Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐI9 Fimmtudagur,» 6. okt. 1955 1 Bréf: „Smitberarnir“ í brauðbúðunum t>AU válegu tiðindi gerast nú, að lömunarveikisfaraldur gýs hér upp í Reykjavík. Enginn veit or- «ökina. Skólum er lokað, og í dag eru birtar í dagblöðunum ráð- leggingar til fólks þess eðlis, að Jjví beri að viðhafa fyllsta hrein- læti, — þvo sér rækilega um hendur, og að matur, sem ekki verður soðinn, sé þveginn, áður en fólk leggíir hann sér til munns. Er ég hafði lokið við að lesa þessar ráðleggingar til borgar- anna, varð mér hugsað til aug- lýsingaskiltis í brauðsölubúð nokkurri í Kaupmannahöfn. — Auglýsing þessi hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Að handleika pen- inga og mat, fer ekki saman“. t>á varð mér hugsað til brauð- eöhbúðanna okkar, þar sem af- greiðslustúlkurnar eru látnar handleika brauð og kökur, og taka síðan við peningum frá kaupendum. Ég hefi komið í nokkrar brauð- og kökubúðir í Kaupmannahöfn og Osló. í þeim lágu brauðin innpökkuð í hill- um, og kökur voru afgreiddar með tengum. Á nokkrum stöðum voru sérstakar stúlkur sem tóku víð greiðslunni. Fátt eru meiri smitberar en óhreinir peningar, og skyldi maður nafa það hugfast einmitt nú, er hin óhugnanlega lömun- arveiki er að stinga sér hér nið- ur. Allir sjá það í hendi sér, hví- líkur sóðaskapur það er að þukla brauðmatinn, sem hvorki er hægt að þvo né sjóða, og handleika síðan peninga, sem fjöldi fólks hefir haft í höndum sér, óhreinum vösum og töskum, innan um vasaklúta og alls kyns dót, — ýmsir ef til vill með smitandi sjúkdóm. Hér þarf sannarlega umbóta við. Þetta málefni hefur oft borið á góma hjá húsmæðrum, þegar þær hafa hitzt, og stundum hafa þær látið skoðanir sínar í ljós í dag- blöðunum, — en allt situr við það sama. Þó veit ég til þess, að beiðni hefir komið til brauð- verzlana um að þær notuðu tengur við afgreiðslu á kökum. En óvíða mun þessari beiðni hafa verið sinnt. Eitt sinn kom ég í eitt snyrti- legasta bakarí borgarinnar. Sá ég tengur liggja þar í hillu. Ég hugðist kaupa nokkur nýbökuð vínarbrauð. Á undan mér var af- greiddur lítill drenghnokki á að gizka 10 ára gamall. Lófar hans voru mjög óhreinir, kámugir af skíí og einhverskonar fitu. — í þeim hafði hann þrjá fifnm krónu eeð'a, ramanvöðiaða og óhreina. Afgreiðslustúlkan tók við seðl- unum og strauk vandvirknislega af þeim krumpurnar. Og svo kom röðin að mér. Ég mændi á tengurnar. En stúlkan tók volg vínarbrauðin með berum hönd- um, — að sjálfsögðu morandi af sýklum. Ég áræddi að spyrja: «,Er ekki ætlast til þess, að þið notið tengurnar við afgreiðslu á kökum.'