Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 6. okt. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. B» 1* á «9 C * £ • « « * • * -f 19 « «1« » • A é • Hfly* Æ UR DAGLEGA LIFINU Rússnesk vopnasala VAXANDI ókyrrð er nú í lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þar hefur á ný verið kveiktur neisti uggs og tor- tryggni er tilkynnt var að Egypt- ar hefðu gert samninga við rík- isstjómir í Austur-Evrópu um ótakmörkuð vopnakaup. Þessari frétt sló skyndilega niður og hefur Nasser forsætis- ráðherra staðfest hana. Vopna- kaupin verða gerð hjá hinum geysimiklu vopnaverksmiðjum Skoda í Tékkóslóvakíu, en það dylst engum, að Rússar standa að haki þeim, enda hefur mótmæl- um verið beint til þeirra. Slík vopnasala hefur margar mjög alvarlegar hliðar og þykir rétt að ræða þær nokkru nánar. Það er þá fyrst að nefna, að hætta er á því að smáríkin fyrir botni Miðjarðarhafs hefji nú mikið vígbúnaðarkapphlaup. Því myndi fylgja stórvaxandi styrj- aldarhætta og vandræði fyrir þessar fátæku þjóðir, sem nú hafa verið að byrja braut tækni- legra framfara í löndum sínum. Vegna stórfelldra deilna milli ríkjanna í Mið-Asíu hafa þau vestræn ríki, sem fær eru um að framleiða hergögn orðið ásátt um að takmarka mjög sölu vopna til þeirra. Hefur verið miðað við það eitt, að lönd þessi geti hald- ið uppi landvörnum, en hindrað- ir vopnaflutningar, sem geri smáríkjum þessum kleift að byrja árásarstríð. Margt má gott segja um sáttaumleitanir Sam- einuðu þjóðanna í Palestínu. Hitt mun þó vera þýðingar- meira, að skortur ríkjanna á skotfærum hefur hindrað að hið heimskulega og fráleita blóðbað gæti haldið áfram. Hinir ýmsu deiluaðiljar hafa mjög knúð á dyr vest- rænna rikja um að fá að kaupa meiri hergögn, en vest- rænu þjóðirnar hafa leyft sér að hafna því og svarað hinum herskáu Aröbum og Gyðing- um, að þeim sé nær að verja því fjármagni, sem þær eiga til að bæta lífskjör þegna sinna og hef ja sem víðtækasta viðreisnarstarfsemi, verklegar framkvæmdir og aukna mennt un. Til þess hafa hinar vest- rænu þjóðir lýst sig fúsar að veita stórfelldan stuðning, bæði fjármagn og tæknilegar leiðbeiningar. Þau framfara- mál hafa einnig verið að kom- ast á sporið hin síðustu ár. V ígbúnaðarkapphlaup Hætt er við, að vopnasala Rússa til Egypta kollvarpi öllu því jafnvægi, sem á var komið. Augljóst virðist að Egyptar muni nú vegna ríkjandi ofstækis þar í landi verja miklu stærri fjárfúlg- um til vopnakaupa en efnahags- kerfi þeirra getur borið. Síðan leiðir það til vígbúnaðarkapp- hlaups. Gyðingar munu nú telja sér lífsnauðsyn að fá ekki minni hergögn en Egyptar og sama verður hjá öllum hinum Araba- þjóðunum. Og eftir tilkynningu kommúnistaríkjanna verður öll- um þessum deiluaðiljum opið að kaupa vopn í auknum mæli hjá þeim verksmiðjum austan tjalds, sem hengja upp fána friðardúfna meðan stálið er mótað í morðtól. Afleiðingin af þessu verður stórfelldur vígbúnaðarbaggi Mið-Asíu þjóðanna, sem veld- ur kyrrstöðu í öllum málum endurreisnar og framfara. — Samtímis yrðu þjóðimar smám saman háðar vopnaselj. endunum fjárhagslega. Háðar þeim líkt og nýlenduþjóð. Væri það illa farið ef Egyptar og aðrar þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafsins sem svo ný- lega hafa fengið fullt frelsi undan yfirráðum vestur-ev- rópskrar nýlendustefnu, dyttu nú aftur ofan af veggnum hinum megin í ennþá verri pytt rússneskrar nýlendukúg- unar. En mönnum dettur í hug, hvort leikurinn sé ekki einmitt til þess gerður af