Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.10.1955, Qupperneq 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. okt. 1955 Lifla sagan: SvokoiIasSnr „betri borgori“ Myndin sýnir, hvernig- Ríkisóperan lítur út að innan. Rikisóperan í Berlín við Unter den Linden risin úr rústum Botrgin á mörkum austurs og vesiurs er að verða menningarleg höfuðborg Þýzkalands á nýjan leik # BYRJUN septembermánaðar Jt var lokið endurbyggingu Rík- isóperunnar við Unter den Lind- en í Berlín. Þjóðverjar urðu því tveim mánuðum á undan Austur- ríkismönnum, en gert er ráð fyrir að endurbyggingu söngleikahúss- ins í Vínarborg verði lokið í nóvember. Ríkisóperan er við Unter den Linden í Austur-Berlín og austur-þýzka stjórnin hefir því algjörlega staðið fyrir endur- byggingu Ríkisóperunnar. Ríkisóperan hóf stafsemi sína sunnudaginn 4. sept. með die Meistersinger. Austur-þýzki menntamálaráðherrann Becher flutti ræðu við vígslu hússins og voru svo að segja allir meiri háttar embættismenn austur- þýzku stjórnarinnar viðstaddir frumsýninguna. ★ ★ ★ Það voru ekki aðeins Austur- Þjóðverjar, sem létu sig varða þessi hátíðahöld. í fyrsta skipti um langt skeið lét öll Berlínar- borg sig varða þessi miklu há- tíðahöld í Austur-Berlín, og raun- verulega allt Vestur-Þýzkaland hafði fylgzt af miklum áhuga með endurheimt þessarar gömlu menningarstofnunar. Á frumsýn- ingunni sást álíka mikið af vest- rænum kjólfötum og síðum kjól- um og austrænum dökkbláum jakkafötum og blússum og pils um. Blöðin í Vestur-Berlín höfðu um langt skeið látið sig engu varða leiklist og sönglist í Aust- ur-Berlín, en nú fluttu þau lang- ar frásagnir og dóma um þennan atburð, og mörg söngleikahús í Vestur-Þýzkalandi sendu heiila- óskaskeyti. ★ ★ ★ Ríkisóperan í Berlín á langa sögu að baki sér, sem nær allt aftur til 1742. Síðan um miðja 19. öld fram til síðari heimsstyrjald- arinnar hafði hún haft forustu í sönglistarlífi Þýzkalands — þrátt fyrir harða samkeppni við söng- leikahúsin í Dresden. Múnchen og borgaróperuna í Berlín. En Ríkis óperan í Berlín hafði einkum sér- stöðu vegna frábærs hljómburðar (acoustic) söngleikasalarins Húsameistara austur-þýzku stjórnarinnar hefir tekizt mjög vel að endurbyggja óperuhúsið í þess gamla stíl, en hann hefir jafnframt hagað byggingu þess eftir kröfum nútímans. Hann á mikið hrós skiiið fyrir verk sitt. ★ ★ ★ | Áður en Ríkisóperan hrundi í loftárásum í heimsstyrjöldinni — hafði byggingin þegar orðið fyrir skemmdum, ef svo mætti segja, vegna þeirra ósmekklegu breyt- inga, er gerðar voru á henni árið 1928. Sá húsameistari, er þá breytti henni, hafði reynt að full nægja kröfum nútíma sönglistar með því að byggja við húsið í nýtízku stíl að baki rokokkó- framhliðarinnar, en húsameistar- inn Knobelsdorff byggði óperuna í rokokkóstil á 18. öld. Paulick hefir hinsvegar sam- einað nýtízku útbúnað innanhúss og hreinræktaðan 18. aldar bygg- ingastíl utanhúss. Þetta tókst hon um með því að sækja fyrirmynd sína lengra aftur í tímann en til Knobelsdorff — til palladíönsku byggingarlistarinnar ★ ★ ★ Af mikilli hugvitssemi hefir húsameistaranum tekizt að skapa samræmi rnilli ails útbúnaðar inn anhúss og framhliðar hússins. Áhorfendasalurinn er gerður í rokokkóstíl og málaður í gulln- um, daufrauðum og ljósbrúnum litum. Er hann byggður eftir frumteikningum Knobelsdorff — og er salurinn frumlegri en hann var fyrir 1928, þar sem Knobels- dorff varð að gera breytingar á frumteikningu sinni samkvæmt skipunum frá yfirvöldunum. Þó að menn hafi verið vel kunnugir í þessari gömlu höfuð- borg á