Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 11
| Fimmtudagur 6. okt. 1955
MORGVNBLAÐIÐ
27
Ssð&sfa umferð skákmóts Hel9' Try"voson'kennari:
Gautaborg, 26. sept.;
ÞRIÐJU alþjóðasvæðakeppn- j
inni í skák, sem fram fór í
Gautaborg 14. ágúst til 23. sept- I
ember, er nú lokið. Sigur hins
kunna rússneska stórmeistara
Bronstein var vel verðskuldaður.
Virtist hann bera af keppinaut-
um sínum. — Keres kom annar.
Framrnistaða hins unga Panno1
frá Argentínu, sem náði þriðja
sæti, kom mjög á óvart. Panno,
sem er aðeins tuttugu ára að
aldri, er talinn mesta skákmanns
efni vesturheims eftir daga Capa-
blanka.
XIX. UMFERÐ
16. september
Eins og við var að búast, þegar
tveimur góðlátlegustu mönnum
mótsins, Guimard og Bronstein,
lenti saman, gat hvorugur fengið
af sér að sýna hinum verulegt
tilræði. Guimard valdi óvenju-
lega leið á móti franskri vörn
Bronsteins. Þessi leið gaf svört-
um strax jafnt tafl, en vegna
mikilla uppskipta var vafasamt
að tefla upp á vinning eftir það.
Einna skemmtilegust varð
skákin Pilnik—Rabar. Eins og
venjulega kornst himi síðar-
nefndi í mikla tímaþröng. Pilnik,
sem snemma hafði fengið betri
stöðu, þjarmaði nú að Rabar með
sterkri sókn. Loks var leikin
hraðskák, en eftir 37 leiki var
umhugsunartími Rabars þrotinn.
Hann var þá með tapaða stöðu.
Aldursforsetinn Stáhlberg fékk
slæma útreið hjá yngsta þátttak-
andanum Spasskij. Stáhlberg,
6em án árangurs fórnaði peði til
að létta á stöðunni, tapaði hrók
í tímaþröng. — Keres tefldi mjög
djarflega á móti Unzicker. Hann
kom á óvart með vafasama nýj-
ung í byrjuninni, fékk síðar
sæmilegt tafl, en baráttan varð
mjög hröð, og eftir að Unzicker
hafði sézt yfir augljósan vinning
í tímaþröng, vann Keres enda-
taflið skemmtilega. Panno og
Petrosjan möluðu andstæðinga
sína hægt en örugglega.
Bisguier sat hjá.
XX. UMFERD
18. september
Eftirvænting og taugastríð var
með mesta móti í næst síðustu
umferð. Meðal þeirra sem til-
neyddir voru að iefla upp á vinn-
ing til þess að verða meðal hinna
níu útvöldu, var Fuderer, sem
tefldi við sjálfan Bronstein. Bar-
átta þessara leikfléttu-snillinga
dró að sér óskipta athygli hinna
fjölmörgu áhorfenda. — Fuderer
tefldi kóngsindverska vörn. Hann i
fékk allgott tafl og baráttan varð |
mjög tvísýn og listræn. Einu
sinni lék Bronsíein leik, sem
sýndi að hann var ánægður með
jafntefli, en Fuderer var ekki í
friðai-hug. Nokkru síðar valdi
Fuderer annan leik en þann, sem
þá virtist eðlilegastur í stöðunni.
Eftir skákina kvaðst Bronstein
hafa óttazt þennan leik. Er skák-
in fór í bið að fimm límum liðn-
um var baráttan í algleymingi.
Bronstein hafði fórnað tveimur
peðum, en hótanir hans voru þá
svo miklar að þær réðu úrslitum
í biðskákinni.
Najdorf og Pachman, sem
einnig urðu að vinna sínar skák-
ir, urðu lika óhamingjunni að
bráð. Najdorf, sem þrátt fyrir
óþarflega mikla áhættu, hafði
unnið peð og náð vinningsstöðu
á móti Rabar, eyðilagði allt með
öðru peðsráni og varð óverjandi
mát. Þar hrapaði stjarna á skák-
himninum. — Pachman rændi
skiptamun af Guimard, en Arg-
entínumaðurinn fékk góða sókn-
armöguleika í staðinn. Þrátt fyrir
miklar leikfiéttur var staðan
ætíð nokkuð jöfn. í lokin fórnaði
Pachman hrók og kom upp nýrri
drottningu, en tókst ekki að
vinna gegn hrók og peði Gui-
mards. I
Keres vann létt, en Geller
vann fyrst eftir harða og
skemmtilega fórnarbaráttu. —
Panno vann sína síðustu skák á
mótinu með stóiskri ró í tíma-
ins í Gauiahorg jíungumáhám og timans kröfur
þröng, þar sem aðrir hefðu setið
á nálum. — Pilnik, sem fékk tap-
stöðu á móti Medina, bjargaði sér
snarlega í tímaþröng.
