Morgunblaðið - 20.10.1955, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.10.1955, Qupperneq 4
r 20 MORGWSBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. okt. 1955 ] Berkiahælin og geb- veikramáiin Krisimann Gubmundsson: __________________________I EFTIR síðustu áramót komu upp raddir um það, að gerlegt mundi að sameina hin tvö berkahæli •okkar íslendinga, Vífilsstaði og Krístnes. Var þar stuðst við skýrslur Rikisspítalanna s. 1. ár, er sýndu fækkun á sjúklingatölu hælanna á því ári. Skýrslur árs- ins 1954 sýndu, að tala sjúklinga & Vífilsstöðum var við áramót 143. En sjúkrarúm 198. Skírskot- að er, í umsögnum blaðanna um þetta mál, til vöntunar þeirrar á viðbótarhúsnæði handa geð- veiku fólki, sem kallað hefur að f langan tíma, og bent á þessa leið til úrbóta. Undanfarið hefur mál þetta borið aftur á góma og hafa hinir ráðandi menn í heilbrigðismálum landsins tekið það til umræðu og athugunar. Að vísu býst ég ekki við, að neitt verði gert í þessu máli í náinni framtíð. En þar fyr- ir verður okkur sjúklingunum einnig á að hugsa málið, þótt fáir liafi látið álit sitt í ljósi opin- berlega. í skýrslum Ríkisspitalanna f. e. 1, ár er gert ráð fyrir 198 sjúkrarúmum á Vífilsstöðum. — Einn af okkur sjúklingunum hérna, hr. Árni Guðmundsson úr Eyjum, skrifaði greinarkorn um þetta í Þjóðviljann 8. marz s. 1. Hann benti á hina raunverulegu ástæðu til þessa rúmafjölda og það, að hann væri hælinu ekki eiginlegur í raun og veru. Eg tek, «neð leyfi hans, upp þann kafla úr. grein hans, vegna þess, að orð mín um þetta atriði verða hvort sem er, aðeins bein endur- tekning á því, sem hann áður hefur sagt: „í ársriti „Heilsuhælisfélags- ins“ árið 1912 er nákvæm lýsing á hælinu ásamt uppdráttum, er gert hafði Rögnvaldur Ólafsson byggingarmeistari. Gerir hann þar grein fyrir húsaskipan allri, þ. á. m. sjúkrastofum og fyrir hve mörg rúm hver stofa sé ætl- uð, allt miðað við rúmmetra- íjölda pr. sjúkling, að sjálfsögðu samkvæmt ráðandi kröfum í því efni á þeim tíma. Samkvæmt þessari lýsingu K. Ó. (og þegar allar síðari breytingar á húsaskipan eru tekn ar til greina) hafa hinir ágætu brautryðjendur fyrir hartnær hálfri öld litið svo á. að Vífils- staðahæli gæti rúmað 113 sjúklinga —• eða mest 133, ef á þurfi að halda (með því að gera 20 einsmannsstofur að tveggja- anannastof um) “. En af vandræðanauðsyn varð brátt að grípa til allra þessara rúma og þrengja enn meir að. í hælið sjálft var að lokum hægt að koma 185 sjúkrarúmum, með því að þrengja að eins og gerlegt þótti. Við það hefur setið síðan. Auk þess hafa nokkur imdan- farin ár ca 20 sjúklingar dvalið í viðbótarbyggingu utan hælisins sjálfs, en þau rúm hafa ekki ver- ið notuð nema að litlu leyti þetta ár. Þetta er út af fyrir sig. En í skýrslugerðinni virðist gengið út frá þessum rúmafjölda sem eiginlegum og í skrifum blað- anna um þessi mál virðist hann gerður að mælikvarða. Þegar þessi grein er skrifuð eru 134 sjúkrarúm skipuð á Víf- ilsstöðum. Má því segja, að þessi tvö síðustu ár sjáist loks upprof í þessum efnum og er það öllum sannarlegt gleðiefni, ekki sízt okkur sjúklingunum. En það, sem ég vildi víkja að í grein tninni, er það, hvort ekki mætti nota þessa aðstöðu í þágu berkla- sjúklinganna sjálfra í stað þess áð þrengja kosti þeirra enn á ný. Hér kallar að mikið nauðsynja- mál, en það er húsaskorturinn fyrir geðbilað og taugaveiklað fólk, og hefur þegar kallað of lengi. Er mér skapi næst að halda að það mál hafi lengi gold- ið þeirra úfa, er eitt sinn risu tneðal yfirlækn ins á Kleppi og annars maaiiis, er þá var einn af ráðandi mönnum þessa lands. Sú rimma var það snörp, að