Rússa hálfu. Rússar við Suez En nú er vert að veita öðru athygli í sambandi við þessi vopnakaup. Hér verður ekki að- eins um að ræða sölu á hand- vopnum. Heldur ætla Egyptar að afla sér þarna þungra vopna, fallbyssna, skriðdreka og e. t. v. flugvéla. Það þýðir að óhjá- kvæmilegt er annað en þessum hergöngum fylgi veruleg hernað- artæknileg aðstoð. Egyptar hafa þegar um það rætt að egypzkir liðsforingjar muni fara til Tékkóslóvakíu til þess að læra meðferð tækjanna. En ekki þarf að fara í grafgötur um það, að hergögn þessi þarf að setja saman í Egyptalandi eftir flutning yfir hafið og það verð- ur því óhjákvæmilegt að vopna- sérfræðingar járntjaldslanda setji upp bækistöðvar á egypzk'ri grund. Og þá ættu Egypzkir ráðamenn að vita það, að jafn- skjótt munu hinir austrænu um- boðsmenn stuðla að víðtækri undirróðursstarfsemi í landinu, eins og þeirra hefur verið siður. Tioforð Egypta Sé þetta atriði rétt, þá hafa hinir egypzku ráðamenn brugð- izt mjög því trausti, sem þeim hefur verið sýnt og gengið á bak loforða sinna til Vesturveldanna. Þess er skemmst að minnast að snemma á þessu ári fluttu Bretar á brott allan herafla sinn frá Súez-skurðinum. Var það eft- ir samkomulagi við Egypta. Bretar voru mjög ófúsir að flytja þetta lið brott og mátti það teljast eðlilegt, eins og Súez- skurðurinn er stórkostlega þýð- ingarmikill í heimsátökum. — t tveimur heimsstyrjöldum hafa þeir ráðið yfir skurðinum og það e. t. v. ráðið úrslitum. í seinni styrjöldinni er ljóst, að Þjóðverj- aar hefðu náð skurðinum á sitt vald, ef hann hefði ekki verið varinn af brezku herliði. Þess vegna véku Bretar ekki frá skurðinum, fyrr en þeir höfðu fengíð hátíðlegt loforð Egypta, um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að verja skurðinn óviðkomandi áhrifum. Með vopnakaupum í járntjalds löndunum, sem mjög hætt er við að geti leitt til aukinna áhrifa jRússa á þessum slóðum virðist ALMAR skrifar: Morguntónleikar. MORGUNTÓNLEIKAR útvarps- ins sunnudaginn 25. f.m. voru eins og jafnan endranær hinir prýðilegustu, — flutt af plötum glæsileg tónverk eftir klassisk tónskáld leikin af ágætum hljóm- listarmönnum. — Ég ætla hér ekki að gera nánari grein fyrir tónverkunum þennan morgun, en minnist aðeins á þetta hér til þess að benda hlustendum, sem hafa yndi af góðri tónlist, á að þeir ættu að „stunda“ morguntónleika útvarpsins, því að það bregst ekki að þar er alltaf um afburðagóða og vel flutta tónlist að ræða. Samtalsþáttur. UM KVÖLDIÐ, þennan sama dag var útvarpað samtali Sveins Ás- geirssonar, hagfræðings við Karl Einarsson Dunganon, „íslenzkan ævintýramann og heimsborgara", eins og það var orðað í dag- skránni. Fór samtal þetta fram í Kaupmannahöfn og var hljóð- ritað, en Karl hefur dvalist er- lendis um áratugi og farið víða um lönd, enda mun hann vera tungumálagarpur mikill. Hefur hann ratað í mörg ævintýri á ferðum sínum og kann því frá mörgu að segja. — Karl er sér- kennilegur maður í hugsun og háttum og hefur ekki um ævina „bundið bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn", eins og skáld Jrá átuar chAóta ui Iwi í óí ið kvað. Var því vissulega at- hyglisvert að hlýða á samræður þeirra Sveins og margt nýstár- legt, sem þar bar á góma. — Ýms- ir viðkvæmir menn og umvönd- unarsamir hafa í mín eyru verið að deila á útvarpið fyrir þetta samtal, talið það slíkri menning- arstofnun lítt sæmandi, því að þarna væri verið að skopast að manni, sem ekki væri með öllu andlega heilbrigður. — Er þetta, að