Donner sat hjá.
XXI. UMFERÐ
21. september
Síðasta umferð varð ekki eins
hörð eins og sú næst síðasta. —
Sumir keppenda voru þegar ör-
uggir um að verða meðal hinna
níu efstu. Aðeins fimm voru enn-
þá í eldinum. Þeir Spasskij, Pil-
nik og Filip voru í 6.—9. sæti
með 10V2 vinning. Næstir komu
Ilivitski með 10 og Pachman með
9V2. Hinum þremur fyrstnefndu
reið á að tapa ekki, en Ilivitski
var tilneyddur að tefla upp á
vinning.
Það fór líka svo að skáfcirnar
Filip-Bronstein og Pilnik-Bisguir
enduðu fljótlega með jafntefli.
Bronstein lét sér þannig nægja
15 vinninga af 20 mögulegum,
sem naumast getur talizt neitt
smáræði í slíku móti sem þessu.
Þegar svo kom á daginn að Ili-
vitski varð að láta sér nægja
jafntefli á móti Stáhlberg, leið
ekki á löngu þar til Spasskij
samdi við Sliwa. Þar með draum-
urinn búinn fyrir Ilivitski, en
drengjaheimsmeistarinn, Spass-
kij, þokast nær heimsmeistara-
tigninni.
Yfirleitt voru menn ekki lengr
ur í baráttuhug að undanteknum
Fuderer, sem sótti á Pachman
fremur af kappi en forsjá og tap-
aði eftir að hafa hafnað ýmsum
jafnteflisleiðum. Keres var lengi
í hættu staddur á móti Szabó, en
loks virtist staðan vera að kom-
ast í jafnvægi, og sömdu kepp-
endur þá um jafntefli. Keres
hafði þá tryggt sér 2. sæti. Jafn-
tefliskóngurinn, Petrosjan, vann
að þessu sinni og náði því hinum
skemmtilega árangri: 5 sigrar og
15 jafntefli, ekkert tap. Árangur
Bronsteins var hins vegar 10 sigr-
ar og 10 jafntefli.
Panno sat hjá.
Heildarúrslit mótsins: V.
1. D. Bronstein, Sovét. 15
2. P. Keres, Sovétríkin 1314
3. O. Panno, Argent. 13
4. T. Pedrostan, Sovét. 1214
5. — 6. E. Geller, Sovétr. 12
5.— 6. L. Szabó,Ungv.land 12
7,— 9. A. Filip, Tékkósl. 11
7.— 9. H. Pilnik, Argent. 11
7.— 9. B. Spasskij, Sovétr. 11
10.—11. G. Uivitski, Sovétr. 10V2
10.—11. L. Pachman, Tékk. 10y2
12.—13. C. Guimard, Argent. 9y2
12.—13. M. Najdorf, Argent. 914
14.—15. A. Fuderer, Júgósl. 9
14. —15. B. Rabar, Júgósl. 9
16. W. Unzicker,V-Þýsk. 814
17. —18. A. Bisguier, Bandar. 8
17.—18. G. Stáhlberg, Svíþj. 8
19.—21. H. Donner, Holland 514
15. —21. A. Medina,Venesúela 514
19,—21. B. Sliwa, Pólland 5V2
Freysteinn.
áEverndun
UM síðustu aldamót áttum vér í
baráttu við dönskuna og dönsku-
sletturnar. Það þótti þá „fínt“
að sletta dönskunni. Nú er það
enskan og enskusletturnar, sem
þeirri miklu menntun, sem þeir
eiga nú kost á.
