Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 16
VeðerúfHH 4m' Hæg N-átí, léttskýjað. tWigítittfoil&MflDi 238. tbl. — Miðvikudagur 19. októbcr 1955 Porlúgalskf fiskiþorp. Sjá grein á bls. 9. Er dýrtíðin sök milliliianna ? Umræðuefnið á Vorðarfundi / kvöld IANDSMÁLAFÉLAGIB J Vörður efnir til fyrsta fundar síns í haust, í Sjálfstæðishúsinu í kvöld. Hefst hann kl. 8,30. Bjarni Benediktsson, dóms- jmálaráðherra, er frummælandi á fundinum. Mun umræðuefni hans verða, hvort dýrtíðin sé sök milli liðanna, en mikið hefur verið um það mál rætt. Er óhætt að full- yrða, að mjög fróðlegt verði að heyra Bjarna Benediktsson taka það til meðferðar. Dýrtíðarmálið er vissulega eitt af aðalumræðu- efnum fslendinga í dag. Hver hugsandi maður verður að mynda sér skoðun á því, hvernig grund- völlur efnahagslífsins og þar með afkoma almennings verði tryggð. VETRARSTARFSEMIN Varðarfélagið starfaði af mikl- um þrótti á síðastliðnum vetri, liélt fjölda umræðufunda og skemmtifunda. Hyggst það ekki ( láta sinn hlut eftir liggja á kom- j andi vetri. Fjöldi fólks hefur á þessu ári gengið í félagið, og er | það nú öflugra en nokkru sinni. fyrr. Á eftir framsöguræðu Bjarna Benediktssonar í kvöld verða frjálsar umræður. Allt Sjálfstæð- isfólk er velkomið á fundinn á meðan húsrúm Ieyfir. Hásefa tekur ú! a! logara og drukknar AKUREYRI, 18. okt. — Eaust fyrir klukkan 7 i gærkvöldi varð það hörmulega slys um borð í togaranum „Norðlend- ingi“, að einn hásetann, Helga Árnason frá Ólafsfirði, tók út. Togarinn var á veiðum á Hala- miðum, er þetta gerðist. Blaðinu eru ekki kunn til- drög að þessu hörmulega slysi, en einn skipverjinn kastaði sér út og ætlaði að freista þess að bjarga Hclga, en það tókst ekki. Helgi Árnason á foreldra á lífi, og lætur eftir sig unnustu og ungt barn. Fjölmenn úfför Bjarni Benediktsson Tollgæzlan furðu lin þrátt fyrir rökstuddan grun um mikið smygi TVEIR þingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í gær að ^ það væri á almanna vitorði, að vörusmygl hér væri nú iðkað | í mjög stórum stíl. Þetta voru þingmennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Björn Ólafsson. Töldu þeir að smyglvarningur væri nú boðinn ( blygðunarlaust til sölu á opinberum vettvangi. Átöldu þeir toll- gæzluna mjög fyrir vanrækslu og sofandahátt, einkum þar sem | það væri á flestra vitorði og bæri við slíkan grun eða vitneskju að herða á tollgæzlunni. Gylfi Þ. Gíslason taldi að verðlagseftirlit myndi vera allra meina bót til að sigrast á smyglinu, en Björn sýndi fram á að slíkt væri firra, því að einmitt á þeim tíma, sem verðgæzlubáknið var mest é. árunum fyrir 1949 hafi smygl og svartimarkaður þróazt eins og gorkúla. Hafði verðgæzlan þá engin áhrif á að hindra það. Einliða-flugprófi heitið fyrir rétta róðningu ó myndagetraun sem birt er í tímaritinu Flugmúl ANNAÐ heftið af tímaritinu^- „Flugmál" er nú komið út. Er heftið mjög vandað að efni og frágangi sem hið fyrra, en meðal yngri kynslóðarinnar mun flug- , modelið vekja mesta athygli. | Grein er um Hönnu Reitsch, frægustu flugkonu Þjóðverja, I grein um ævintýralegan flótta þýzka flugmannsins Von Werra úr fangabúðum í Englandi og1 grein um ungan mann, sem lærði bæði að aka bifreið