Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 15
"SS Fimmtudagur 6. okt. 1955 MORGUflBLAÐIÐ 15 Shy 'il&ji -e/i v-csuiiiii &q shtefddeq, o q - hún eh c dífh,. ÞESSA SKYRTU Innilegar þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 1. október s. 1. með skeytum, gjöfum, ljóðmælum og hlýjum handtökum, og sérstaklega börnum mínum sem gerðu mér daginn ánægjulegan. Guð blessi ykkur öll. Magnús Kristjánsson, Ólafsvík. SKULI THORODDSEN sinnir læknisstörfum mínum til áramóta, er sjúklingar mínir hafa kosið sér annan lækni. Sjálfa mig verður aðeins að hitta eftir umtali, í síma 4561 fyrir hádegi, þó ekki á laugardögum. KATRÍN THORODDSEN læknir Verðlaunakeppni Undirbúningsnefnd Skálholtshátíðar 1956 hefur ákveð- ið að efna til verðlaunakeppni um sönglög og tónlist við Skálholts-hátíðarljóð séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Veitt verða tvenn verðlaun — kr. 20.000,00 og kr. 7.000,00 — fyrir þau tónverk, er dómnefnd telur bezt, enda full- nægi þau þeim kröfum, er hún gerir til þess, að tónverkið teljist verðlaunahæft. Lögin skal semja með undirleik blásturshljóðfæra (lúðra og tréblásturshljóðf.). Þó má skila tónverkum með píanóundirleik, en hljóti það fyrstu verðlaun, hvílir sú skylda á höfundinum að annast um og kosta útsetningu fyrir blásturshljóðfæri. Þeir, sem hyggjast að taka þátt í keppninni, skulu vitja ljóðatextans til formanns nefndarinnar, séra Sveins Víkings, fyrir 1. nóvember n. k., og veitir hann nánari upplýsinga. Svör þeirra, sem hátíðaljóðanna vitja, um það. hvort þeir gerist þátttakendur í keppninni eða eigi, þurfa að hafa borizt formanni nefndarinnar í hendur ekki síðar en hinn 15. nóvember n. k. Komi þá í ljós, að þátt- taka verði ófullnægjandi að dómi nefndarinnar, áskilur hún sér rétt til að aflýsa keppninni. Frestur til að skila tónverkum er til 15. rnarz 1956 og skulu þau vera komin í hendur formanni nefndarinnar, séra Sveini Víking, Reykjavík, fyrir kl. 12 á hádegi þann dag. Tónverkin skulu vera nafnlaus, en þó greinilega auðkennd. Nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi merktu hinu sama auðkenni og tónverkið. Hátíðanefndin áskilur sér fram yfir hátíðina allan um- ráðarétt yfir þeim tónverkum, sem verðlaun hljóta, bæði til flutnings og prentunar, án sérstaks endurgjalds til höfundanna. Reykjavík, 3. október 1955. HÁTÍÐANEINDIN I. O. G. T. gt. Dröfn nr. 55 Fundur í kvöld kl. 8,30 á Frí- kirkjuvegi 11. Inntaka, kosning embættismanna. Kaffi. Minnst fé- iaga, er áttu merkisafmæli. — Æ.t. 5t. Andvari nr. 265! Fundur í kvöld kl. 8,30. — Inn- jetning embættismanna o. fl. — Æ.t. VINMA Dönsk stúlka, 31 árs óskar eftir V I S T í Reykjavík um 15. nóv. n.k. Er vön algengum hússtörfum og mat- artilbúningi. Tilb. sendist til Mar- grethe Sörensen Klipler, Sönder- jylland, Danmark. Hreingerningar Vanir menn. — Fljót afgreiðsla. Simi 80372. — Hóhnbræður. ííreingerningai Sími 4932. — Ávallt vanir nftenn Fyrsta flokks vinna. Samhomur Z I O N! Samkoma í kvöid kl. 8,30. Allir velkomnir. — Heimatrúboð leikmanna. K. F. U. K. Hlíðarfundurinn fellur niður í kvöld. — Stjórnin. K. F. U. M. — A.D. 1. fundur haustsins er í kvöld kl. 8,30. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup talar. — Allir karl- menn velkomnir. Fíladelfía! Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. —- Allir velkomnir. Tilkynning Gerist híbýlafræðingur! Lærið híbýlafræði i bréfaskóla. Tiltekinn fjöldi nemenda getur í Indendors Arkitekt Akademiet lært innréttingu íbúða og annað, sem að híbýlafræði lýtur. Hægt er að ganga á tveggja ára námskeið í bréfaskóla, samtals 80 kennslu- stundir. Á námskeiðinu er m. a. kennt: skrift, hlutfallateikning, perspektivteikning, litasamsetning húsgagnateikning, stílfræði, efnis- þekking og niðurröðun húsgagna. Háskólagengnir arkitektar skipu- leggja kennsluna og annast hana. Með námskeiðinu er stefnt að því, að nemendur öðlist þekkingu til þess að starfa sem ráðunautar í húsgagnaverzlun eða sem sjálf- stæðir hibýlafræðingar. Ef nem- endur óska, geta þeir tekið próf að náminu loknu. Ef þér óskið, sendum vér yður kennsluáætlun og umsóknareyðublað. Indendors Arkilekt Akademiet Sct. Annæ Palæ Borgergade 18, Köbenhavn K. TéSagsláS f.R. — Handknattleiksdeild! Æfing verður að Hálogalandi í kvöld frá kl. 8,30—10,10 fyrir alla flokka. Frjálsíþróttadeild K.R. Vetrarstarfið hefst 17. okt., með æfingu í íþróttahúsi Háskólans kl. 9 e.h. í K.R.-húsinu á miðviku- dögum og laugardögum og íþrótta húsi Háskólans á mánudögum og föstudögum, alveg eins og í fyrra, en þjálfari verður Benedikt Jak- obsson, sem áður. — Byrjum allir með það sama. — Stjórn F. K.R. Ármann! Þjóðdansa- og víkivakaflokkar: Æfingar hefjast ekki fyrr en eft- ir 15. þ.m. — Stjórnin. Sunddeild Ármanns! Æfingar í Sundhöllinni eru hafnar. Kennari er ráðinn Ernst Bachmann. Æfingar í vetur verða sem hér segir: — Sundæfingar: þriðjudaga og fimmtudaga fyrir börn kl. 7—7,40 og fyrir fullorðna kl. 7,30—8,30 e.h. Föstudaga kl. 7,45—8,30 fyrir fullorðna. — Sundknattleiksæfing ar vei ða á mánudögum og miðviku dögipn kl. 10—10,45. — Mætið vel og stundvísiega, —- Geymið aug- lýsinguna. — Stjórnin. Bámaiatnaðni: Drengjabolir Drengjabuxur Telpubolir Telpubuxur Ungbarnabolir Ungbarnabuxur Bleyjur Bleyjubuxur ÚTBOD Byggingarmannvirki Mjólkárvirkjunar fyrir botni Arn- arfjarðar, verða boðin út í byrjun næsta árs. Þeir, sem hug hafa á að kynna sér staðhætti, áður en vetur gengur í garð, geta fengið nauðsynleg gögn á teiknistofu Almenna byggingafélagsins h.f., Borgartúni 7. Rafmagnsveitur ríkisins. Bæjarfógetinn í Kópavogi | ■ opnar skrifstofu í dag í Veðslutröð 4. * ■ ■' Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—3 alla daga nema í laugardaga kl. 10—12. : ■ Símar: Z m Afgreiðsla: 82626, fulltrúi og bæjarfógeti 7864. Lokað í dag frá kl. 1—4, vegna jarðarfarar. Verzl. EROS PALMI JÓNASSON bóndi á Álfgeirsvöllum, andaðist í Sjúkrahúsi Sauðár- króks 4. þ. m. María Guðmundsdóttir, Baldur Pálmason. Hjartans þakkir til allra er sýndu samúð og margs- konar vinsemd við andlát og jarðarför HÓLMFRÍÐAR HELGADÓTTUR. Vegna ættingjanna Baldur H. Bjömsson. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar SIGURJÓNS EINARSSONAR. Sömuleiðis þökkum við öllum er hjúkruðu honum í veikindum hans. — Guð blessi ykkur öll. Steinunn Sveinsdóttir og börn. 'ccw:———hiwíu nmiww——Rwa—w—m—w——p——p——mc Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar ARNDÍSAR ÁGÚSTÍNU KLEMENSDÓTTUR. Króki, Norðuráidal. Sérstakar þakkir til Lilju og Ragnheiðar dætra okkar, er stunduðu hana af frábærri alúð og nærgætni í hennar þungbæru legu. Brynjólfur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.