fjórða tug aldarinnar. hef- ir mörgum reynzt erfitt að átta sig þar eftir síðari heimsstyrjöld- ina — ekki sízt í Austur-Berlín þar, sem götuheitunum hefir ver- ið breytt. Samt serc áður er borg- in smám saman að rísa úr rúst- um. Við austur hluta Unter den Linden hefir ekki aðeins Ríkis- óperan verið endurreist heldur einnig háskólinn, vopnasafnið og rómversk-kaþólska dómkirkjan. ★ ★ ★ Það er ekki gott að segja, hvort öll starfræksla Ríkisóperunnar tekst jafnvel og endurbygging hennar. Mikil hætta er á, að stjórnmálaágreiningur hafi áhrif á rekstur hennar. Þráðurinn í starfsemi hennar hefir aldrei slitnað til fulls — haustið 1945 hélt Ríkisóperan áfram að setja söngleiki á svið í fjölleikahúsi í Austur-Berlín. , Síðustu áratugina hefir gengið á ýmsu i starfrækslu hennar. Margir frægir söngvarar og hljóm sveitarstjórar flúðu land á tím- um nazistanna, og s.l. tíu ár hafa einnig margir frammámenn tón- listarinnar flúið Austur-Berlín af því að þeir gátu ekki sætt sig við yfirstjórn kommúnista. ★ ★ ★ S.l. ár reyndi austur-þýzka stjórnin að skapa aftur fornan frægðarljóma um Ríkisóperuna með því að ráða til óperunnar hljómsveitarstjórann Erich Klei- ber, en hann hafði áður starfað við óperuna á árunum 1920—30. Kleiber hélzt þar ekki við. Um vorið sagði hann af sér, og allar frekari tilraunir til að klófesta hann á nýjan leik reyndust ár- angurslausar. Við óperuna eru nú nokkrir góðir og fáeinir ágætir söngvar- ar. Nokkrir frábærir söngvarar vestrænna landa hafa einnig skuldbundið sig til að syngja þar öðru hvoru sem gestir. Hljóm- sveitina þarf að fága, og ballett- inn er aðeins skuggi hjá því, sem var áður. f allri starfseminni virð ist svo sem forráðamenn hennar séu að þreifa fyrir sér. ★ ★ ★ Sannleikurinn er sá, að óperan þarf á færum hljómsveitarstjóra að halda — og jafnvel það dugir ekki til nema hann hafi fullkomið frelsi og úrslitavald. Ríkisóperan á nú í harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr, og hún mun eiga fullt í fangi með að halda hlut sínum fyrir Borgaróperunni : í Vestur-Berlín, sem hefur á að Í' ' ' skipa nytizku husi og framurskar , andi hljómsveitarstjóra, Karl I Ebert, og fyrir Gamansöngleikja- húsinu í Austur-Berlín, sem á nú j miklum vinsældum að fagna og hefir einnig í sinni þjónustu ágæt an, ungan hljómsveitarstjóra, Walter Edelstein. !- En burtséð frá því, hlýtur þessi samkeppni milli Ríkisóperunnar og hinna tveggja söngleikjahús- anna að gera sönglistarlíf í j Berlín fjörugt og fjölbreytt, og gera Berlín að eftirsóttum dval- j arstað fyrir unnendur sönglistar- j innar á komandi árum. Og þessi j sundraða borg er nú aftur að verða menningarleg höfuðborg Þýzkalands — og eitt af menn- ingarsetrum Evrópulandanna. (Observer — öll réttindi áskilin) ÞAÐ var fátt um manninn á kaffi húsinu. Aðeins tvö borð setin, og — aðeins einn maður við hvort. Og þó fimmtíu og sjö borð væru í salnum, sátu þessir tveir menn við borð sem stóðu hvort hjá öðru. Það var líkast og hvor vildi vera útaf fyrir sig, en þó hvorug- ur einn. Svo opnuðust dyrnar. Þriðji maðurinn kom inn. Hann flýtti sér til annars gestsins. Hrópaði: „Ég er alveg eyðilagður maður!“ „Hvað hefur komið fyrir?1' „Hörmung. Ég hef týnt vasa- bókinni minni." „Var mikið í henni?“ „Sex hundruð krónur", stundi sá nýkomni. „Ætli þú hafir ekki gleymt henni einhversstaðar ... . “ Sá eyðilagði hristi höfuðið. „Nei, ég hef leitað allsstaðar. En ég þykist vita hvar ég muni hafa t.