mínu viti, hinn mesti mis- skilningur. — Gat ég ekki heyrt að neitt kæmi fram í þessu viðtali er benti til þess, að verið væri að skopast að hinum víð- förla og sérkennilega manni. Hinsvegar bar viðtalið það með sér að Karl er um margt næsta athyglisverður maður, eðlis- greindur og stundum spakur að viti, eins og þegar hann talaði um friðarverðlaun Nóbels. Og kvæði það eftir hann, er Sveinn las upp, en Karl hafði frumort á spænsku, stendur sízt að baki þeirra Ijóða, sem mörg „atom“ skáld okkar bera á borð fyrir þjóðina, og ver- ið hefur vel tekið af formælend- um þeirrar bókmenntastefnu. — Held ég því að ástæðulaust hafi verið að æðrast út af þessum f\J» r /. / fí weluahancU ákrifar: EKKI alls fyrir löngu átti ég tal við húsfreyju nokkra utan af landi og bar ýmislegt á góma. Einkum þótti mér það merkilegt sem hún hafði að segja um auglýsingar Ríkisútvarpsins. í æfintýraleit. EG er alveg á móti því, sagði húsfreyjan, að útvarpið aug- ílýsi öll þessi skröll og skemmt- I anir í Reykjavík. Ég er viss um, að þær eiga ekki hvað minnstan þátt í flótta fólksins úr sveitun- um og hingað til höfuðborgar- innar. Unga fólkið heyrir þessar j skemmtanaauglýsingar dag =ftir sem Egyptar hafi algerlega geng- ið á bak orða sinna. Þetta er mjög illa farið. Sérstaklega það, að land sem fengið hefur fullt forræði skuli að því loknu bregðast öllu því trausti sem því var sýnt. Þess vegna er fregnin um vopnakaup Egypta í járn- tjaldslöndunum einkar alvar- leg. Hún gerir hina gömlu mótbáru Breta sterkari að það sé ekki hægt að treysta hinum óþroskuðu smáríkjum fyrir lyklum að þeim verðmætum, sem varða heill alheimsins. dag og loks kemur að því, að það stenzt ekki freistinguna lengur og heldur til Reykjavíkur, í leit að æfintýrum. Frá morgni til kvölds. UR fjarlægð eru þessar sífelldu skemmtanaauglýsingar heill- andi í augum unga fólksins. Það lifir í sælum draumi um þessa fjarlægu paradís og tollir ekki heima. Það kemst nefnilega ekki að því fyrr en um seinan, að reykvísku skröllin eru alveg sama tóbakið og sveitaskröllin. En fjarlægðin gerir fjöllin blá, eins og þar segir, og hver láir unga fólkinu, þótt það falli fyrir auglýsingaskruminu sem glymur í eyrum útvarpshlustenda frá morgni til kvölds. O sussu nei. EG er ekki frá, að ýmislegt sé til í þessu hjá sveitafrúnni og væri a. m. k. ekki úr vegi að velta þessu máli fyrir sér um hríð. Þætti mér ekki ósennilegt, að margur yrði húsfreyjunni sammála, því að auðvitað eru þessi svonefndu böll hér í Reykja vík ekkert nema leiðindaskröll. Og skemmtánirnar eru varla þess virði, að fólk flýi sveitirnar þeirra vegna. O sussu nei nei. Að vísu eru hér ágætar skemmtanir við og við, en sveitafólkið getur þá skroppið í bæinn einstaka sinnum, ef það vill ekki missa af Þeim. ..... úÆ Góð afgreiðsla. Velvakandi! EG er einn af þessum einhleyp- ingum sem kaupa mat hingað og þangað. Bæði matur, kaffi, og afgreiðsla er mjög misjöfn á hin- um ýmsu stöðum. Sér i lag finnst mér afgreiðslu oft mjög ábóta- vant. En nýlega kom ég á Bryt- ann í Austurstræti og fékk þar svo kurteisa og góða afgreiðslu að það var eins og á beztu erlendu kaffihúsum. En því miður var Adam ekki lengi í Paradís. Því þessi sérstaklega kurteisa kona var þar aðeins stuttan tíma. Ég hef minnst á þetta hér vegna þess að það má alveg eins minnast á það sem vel er gjört eins og hitt, sem aflaga fer. Ef allir sem ynnu við afgreiðslustörf væru eins kurteisir og þessi kona, þá væri óneitanlega mun skemmti- legra að