En vissulega hafa blaðamenn
vorir nokkra afsökun. Þeir þurfa
f að flýta sér svo mjög, með frétt-
mestum málspjöllum valda. Er irnar, að þeir hafa oftast engan
oss því mikil nauðsyn, að vera j tíma eða lítinn til umhugsunar,
vel á verði um alla málvernd og né að vanda málið á fréttunum
málhreinsun. Ekki aðeins blaða- og blaðagreinunum. En það er
mönnum og ritstjórum, þótt góðir ‘ sannarlega hættulegt fyrir ís-
séu, heldur og öllum almenningi, ! lenzkuna, ef mállýzkur og orð-
ef vort fagra og fullkomna mál á skrýpi festast í málinu, af því að
ekki að bíða tjón. Vér eigum á þaU eru sv0 0ft endurtekin á
allan hátt að láta oss annt um prenti — og birt athugasemda-
þenna fegursta arf forfeðra vorra, ]aust. Qrð, sem á engan hátt eru
tunguna; og ekki vera feimnir , samboðin íslenzku máli eða hugs-
að nota nýyrðin, ef svo ber undir. : un _
Nýyrði, sem fara vel og eru rétt j Eitt af þeim orðum, sem mörg-
mynduð, lyfta málinu á hærra j um er þyrnir í augum, er orð það,
stig þroskastig. Og þarf ég sem ág jjgfj iíti]ieira minnst
ekki að rökstvðja það frekar, né á. Blaðamenn ættu að auglýsa
hafa þenna formála lengri. — eftir nýyrðum, þegar þeirra er
þörf í stað þess að nota erlend
Það sem ég vildi hér lítillega 0rð eða orðatiltæki. Hinir mörgu
minnast á, er orðið „pressulið", hagyrðingar þjóðarinnar. mundu
sem blaðamenn hafa mikið not- ekki láta á sér standa, bótt lítið
að í blaðagreinum að undanförnu.
Eins og lesendur blaðanna vita,
völdu blaðamenn og fréttamenn,
kapplið það, sem keppti við
fé kæmi í aðra hönd. Svo elska
þeir þjóð vora og bjóðtungu.
Líka þyrfti að fá norrænufræð-
inga í lið með sér. Þeir ættu að
landsliðið í knattspyrnu í fyrra fræða almenning um ísl. mál og
manuði. Þetta kapplið kölluðu málvenjur, meir en gert er. Og
þeir „pressulið", þótt nær væri vissulega þurfa þeir h'ka að vera
að kalla það ,,blaðamannalið“, a verði, og vara menn við mál-
þar sem þeir sjáifir völdu liðið, spjöllum. Þá ættu öll blöð lands-
en aðrir ekki. Þetta vallið blaða- inSj ag birta meira um ísl, mál
manna er því réttast að kalla eða 1 0g málvenjur, en gert er. Ætti í
nefna: úrvalslið blaðamanna; það hverju blaði’að hafa sérstakar
er réttnefni. Að vísu geta menn greinar um málverndun, sem
notað orðið: blaðamannalið þar menn gætu lesið sér til sálubóta.
til betra orð finst, en nafnið 0g ]0ks byrfti að stofna mál-
„pressulið“ er ekki nothæft: jafn- , verndunarfélag í hverju kauptúni
vel ekki af blaðamönnum, nema ; tii leiðbeininga og verndunar
það sé fvrirboði þess, að þeir ætli ; hinu daglega máli, fyrir alla þá,
að fara að kalla sig „pressu- ! sem láta sig þjóðerni vort nokkuð
menn“. Og er það ekki skemmti- skifta. — í þessu sambandi má
leg tilhugsun. Líka mætti í þessu geta þess að nýy"ðasafn orða-
sambandi minna á, að réttara er bókanefndar Háskóla fslands,
að segja, að blaðið fari í prentun hefir gert mikið gagn og hjálpað
eða prentsmiðjuna, en ekki í mörgum í málverndunarstarfinu.
