Morgunblaðið - 13.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐiÐ Fimmtudagur 13. okt, 1955 1 ac anc srr -ag- :a rr ¦ar- -a g -a«r -a r. ¦a g -»*"H Ett/ með vopnum veg/ð EfriR SIMENON E ir Framhaldssagan 14 ,,Og hvar eru peningarnir?" spurði hún hæðnislega. ,,Ég hefi ekki einu sinni næga peninga til að greiða vagnstjóranum, sem flutti mig hingað". Maurice de Saint-Fiacre var orðinn órór og vandræðalegur, en hin hvella rödd vinkonu hans hljómaði um höllina. Ráðsmaðurinn var ennþá frammi í forsalnum. „Ef þú ætlar að dvelja ein- livern tíma hérna, þá verð ég hér hjá þér", tilkynnti hún hárri raustu. „Látið vagninn fara og borgið ökumanninum", sagði Maigret stuttlega við ráðsmanninn. Ringulreiðin fór vaxandi. Það var ekki ringulreið hluta, sem færa mátti auðveldlega í lag, heldur siðferðisleg ringulreið, sem jafnvel virtist vera smitandi. Gautier var meira að segja eitt- hvað ruglaður í ríminu. „Við verðum að talast betur við, umsjónarmaður", sagði greif inn. „En ekki núna". Og orðum sínum til áréttingar eða skýringar benti hann á kvenmanninn, sem skálmaði í mesta ákafa, fram og aftur milli bókasafnsins og salarins eins og hún væri í einskonar rannsókn- arferð. „Af hverjum er þessi bjána- lega mynd?" spurði hún hlæ- andi. | Nú heyrðist fótatak í stigan- um og Maigret sá Jean Métayer, sem kominn var í mjög fvrir- ferðamikinn yfirfrakka og hélt á ferðatösku. Hann hlýtur að hafa búist við því, að sér yrði bannað að fara, því hann stanzaði úti fyrir dyr- um bókasafnsins og beið þar. „Hvert eruð þér að fara?" spurði Maigret. i „Til gistihússins. Það myndi líta betur út, ef ég. ..." | Maurice de Saint-Fiacre og Marie Vassiliev vinkona hans héldu til herbergis greifans, sem var í hægri álmu hallarinnar og héldu áfram að talast við á ensku. „Er það satt, að ómögulegt sé að fá fjörutíu þúsund franka lán út á greifasetrið?" spurði Mai- gret og beindi orðum sínum til ráðsmannsins. j „Það er a.m.k. mjög erfitt við- ureignar". I „Skiptir engu máli. Þér verðið að gera það á morgun, hvað sem það kostar___jafnvel þótt það virðist óframkvæmanlegt með öllu". j Maigret var mjög tregur til að fara. Á síðustu stundu ákvað, hann að líta aftur upp á aðra hæð greifahallarinnar og þar mættu honum ný undrunarefni. Búið var að koma öllu í fyllstu röð og reglu inni í herbergi greifafrúarinnar, þar sem aftur á móti allt var á ringulreið og í stökustu óreiðu á neðstu hæð- inni. Læknirinn og þjónustustúlkan voru búin að klæða líkið úr og leggja það til, með litlum róðu- kross í spenntum greipum. Hið þunga og óhreina and- rúmsloft, sem um morguninn hafði virzt grúfa yfir öllu, var iiú algerlega ómerkjanlegt. Friður og tign hvíldu yfir andliti látnu konunnar, þar sem hún lá í rúmi sínu, klædd í hvít- an náttkjól. Auk þess var búið að koma þar fyrir logandi kertum, vígðu vatni og lítilli sortulyngsgrein í glasi. Læknirinn leit á Maigret, þeg- ar hann kom inn í herbergið og svipur hans sagði eitthvað þessu líkt, þó ekki vseri það með orð- um: „Jæja, hvernig lízt yður nú á blikuna? Virðist yður ekki annar svipur á öllu núna? Hefi ég ekki leyst verk mitt fullkom- lega af hendi?" Presturinn bærði varirnar og las bænir sínar í hljóði. Hann varð einn eftir hjá líkinu, þegar hinir tveir gengu út. Á torginu stóðu dreyfðir hóp- ar fólks, fyrir framan kirkjuna, er í gegnum gisin gluggatjöld húsanna sáust fjölskyldur sitja