Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 8
24 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 6. okt. 1955 Um Ijósmœðrafrœðslu á Norðurlöndum Afslöppunarlœkningin leysir deyfingar af hólmi og auðveldar fœðinguna NÝLEGA kom heim frá Danmörku ungfrú Magnea Guðnadóttir Ijósmóðir. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 1946. Varð þá lögskipuð ljósmóðir í A-Landeyjum til vors 1952, en þá fór hún til framhaldsnáms í Danmörku. Vann hún fyrst á stórum fæðingarspítala í Kaupmannahöfn, síðar fór hún til framhaldsnáms í Ljósmæðraskólann danska og lauk þar prófi 28. sept. 1954 með mjög góðri I. eink. Fór hún þá til Svíþjóðar og Finnlands að kynna sér fræðslu ljósmæðra þar. — Er Magnea nú komin hingað heim og vinnur á Fæðingardeild Landsspítalans. — Hefur hún ritað eftirfarandi grein um veru sína á Norðurlöndum og um Ijósmæðra- 'fræðslu þar. LJÓSMÆÐRASTARFIÐ FJÖLÞÆTT OG SEINT FULLNUMIÐ Mér er ljúft að segja nokkuð frá dvöl minni á Norðurlöndum undanfarin þrjú ár. Að sjálf- sögðu verður hér aðeins stiklað á nokkrum atriðum, sem til eftir- breytni mættu verða. Markmið mitt var að auka þekkingu mína á fæðingarhjálp, Ijósmæðrafræðslu og starfi Ijós- mæðra á Norðurlöndum í heild og tel ég mig hafa náð því marki að verulegu leyti. Þeir, sem lítt þekkja til segja gjarnan: Það er ekki mikill vandi að taka á móti barni og varla hægt að eyða mörgum árum í þann lærdóm. En við Ijósmæð- urnar vitum að slíkar umsagnir eru gripnar úr lausu lofti. Starf Ijósmæðra er fjölþætt og verður seint fullnumið. NÁMSKEIÐ OG FYRIRLESTRAR Á Norðurlöndum eru haldin árlega námskeið fyrir ljósmæð- ur, sem starfað hafa 6—10 ár. Námskeið þessi standa frá 14 dögum upp í 6 vikur. Eru þau vel sótt og þykja gefa góða raun. Haldnir eru fyrirlestrar um fæð- ingarbjálp og ýmsar nýjungar, svo sem varðandi meðalagjafir i og áhrif þeirra, einnig varðandi I afslöppunaræfingar o. m. fl. Ljósmæðurnar eiga þess og kost að ferðast nokkuð um með- an á námskeiðunum stendur og skoða merka staði. Og kostnaður við dvölina er ekki tilfinnanleg- ur því fæði og húsnæði er ókeypis á ljósmæðraskólunum svo og ferðalög, sem greidd eru af opinberu fé. AUKA VÍÐSÝNI LJÓSMÆÐRA Námskeið þessi eru þýðingar- mikil frá fleiri en einni hlið. — Þau auka menntun ljósmæðr- anna, gefa þeim tækifæri til að kynnast hver annari, auka þeim víðsýni og með því kynnast þær einnig störfum hver annarar, en þau eru á marga vegu, bæði hvað aðbúnað og starfsháttu snertir. Hinu má heldur ekki gleyma að gott er fyrir ljósmæður að lyfta sér upp frá störfum og setjast á skólabekk um stundarsakir. Það yngir þær upp og gefur þeim nýjan iífskraft. ___ AFSLÖPPUNARKENNINGIN Eitt meðal þýðingarmestu atriða ljósmóðurfræðslunnar í dag er afslöppunarkenningin. Fræðsla í þessari grein hefur rutt sér mjþg til rúms á seinni árum. Það er ómótmælanleg stað- reynd að margar konur fyllast kvíða og jafnvel skelfingu við þá tilhugsun að eiga að fæða af sér barn. Til þess að létta kvalirnar við barnsburðinn eru notuð deyfilyf og svæf- ingar. Slíkt, þótt gert sé, er nauðvörn, vegna þess að deyfilyf eru skaðleg. — Þau slappa móðurina og geta einnig haft skaðleg áhrif á barnið. SÁRSAUKINN SÁLRÆNS EÐLIS Álit sérfræðinga í fæðingar- sjúkdómum er að sársauki móð- urinnar við barnsburð sé að miklu leyti sálræns eðlis, óeðli- legur vöðvasamdráttur verði í neðri hluta legsins, er rekja megi til hræðslu og óróa konunnar. Sá maður, sem tekið hefur þessi mál hvað föstustum tökum er brezkur læknir, G. D. Read að nafni, sérfræðingur í fæðing- arsjúkdómum. Við dr. Read er afslöppunarkenningin kennd, enda er hann talinn upphafsmað- ur hennar. FÆÐINGIN LÉTTBÆR ÁN DEYFINGAR Því er haldið fram og þykir nú fullsannað að með upp- fræðslu geti barnshafandi kona lært að „slappa svo af“ að fæðingin verði henni létt- bær án deyfingar. Afslöppunaræfingar, sem eru bæði