og fljúga þótt hann væri lamaður á hönd- um og fótum. | Þá er grein um Spitfire-flug- vélarnar og sagt frá nýjungum í flugtækninni með fjölda mynda. Af innlendu efni má nefna samtal við Auði Jónsdóttur fiug- freyju, grein eftir Sigurð Magn- ússon um Loftleíðir og fréttir. Sendiherra ítaliu bréf sit! forseiar sráðSterrar og tls á fundi TVTÆSTKOMANDI laugardag hefst í Fredensborg á Sjálandi sam- 14 eiginlegur fundur forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Norðurlandaráðs. Stendur hann yfir í tvo daga. Er það H. C. Han- sen forsætisráðherra Dana, sem hefur bcðað til fundarins. Auk hans sækja fundinn forsætisráðherrar Norðmanna og Svía. Ólafur Thors forsæíisráðherra íslands gat ekki sótt fundinn. UMRÆBUEFNI Þá sitja fundinn forsetar Norð- urlandaráðsins þeir Erik Eriks- sen, prófessor Nils Herlitz, Sig- urður Bjarnason og Nils Höns- vald, ásamt riturum s:num. Fer Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis á fundinn. Umræðuefni verður m. a. sam- vinna ríkisstjórnanna og Norður- landaráðs, þátttaka ríkisstjórn- anna í 'störíum ráðsins og enn- fremur verða rædd ýmis mál, sem koma til kasta þings ráðsins í Kaupmannahöfn í vetur. Þá er gert ráð fyrir að rætt verði um væntanlega þátttöku Finna í Norðurlandaráði. frá Fagraskógi í gær AKUREYRI, 18 okt. — í dag var gerð útför Stefáns Stefánssonar, fyrrum alþm. í Fagraskógi. Kl. 1 e. h. hófst húskveðja að heimili hins látna. Sr. Sigurður Stefáns- son að Möðruvöllum flutti bæn. Síðan var jarðarförin gerð að Möðruvöllum í Hörgárdal. Séra Sigurður Stefánsson flutti lík- ræðu og jarðsöng. Sveitarstjórn- armenn báru kistuna í kirkju og úr. Mikill fjöldi héraðsbúa fylgdi hinum látna sveitarhöfðingja til grafar. —Vignir. Kommar bjóða háSfum Framsóknarflokknum til sfjórnarsamstarfs ! ÞAÐ vakti ekki litla kátínu í Neðri deild Alþingis í gær, er Einar Olgeirsson þingmaður kommúnista lýsti því hátíðlega yfir að hann biði hálfum Framsóknarflokknum til stjórnarsamstarfs. Kvaðst kommúnistaforinginn viija eiga samstarf við það stjórn- málafyrirbæri, sem hann nefndi „VINSTRIFRAMSÓKN■,. Þegar slík stjórn væri komin að völdum gæti hún fullnustað hugsjónir sínar um sem stærst skrifstofubákn verðlagseftirlits og vöru- skömmtunar. Að þessu sinni svöruðu þó ekki talsmenn „VINSTRIFRAMSÓKN- AR“, en menn veltu því fyrir sér hvort þetta væri það sem fæðst hefði af flokkaviðræðum siðustu daga. Að iokum eru birtar í ritinu fjórar getraunamyndir. Eru það ljósmyndir teknar úr Iofti, en Flugskóiinn Þytur heitir einliða-fiugprófi fyrir rétta ráöningu. DregiðL verður um, hver hlýtur verðlaunin, ef margaar réttar ráðningar ber- ast. SENDIHERRA Italíu, hr. Paolo Vita Finzi, afhenti í gær (þriðju- daginn 18. október) förseta ís-! lands trúnaðarbréf sitt við hátíð- I lega athöfn á Bessastöðum, að ; viðstöddum utanríkisráðherra. Kosningu frestað SAM. ÞJÓÐ., 17. okt. — Alls- herjarþingið samþykkti í dag að fresta til föstudags hinu harða kosningakapphlaupi milli Filips- eyja og Júgóslavíu um það hvort landið eigi að taka sæti í Öryggis- ráðinu. Gefur fresturinn full- trúum kost á að ráðgast við ríkis- stjórnir sínar um kosningunai , vann Inga R. i gærtsvöldi SEINT í gærkvöldi var aðeins einni skák lokið í 8. umferð haustmóts Taflfélagsins. Var það skák þeirra Inga R. Jóhannsson- ar og Guðmundar Pálmasonar, en henni lauk með nokkuð óvenju iegum hætti, þar sem Ingi gafst upp eftir 11. leik, enda staða hans þá orðin vonlaus. Guðmundur hafði hvítt og kom með byrjun, sem Ingi mun lítt hafa þekkt, því hann eyddi miklum tíma í umhugsun. 