Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 4
MORGUftBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. okt. 1955 \ 20 'í atómsprengjum er klofnunarkeðjan stjórnlaus en í kjarnorku ofnum er jafnvœgi haldið með efnum sem gleypa nevfrónurnar ‘felox ■ Slnímtaýytrst. luniííafijjir njffl, Ísóiiipa-g'ötííí l&ivmíiTffi i\ ' 3 Mká Frh. af bls. 17. milii 200 og 300 nýjar nevtrón- ur. Eí klumpurinn er svo lítill að 99 nevtrónur valda nýjum klofnunum, en hinar sleppa, minnkar keðjan og verður end- anlega að engu. Sé klumpurinn það stór, að 100 névtrónur valdi klofnunum, helzt klofnurtarkeðj- an stöðug. Loks er klumpurinn er enn Btærri, svo að 101 nevtrónur, eða fleiri, valda klpfnunum, vex keðjan. Alls staðar er nóg af nevtrón- um á sveirni til að koma klofn- unarkeðju af stað. í nægilega stórum klumpi af úraníum 235 (fáein kíló), vex hún svo ört, að klumpurinn springur með geysimiklu afli. Atomsprengjan er þannig gerð, að tveim eða fleiri litlum klumpum af U-235 er skotið saman mjög hratt í einn stóran klump, sem svo epringur. Kjarnorkuðfí) (reactor) Þegar einn úranium kjarni klofnar, losnar mörgum milljón sinnum meiri orka, en kemur frá einu atómi við bruna kola. Brennsla eins kílós af kolum leysir orku, sem jafngildir um 8 kílówatt-stundum, en klofnun allra kjarna í einu kílói af úr- aníum jafngildir um 25 milljón kílówatt-stundum. Klofnunar- orkan kernur þannig fram, að klofnunarbrotin hreyfast. með geysihraða, þ. e. hún kemur fram sem hiti. í atómsprengjunni N3 »3 Klófnunarkeðja í U-235 er þessi orka stjórnlaus, hún losnar öll á einu vetfangi, en í kjarnorkuofni er fullkomin stjórn á orkunni, svo að hægt er að auka eða minnka orku- framleiðsluna eða halda henni stöðugri. TVÆR TEGUNDIR OFNA MED HRÖÐUM OG HÆGUM NEVTRÓNUM Nevtrónur, sem fram koma við klofnun, eru mjög hraðfara. Sumir kjarnorkuofnar eru byggðir á því, að nevtrónurnar eru látnar valda klofnun meðan þær hafa enn mikinn hraða. í þá þarf að nota hreint U-235, en það er enn mjög sjaldgæft og dýrt. Venjulegt úraníum inni- heldur aðeir.s 0.7% af .U-235, og mjög kostnaðarsamt er að skilja það frá. Algengari eru þeir kjarnorku- ofnar, sem nota hægfara nevtrón- ur til að valda klofnun. Likindi StjHíáóníí. r>l,rr ■fírMi )»unsu.-vat»sge>1TO>r til þess að hitta U-235 kjarna og valda klofnun er miklu meiri fyrir hægfara nevtrónur en hrað- ar. Með hægfara nevtrónum þarf ekki að nota hreint U-235, held- ur má jafnvel nota venjulegt úraníum, sem inniheldur aðeins 0.7% af U-235, en 99.3% af U-238, sem er ekki hægt að kljúfa með hægfara nevtrónum. „Eldsneyti“ fyrir þessa ofna er miklu auð- fengnara og ódýrara, en fyrir þá fyrrnefndu. Við skulum líta nánar á þessa ofna. HVERNIG DREGIÐ ER ÚR HRAÐA NEVTRÓNANNA Úraníum er venjulega haft í stöngum, klæddum aluminíum. Þessum stöngum er svo stungið í efni, sem hefur það hlutverk að hægja á klofnunarnevtrónun- um. Slíkt efni er kallað hægir (moderátor). Góður hægir verð- ur að vera þannig, að hann hægi vel á nevtrónum án þess að gleypa þær í sig, svo að nokkru nemi. Ef hann gleypir töluvert af þeim í sig, getur farið þannig, að svo mikið af nevtrónum, sem annars hefðu valdið klofnun, tapist í hæginn, að klofnunar- keðjan minnki og deyi endanlega út. Til að hægja á er heppileg- ast að nota efni með kjörnum álíka þungum og nevtrónurnar eru. Efni með þungum kjörn- um eru óheppileg. Stálkúla hæg- ir miklu fljótar á sér við að rek- ast á aðrar kúlur jafnstórar en á miklu stærri kúlur. Af þeim síðamefndu hrekkur hún með lítið breyttum hraða. Að þessu leyti væri vatn, sem er samsett úr vetni og súrefni, mjög heppi- legur hægir, þar sem vetnis- kjaminn er nærri jafn þungur nevtrónunni. Venjulegt vatn hefur þó þann ókost, að vetniskjarninn hef- ur mikla tilhneigingu til að gleypa í sig nevtrónu og breytast í þunga vetniskjarna. Vatnið gleypir í sig svo mikið af nevtrónum, að klofnunar- keðjan getur ekki haldizt í venju- legu úraníum með 0.7% af U-235. Auka verður innihald úraníums- ins af U-235 upp í nokkur % til að keðjan geti haldizt með venjulegt vatn sem hægi. Þungt vatn, sem samsett er úr þungu vetni og súrefni, er bezti hægir, sem völ er á, því að það hægir nærri eins vel á nevtrónum og venjulegt vatn, en þunga vetnið hefur mjög litla tilhneigingu til að gleypa í sig nevtrónur. Þungt vatn er bæði dýrt og erfitt að fá, svo að grafít (kolefni) hefur verið mikið