andleg og líkamleg þjálfun, hafa þann tilgang að vinna á móti spenningi líkam- ans, gera kvíðann og óttann áhrifalausa í meðvitund kon- unnar, en efla hina náttúru- legu eiginleika hennar til þess að fæða af sér barn. Þessi „Read“-aðferð hefur nú verið kennd og starfrækt í Bret- landi og á Norðurlöndum og víð- ar um skeið og þykir hvarvetna gefast mjög vel. Er ekki ólíklegt að hún sé lausn á miklu vanda- máli, sem lengi hefur kallað að. LJÓSMÆÐRAFRÆÐSLA OG STARF í FINNLANDI Finnst mér rétt að segja nú nokkuð frá Ijósmæðrafræðslu og starfi í Finnlandi, ekki sízt vegna þess að margt er líkt með Finn- landi og íslandi hvað aðstæður snertir, kemur þar ekki hvað sízt til fátækt þjóðanna og strjái- býli. Finnland stendur einnig mjög framarlega í Ijósmæðra- fræðslu. NÁMIÐ Frá og með árinu 1934 hefur Ijósmæðranámið verið tvö ár í Magnea Guðmundsdóttir Finnlandi. Námið byrjar með undirbúningsskóla, sem stendur yfir í 4 mánuði. Eftir það byrjar verklega námið. Fyrst í stað er höfuð áherzla lögð á almenna hjúkrun og jafnframt verklega náminu er bókleg fræðsla og fyrirlestrar. Ef námsmey hefur verið við- stödd óeðlilega fæðingu verður hún að skýra skólanum frá gangi hennar með fyrirlestri og jafn- framt að gefa sitt álit á því af hverju hin óeðlilega fæðing or- sakaðist. Á heilsuverndarstöðvunum kennir læknir eða ljósmóðir barnshafandi konum afslöpp- unaræfingar. Undir hand- ieiðslu sérfræðings í þeirri grein halda námsmeyjar Ljós- mæðraskólans fyrirlestra um heilsuvernd fyrir konurnar. Hver námsmey er skylduð til að dveljast tvo mánuði af náms- tímanum hjá starfandi ljósmóður úti á landi. LJÓSMÓÐIR STJÓRNANDI ^ Á SÆNGURKVENNAGANGI Á meðan námsmeyjar eru á fæðingargangi verður hver og ein að fylgjast daglega með þeirri konu, er hún hefur stund- að við fæðingu svo og barni hennar, enda skrifi hún í dagbók deildarinnar líðan konu og barns, þar til konan hefur fengið heim- fararleyfi. Sjálfsagt þykir að á hverri fæðingarstofnun sé ljósmóðir stjórnandi á sængurkvennagangi. Styðst sú ráðstöfun við þá stað- reynd að ekki er síður nauðsyn- legt að hjúkrunin sé í fullu lagi eftir fæðingu, sem og meðan á henni stendur. En hví þá ekki að treysta hjúkrunarkonum eins vel í þessu starfi? Sængurkonur þurfa sérstakrar umönnunar við, sem er ólík venjulegri hjúkrun. Að sjálf- sögðu er æskilegast að öðru jöfnu að stjórnandi á sængur- kvennagangi sé bæði lærð ljós- móðir og hjúkrunarkona. LJÓSMÆÐRAFÉLÖG í HVERRI SÝSLU Samstarf ljósmæðra í Finn- landi er mjög gott, enda eru starf andi ljósmæðraféiög í hverri sýslu landsins, sem sameinast svo öll í Ljósmæðrafélagi Finnlands. Ég ferðaðist dálítið um Finn- iand á s.l. vori og naut mikils stuðnings Ljósmæðrafélags Finn- lands, en frá skrifstofu félagsins var hringt til formanns eða um- Frh. á bls. 31. Möndlu- og hnefukökur eru Ijúffengar NÚ ER sumarið liðið og tími saumaklúbbanna fer senn í hönd. Þá er ekki úr vegi að vera búinn að læra einhverja nýja kökuuppskrift. Tilbreytingarleysi í kökum og bakstri er leiðin- legt og þess vegna er gott að þekkja margar góðar uppskriftir. Kökur, sem búnar eru til úr hnetum og möndlum eru sérlega bragðgóðar, en því miður eru þær dýrari en svo að við getuig, leyft okkur að hafa þær á borðum dag]ega. — En hvað um þalf, hér fara á eftir tvær uppskriftir, sem gaman er að reyna. MÖNDLUKAKA (forrnkaka) 2 egg, 225 gr. sykur, 50 gr. sætar möndlur, 5 stk. bitrar möndlur, 50 gr. smjör eða smjör- líki, 4 matsk. rjómi, 2 sléttf. tsk. lyftiduft, 3 dl. rasp. ATH. AÐ EKKERT HVEITI ER í ÞESSARI KÖKU! Eggin og sykurinn eru þeytt mjög vel, því næst eru hakkaðar möndlurnar látnar saman við (ekki taka hýðið af), þá er bræddu smjörinu helt út í, ásamt rjómanum og að lokum er rasp- inu og lyftiduftinu blandað sam- an við. Deigið er hrært vel, og helt í form, sem áður hefur verið smurt mjög vel og raspi sáldrað inn i. Kakan er síðan bökuð við væg- an hita (175 gr.) í 50 mín. og reynið að opna ofninn ekki oft á meðan hún er að bakast. Kök- una ma ekki taka úr forminu fyrr en hún er farin að kólna, og ef til vill má þekja hana með súkkulaði-glerung. ★ SÆNSK HNETUKAKA 50 gr. smjörl., 150 gr. sykur, 2 egg, 1 dl. mjólk, IV2 dl. hnetu- kjarnar (75 gr.), 2 sléttf. tsk. lyftiduf, og 150 gr. hveíti. Smjörið er hrært með sykr- inum, eggjarauðurnar eru látnar saman við ásamt hökkuðum kjörnunum, mjólkinni, hveitinu og lyftiduftinu og síðast eru stíf- þeyttar eggjahvíturnar 'átnar út i.