eggj- arnar hvinu um eyru beggja, en hittu þó í rauninni hvorugan heldur í knérunn stofnunarinn- ar. En mér finnst það æði fá- tæklegt, ef ekki er hægt að rétta hlut hinna geðveiku nema þrengja kosti hinna berklaveiku. Þeir eru einnig dæmdir úr leik á vissan hátt. Ætli öllum þeim, sem í Kristnesi eru, yrði Ijúft að hafa vistaskifti, þótt mögu- legt yrði að setja þá niður að Vífilsstöðum? Minnir það ekki óþægilega á gamla drauginn, sveitarflutningana, ef það yrði gert að því vesalings fólki for- spurðu? Hvað svo um húsrúmið hér fyrir sjúklingaviðbót af sama tagi eða enn aðra? Það er að vísu vel að fólki búið á berkla- hælunum. En þar eru líka ævi- sjúklingar, rétt eins og á geð- veikrahælunum. Þeir hafa hing- að til orðið að búa í sama þröng- býli og aðrir og við lítinn at- hafnakost. Þröngbýli á sjúkra- stofu árum saman er ekki sál- bætandi. í því máli veit ég að ég á skilning yfirlæknisins á Kleppi vísan. Væri ekki þessi örlitla skíma, sem við eygjum nú framundan í berklamálunum, vel til þess fallin að rýmka kost þeirra það sem þeir eiga eftir að þreyja? Vafalaust mætti einnig gera athafnalífi hinna, er skemur þurfa að dvelja — a. m. k. í senn — rýmra fyrir dyrum eftir því, sem rýmkast á hælunum. Ætla ég ekki að telja upp margt af því tagi, aðeins má þó nefna hið ágæta bókasáfn Vífilsstaða, sem býr við mjög þröngan húsakost. Það eru ekki allir svo hressir að þeir geti farið að Reykjalundi, þótt þeir geti eitthvað ofurlítið starfað. Svo er og Reykjalundur til orðinn fyrir sjálfsbjargarhvöt berklasjúklinganna sjálfra. Svo að ég víki aftur að geð- veikramálunum, þá liggur það í augum uppi, að þau viðbótarrúm, er þeir sjúklingar fengju við þessa ráðstöfun, yrðu þeim alls endis ónóg. Þar þarf þyngra tak — nýtt geðveikrahæli. En æski- legt væri, að hægt væri að finna bráðabirgðaúrlausn annars stað- ar. Annað verður þetta ekki, hvort sem er. Þessi orð eru ekki skrifuð í þeim tilgangi að vekja deilur. Þau eru aðeins rödd úr hópnum, ætluð til skilningsauka. Svo ættu sjónarmið manna að gera, því betur, sem fleiri koma saman, en ekki eins og oft vill verða, hið gagnstæða. En að endingu vil ég kveðja mál mitt með þessum orðum: Það er þjóðamauðsyn, sem of langt hefur beðið, að sinna mál- um hinna geðveiku og sálsjúku. En það er lítil bót að gera það á kostnað hinna berklaveiku. Ein vandræði verða ekki leyst með öðrum nýjum. Vífilsstöðum, 12. okt. 1955 Helga Jónasardóttir frá Hólabaki. Góðnr aflí á Akranesi AKRANESI, 17. okt. — Átta rek- netjabátar komu hingað í dag með alls 617 tunnur síldar. Afla- hí' "tir ' oru Ásmundur með 122 tunmm og Svanur með 106 tunn- ur. S’Tdin var öll söltuð. Þrír trillubátar voru á sjó og vissi ég að einn þeirra fékk 1000 kg. Bæjartogararnir komu báðir af veiðum í dag, fullhlaðnir karfa. Bjami Ólaísson í morgun með 320 lestir og Akurey seinnipart inn með 320 lestir. Löndun ú.r Bjarna hefur staðið yfir I dag og byrjað er að landa af þiUarinu á Akurey. — Odd r. MEÐ UNGU FÓLKÍ. Eftir Ragnar Jóhannesson. Prentverk Akraness. BÓK þessi mun einkum ætluð kennurum og skólafólki, en fleiri gætu haft gagn og ánægju af að lesa hana. í henni er safn af rit- gerðum' og ræðuköflum, er höf, hefur flutt í Gagnfræðaskólan- um á Akranesi, á árunum 1947 til 1954. Ragnar Jóhannesson Fyrsta greinin nefnist: „Gildi menntunarinnar og markmið þekkingarinnar“ og felst í henni mjög tímabær og athyglisverð aðvörun. Þá er snjöll ræða, sem heitir: ,JBrúðarmyndin bjarta“, skáldleg og lifandi hugvekja, sem á erindi til allra. Góð grein er einnig „Hollur metnaður", vel fallin til lestrar og athugunar fyrir foreldra og kennara. Ragn- ar Jóh. hefur glöggt auga fyrir sálfræði barna og kemur það víða fram í bókinni. Mjög at- hyglisverð er greinin: „Þeir, sem bregðast föðurskyldunum" og ættu sem flestir, er fást við upp- eldi barna, að lesa hana. — Létt- ari á metunum eru „Nihilistar“ nútímans“, „Mensa rotunda”, „Samvinna kennara og heimila" og „Vinnan og uppeldið". En I „Notið vinir vorsins stundir“ og: „í helgilundum æsku og ásta“ nær höf. sér aftur á strík. Að lokum er löng og merkileg grein um skólamálin í landinu: „Erum vér á réttri Ieið í skólamálun- um?