“ Stúlkan var hin elsku- legasta og svaraði mér með kurt- eisi: „Jú, — eiginlega er það nú, — en það er bara svo mikið seir.legra að nota þær“. Mér varð hugsað til nandflýtis stúlknanna í dönsku brauðsölu- búðunum, sem ég hafði komið í, er snertu alls ekki kaffibrauð nema með töngum. Á heimleið- inni velti ég því fyrir mér, að fróðlegt væri að vita hve margir milljarðar af sýklum og hverr- ar tegundar þeir væru, sem ég væri nú að bera heim í heimili mítt. Einn er sá háttur á hafður í sumum brauðsölubúðum, 6em ég hefi heyrt ýmsar konur vera óánægðar með, og virðist vera sprottinn af hreinu athug- nnarleysi og vankunnáttu í hrein- læti, A ég við innpökkunarfyrir- komulag það, að pakka inn brauð og kökur í pappír sem liggur á borðinu beint fyrir framan kaup- endur. Iðulega hef ég séð fólk leggja lófa sína og peninga, einn- ig töskur, á tandurhreina papp- írshrúguna. Eitt sinn er ég var stödd í bakaríi, stóð hjá mér lítil telpuhnokki, sem þjáðist af kíg- hósta. Hún studdi sig við borð- plötuna, og litli kollurinn slútti yfir pappírinn á borðinu. Telpan fékk allt í einu hóstasog, en hún flutti sig ekki frá borðinu, og pappírinn varð fyrir töluverðri ágjöf. Röðin kom að mér. Bað ég um franskbrauð. Var því dempt á pappírsbunkann. Ég bað um annað brauð og næstefstu örkina. Stúlkan sendi mér spurn- ar-augnaráð. En hún var elskuleg og skipti strax. Eftir því sem ég álít og aðrir þeir, sem ég hefi heyrt ræða þessi efni, virðist mér eftirfarandi þrjár óskir vera efstar á baugi í sambandi við brauðasölufyrir- komulag. 1. Að brauð séu pökkuð inn af hreinum höndum í brauðgerð arsal. 2. Að afgreiðslustúlkur noti ætíð tengur, þegar þær af- greiða kaffibrauð. 3. Að innpökkun á kaffibrauði fari fram á sérstöku borði, eða þá, ef afgreiðsluborð er stórt, að gler sé á milli kaupanda og pappírsins, svo engin mögu- leiki sé til þess að leggja peninga, tösku, glófa, eða aðra hluti á innpökkunarpappír- inn. Ég hefi séð slíkt fyrir- komulag í góðu og þrifalegu brauðgerðarhúsi í Vestur- bænum. Þessi þrjú atriði hljóta að vera sú sjálfsagða hreinlætiskrafa, sem gera verður af heilbrigðis- yfirvöldum borgarinnar nú þeg- ar. Nokkrir kunna að segja, að víð- ar sé snert á peningum og mat- vælum en í bakaríum. Það er rétt. En brauðmaður hefur sér- stöðu. Hann er hvorki hægt að sjóða né þvo. Kjöt og fisk sjóðum við. Ávexti getum við þvegið rækilega. Grænmeti bæði þvoum við og sjóðum. Um álegg á brauð má segja að farið sé þrifalega með, a. m. k. þar sem ég verzla. Allt tilbúið niður sneitt og skor- ið, og tekið á með smjörpappír um leið og viðskiptavinurinn bendir á það sem hann óskar. Fólk það, sem vinnur við mat- argerð og afgreiðslustörf, og ekki sízt þeir, sem starfrækja slíkan atvinnurekstur, verður ætíð að hafa í huga, að mikið veltur á þess samvizkusemi, kunnáttu og menningarlegum skilningi, þvernig tiltekst með tilbún- ing fæðunnar. — Fyrsta skref- ið hjá þeim, sem inna slík störf af hendi ætti að vera nám í þrifnaði. Og leggja ber sérstak- lega ríka áherzlu á handþvott- inn. Ég minnist greinar, er ég las í blaði hér fyrir nokkrum ár- um. Sagt var frá matselju hér í bænum. Fæðiskaupendur