01.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: A-kaldi. Skýjað. PwgmtMttfri 223. tbl. — Laugardagur 1. október 1955 Samtal við Helge Finsen. Sjá bls. 9. STjon Helgi Hermann Eiríksson lætur af störfum samkvæmt eigin ósk Á YFIRSTANDANDI ári varð Helgi Hermann Eiríksson, banka- i* stjóri Iðnaðarbankans, 65 ára, og hefur hann óskað þess að vérða leystur frá starfi sínu við bankann frá og með næstu áya- mótum að telja. Helgi Hermann Eiríksson tók við stöðu bankastjóra Iðnaðar- banka íslands h.f. við stofnun hans og hefur það verið bankanum ómetanlegur styrkur að fyrsti framkvæmdastjóri stofnunarinnar var um áratuga skeið í fylkingarbrjósti í iðnaðarmálum landsins og nýtur óskoraðs trausts iðnaðarmanna og iðnrekenda. Afráðið er, að Guðmundur Ólafs, lögfræðingur Útvegsbanka tslands h.f., taki við störfum sem bankastjóri Iðnaðarbankans frá næstu áramótum. Guðmundur Ólafs lauk kandi- datsprófi í lögum frá Háskóla ís- lands árið 1930. Sama ár gerðist hann starfsmaður við Útvegs- banka íslands h.f. og hefur síð- an gegnt starfi þar sem lög- iræðingur' bankans og banka- stjórafulltrúi. Guðmundur hefur annazt vandasöm trúnaðarstörf í bank- anum og öðlazt með því marg- þætta reynslu í atvinnu- og fjár- málalífi landsins. Nýtur hann trausts og vinsælda allra, sem til hans þekkja. Starfsemi Iðnaðarbanka Is- lands h.f. hefur vaxið ört frá stofnun hans fyrir rúmum tveimur árum og nema sparifjár- innstæður í bankanum nú um 40 millj. króna. Bankinn hefur fengið nauðsyn- leg leyfi til þess að hefja fram- kvæmdir innan skamms við byggingu framtíðarhúsnæðis á lóð bankans við Lækjargötu 10B í Reykjavík. Þangað til það hús rís af grunni og verður fullbúið Guðmundur Ólafs bankastjóri til notkunar hefur bankinn tryggt sér aaðsetur í húsi Nýja- Bíós við Lækjargötu 2, þar sem bankinn er nú, og mun hann fá allverulega aukið húsrými til af- nota þar frá næstu áramótum. Hvar er benzíngjöfin, spurði stúlkan, og settist við stýriD FYRIR SKÖMMU voru þrír pilt- ar í bíltúr niðri í Kirkjustræti, *em út af fyrir sig er ekki í frá- .sögur færandi, ef svo óheppilega Jiefði ekki viljað til, að þeir buðu upp í stúlku, sem átti eftir að gera töluvert skark í leikinn. Óku þeir henni austur í bæ, þar sem hún átti heima. Spjölluðu góða eíurid við hana fyrir utan húsið, ' þar sem stúlkan m. a. upplýsti, að hún hefði nýlega f cngið öku-' leyfi. Þá varð það úr að bíl- stjórinn bauð henni að aka og þáði hún það. Eina spurningu Jagaði hún fyrir ökumanninn: hvar benzíngjöfin væri! Siðan var haldið af stað og ekið m. a. vestur Laufásveg og niður Njarð argötu. j LENTI Á BÍL En eitt gleymdi stúlkan illilega að spyrja um, sem bifreiðarstjór- um er ekki síður nauðsynlegt að vita, nefnilega hvar hemlarnir væru. Lenti hún á umferðarsteini og missti um leið vald á bínlum, sem beygði upp í eystri gangstétt Njarðargötunnar. — Nú kom til kasta bílsíjórans (piltsins). Hann hreif í stýrið og tókst honum að forða iiílniim frá að lenda ofan í skurði, en lenti í staðinn á bíl og stöðvaðist eftir að hafa rekizt allharkalegan á hann. Báðar bif- reiðarnar skemmdust stórlega. En hvað var það, sem olli þessu óhappi: STÚLKAN VAR PRÓF- LAUS! Nýr sendiherra Tékka HERRA