“ í henni tekur höf. fræðslu- löggjöfina til athugunar á slíkan hátt, að það hlýtur að vekja at- hygli hugsandi manna, — fleiri en þeirra, sem við kennslu fást. Og enda þótt sú gagnrýni, er þar kemur fram, sé hógvær, er hún alvarleg og býsna athyglisverð. ÁST OG ÖRUÖG Á VÍFILSSTÖBUM. Eftir Vilhjálm Jónsson frá Ferstiklu. ÞESSI skáldsaga er frumsmíð og ber þess öll merki, en þótt höf. virðist allófróður um marga þá hluti, er sagnaskáld þurfa að vita, er honum engan veginn alls varnað. í bók hans er talsvert af smellnum atburðalýsingum, og það er oft töggur í samtölum hjá honum. Og þegar á allt er litið, er sagan ekki illa byggð. En hún er einkennilega saman sett, höf. hefur valið sér örðugt form og það vefst, að vonum, dálítið fyrir honum að troða efninu í það. Hann er ekki naskur að fanga lesandann og halda honum föst- um, — manni verður á að geispa yfir lestrinum öðru hvoru, og það er nú svona og svona; stundum hefðu líka málsgreinar og sam- töl mátt styttast verulega. Höf. má eiga það, að hann líkist eng- um öðrum og er í rauninni sér- stæður, án þess þó að vera frum- legur. Og hafi maður þolinmæði til að lesa bók hans, sem er nokk- uð lanedregin og leiðinleg á köfl- um, — lesa hana með gaum- gæfni, — þá finnur maður ými legt sem gróði er að os !aur fyrirhcfniaa. Þf ' er í b mi já- kvæð og heilbrigð hugsun, mann- leg hlýja og samúð, og fálmandi, unggæðisleg skáldgáfa, sem ekki hefur náð eðlilegum þroska. Allt þetta er góðra gjalda vert, og ekki er loku fyrir það skotið að þessi höfimdur eigi eftir að láta eitthvað til sín taka. SANNAR SÖGUR. IH. hefti. Eftir Benjamín Sigvaldason. Útgefandi Árni Jóhannesson. BENJAMÍN kann vel að segja sögu og það ér gaman að „sönnu“ sögunum hans. En einhvern veg- inn finnst mér — og fleirum — að hann víki frá sínu rétta hlut- verki, þótt ekki sé nema um hænufet, með þessu formi sagn- anna. Hann er fyrst og fremst safnari og ritari sagnaþátta, — og raunar eru beztu „sönnu sög- urnar“ sagnaþættir, skemmtilega skjalfestir með hinni ágætu frá- sagnargáfu Benjamíns, t. d. þátt- urinn um Hlaupa-Manga í þessu hefti. En innan um eru „sannar skáldsögur'* 1, eins og t. d. „Vand- ræðamaður" og „Matthías mál- lausi“, sömuleiðis í þessu þriðja hefti „Sannra sagna“. Þetta munu vera skáldsögur með uppi- stöðu í veruleikanum, —■ vel gerðir þættir og læsilegir í bezta máta, — en fyrir bragðið tapar lesandinn trúnni á sannleiksgildi allra þessara „Sönnu sagna“. Að þessu greindu, skal það fús- lega játað, sem oft áður, að Benjamín Sigvaldason er prýði- lega pennafær maður. „Frá Hlanpa-Manga“ og „Þáttur af Kristjánl ríka“ eru vel gerðar sagnir; sömuleiðis „Ástmær Kristjáns Fjallaskálds.