notað sem hægir. STILLISTÖNG ÚR EFNI, sem GLEYPIR NEVTRÓNUR Orkuframleiðslunni í slíkum hlaða er stjórnað með því að auka eða minnka klofnunarkeðj- una. Það er gert með stöng, stillistöng (control rod), sem 1 er efni, sem gleypir í sig sér- staklega mikið af nevtrónum. Bóron og kadmíum eru oftast notuð í stillistöngum. Ef stöng- inni er stungið langt inn í hlað- ann, dregur hún svo mikið af nevtrónum frá klofnunarkeðj- unni, að hún minnkar og deyr jafnvel út. Þegar stöngin er dregin út, eykst keðjan. Til að sem fæstar nevtrónur týnist út úr hlaðanum er hann umluktur efni, t. d. þungu vatni eða grafít, sem endurkastar nevtrónum inn í hlaðann. Nú getum við litið nánar S, hvað gerist inni í hlaðanum. Nevtróna veldur klofnun U-235 kjarna í einni af úraníumstöng- unum og klofnunarbrotin þjóta burt með geysihraða. Nevtrón- urnar, sem fram koma, eiga auð- velt með að komast út í hæg- inn, sem stangirnar eru í. Þar hægja þær á sér, en lenda fljót- lega inni í annarri, eða sömu, úraníumstöng og valda klofnun. Vegna hins mikla hraða kjama- brotanna hitna úraníumsteng- urnar, og þær mundu fljótlega bráðna, ef hitinn væri ekki leiddur burt, þ. e. stangirnar kældar. Þessa hitaorku er svo hægt að nota, t. d. til framleiðslu , rafmagns, eins og síðar verður I nánar vikið að. | Kjarnarnir, sem fram koma við klofnanir, eru mjög geislavirkh’, senda frá sér beta- og gamma- geisla. Auk þess kemur mikið af nevtrónum frá hlaðanum. Þessir 1 geislar eru lífshættulegir, og þess vegna verður að umlykja hlaðann mjög þykkri steinsteypu til að stoppa þá. MEÐAN U-235 KLOFNAR MYNDBREYTIST U-238 Að lokum skulum við athuga, hvað verður um hinn úraníum ísótópinn, U-238, sem myndar 99,3% af úraníumstöngunum. Hægfara nevtrónur geta ekki klof ið kjarna hans, en hann tekur í sig nevtrónu án þess að klofna. Við það eykst massatala hans um einn, hann verður að U-239. Sá kjarni er hverfull og sendh’ frá sér eina betaögn (elektrónu). Þá kemur fram kjarni nýs efnis, neptúníum, með atomtölu (eða prótónfjölda) 93 og massatölu 239. Þessi kjarni er líka hverfull og sendir frá sér betaögn. Þá kemur fram kjarni enn nýs efn- is, plútóníum, sem hefur atóm- töluna 94 og massatöluna 239. Plútóníum er kjarnakleyft eins og úraníum 235. í kjarnorkuofn- inum myndast þá nýtt eldsneyti, plútóníum, um leið og öðru er brennt. 1 Prófsfeinn á norræna sasnvinnu. HC. HANSEN, forsætisráðherra Dana, hefur sent ríkisstjórn- . um hinna Norðurlandanna boð um þátttöku í fundi ríkis- stjórnanna 22. og 23. október. Verður fundurinn haldinn í „Stória krá“ í Fredensborg. Þar verður gert endanlega út um það, hvort hægt verði að koma á sameiginlegum vinnumarkaði á Norður- löndum. Þetta verður sameiginlégur fundur ráðherra og forseta Norðurlandaráðsins. Likan af kjamorkuofni, sem er í kjarnorkuveri í Iíanada. Úraníumstengurnar eru í keri mcð þungu vatni, sem hægir á nevtrónunum. Grafítið endurkastar nevtrónum inn í hlaðann. Kringum hlað- ann er þykk steinsteypa, til að stöðva geisla frá hlaðanum. Upp úr öllu stendur stillistöng. í henni er efni, sem gleypir nevtrónur og takmarkar þannig klofnunarkeðjuna. Kælivatn er látið renna gegnum úraníum-stengrmar. Kemur það út sjóð indi heitt og má nota það til að knýja hverskon- ir aflvélar ísótópa-f öngi eru notuð þegar f. omleiodir eru eisiavir • ísótópa- í ofninum. — Ne- trtru-góngin eru til þess a5 fá nevtrónnr irá hlaðanum til rannsókr a á verkunum þeirra. SKÝRSUJR LAGDAR FRAM Á síðaeta fundi Norðurlandaráðs ins var samþykkt að láta fram fara ýtarlega rannsókn á mögu- leika sameiginlegs vinnumarkaðs á Norðurlöndum. Rannsókn þessi stendur nú yfir og er búizt við að skýrslur verði lagðar fram á næsta þingi Norðurlandaráðsins, sem haldið verður í Kaupmanna- höfn í lok janúar n.k. DANIR OG SVÍAR SAMAN Það eru einkum Norðmenn, sem óráðnir eru, hvort þeir geti fall- izt á sameiginlegan vinnumarkað og tollabandíHag. Ef þeir hafna i því algerlega, er hugsanlegt að Danir og Svíar fari sínu fram og tengi efnahagskerfi landanna tveggja saman. PRÓFSTEINNINN Sagt hefur verið að hinn sam- eiginlegi vinnumarkaður sé próf- steinn fyrir Norðurlandaráðið. — Segja sumir, að ef ráðið gefist upp við verkefni þetta, þá verði það klofið og lítils virði. Kristián Guðfaugsson hæstari'llarlöguiuður. Austurstræf; 1. — Sími 3400. SkrifstofutÍT/, kl. 10—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.