að miðdegisverði sínum. Jean Métayer sat við borð úti hjá glugganum og snæddi há- degisverð sinn, en leit alltaf cðru hvoru út á auða og mannlausa götuna. Maigret tók sér sæti í hinurn enda veitingastofunnar, en á milli hans og skrifarans sat fjöl- skylda frá nálægu sveitaþorpi, sem hafði komið akandi í hest- vagni og flutti matarforða með sér að heiman, sem hún neytti nú með beztu lyst. Drykkjarföng keypti þetta fólk hinsvegar hjá Marie Tatin. Vesalings veitingakonan var alveg orðin rugluð í ríminu og botnaðí ekkert í því, sem var að gerast. Venjulega leigði hún einum og einum verkamanni þakherberg- ið, svona öðru hvoru. En nú hafði hún hinsvegar, auk Maigrets, nýjan leigjanda — skrifara greifafrúarinnar. Hún þorði ekki að spyrja neinn að neinu. Allan morguninn hafði hún heyrt viðskiptavini sína segja hin hræðilegustu tíðindi. Meðal annars hafði einhver minnzt á lögregluna. „Ég er hrædd um að hænsna- steikin sé ofsoðin hjá mér", sagði hún við Maigret, um leið og hún kom með matinn til hans, en |rödd hennar hljómaði, eins og hún hefði sagt: „Ég er hrædd við allt. Ég veit ekki hvað er að ger- ast. Heilaga Mær, varðveittu mig". Umsjónarmaðurinn horfði á hana, snortinn vorkunnsemi. — Alltaf hafði hún verið eins — hræðslugjörn og vesöl. „Marie, manstu eftir...." Hún glennti upp augun og óttablandinn undrunarsvipur kom á andlitið. „. ... æfintýrinu með frosk- ana?" „Eri___hver___?" „Móðir þín sendi þig, til að tína ætissveppi, sem spruttu á eng- inu, hinum megin við Notre-Dam tjörnina .... Tveir drengir voru að leika sér þar .... þeir notuðu tækifærið, þegar þú gekkst eitt- hvað frá og settu froska í körf- una þína, í stað ætissveppanna .... Og svo varstu dauðskelkuð á heimleiðinni vegna þess að sveppirnir í körfunni þinni hvökkuðu eins og froskar...." Hún virti hann gaumgæfilega fyrir sér nokkra stund, en stam- aði svo hikandi: „Þetta er þó ekki Maigret?" „Gáðu nú að þér, Marie. Monsieur Jean er búinn að borða hænsnin sín og bíður nú eftir næsta rétti". Marie Tatin var gerbreytt manneskja, áhyggjufyllri en nokkru sinni fyrr, en samt djarf- legri en endranær. Mikið var lífið annars undar- legt. Þarna höfðu árin liðið, eitt eftir annað, tilbreytingalaus og viðburðasnauð. Og svo, allt í einu og öllum að óvörum, gerast dularfullir atburðir, sannkallað- ir harmleikir, hlutir sem hafa ekki einu sínni verið nefndir í blöðunum, til þessa. Á meðan hún þjónaði Jean Métayer og bændafólkinu til borðs, var hún alltaf öðru hvoru Stúlka óskast í kjötverzlun strax. — Tilboð sendist Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „Kjöt- verzlun — 38". SEIMDISVEINN Röskur sendisveinn óskast. Harpa h.f. skrifstofan. Góður rafvirki óskast Amper h.f. Þingholtsstræti 21 Hæð og ris 6 herbergja íbúð til sölu við Skipasund. — Allar upplýsingar veitir Sveinn H. Valdimarsson, hdl. Kárastíg 9A, sími 2460 kl. 4—7 UMBUÐAPAPPIR 20—40—57 cm. rl. UMBIJÐAPAPPÍR þunnur í rúllum 40 cm. SMJÖRPAPPÍR 33x54 og 75x100 cm, TOILETPAPPÍR Fyrirliggjandi *Jr. iómnióifóóon Í5? J\varan BIDJIÐ KAUPMANN YÐAR UM ÞAÐ BEZTA BIÐJIÐ UM HANDVERKFÆRI Umboðsmenn: 6Þ0R§fEIN8S0N8J0HN80N ? GRJOTAGÖTU 7 — SÍMAR 3573—5296. Odýrt! Odýrt Golftreyjur Ný sending af golftreyjum teknar fram í dag Litir: svartar, rauðar, gráar og Ijósbláar Verð abe'ms kr. 89,75 Við seljum ódýrt! TEMPLARASUNDI- 3 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.