koma í kaffihús en oft er. Og ættu bæði kaffihús og hótel að reyna að taka sér slíka afgreiðslu til fyrirmyndar. Það er sannarlega ekki gaman að koma þar sem fólk varla ansar majini, eins og sumstaðar er. Það er svona afgreiðslufólk sem vantar því miður alltof oft bæði á kaffi- húsum og eins í verzlunum. — Guðmundur. þætti, sem að mörgu leyti var skemmtilegur og íhugunarverður. Tvær samfelldar dagskrár. í VIKUNNI sem leið voru fluttar í útvarpið tvær samfelldar dag- skrár, sú fyrri 26. f.m. á vegum Menningar- og minningarsjóðs kvenna, en hin síðari 30. f.m. á vegum SÍBS. Báðar voru dag- skrár þessar hinar vönduðust að efni og vel fluttar. Hafði frú Val- borg Bentsdóttir tekið saman fyrri dagskrána, en Steindór Steindórsson, yfirkennari á Ak- ureyri, hina siðari. í fyrri dagskránni var lesið upp úr ritum ýmsra kvenna, einkum frá eldri tímum og jafnframt flutt stutt leikrit eftir Hólmfríði Sharp Vestur-íslending, um sálina hans Jóns míns. — Allt voru þetta fróðleg atriði, og leikritið all skemmtilegt og vel með það far- ið, en leikendur voru Hildur Kalman, Einar Pálsson og Guð- mundur Pálsson. Ekki var dagskrá S.f.B.S. síðri. Hófst hún með ágætu og sköru- legu ávarpi séra Sigurðar Stefáns sonar á Möðruvöllum. Norð- lenzku góðskáldin Guðmundur Frímann og Heiðrekur Guð- mundsson fluttu frumort kvæði, sem gott var á að hlýða. Þá voru tónleikar og söngur og enn gam- anþáttur undir stjórn hins góð- kunna leikara, Jóns Norðfjörð. — Að lokum flutti Steindór Stein- dórsson snjöll ávarpsorð. — Var þessi dagskrá öll hin prýðilegasta og hinu stórmerka þjóðþrifafyrir- tæki, S.Í.B.S. til sóma. Djasslagaþátturinn. ÉG SKAL játa það, að ég er ekki þaulsetinn við útvarpstækið þá stundina, sem þessi dagskrárliður fer fram. Þó hef ég við og við hlustað á músikina og sönginn, sem þar er boðið upp á og hef reynt að gera mér grein fyrir því, hvað það er í þessari tónlist, sem afiað hefur henni þeirra geisi- miklu vinsælda er raun ber vitni, einkum meðal ungu kynslcðar- innar, — en því miður hefur mér ekki enn tekizt að ráða þá gátu. — Hef ég reynt að fræðast i þessu efni af hinum ungu aðdá- endum djassins, en svör þeirra og skýringar hafa verið svo ó- samhljóða og óljósar að lítið hef- ur verið á þeim að græða. — Nú vildi ég mælast til þess, að djass- vinir, konur og karlar sendu mér bréf þar sem þau í stuttu máli gerðu grein fyrir hversvegna djassinn (bæði músik og söngur) hefur heillað þau og í hverju þau telja fólgið listgildi hans. Mun ég svo, með leyfi bréfritar- anna, birta í þessum þætti, eða annarsstaðar í blaðinu, þau svör, er ég og ráðunautar mínir um djass telja greinarbezt. Erindi að austan. SIGURÐUR ARNGRÍMSSON fyrrv. ritstjóri flutti fimmtudag- inn 29. f.m. erindi eftir Halldór Pálsson frá Nesi um Framfara- félag Loðmundarfjarðar, sem er sjötíu og fimm ára á þessu ári. Var erindið fróðleg saga um þrautseiga baráttu nokkr ágætis- manna og kvenna austur þar til eflingar heilbrigðu menningar- lífi í héraðinu, — en það var, að því er mér fannst, allt of lang- dregið og flutningur erindisins hvergi nærri nógu góður. Leikritið. „DEMANTUR stórfurstans", leik- ritið sem flutt var s.l. laugardag, var smellið það sem það náði, en nokkuð endasleppt. — Leikend- urnir fóru allir ágætlega með hlutverk sín, en skemmtilegastur þótti mér leikur frú Nínu Sveins- dóttur í hlutverki hinnar ein- beittu og kjarkgóðu húsmóður, er iét hvorki bófa né „lögreglu" buga sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.