Iason Urban, sendi- herra Tékkóslóvakíu, afhenti for seta íslands í gær trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum Eysteini Jónssyni, fjármálaráð- herra, er gegnir störfum utan- ríkisráðherra.' I GÆR lentu þrír bílar í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Suðurlandsbrautar. Vörubíl? ók þar aftan á Skodabifreið og klessti hana það mikið, að hún var óökufær. Við áreksturinn kastaðist skódinn inn á veginn og lenti á vörubíl, sem kom á móti, og kastaðist á aurbretti og hurð. Urðu nokkrar skemmdir á vöru- bílnum og enn bættust við skemmdir á fólksbilinn. Maður, sem í henni var, meiddist nokkuð og var fluttur á slysavarðstofuna. Héraðsmó! Sjélfslæð ismanna að Hlégarði SJALFSTÆÐISFELAGIÐ Þorsteinn Ingólfsson í Kjósar- sýslu efnir í kvöld til héraðs- móts Sjálfstæðismanna að Hlé garði í Mosfellssveit. — Hefst samkoman kl. 9. Ólafur Thors forsætisráð- herra flytur þar ræðu, Krist- inn Hallsson, óperusöngvari syngur og leikararnir Klem- enz Jónsson og Valur Gisla- son lesa upp og fara með leik- þætti. Að lokum verður dans- að. — Allir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins eru velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Yfír 20 þús. um bíóhléin í GÆRKVÖLDI lauk kosning- unni um bíóhléin og stóð hún yfir í vikutíma. — Blaðið hafði í gærkvöldi stutt tal af Friðfinni Ólafssyni, forstjóra Tjarnarbíós og spurði hann um þátttöku í kosningunni. Sagði hann, að all- ur þorri manna hefði greitt at- kvæði í Tjarnarbíói og var áhugi kvikmyndahúsagesta mikill. Mun ágæt þátttaka einnig hafa verið í öðrum kvikmyndahúsum bæj- arins, svo að gera má ráð fyrir, að yfir 20 þús. manns hafi greitt atkvæði. Er úrslita beðið með nokkurri eftirvæntingu. Verða þau sennilega birt á þriðjudag, þar sem talning fer fram á mánu daginn kemur. Aðalfundur Sjálf- sfæðssfél. Akureyrar AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- Iags Akureyrar verður haldinn n.k. mánudagskvöld, 3. okt., í samkomusalnum í Lands- bankahúsinu. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundar störf og umræður um ýms önnur mál. Mjólkurbýðir LOKUNARTÍMI mjólkurbúða breytist frá og með deginum í dag þannig að framvegis verða þær opnar á laugardögum til kl. 4, eins og aðrar verzlanir. Framhlið hins nýja glæsilega verzlunarhúss Liverpool-verzlunai við Laugaveg 18. (Ljósm. Gunnar Rúnar). Liverpool opnar fyrstu siálf saf ffreiðslu verzl urana Ein glæsilegasla verilun á landinu. i IDAG opnar verzlunin Liverpool fyrst allra verzlunarfyrir- tækja á íslandi sjálfsafgreiðsluverzlun í nýju og stórglæsilegu húsnæði á Laugavegi 18, en undanfarna áratugi hefur Liverpool- verzlun verið til húsa í Hafnarstræti 5. * 200 FERM. AFGREIÐSLUSALUR Hin nýja verzlun Liverpool er að öðrum verzlunum ólöstuð- um einhver glæsilegasta verzlun á íslandi nú. Fáar eða engar verzlanir munu stærri vera — gólfflötur í afgreiðslusal 200 fermetrar en að baki búðarinnar rúmgóð og vel fyrir komin geymsluhús. Húsið er nýtt og er byggt af eigendum Liverpool. Er aðeins lokið við fyrstu hæð í 4—5 hæða verzlunar- og skrifstofuhúsi, sem verzlunin hyggst reisa en ekki fékkst að sinni frekara fjárfest- ingarleyfi. Húsið er 442 ferm. að flatarmáli og nýlunda er það við byggingu þess að engar súlur eru í hinum stóra Sfgreiðslusal, en loft þess í stað borið uppi af stálbitum. Skrifsfofa D lísfans í Kópavogi KOSNINGASKRIFSTOFA D- listans í Kópavogi er flutt í Skjólbraut 6, sími 7189. — Stuðningsmenn D-listans, haf- ið samband við skrifstofuna. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík, sem vildu aðstoða D-list- ann á einhvern hátt, hafið samband við skrifstofuna. Vinnum öll að sigri D-Iist- ans. Anna skilaði tíföldum gróða Fjölsótfasta skemmtun á íslandi ir MEÐ EINSTOKUM " GLÆSD3RAG Blaðamenn skoðuðu verzl unarhúsnæðið nýja í boði eig- endanna í fyrradag. Er skemmst frá að segja, að allt er þar með einstökum glæsi- brag, og kennir nýrra grasa í mörgu. Vegghillur og sýn- ingartæki á gólfi eru með þeim hætti gerð að fyrirvara- laust má breyta þeim — allt er hreyfanlegt, meira að segja leiðslur í gólfi og Ijósin í loft- inu má breyta og færa úr stað allt eftir því hvað henta þykir í það og það sinn. I \ + sjAlfsafgfeiðsla Og svo er það sölufyrirkomu- lagið. Hér verður sem fyrr segir jUm eina tegund sjálfsafgreiðslu- báða að ræða (self selection) og ' þá fyrstu sinnar tegundar hér á rlandi. Ryður þetta verzlunar- fyrirkomulag sér mjög til rúm3 víða um heim. Því er þannig varið, að allar vörur, stórar sem ssnáar, eru verðmerktar og þann- ið fyrirkomið á hillum og laus- |um borðum, aS sem auðveldast sé fyrir viðskiptavininn að at« huga þær. Að loknu vali snýr viðskiptavinurinn sér til at« greiðslufólks, sem sér um inn* • pökkun og aðra fyrirgreiðslu, sem óskað er eftir, en einnig getur hann sjálfur farið me3 vöruna að umbúðaborði, þar sem búið er um hana og tekið á móti andvirði hennar. VAFALÍTD3 má telja, að ítalska kvikmyndin Anna sé bezt sótta skemmtun sem haldin hefir verið á íslandi, ef svo mætti að orði kveða. „OF \GALEG" Mynd þessi var sýnd í fyrra sumar og sóttu hana 33 þús. bíó- gestir sem er algjört met, enda var myndin sýnd í 12 vikur sam- fleytt og oftast fyrir fullu húsi. Til samanburðar má geta þess, að 7 þús. manns hafa séð stórmynd- ina Laun óttans sem nú er verið að sýna í siðustu skipti. Sú mynd er afbragðsgóð, eins og kunnugt er, en samt er langt í frá, að hún sé hálfdrættingur á við Önnu, enda ekki sérlega vinsæl af kven- þjóðinni. Blessuðu kvenfólkinu mun finnast hún „of agaleg", enda eru það engir aukvisar sem standa í baráttunni. HVALREKI Þess má loks geta, að ágóðinn af Önnu var tíu sinnum meiri en af venjulegum myndum, svo að hægt er að gera sér í hugarlund, hvílíkur hvalreki hún var í Strandgötu suður. * VEL AÐ UNNIÐ Forstjóri Liverpool, Páll Sæmundsson, lauk miklu lofs- orði á vinnu sérfræðinga og ann- ara er að húsinu hafa unnið. Hanhes Kr. Davíðsson arkitekt gerði uppdrætti og hafði aðal- umsjón með öllu verkinu. Múr- arameistari var Jón Bergsveins- son og trésmíðameistari Tómað Vigfússon en auk þeirra hafa verkum stjórnað þeir Jóhanneu Zoega verkfræðingur, Ólafur Gíslason rafmagnsverkfræðing- ur, Osvald Knudsen og Daníel Þorkelsson málarar og Zonhonía3 Sigfússon rörlagningameistari, Jónas Sólmundsson smíðaði inn- réttingar allar. D-listinn er listi S'jálfstæðismanna í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.