Morgunblaðið - 13.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. okt. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Öllu snúið öfugt þó A' RIN 1952—1955 má segja að verðlag hafi haldizt stöðugt. hér á landi. Með desembersam- ) komulagi vinnuveitenda- og verkalýðsfélaganna 1952 var sú i stefna upp tekin að leggja fyrst og fremst áherzlu á, að auka | kaupmátt launanna en stefna . ekki að kauphækkunum. ] Þetta spratt fyrst og fremst af því að yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar var ljóst að framleiðslan gat ekki risið undir auknum tilkostnaði. — Kauphækkanir mundu því ekki hafa í för með sér raun- verulegar kjarabætur heldur fyrst og frenist rýrnandi verð- gildi peninganna og aukna dýrtíð. En þegar kommúnistar höfðu náð úrslitaáhrifum innan verka- lýðssamtakanna haustið 1954 var horfið frá stefnu desembersam- komulagsins frá 1952. Kommún- istar og bandamenn þeirra lýstu því yfir, að nú kæmu ekki til greina annað en stórfelldar launa hækkanir. í samræmi við þá yf- irlýsingu voru nú gerðar kröfur um yfir 60% laupahækkanir hjá einstökum starfsstéttum. Enda þótt niðurstaðan yrði 11—12% launahækkun hefur sú launa- breyting haft í för með sér stór- kostleg áhrif á allt efnahagslíf þjóðarinnar. Framleiðslukostnað- urinn hefur stóraukizt og verð á margs konar þjónustu í þágu almennings hefur hækkað. Bygg- ingarkostnaður hefur hækkað að miklum mun. Aðvörun sem ekki var sinnt Allir vitibornir menn sáu þessa öru þróun fyrir og vöruðu við afleiðingum stefnubreytingarinn- ar. Einna skorinorðastir í þessum efnum voru leiðtogar og málgögn Sj álfstæðisflokksins. Þeir vöruðu þjóðina við afleiðingum nýs kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags, bentu henni á hennar eigin reynzlu og reynzlu annarra þjóða í þessum efnum. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti landsmanna hafi gert sér það Ijóst, hvað í húfi var. En kommúnistar réðu stefnunni í nokkrum stærstu verkalýðsfélög- unum í Reykjavík og í stjórn Alþýðusambands íslands. Þeir höfðu ákveðið að leita allra bragða til þess að torvelda fram- kvæmd þeirra miklu fyrirheita, sem stjórn landsins hafði gefið þjóðinni um margvíslegar fram- kvæmdir og umbætur. Kommún- istar sáu að þeir höfðu ekki at- kvæðamagn til þess á Alþingi, að hindra rafvæðingu landsins, eflingu atvinnulífsins og stuðn- ing við íbúðabyggingar í landinu. En þeir höfðu annað úrræði á takteinum. Þeir gátu beitt verkalýðshreyfingunni gegn ríkisstjórninni og jafnvægis- stefnu hennar í efnahagsmál- um. Þeir gátu hækkað bygg- ingarkostnaðinn og þannig tor veldað fólki að byggja, enda þótt ríkisstjórnin reyndi að veita auknu fjármagni til þeirra nauðsynlegu fram-' kvæmda. Þeir gátu líka gert | raforkuframkvæmdirnar dýr- ari. Loks gátu þeir þjarmað að atvinnulífinu með því að auka framleiðslukostnaðinn j stórkostlega. Svikamylla kommúnista Þetta er það sem raunverulega hefur gerzt. Kommúnistar hafa að vissu leyti unnið „sigur“. — Þeim hefur tekizt að hleypa nýju dýrtíðarflóði af stað. Sú svika- mylla, kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags hefur verið í gangi dag og nótt undanfarna mánuði. Og nú koma höfuðpaur- ar þessa samsæris gegn íslenzk- um bjargræðisvegum