veikt- ust hver af öðrum af taugaveiki. Upplýstist, að konan var sýkla- beri, og vanrækti hina sjálfsögðu hreinlætisvenju, að þvo hendur sínar eftir að hafa notað salerni. Þessar ábendingar mínar og annarra húsmæðra í sambandi við brauðsöluna í borginn, eru sprottnar af einlægum umbóta- vilja í þessum efnum. Við meg- um ekki gæla við óþrifnaðinn í hvaða mynd sem hann birtist. Slíkt felur í sér bæði ómenningu og hættu. Og segja má í þessu sambandi, að hættan á fjölda- smitun gæti einnig átt sér stað í brauðsölubúðunum eigi síður en í skólunum. Rvík 4. okt. 1955. Bjarnveig Bjarnadóttir. 1 S í M í f 1 3 4 4 ; 11 u^~d } JON BJAR ^ASON -< p J 1 r_—^ l^lálflutninqsstofal lækjargötu 7 J Þriðja umferð skákmótiins ÞRIÐJA umférð haustmótsins var tefld að Þórskaffi á þriðju- dagskvöldið. Úrslit urðu þessi: Pilnik vann Ásmund, Guðm. Pálmason vann Arinbjörn, Guð- mundur Ágústsson 'vann Jón Einarsson. Biðskák var hjá Baldri og Jóni Þorsteinssyni og Inga og Þóri. Pilnik og Ásmundur tefldi spænska leikinn. Ásmundur, sem hafði svart, valdi vörn, sem Capablanca sagði að ætti að kenna við tvo mestu meistara skáklistarinnar, Morphy og Steinits. Pilnik fórnaði peði snemma í skákinni og upp úr því urðu mjög harðar svipting- ar, miðborðspeðin féllu, og Ás- mundur varð að veikja lítils hátt- ar kóngsstöðuna sína með því að leika g6, sem átti þó ekki að koma að sök, vegna þess að hann hélt kóngsbiskup sínum. Staðan virtist nú mjög svipuð, en þess- ari hörðu orustu var ekki fyr lokið en Ásmundur lék af sér, tapaði tveim mönnum fyrir hrók. Pilnik neytti aflmunarins vel og fórnaði hrók fyrir mátstöðu. Guðmundur Pálmason hafði hvítt á móti Arinbimi, náði frum kvæðinu og tókst að hindra að hann kæmi mönnum út drotn- ingarmegin. Loks tókst Guð- mundi að vinna skiftamun, en í stað þess að bjarga hróknum, hóf Arinbjörn kóngssókn. En Guðmundur reyndist jafnsterkur til varnar og sóknar og átti að lokum tvo hróka á móti einum riddara. Guðmundur Ágústsson hafði hvítt á móti Jóni Einarssyni og fékk snemma ágæta stöðu. Jón reyndi þó að halda í horfinu, missti ekki lið, en yfirburðir Guðmundar voru miklir og áttu vissulega að leiða til sigurs. En undir lokin lék Guðmundur al- varlega af sér, en Jóni sást yfir það og tapaði. Baldur hafði hvítt á móti Jóni Þorsteinssyni og átti betri stöðu allan tímann. Liðið skiptist þó mjög upp og loks voru aðeins eftir nokkur peð og sinn hrók- urinn hjá hvorum. Baldur gat þá komið upp drottningu, en varð að fórna fyrir það hrók og þrem peðum, valdi heldur þann kost að vinna peð og á nú hrók og tvö peð á móti hrók og peði. Ingi hafði hvítt á móti Þóri, sem lék kóngsindverska vörn á móti drottningarpeði. í fyrsta skipti í langan tíma sá maður nú leik- inn f3, sem mikið var notaður gegn þessari vöru fyrir tuttugu árum og þótti tryggja hvítu yfir- burða stöðu. Ingi fékk líka mjög fallega stöðu og hélt yfirburðum allan tímann. Hann virðist eiga unna biðskák. Hvitt: Arinbjörn Guðmundsson. Svart: H. Pilnik. 