Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 7
J Fimmtudagur 0. okt. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 23 1 Prentsmiðjustjóri gerist skógræktarfrömuður ÞAÐ er hlýleg og fögur sjón að , horfa niður yfir Fnjóskadal j þegar ekið er niður Vaolaheiðina að austan. Það er stillilogn, sólin er nýskriðin yfir austurfjöllin, Og hellir geislaflóði sínu yfir dalinn. Við erum svo snemma á ferðinni, að það er ekki enn tek- ið að rjúka á bæjunum. Við skul- iim stöðva bifreiðina og þagga tiiður í henni vélaskellina, ganga út í móana og setjast á þúfu þar, sem hátt taer. Þetta er síðla í júlímánuði Gróðuranganin fyllir vitin. Ekkert rýfur kyrrðina nema hógvær niðurinn í Fnjóská þar sem hún fellur silfurtær í ótal bugðum og sveigum um þennan fremur þrönga en fagra dal. Hugurinn leitar eftir ein- hverri samlíkingu. Dansmær! Hví ekki að líkja Fnjóská við draumlynda dansmær, sem líður í mjúkum sveiflum um iðgrænt flosteppi og ekkert hljóð heyr- ist nema orfurlítið skrjáf í fis- léttum silkikjól? Jafnvel fuglarn- ir eru ekki vaknaðir til morgun- söngs. Tvílembd ær sefur undir barði. Nú vaknar annað lambið, rís upp og teygir sig, tekur sprett og vekur systkini sitt og síðan ráðast þau á mömmu gömlu þar sem hún sefur vært við yl morgunsólarinnar. „Aldrei er friður“. Þarna drattast sú gamla á fætur og lömbin þjóta undir hana til þess að fá morgunsop- ann sinn. SKÓGRÆKTARGIRÐINGIN En ekki dugar þetta. Við þjót- um af stað eins og lömbin. Við ætlum fram í Selland og þangað eru að minnsta kosti 15 kílómetr- ar. Á vinstri hönd höfum við fyrst Vaglaskóg, þessa höfuð- prýði og stolt okkar Norðlend- inga. Síðan tekur við af honum Þórðarstaðaskógur og þá kjarr- flákar hér og hvar. En hvernig stendur á því að skógurinn er aðeins austan megin í dalnum? Þetta er spurning, sem við verð- um að leggja fyrir einhvern fróð- an mann. Þegar framar kemur í dalinn, sjáum við að tekið er að rjúka á bæjunum. Það virð- ist vera fremur með seinna móti á fótum fólkið hér í dalnum. Og það er raunar ekki að undra, því það er sunnudagur. Loks kom- Um við að rammgerðu hliði með hvítu skilti, sem á er letrað að hér sé skógræktargirðing og veg- farendum er falið að loka því á eftir sér. Og brátt blasir við okk- ur nýtízkulegt hús í hæðakrika, sem opnast móti suðri og austri. Við sjáum strax að þetta er ekki venjulegur sveitabær, Engin peningshús, engin amboð eða heyvinnutæki, nema ein rakstr- I heimsókn til Sigurðni 0. Björnssoiiar nð Sellenii Birkiskógurixm frá 1947—’48. — (Ljósm.: V. Guðm.) Norska skógarfuran, sem Norð- menn plöntuðu í Sellandi 1949. — Hún nær manni meira en í hné. arvél, sem við fáum ekki séð’ hvað er með að gera, því hvergi er laust strá. En við sjáum ann- að. Skammt frá húsánu stendur lítið eitt eftir af gömlum torfbæ og sunnan undir honurn hefir verið matjurtagarður, sem gerð- ur hefir verið fyrir daga gadda- vírsgirðmganna, því kringum hann er hlaðinn garður úr klömbrum. Og við sjáum strax að þarna er ekki ræktað kál, rófur, laukgras eða kartöflur. Þetta er uppeldisstöð fyrir trjá- plöntur. Og uppi í hlíðinni sjá- um við lágvaxinn birkiskóg og suður af bænum má merkja furu- toppa upp úr grasinu. Jú, við erum vissulega komnir í landar- eign skógræktarbóndans í Sel- landi. Það kemur enginn gelt- andi hundur fram hlaðið til þess að bjóða okkur velkomna, svo sem víðast er í islenzkri sveit. Við heyrum samt eitthvei't gelt. En það er bara hundgá vélamenn ingarinnar. Ljósavélin á bænum er komin í gang. VEIÐIR BLEIKJU í FNJÓSKÁ Við þurfum ekki að berja þrjú högg á bæjardyrnar með písk- skaftinu eins og siður var í gamla daga. Á hlaðinu stendur sonur Sigurðar og bíður okkur vel- komna. Þetta er ungur