og upp- byggingu þjóðfélagsins og ásaka ríkisstjórnina um að hún beri ábyrgð á ógæfunni!! Þetta er vissulega að bíta höfuðið af skömminni og snúa öllu öfugt. Það veltur nú á þroska þjóðarinnar og stað- festu leiðtoga hennar, hvort kommúnistum á að takast að halda niðurrifsiðju sinni á- fram, eða hvort hér á að halda áfram þróttmikið uppbygg- ingarstarf bjartsýnnar og dug- andi þjóðar. Merfcileg! menningarslarf ALMENNA bókafélagið efndi í gærkvöldi til fyrstu bókmennta- kynningar sinnar, síðan það hóf starfsemi sína. Var auðséð að almenningur kann vel að meta þessa nýbreytni félagsins. Hinir færustu menn kynntu þar verk eins vinsælasta smásagnahöfund- ar þjóðarinnar. íslendingar unna bókum, bundnu og óbundnu máli. Þessi bókaást og áhugi íslenzks al- mennings er eitt af þjóðarein- kennum okkar. Megum við vissu- lega vel við það una. Almenna bókafélagið hefur markað sér þá stefnu, að kynna íslenzkar og erlendar bókmennt- ir fyrir þjóðinni með útgáfu góðra bók við skaplegu verði. Það mun leitast við að gegna hlutverki sínu af víðsýni og þekk ingu á því, sem er að gerast í andlegu lífi þjóðarinnar og á sviði heimsbókmenntanna. Til þess hefur það að mörgu leyti góð skilyrði. Það hefur gott samband við flesta beztu rithöfunda og andans menn þjóðarinnar og nýt- ur leiðbeininga þeirra um útgáfu- starfsemi sína. Því hefur þegar orðið vel til liðs meðal almenn- ings. Fregnir berast hvaðanæva af því, að fjöldi fólks gangi í fé- lagið til þess fyrst og fremst að eignast sjálft kost góðra bóka, og enn fremur til þess að styrkja það menningarstarf, sem félagið vinn- ur. Bókmenntakynning Almenna bókafélagsins á verkum Þór- is Bergssonar í gærkvöldi var mjög ánægjuleg. Vonandi heldur félagið slíkri kynning- arstarfsemi áfram. Hinn mikli fjöldi fólks, sem sótti kynningarsamkomuna er ör- uggt vitni um þann áhuga, sem ríkir meðal íslendinga fyrir bók- menntum og skáldskap. Það er rétt, sem Bjarni Bene- diktsson, menntamálaráðherra sagði í ávarpi því, er hann flutti í upphafi þessarar samkomu, að andlegt frelsi er frumskilyrði blómlegs menningarlífs. Það er ekki hægt að skipuleggja listina, eða aga listamennina til þess að skrifa eða túlka list sína með öðr um hætti að boði eða banni ein- hverrar ákveðinnar stenfu. ALMAR skrifar: Þörf hugvekja. ÓLAFUR GUNNARSSON, sál- fræðingur, ræddi mánudaginn 3. þ.m. um daginn og veginn. — Fjallaði hann einkum um hin tíðu bifreiðaslys hér, sem orðin eru eitt af alvarlegustu vanda- málum bæjarfélagsins. Gat Ólaf- ur þess að bifreiðaslysum færi si- fjölgandi og taldi hann að orsak- anna væri að miklu leyti að leita hjá bifreiðastjórunum, er sýndu ekki næga tillitssemi hver öðrum og gangandi fólki. Kvað hann reynslu sína, að í þessu efni stæðu íslenzkir bílstjórar mjög að baki starfsbræðrum sínum víða erlendis svo sem t. d. í Eng- landi. Er þetta í samræmi við mína reynslu, því að hvergi hef ég hitt fyrir nærgætnari bifreiða- stjóra gagnvart vegfarendum en í Englandi og Skotlandi. — Þá benti Ólafur á þá lélegu niður- stöðu er góðaksturkeppnin í sum- ar sýndi og var þó þar um menn að ræða, sem telja má í flokki hinna gætnari bílstjóra. í sam- bandi við þessi mál ræddi Ólafur um uppeldi barna og hversu nauðsynlegt það