1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7; Pilnik teflir sína uppáhalds byrj- un. 4. e4, d6; 5. Be2, Rbd7; 6. Rf3, e5; 7. 0—0, 0—0; 8 Hel, c6; 9. Bfl, Nú tapar hvítur frumkvæð- inu. 9....Rg4; 10. h3, exd; 11. Rxd4, Db6; 12. pxR, DxR; Eðli- legra virðist BxR; 13. Be3, DxD; 14. HaxD, Re5; 15. Hxp, Be6; 16. c5, Rxg4. Betra virðist Bc4; 17. Bd4, Rf6; 18. Hdl. Betra var f3 strax. Nú kemst hvítt ekki hjá að gefa skiftamun. 18. . . Kfc8; 19. Be3, Rg4; 20. Bd4. Bf8; 21. f3, Rh6; 22. Bf6, BxH: 23. pvB, Kf8; Svart hefir nú únnið skiftamun en orðið að láta töluvert fyrir hann. Riddarinn stendur ekki vel og peð hvítts á d6 er hættulegt. 24. e5, Rg8; 25. Bh4, h6; 26. f4, Ke8; Staða svarts er ekki þægi- leg. 27. Re4; b6; 28. b3, Bd7: 29. Rf6, RxR. 30. BxR, a5; 31. Be2, h5; 32. K.f2. Hótar að sprengja upp h-línuna og máta. 32........ He6, 33. g4, HxB; 34. pxH, hxg; Ef Bxp; þá 35. BxB, pxB, 36. d7, og hvítt vinnur auðveldlega. 35. Hhl, Kg8; 36. Kg3, Hd8; 37. Hdl, Kf8; 38. Hhl, Kg8; þrátefli. Stað- an virðist unnin, t.d. Bxp, BxB; Frh. á bls. 12, Blaðamennirnir fyrir utan brezku þinghöllina. — Maðurinn lengst til vinstri er Mr. C. Wiss fulltrúi hjá Office of Information, en hann ; var með biaðamönnunum meðan þeir voru í Lundúnum, þá Axel Thorsteinsson blaðamaður, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Sigvaldi Hjáimarsson fréttaritstjóri, Sverrir Þórðarson blaðamaður. Við hlið hans stendur blaðamaður frá Indonesiu og loks er Mr. BriaU) Holt vararæðismaður Breta hér. ísl. blaðamenn koma heim úr íróilegri kynnisför til Bretlands ¥ FYRRAKVÖLD er Sólfaxi I kom frá Lundúnum, voru meðal farþega blaðamennirnir fjórir, sem brezka utanríkis- ráðuneytið bauð í kynnisför til Bretlands fyrir um það bil tveim vikum. Láta þeir hið bezta af förinni, sem var í senn hin fróð- legasta og skemmtilegasta. Með þeim var Mr. Brian Holt, vara- ræðismaður Breta hér. í LUNDÚNUM Meðan blaðamennirnir dvöld- ust í Lundúnum heimsóttu þeir m. a. sendiherra íslands og frú hans, sem höfðu síðdegisboð fyr- ir þá og nokkra gesti aðra. Einn daginn heimsóttu þeir aðalbæki- stöðvar hinnar heimskunnu Scotland Yard lögreglu og fylgd- ust með starfi lögreglunnar á götum stórborgarinnar. Annan daginn fóru þeir í heimsókn til háskólabæjarins Oxford. Þar hittu þeir að máli meðal ann- arra próf. Turville-Peter og konu hans sem hér voru á ferð í sumar. Báðu þa_u hjónin fyrir góðar kveðjur til íslands. Þá var blaðamönnunum boðið að skoða kvikmyndaver fyrirtækisins London Film, sem m. a. gerði kvikmyndina Hamlet. BLACKPOOL OG FLEETWOOD Fi’á Lundúnum fóru blaða- mennirnir til Blackpool, sern nú er einn eftirsóttasti skemmtistað- ur Breta m. a. fyrir skrautlýs- ingu sína á 7 milna langri strand- götu borgarinnar. Þaðan var svo skroppið til hafnarborgarinnar