„pressuna . j — mnrg eru orgskrýpin enn
Mörgum finnst að blaðamönn ! málinu og mállýzkurnar, sem
um vorum sé að fara aftur, um þarf að leiðrétta og útrýma. Og
málverndun og málhreinsun, frá fietur verið að ég minnist á ein-
því á dögum blaðaforkólfanna: hver þeúra siðar: þótt mörgum
Björns Jónssonar, Hannesar Þor- öðrum standi það nær.
steinssonar, Jóns Ólafssonar og | En eins og íslenzkan stóð af
Þorsteins Gíslasonar, svo að sér dönskúna og dönskusletturn-
nokkrir séu nefndir. Og er það ; ar um aldamótin síðustu, eins
mjög leytt ef svo er; með allrimun hún og nú standa af sér
SIZT er að furða þótt tungu- ’
málanám íslenzks skólafólks
beri á góma í daglegum, opin-
berum umræðum, t. d. blöðum,
svo miklum tíma, orku og fé sem
þessi fámenna þjóð ver til að
nema þær lifandi þjóðtungur,
sem allt í kring um oss eru talað-
ar og ritaðar. Vakandi athugun á
slíku málefni og aðlögun að nýj-
um kringumstæðum er varanleg
nauðsvn. Þess vegna var gott að
sjá hugleiðingu í Morgunblaðinu
fyrir nokkrum dögum undir fyr-
irsögninni „Tungumálakennsla í
íslenzkum skólurn".
Ekki er ólíklegt, að í alls herj-
ar umræðum um slíkt tungumála
nám íslendinga mundu skoðanir
greinast ákaflega i upphafi, en
hitt er einnig trúlegt, að ýtarlegri
athuganir mundu færa þær aftur
saman í veigamiklum atriðum. ■
Nokkur þeirra atriða skal nefna
hér og rökstyðja stuttlega.
Erlend tungumál þarf hinn ís-
lenzki skóli að kenna í samræmi
við kröfur hvers tíma, segir í
áðurnefndri grein. En ef skýra
og skilgreina ætti kröfur tímans,
má einmitt búast við sundurleit-
um svörum svona í byrjun um-
ræðna. Ýmsir halda fram, að öll
alþýða manna eigi að læra tungu-
mál aðeins til að lesa þau. Ætli
það sé í samræmi við kröfur
tímans, að tungumálapróf nem-
enda í unglingaskólum í sumum
bekkjum er þannig, að útlendi
textinn er eins konar bannorð,
próftakar þurfa ekki að segja
eitt einasta orð á málinu, sem
prófað er í, heldur aðeins þýða
úr því á íslenzku. Einnig bæri að
hlusta vel, þegar færð eru rök
fyrir því, að kröfur tímans heimt-
uðu, að unglingar, svona upp og
ofan, lærðu tvö tungumál sam-
tímis á skólabekk, án þess þó að
sýna viðunandi afköst í einu
tungumáli. Margir kennarar
Tnunu ekki vera þeirrar skoðun-
ar. Eða þá hvort það væri í sam-
ræmi við kröfur tímans að breyta
eins undur lítið og raun ber vitni
aðferðum þeim við tungumála-
kennslu, sem tíðkuðust meðan
ekkert íarartæki þekktist, sem
flugvél heitir, og ferðalag íslend-
ings til fjarlægra landa var sjald-
gæfur viðburður. Viðurkenna
skal þó þá viðleitni til endurbóta
nú alveg nýlega í nokkrum skól-
um að taka námsefni í tungumál-
um inn á segulband og spila fyrir
nemendur, svo langt sem sú hjálp
nær.
Þá væri hlustandi á sókn og
vörn af hálfu margra þeirra
lærðu manna, sem hafa skilað
kröfuhörðu skyldunámi í fimm
erlendum tungumálum. Vegna
stöðu íslenzkrar smáþjóðar í
menntuðum heimi er tungumála-
nám oss óumdeilanleg nauðsyn.
En skoðanir kynnu að skiptast
um þessi atriði: Er réttara að
krefjast þess í lærðum skóla, að
varið sé svo miklum tíma og erf-
iði í svona mörg tungumál, —
fimm erlend tungumál til stúd-
entsprófs sem skyldunámsgrein-
ar, — eða þá að hafa málin færri
og taka nám þeirra meir alhliða,
leggja meir stund á að tala hvert
mál í upphafi námsins og áfram,
skrifa sjálfstætt á málinu o. s. frv.
Fróðlegt væri því að hlýða á rök-
ræður manna um það, þégar
enskuna og enskusletturnar. En
til þess að það gangi sem greið-
legast, þurfa allir sannir íslend-
ingar að vera á varðbergi. Láta
þá, sem enn þykir það ,,fínt“ að
krydda mál sitt, með erlendum
orðum eða orðskrýpum, vita, að
vér eigum eitt hið fegursta og
fullkomnasta mál, sem til er. Og
að það sé móðgun við ísland og
íslendinga, að menn vandi ekki
mál sitt, hvort sem er í ræðu eða
riti.