væri að foreldr- ar og skólar tækju höndum sam- an um að kenna þeim almennar umferðarreglur og reyndar prúð- mennsku í allri umgengni. — Benti hann réttilega á að það væri hinn háskalegasti misskiln- Jrá átvar L ói ''pma ^Lióta vL ingur, sem margir foreldrar væru haldnir af, að ekki mætti banna börnum, enda væri ekki hægt að ala barn vel upp nema því væri kennt að hlýða. — Hér hefur að- eins verið minnst á fáein atriði í máli Ólafs, en erindi hans var allt hið athyglisverðasta og þörf og tímabær hugvekja. Einsöngur Ólafs Magnússonar. ÞETTA sama kvöld söng Ólafur Magnússon frá Mosfelli nokkur lög eftir íslenzka höfunda að mestu með undirleik Weiss- happels. Ólafur hefur ekki mikla rödd, j en hún er þægileg og hann fer i með það sem hann syngur af góðri smekkvísi. Einna bezt fannst mér hann syngja hin gull- fögru lög „Allt fram streymir endalaust“ og „Um haust“ eftir Sigfús Einarsson. Don Camillo. ANDRÉS BJÖRNSSON hefur nú aftur hafið lestur sagnanna um vin okkar, hinn ágæta prest Don Camillo, sem hefur unnið hjörtu allra meðal annars af kvikmynd- unum um hann, sem hér hafa verið sýndar og frábærum leik franska snilldarleikarans Far- andel. Hér er um afbragðs skáld- verk að ræða, sem veruleg ánægja er á að hlýða og lestujp Andrésar er prýðisgóður. u / / /. / f) eluakandi áknýar: Dapur í bragði NÝLEGA hitti ég kunningja minn, ungan mann sem tók cand. mag.-próf í íslenzkum fræð um fyrir þremur til fjórum ár- um. Hann var heldur dapur í bragði. Ég átti ekki að venjast því, svoað ég tók hann tali, enda | hafði ég ekki hitt hann frá því I hann kom heim í vor. Hann hefir nefnilega verið við vísindastörf erlendis um eins árs skeið. i Illa séðir? HVAÐ segirðu þá, segi ég. — Ja, allt svona meinlítið, segir hann. — Annars er þetta djöfulsástand, maður fær ekkert að gera. — Nú, hvað kemur til. Hef- urðu þreifað fyrir þér, spyr ég enn. — Já, ég held nú það. Þeir voru búnir að lofa mér einhverju kemur þessi maður úr skóla með tvær hendur tómar og á þess varla kost að veita sér neina björg. Allir aðrir virðast sitja í (í í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en þegar ég kom til þeirra í gær sögðust þeir hafa haldið, að ég væri búinn að fá vinnu, svo að þeir réðu annan. En auðvitað var það bara venjulegt baktjalda- makk. — Já, það er víst nóg af því. En hefurðu ekki reynt annars staðar? — Jú, en það er einsog að tala við tómar tunnur. Það er einsog I' candmagar séu eitthvað illa séðir hjá skólayfirvöldunum. Maður verður víst að reyna að fara útí tímakennslu. j — Já, sagði ég. — Tal okkar féll niður og við kvöddumst. Höfum við efni á því? ÞESSI kunningi minn er bæði góður maður og gegn og ekk- ' ert útá hann að setja. Hann spjaraði sig ágætlega í skóla, tók ágætt próf og vann traust kenn- j ara sinna. Hann er því prýðisvel menntaður í sinni grein, en er auk þess vaxandi maður og vinn- ur nú að merkilegum rannsókn- um í hjáverkum sínum. Algjör plága HVERNIG stendur svo á því, að þjóðfélagið hefir efni á að kasta slíkum manni útá kaldan klakann? — Eftir erfitt nám, margra ára seiglu og þrautseigju fyrirrúmi; skólastjórar og fræðslumálamenn segjast mis- skilja hann. Menn gamna sér við að ota tota kunningjans, lofa uppí ermina á sér og svíkja