ýnt henni. í strætisvagninum." Maðurinn við næsta borð stóð upp. Hann var auðsjáanlega svo- íær biM rétti eipndi aftur umráð yfir La Prcuza? ZÚrich: — Alþjóða blaðaútgáfu- stofnunin, sem hefir aðalbæki- stöðvar sínar í Zúrich, hefir sent hinni nýju stjórn Argentínu sím- skeyti þar, sem þess er krafizt að blaðaútgáfa í Argentínu verði gefin algjörlega frjáls. Öll þau blöð, sem Perón bannaði skulu aftur afhent hinum réttu eigend- um. Fáir munu bíða frekari fregna frá Argentínu með meiri eftir- væntingu en Alberto Gainza Paz, fyrrverandi ritstjóri La Prenza. Eins og menn munu minnast gerði Perón ritstjórann útlægan fyrir áróður gegn Perronista- flokknum. Perón gerði blaðið upptækt og gerði það að mál- gagni vex-klýðsfélaganna í Argentínu. kallaður „betri borgari", hár, grannur, skegglaus, í brúnum föt- um, og gullskeifa með steini í hálsbindinu. Hann gekk að borð- inu og heilsaði hæversklega. „Afsakið að ég trufla ykkur, en ég heyri á tal ykkar. Það stendur svoleiðis á að ég fann vasabók í dag.“ Hinir spruttu báðir upp: „Þér hafið fundið .... lofið okkur að sjá hana!“ Maðurinn frá næsta borði brosti: ,,Ja, allur er varinn góður. Þið megið ekki misskilja mig — ég er fús á að skila réttum eig- anda vasabókinni .. En fyrst verður að lýsa henni fyrir mér .. það er venjan þegar um fundna muni er að ræða.“ „Alveg sjálfsagt .. hvað viljið þér vita?“ „Hvar og hvenær týnduð þér vasabókinni?“ „Líklega í strætisvagni. Línu 5. Rétt eftir klukkan 9 í morgun.“ „Kemtir heim“, sagði sá ókunni. „Ég fann hana um klukkan hálf tíu. Hún lá undir sætinu. Hvaða litur var á vasabókinni og hve mikið var í henni?“ Sá eyðilagði svaraði: „Hún var brún á litinn, ofurlítið sködduð á efra horni, innihaldið var sex hundruð krónur og blaðaúrklippa um tekjuskattsaukann og svo bréfspjald, ónotað, með mynd frá Stokkhólmi. Er þetta nóg?“ „Já, alveg nóg“, sagði maður- inn frá næsta borði með rauna- svip- „Því miður er það ekki vðar vasabók sem ég hef fundið — hún er nefnilega svört, og aðeins fimtíu krónur í henni “ Hann lagði gamla, slitna vasa- bók á borðið. Sá eyðilagði leit raunalegur á bókina. „Nei, það er ekki þessi.“ „Það var leitt. Mér hefði bótt gaman að geta gert yður greiða", sagði ókunni maðurinn vingjarn- lega. „En þér skuluð ekki láta hugfallast. Veröldin er heiðar- legri en manni hættir til að halda. Vafalaust hefur einhver skilvís maður fundið vasabókina og skil- að henni á lögreglustöðina. Þér skuluð fara þangað á morgun — í dag er það því miður orðið of seint — og vonandi verður heppn in með yður.“------ Morguninn eftir klukkan hálf níu var maðurinn, sem hafði týnt vasabókinni, kominn á lögreglu- stöðina. Hann spurði: „Var týndri vasabók skilað hingað í gær?“ „Hvernig átti hún að líta út?“ spurði afgreiðslumaðurinn. Maðurinn lýsti vasabókinni. Furðusvipurinn á afgreiðslumann inum varð meiri og meiri. „En þessarar vasabókar var vitjað hingað síðdegis í gær“, sagði hann svo. „Síðdegis í gær?“ „Já, það kom hingað maður, sem sagðist hafa týnt vasabók klukkan rúmlega níu á strætis- vagni, línu 5, og lýsti bókinni, hún væri brún, dálítið sködduð á horni, með um sex hundruð krón- um og blaðaúrklippu um tekju- skattsaukann og ónotuðu bréf- spjaldi með mynd frá Stokk- hólmi. Ég taldi engan vafa á að hann væri eigandinn. „Og hvernig leit þessi maður út?“ stundi eigandinn. „Hann virtist vera svokallaður „betri borgari:: — hár, grannur, skegglaus, í brúnum fötum og með gullskeifu í hálsbindinu — í stuttu máli mjög snyrtilegur maður“. TRÍILOFUNARHRINGIR 14 karata og 18 karata. Bffirlœti allrar fjölskyldunnar — Nýkomið í næstu verzlun — H. HiEöliíTSSHN & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.