Fleetwood. — Blaðamennirnir gengu þar á fund borgarstjórans H. Pearce, sem er fyrrum tog- araskipstjóri, en er nú fiskkaup- maður og vinnur við fiskverzlun sína frá því klukkan 5 á morgn- ana þar til um kl. 9 er hann kemur í borgarstjóraskrifstofuna. Fóru blaðamennirnir með borg- arstjóranum og hafnarstjóranum um hafnarhverfi Fleetwood. í há- degisverðarboði flutti borgar- stjórinn stutta ræðu og lét í ljósi ósk sína um að takast mætti að jafna deilumálin og eðlileg við- skipti milli þjóðanna hefjast á ný. Bað hann fyrir kveðjur til íslenzkra togarasjómanna, sem hefðu verið sannir aufúsugestir í Fleetwood. Nokkrar ræður aðr- ar voru haldnar er hnigu mjög í sömu átt. Fyrir hönd blaða- mannanna talaði Axel Thor- steinsson. sjást þar ekki. Eitt slíkt fangelsj er nokkuð frá Blackpool og fóru blaðamennirnir þangað eimi daginn og kynntu sér starfsemi þess. Fangelsi þetta nefnist Bela River prison og er eitt þriggja slíkra fangelsa í Bretlandi. ! CAMBERRA- VERKSMIÐJURNAR Einn daginn voru þeir í boðl brezka stórfyrirtækisins Englisía' Electric Company. Fyrirtækl þetta framleiðir hvers konar raf-> magnsvélar og dieseljárnbrautir. — En umsvifamest er þó framn leiðsla þess á hinni heimskunnU Camberra þrýstiloftssprengju- flugvélum. Var blaðamönnununS sýnd framleiðsla flugvélanna stig af stigi unz þær eru tilbúnar til flugs. Tveir þaulreyndir reynslu- flugmenn léku listir sínar á Cam- berrasprengjuflugvélunum fyrií blaðamennina, sem voru í fylgð með nokkrum af ráðamönnum fyrirtækisins, er þeir skoðuðií verksmiðjurnar, sem alls hafaí um 60.000 manns í þjónusttí sinni. 1 ’ I í SKOTLANDI Síðustu daga voru blaðamenn- irnir norður í Skotlandi. Þaf skoðuðu þeir kolanámu skammi norður af Edinborg og fóru niðuj námagöngin sem voru um 550 nl undir yfirborði jarðar. Þá skoð- uðu þeir skozkan búgarð, þaj sem rekið er stórt fjárbú og nautgriparækt. Var þetta fyrir- myndarbóndi sem þarna bjó og sýndi hann blaðamönnunum fjöl- marga verðlaunagripi, sem hanni hafði fengið á sýningum á bú- peningi sínum. Kvöldstund eina í Edinborg voru blaðamennirnir heima hjá Sigursteini Magnússyni ræðism. og konu hans. Þau hafa veri'ð búsett þar í borg um 26 ára skeið. Á þriðjudaginn, er blaðamenn- irnir héldu heim frá Lundúnum, snæddu þeir miðdegisverð í boðí samtaka brezkra togaraeigenda. ★ ★ ★ Sem fyrr segir láta blaðamenn- irnir hið bezta yfir förinni, við- tökum öllum og viðurgerningi, Þetta er í annað sinn sem ís- lenzkir blaðamenn heimsækja Bretland, en á styrjaldarárunum fóru í kynnisför þangað nokkrin blaðamenn frá Reykjavíkurblöð- unum. i „OPIN FANGELSI“ Bretar gera nú tilraunir með svonefnd opin fangelsi, þ. e. a. s. að fangar eru ekki hafðir innan hárra veggja, og vopnaðir verðir ÞiDRARÍttltíilMSSOK töGGItTiMS! SKJAtAMfOANDl • OG Of9MT(JlK.UK i ENSK.U • ZlUmmi - simi 8165S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.