svo allt saman. Því miður er þetta að verða algjör plága í okkar litla sakleysislega þjóðfélagi. Það er varla hægt að treysta nokkrum manni lengur, fja.... hafi það. Virðingarleysi fyrir fornum dyggðum sem m.a. eru fólgnar í því að standa við gefin loforð, meta menntun og hæfileika meira en persónulegt vinfengi, er oft fótum troðið bæði af stjórn- málabröskurum og „ég“-mönn- um. Einsog hengilmænur Í?G hefi verið talsvert harðorð- yMér finnst ástæða til þess. Þegar ég sé unga vel mennt aða menn ganga atvinnulausa um göturnar, einsog hengilmænur, get ég ekki varizt því að spyrja: Hvers eiga þeir að gjalda? MerklH, sem klæfflr landlS. Kínversk söngkona. KÍNVERSKA söngkonan Sú Feng-Chuan söng nokkur lög miðvikudaginn 5. þ.m. með undir- leik Wu Y-li. Var söngurinn hljóð ritaður í útvarpssal. — Ég býst við að lesendur mínir séu jafnnær þó að nöfn þessi séu nefnd, en engu að síður er hér um ágæta listamenn að ræða. Söngkonan hefur fagra sópranrödd og var söngur hennar mjög öruggur og túlkun hennar á viðfangsefnun- um gædd næmum skilningi og innileik. Upplestur. ANNA STÍNA Þórarinsdóttir las þetta sama kvöld upp nokkur Ijóð eftir skáldin Hannes Péturs- son og Þorstein Valdimarsson. Ljóð þeirra beggja voru vel val- in og prýðilega lesin. Hannes Pétursson er ljóðrænn mjög og furðu þroskað skáld svo ungur, sem hann er að árum og Þor- steinn er kliðmjúkur og yrkir undir sérkennilegum háttum. Bæði þessi ungu skáld eru efni- leg og má mikils af þeim vænta i framtíðinni, ekki sízt Hannesi. Einleikur Julius Katchen. HINN UNGI píanósnillingur, Julius Katchen, sem hér var á ferð fyrir skömmu og hélt hér tónleika í Austurbæjarbíó á veg- um Tónlistarfélagsins, lék einleik í útvarpið, fimmtudaginn 6. þ.m. (hljóðritað á tónleikunum í Aust- urbæjarbíó). Viðfangsefnin voru tvö: „Jesu bleibet meine Freude“, sálmfor- leikur eftir Bach og Waldstein- sónatan eftir Beethoven, hvort- tveggja fögur verk og vandasöm. Listamaðurinn lék þessi verk frá bærlega vel með persónulegri túlkun og af mikilli kunnáttu. Önnur dagskráratriði. AF ÖÐRUM athyglisverðum atriðum þessa viku má nefna er- indi Sverris Kristjánssonar er hann nefndi: Júlíus Guðníðingur, afbragðsvel samið og skörulega flutt og erindi Jökuls Jakobsson- ar: Ný stéttaskipting, er um margt var næsta athyglisvert. — Því miður gat ég ekki hlustað á útvarp s.l. laugardagskvöld og fór ég því á mis við leikritið „Bókin horfna“ eftir séra Jakob Jónsson. Eínmenningskeppni Bridgefél. kvenna EFTIR aðra umferð í einmenn- ingskeppni Bridgefélags kvenna, eru þessar konur efstar af 64 þátttakendum: Eggrún Arnórs- dóttir 211 stig, Dóra Magnúsdóttir 208 stig, Erna Eggerz 205 stig, Guðrún Angantýsdóttir 205 stig, Lára Siggeirsdóttir 204 stig, Anna Aradóttir 203 stig, Herdís Maja Brynjólfsdóttir 201 stig, Guðbjörg Sigurz 201 stig, Ingibjörg Briem 200 stig, Laufey Þorgeirsdóttir 198 stig, Laufey Arnalds 197 stig, Sigríður Jónsdóttir 197 stig, Anna Guðnadóttir 196 stig, Sigríður Siggeirsdóttir 196 stig, Ingibjörg Þórðardóttir 195 stig og Vigdís Guðjónsdóttir 195 stig. Þriðja umferð verður spiluð i Skátaheimilinu mánudagskvöldið 17. þ.m. Alls verða spilaðar fjór- ar umferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.