maður, vinnur í Prentverki föður síns inni á Akureyri, en dvelur nú yfir helgina sér til hyíldar og skemmtunar með fjölskyldu sinni. Sem stendur er faðir hans niður við Fnjóská að veiða. Þenn- an dag í fyrra fékk hann fyrstu bleikjuna niður undir Sellandi og nú á að freista gæfunnar í ár. En heppnin er ekki með að þessu sinni. Bleikjan er ekki eins stundvís í ár. Og innan tíðar kemur Sigurður heim. Við tökum hann tali og komumst fljótt að efninu. Okkur langar til þess að vita hversvegna prentsmiðju- stjóri innan af Akureyri kaupir sér jörð austur í Fnjóskadal, byggir þar stórt og myndarlegt hús, ílytur þangað með fjöl- skyldu sína, dvelur þar öllum sumrum síðan og ræktar skóg. Og við fáum greið og góð svör við þessu öllu saman. SKÓGRÆKTIN ER HANS HJARTANS MÁL Heilsu Sigurðar er nokkuð tek- ið að hraka. Hann þolh' ekki ys, þys og skarkala prentsmiðjunn- ! ar og það mikla erfiði, sem fylgir | því að standa fyrir því fyrir-, tæki. Þess vegna kaupir hann Sellandið og flytur þangað í kyrrðina og skógræktin er hans hjartans áhugamál. Hingað hefir hann því bæði sótt heilsu sína aftur og hér hefir hann getað unnið að hugðarefni sínu. Hann kaupir Selland árið 1945, og byrjar að gróðursetja þar skóg árið 1947, fyrst aðeins birki. Við göngum upp í skógarreitinn beint upp af bænum. Þar eru komnar margar fallegar hríslur og ein með þeim stærstu er jafn há Sigurði. Hún er gróðursett 1948. Þar sem við stöndum þarna uppi í hæðinni bendir Sigurður niður yíir móana. Um þessa móa liggja gamlar reiðgötur. Það var þjóð- brautin um dalinn fyrr á árum. Um aldamótin 1700—1800 þeystu menn þar á gæðingum sínum undir Iaufkrónum trjánna. Nú sér þar ekki eina einustu hríslu. Og nú er komið tækifærið til þess að spyrja hvernig stendur og lægri. En þær dafna eigi að síður vel og Sigurður telur að það sé íramtíðar gróðursetning- araðferð okkar íslendinga. Sán- ing i plógför hefir af sumum ver- ið láðlögð, en það segir Sigurð- ur að sér hafi ekki gefist eins vel eins og særa ofan af rótinni á dálitlum bletti og ieggja þar nokkur fræ og stíga þau síðan niður í sárið. Þegar sóð er, eru nokkur fræ sett saman á einn Sigurður við stærstu björkina, sem er frá árinu 1948 á skógleysinu vestan megin í dalnum. Sigurður segir að sú sliýring sé gefin á því að skóg- inn hafi höggvið m. a. Eyfirð- ingar. Hefir þá verið styttra og auðveldara fyrir þá að taka hann vestan árinnar. Mikið hefir þarna verið gert til kola og eru kola- grafir þarna um allt. Forfeður okkar hafa höggvið skóginn þar sem auðvelast var, og því hefir Sellandsskógur m. a. fyrr orðið fyrir barði rányrkjunnar. En nú hefir Sigurður látið plægja mó- ana og vinnur nú að sáningu trjáfræja um þá alla og kannske verður þessi öld ekki á enda þegar afíur verður hægt að þeysa á gæðingum undir lauf- krónum trjánna á Sellandsmóum. Já vel að merkja. Sáning til trjáa. Hún er tiltölulega ný gróð- ursetningaraðferð hér á landi. Norðmenn munu hafa byrjað á því hér þegar þeir komu í skóg- ræktarferð sína 1949, en þá sáðu þeir bæði í Seilandi og Hauka- dal á báðum stöðunum norskri skógarfuru. Ennfremur gróður- settu þeir talsvert af norskum skógarfuruplöntum í Sellandi sama ár. Við göngum nú um og skoðum verk þeirra Stærstu plöntuðu skógarfururnar ná manni meira en i hné, en sánu fururnar eru að sjálfsögðu mun Við erum komnir heim a3 gamla Seliandsbænum og sitjum. á gamla jurtagarðsveggnum og virðum fyrir okkur uppeldiss- stöðina. Þar eru allmargar plönt- ur í uppeldi, en þær þurfa aSI verða nokkurra ára áður en hægt er að gróðursetja þær úti um móana. Þarna er rauðgreni, lerki, hvítgreni o. fl. allt í fallegum beðum. í vetur verða svo grind- ur yfir þessu þaktar mosa til þess að verja ungviðið