Bennó.
nokkuð er liðið frá stúdentsprófi,
hvort þeir teldu, að tæki það, sem
þeim . var fengið í hendur með
tungumálakennslu þeirra, hafi '
reynzt þeim nægilega þjált og
verkhæft í meðferð, t. d bí gap'
þeir fóru að umgangast erlenda
menn, — að námsaðferðin hafi
einmitt hitt naglann á hausinú,
eða hvort þeir kynnu að áJítaþ'i!
meðfram fyrir hina öru breyt-
ingu hins nýja tíma, að lestur og
þýðing hafi setið í fullmiklu fyr- ■
irrúmi, og tamning eyrans við að
skilja málið af vörum annarra og-
tamning tungunnar sjálfrar við
að spreyta sig á að tala það hafi
fengið of lítið rúm. Vitað er, að
í sumum menningarlönduni
leggja skólar — menntaskólar ‘
sem aðrir — mikla og nokkurn.
veginn jafna áherzlu á öll þessí
atriði. Með lifandi þátttöku sjálír
ar tungu nemandans verður mái-
ið sannarlega tungumál og lif-
andi mál. Og það veitir hverjum
manni þá æskilegu tegund af !
sjálfstrausti að finna sig kunna
að beita því tæki, sem verið er
að fara með. Það er staðreynd,
að ef nemandi venzt því í byrjuri!
tungumálanáms síns að koma
fyrir sig orði á málinu, segja
heilar setningar, rennur tungu-
málið honum miklu betur í merg
og blóð, verður honum tama»-a og
tiltækilegra og kærara mál En ef
talæfingar eru vanræktar, verð-
ur nemandinn óttasleginn af að
heyra sína eigin rödd, ef liann
horfir ekki á bókstafina um leið
og hann talar, og tungutakið verð
ur þá lengi stirt.
Þessi hlið tungumálanáms ís-
lenzkra nemenda, æfingin í að
sldlja málið af vörum annarra og
að koma fyrir sig orði, ætti að
vera ofarlega á baugi, þegar rætt
er um kröfur tímans og aulcín
samskipti þjóða og hið mikla
menningarmál fslendinga að taka
forsvaranlega á móti ferðamönn-
um, sem er einnig alhliða hags-
munamál þjóðarinnar. Nefna
mætti sem dæmi tvær miklar
menningarþjóðir, Norðmenn og
Svisslendinga, sem taka á móti
fjölda ferðamanna ár hvert og
leggja báðar kapp á, að tungu-
málakennslan í skólunum leysi
tunguhaftið og veiti nemendum
öruggt og létt tungutak.
Verða iiiubætur
í Marokkó taflar
í franska jíinginu?
PARÍS, 27. sept.: — Franski ráð-
herrann Pierre July, sem sér um.
mál Norður-Afríku, skýrði blaða
mönnum frá því í París í dag, að
hann vænti þess, að Ben Arafa,
soldán í Marokkó, muni innan
skamms yfirgefa hásæti sitt og
verði þá hægt að koma stjórnar-
bót á í Marokkó. Framkvæmd
stjórnarbóta hefir dregizt úr
hömlu, þar sem Ben Arafa vildi
ekki afsala völdum sínum í hend-
ur ríkisstjórnarráðs, er síðar átti
að skipa stjórn í landinu.
Samkomulag hefir nú náðst
með frönsku og spænsku stjórn-
inni um, að Ben Arafa setjist að í
Tangigr. Sagði July, að engin töf
ætti nú að þurfa að vera á skip-
un þriðja manns í ríkisstjórnar-
ráðið. %
Franska þingið kemur nú sam-
an innan skamms, og andstæðing-
ar stjórnarbótanna vonast íil
þess, að hægt verði að koma í
veg fyrir framkvæmd þeirra með
venjulegum þingklækjum ,— og
víla ekki fyrir sér, þó að til stiórn
arkreppu kæmi. Faure forsætis-
ráðherra mun því aðeins geta
fengið umbæturnar samþykktar
í þinginu, að hann fái jafnaðar-
menn í lið með sér.
— Reuter-NTB