1. Rf3 Rf6 2. d4 c5 3. c4 cxd 4. Rxp e6 5. Rc3 Bb4 6. Rb5 0—0 7. a.3 Be7? 8. Bf4 Rc6 9. Bc7 De8 10. Rd6 BxR 11. BxB gefið. Taflmófið heldur áfram í kvöld að Þórskaffi og verða þá tefldar biðskákir, m.a. biðskák Pilniks og Guðmundar Pálmasonar. j Svíar vilja vinstri- handar-aksfur SÍBASTLIÐINN sunnudag fór fram í Svíþjóð þjóðaratkvæða- greiðsla um, hvort taka skyldi þar upp hægrihandar akstur, en Svíþjóð er eina ríkið á megin- landi Evrópu þar sem núna er vinstri -handar-akstur. Samkvæmt upplýsingum frá sænska sendiráðinu voru 2.111.342 með vinstri-handar-akstri, eða 83,2 prósent, en 386.017 með hægri-handar-akstri, eða 15,2 prósent. Auðir séðlar voru 40.873, eða 1,6 prósent. Kosningaþátttaka var 52,1% eða mun meiri en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Kirkjufónleikar í Hafnarfjsrðarkirkju koma úr hálfrar aldar úfiegð Lisfmynauppboð verður í Lisfamannaskálanum í daq SIGURÐUR BENEDIKTSSON heldur listmunauppboð í Lista- mannaskálanum í dag kl. 5 og verða einkum boðin upp málverk og vatnslitamyndir; auk þess verða þarna ýmsir munir aðrir, s. s. franskur antíkksófi, kínversk fatakista úr kamfóruviði, blómaker og fleira. ------------------------^GAMLAR MYNDIR Á nppboðinu verða þrjár vatns- litamyndir eftir Ásgrím Jónsson. Eru þær orðnar mjög gamlar, hafa verið í Englandi í hálfa öld, en hafa nú loks verið endurheimt ar til gamia landsins. Svipaða sögu er að segja af gömlu mál- verki eftir Eyjólf J. Eyvlls; það kemur einnig frá Englandi eftir langa útivist. Sú mynd er frá Þórsmörk. Þá má geta tveggja Þingvallamynda eftir Kjarval og er önnur þcirra máluð fyrir um 20 árum; hin er eitthvað yngri. EFTIR NÚLIFANDI MENN Á uppboðinu eru myndir eftir fleiri listamenn þjóðarinnar, og væri oflangt að telja þá alla upp hér. Þess má þó geta, að þarna eru aðeins myndir eftir núlifandi menn. i Mjólkurskömnitun ídag f D A G verður tekin upp mjólkurskömmtun hér i Rvík. Verður úthlutað V> líter út á hvern mjólkurskömmtunar- miða. — Stafar mjólkurskort- urinn af hinu slæma tíðarfari. Óvíst er, hve lengi þarf að skammta mjólkina, en það verður nú fyrst um sinn. Á meðan norðurleiðin tepp- ist ekki verður nægur rjómi og sömuleiðis er skyrskortur ekki yfirvofandi. ■ HAFNARFIRÐI — Annað kvöld kl. 9 verða haldnir kirkjutón- léikar i Þjóðkirkjunni. Organ- leikari kirkjunnar, Páll Kr. Páls- son, leikur þar á hið nýja og glæsilega orgel, sem vígt var í júlí síðastliðnum. Leikur hann m. a. verk eftir Handel, Bach, Leif Þórarinsson, Pietro Yon, Percy Whitlock og Widor. Eru þetta fyrstu orgeltónleik- arnir í kirkjunni síðan hið nýja orgel kom í hana, en það er talið fullkomnasta kirkjuorgel hér- lendis. — Ætti fólk að nota þetta einstæða tækifæri, sem nú gefst til að hlusta á einn af beztu organ leikurúm lándsins leika hin fogru verk, sem eru á efnisskránni. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.