-- ) Deiginu er hellt í vel smurt form, sem áður hefur verið stráð raspi innan í og kakan bökuð við vægan hita (175 gr.) í 35—40 mín. Kökuna má ekki taka úr forminu fyrr en hún er farin að kólna. Þá er kakan þakin með eftir- farandi glerungi: 2 dl. flórsykur, 2 matsk. heit mjólk og 1 matsk. smjör. Glerungurinn er hrærður sam- an og honum smurt á kökuna og ef til vill má skreyta hana með ristuðum hnetukjörnum eða sund urskornum kirsuberjum. Þá má baka þessa köku f skonsu-formum (þau fást hér og nefnast Muffins-form) og má þá skreyta hverju köku fyrir sig á skemmtilegan hátt. Og loks kemur eitt gott hús- ráð: . . . . ef þér hafið notað eldhús- hnífinn yðar til þess að hreinsa hráan fisk eða skera með honum lauk, er oft erfitt að ná lyktinni af honum, þó hnífurinn hafi verið þveginn úr sjóðandi vacni. Þá er gott að núa hnífinn me þurru sinnepi með rökum klút og skola síðan hnífinn vel á eftir.... A. Bj. Neyfendasamfökin vinna að hagsmunamálum okkar EINN er sá félagsskapur hér, sem ég held að fólk gefi ekki nægi- legan gaum, en það eru Neyt- endasamtökin. Máttur Neytenda- samtakanna byggist vitanlega á því að sem flestir gerist félagar, enda ætti það líka að vera blátt áfram skylda allra að vera fé- lagar. Neytendasamtökin vinna fyrir almenning, að hagsmuna- málum fólksins, neytendanna. — Árgjaldið er vægt, ekki nema 15 kr. og fyrir þær getur neytand- inn fengið margvíslega aðstoð, þar sem skrifstofa samtakanna hefur lögfræðing, sem rekur mál neytenda, einnig hafa samtökin gefið út 4 bæklinga á s.l, ári, og von er á fleirum, Eru þessir bæklingar fróðlegir og sendir fé- lagsmönnum samtakanna heim að kostnaðarlausu. <♦ <♦ <• Þó neytendasamtökin séu ung hér á landi hafa þau komið mörgu góðu til leiðar, sem til hagsbóta er fyrir neytendur, en enn er margt ógert. Vinna sam- tökin nú að því m. a. að fá brauð- in innpökkuð og væntanlega að t. d. rúgbrauð verði seld í hag- kvæmari stærðum, t. d. nokkrar sneiðar, pakkaðar í loftþéttar umbúðir. Mjög er það óhentugt fyrir lítil heimili að þurfa að kaupa Vi rúgbrauð í einu, en brauðin mygla og súrna, eins og allar húsmæður þekkja. Með nú- verandi fyrirkomulagi fara mikil verðmæti í súginn. Þá er eitt máJ, sem Neytendasamtökin ættu að láta til sín taka, en það er að hús- mæður geta ekki, nema í einstök- um verzlunum, fengið keypt minni skammt en 1 pela af rjóma. Aðeins í nokkrum mjólkurverzl- unum er þó hægt að fá keyptan rjóma í lausu máli, en vitanlega á hver neytandi að vera sjálfráð- ur um það hve mikið magn af rjóma hann kaupir daglega. Og með því verðlagi, sem nú er á rjómanum ber Mjólkursamsöl- unni skylda til að selja rjómann í lausu máli, eða a.m.k. í 1 dl. flöskum. Þá er einnig kátbroslegt að ef húsmóðir ætlar að kaupa heilan líter af rjóma þá þarf hún í einstöku verzlunum að kaupa tvær V2 líters flöskur, eða jafnvel 4 pelaflöskur. Nema hún hafi pantað rjómann daginn áður! — Allir vita hve mikið af rjóman- um úr flöskunum fer til spillis. því hann sezt í smjörkökk í flöskuhálsinum. — En vonandi verður þessu fljótlega kippt í lag, — fyrst við neytendur erum bún- ir að fá okkar eigið félag til þess að vinna að hagsmunamálum okk ar. En til þess að félagið fái ein- hverju áorkað, verðum við öll að vera félagsmenn. A. Bj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.