kali. Þa5 eru mörg handtök við hverja plöntu áður en hún er endanlega komin á þann stað þar sem hún á að alast upp. Sigurður segir að nærri muni láta að hver planta kosti kringum eina krónu komin í jörð þar sem hún á að alast upp, ef kaupa þarf hvert hand- tak við hana. NORSKA SKÓGARFURAN REYNZT BEZT Og hvernig hafa svo hin; ýmsu tegundir plantana. reynst Sellandi. — Því skal hér skoti5 inn að skógræktin þar er íyrst og fremst miðuð við að þarná verði nytjaskógur í framtíðinni. — Norska skógarfuran hefir reynst langbezt. Hvítgrenið er allgott. Rauðgrenið er viðkvæmt og lerkið misjafnt, það sem Sig- urður taefir alið upp sjálfur hefir reynst vel, en það aðflutta mið- ur og kennir hann það flutning- unum. Það er svo viðkvæmt a<5 það þoiir ekki langan flutning. Talið berst nú að hinum ýmsu mönnum, sem lagt hafa skógrækt inni lið hér á landi og væri of langt. að telja alla þá sem þar bar á góma. En eitt nafn fann. ég að Sigurði var mjög Ijúft að nefna og það var norski sendi- herrann hér Andersen Rysst. Hans starf og annarra þeirra, sem mest og bezt hafa unnið skógræktinni hér á landi, munu menn fvrst kunna að meta til fulls eftir 100 ár. Við fræðumst úm það að þeir Helgi Tómasson. yfirlæknir ó Kleppi og Sigurður hafa nýlega báðir hlotið verð- laun úr styrktarsjóði FViðriks konungs 8. Af því má sjá hve gífurlegt forystustarf þessir menn hafa unnið á sviði þessara mála. SELLANDSSKOGUR VERÐUR MIKILS VIRÐI ER FRAM LÍÐA STUNDIR Við innum Sigurð eftir áhuga afkomenda hans í skógræktinni, stað og síðan spíra þau vanaleg- en ,^ann a 1111 uppkomna ast fleiri en eitt. Ekki er talið þurfa að grisja þann trjáklasa, sem þanhig sprettur upp. Ein plantan ber vanalega af og vex upp yfir hinar og drepur þær af sér. Þannig vinnur harðgerðasta og duglegasta plantan sigur í klasanum og verður þetta því einskonar kynbótastarfsemi um leið. UM 138 I»ÚS. PLÖNTUR í SELLANÐI Og enn göngum við um land Sigurðar í Sellandi og skoðum hinn unga skóg hans, sem sýni- lega er stolt hans og yndi. Mér kemur í hug natinn fjárbóndi, sem gengur um húsin sín og gríp- ur ofan í malir og hvygg kind- anna sinna um leið og hann seg- ir: „Finnst þér hún ekki vera væn þessi“, eða „hún hefir nú syni. Það gefur auga leið að hér er verið að vinna starf. sem ein- um manni endist ekki aldur til. Það kemur í ljós, að börn hana hafa líka áhuga fyrir þessu og hann hefir keypt tvær aðrar jarðir, lllugastaði og Kotungs- staði, auk Sellands þarna f Fnjóskadalnum, svo að ekki mun skorta landrými til skógræktar- innar á næstu árum. Þeir feðgar vinna allir í Prentverkinu og hafa af því sitt lifibrauð. Færi svo að það einhverntíma síðar á árum ienti í fjárþröng, þá gæti Sellandsskógur bjargað því, þvi að hann verður mikils virði er fram líða stundir. Skóguriim er sá banki, sem langhæstu vextina mun greiða, það mun sannast þótt síðar verði. Eftir einn ánægjulegasta sunnu dag þessa dásamlega sumars, þegar sól er tekin að halla til skilað tveimur lömbum á hvorju ’ vesturs, kveðjum við Sigurð hausti þessi, síðan hún var vet- urgömul". Eða er það hestamað- ur, sem klappar gæðingnum sín- um. Mér finnst það taarla Kkt þessu hvorutveggja. Alls mun vera búið að sá og planta 138 þúsund plöntum í Sellandi eða um 6—7 þús. í hektara. Eitt hundrað þrjátíu og átta þúsund tré geta verið orðinn álitlegur lægri, aðeins 10—15 c,n. á hæð skógur eftir nokkra tugi ára. bónda í Sellandi og fjölskyldu hans. Við lítum yfir Sellands- móana, þar sem menn forðum þeystu undh laufkrónum trjánna. Kannske berum við gæfu til þess að koma þarna aftur eftir mörg ár og sjá þá með eigin augum að framtíðar-draumar Sigurðar hafa rætzt. Vignir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.