“ ÁGÚST í ÁSI. Eftir Hugrúnu. ísafoldarnrentsmiðja. „ÁGÚS í ÁSI“ er þjóðlífssaga (folkelivsskildring) af skárri tegundinni. Hún hefur það sér til ágætis að vera heilbrigð, já- kvæð og spennandi aflestrar. í henni eru margar fallegar nátt- úrulýsingar og lipur samtöl. En mannlýsingarnar eru grunnar og laust mótaðar tegundarmyndir, (typer) — nema helzt kryppling- urinn, sem verður lesandanum minnisstæðastur, — og atburða- lýsingarnar alloft losaralegar. Höf. mun upprunalega hafa haft góða frásagnargáfu, en hvorki agað hana né tamið að skáldleg- um vinnubrögðum, og er því ár- angurinn sem raun ber vitni. Skáldskapur getur þetta varla talizt, en heilbrigður skemmti- lestur handa þeim, sem ekki gera hærri lcröfur. Höf. ritar allgott mál. Leikritasafn Menningarsjóðs: ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR. Eftir Jens Christian Hostrup. ÆBIKOLLURINN. Eftir I.udvig Holberg. Bókaútgáfa Menninnrarsjóðs. ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR er eitt af vinsælustu leikritum, sem hér hefur verið sýnt. Fyrst var það leikið á dönsku hér á landi og er nálega öld liðin síðan. Þá snéri síra Jónas á Hrafnagili því á íslenzku haustið 1881, og mun Leikfélag Reykjavíkur hafa sett ritið á svið í þeirri þýðingu vet- urinn 1897—1898. En Tndriði Ein- arsson þýddi það síðar og var þýðing hans prentuð 1919. Er þar þó stuðst við þýðingu síra Jón- asar á bundna málinu. í útgáfu Menningarsjóðs er byggt á því, sem enn er til af þýðingu síra Jónasar, en með „breytingum og nýþýðingum“ eftir Lárus Sigurbjörnsson og •Tómas Guðmundsson. — Ei nú frágangur allur hinn p> • ðileg- asti, svo sem hæfir þessari af- burða vinsælu og skemmtilegu „komidúú‘. •Óþarft er a* geta þess, að Ævint-,v-f; «r ðjr vinsælt er*. Lfo /tu: enn í!menr:r ’ hylli ) heim. /nd? sínu, T>em- mörku. Höfundur þess er og þekktur fyrir skemmtilega stúd- entasöngva, og leikrit alvarlegs eðlis. Æðikollurinn eftir Holberg er eitt af skemmtilegustu skopleik- um þessa ágæta höfundar, og birtist nú á íslenzku í þýðingu Jakobs Benediktssonar. — Það er í rauninni furðulegt hve fá af leikritum Holbergs hafa verið þýdd og sýnd á íslenzku. Leik- félag Rvíkur tók „Jeppa á Fjalli'* til meðferðar í byrjun aldarinn- ar, árin 1904—5 og 1905—6, — og enn árið 1934. En það mun hafa verið allt og sumt á fyrra helmingi 20. aldar? Er því tími til kominn að sýna þessu önd- vegisskáldi þann sóma er þvi ber. Skák ínp R. og Pilniks Drottningarbragð. Orthodoxvörn Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Herman Pilnik 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e3 h6 6. Bh4 0—0 7. Hcl —- Það var mér tilhlökkunarefni að sjá hvernig Pilnik leysti þann vanda sem hann er í. En hann virtist ekki kominn til að kenna mönnum hvernig þeir eigi að tefla þessa byrjun, að minnsta kosti gerði hann það ekki. 7. — h6 8. cxd Rxp 9. RxR pxR 10. BxB DxB 11. Be2 Be6 12. Bf3 Hd8 13. Re2 — Þó mikils sé um vert að koma mönnum sínum i vígstöðu, er enn meira umvert að hindra að menn andstæðingsins njóti sín. Ég bjóst við 13....Da4. 13. ------ Hd6 14. 0—0 c6 15. b4 ------ Til þess að hindra framrás c- peðsins. 15. ------ Rd7 16. Rf4 b5 Riddarinn á að komast niður á c4 og skýla c-peðinu. 17. a4 Rb6 18. axh cxb 19. Hc5 ------ Hvítt á nú miklu betri stöðu, Peðin á d5 og a6 eru eftirsóknar- verðir skotspænir. 19. ----------------- a6 20. Dd3 Had8 21. Hal Rc4 2. h3 ----- Hér hefði Tngi átt að gera nýja hernaðaráætlun-. • Mér dettur í hug Ha2, sem fjötrar riddarann á c4 og síðan að koma drottn- ingu til al, sem hefði neytt Pil- nik til að leika drottningu tíl b7 (ekki hrók a8; vegna Hxb5). — Þegar bessum aðgerðum var lok- ið rnátti revna að mynda nýja veilu á kóngsvæng. 22. — Df6 23. Bg4 BxB 24. pxB Dg5 25. Df5 Ra2 26. Hc8 De7 27. Hc5 g6 28. Dc2 Rc4 29. De2 Dd7 30. Ha2 Enn er staðan heillandí viðfangs- efrú L'rir unean og vaxandi skákmann, e: hér er stokkið frá því og samið um jafntefli. Skýringar eftix Konráð Árnason. bez ' a i / :r.L sa \ i MORGUlSi 'ABlhV V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.