Morgunblaðið - 20.10.1955, Page 12

Morgunblaðið - 20.10.1955, Page 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. okt. 1955 Við slíkf er von mannkfn STÓRBLAÐIÐ enska, The Times birti allmikla • frásögn af merkilegri samkundu sem átti sér stað í Central Hall í Westminster 3. febrúar s.l. Frásögn blaðsins er á þessa ieið: Þrjú þúsund og tvo hundruð manns fylltu Central Hall og að nokkru leyti Assembley Hall of Church Kouse til þess að hlusta á vitnisburð kirkjuhöfðingia frá Asíu, Afríku og Evrópu um Sið- ferðisvakninguna (MRA). Þeir komu einnig víðs vegar að af landinu. Helztu ræðumennirnir voru sænsku biskuparnir, Arvid Runestam frá Karlstad og Bengt Jonzon frá Lulea, George West, biskup í Rangoon árin 1935—1945, biskup Heinrich Rendtorff, pró- fessor í Nýjatestamenntisfræðum, við háskólann í Kiel í Þýzkalandi og dr. Paul Brodersen, dómpró- fasturí Kaupmannahöfn. George West biskup ræddi um það, hvernig Siðferðisvakningin bryti niður hina gömlu fordóma og milliveggi: „Hún boðar heim- inum máttuga sannreynd: að hver einn maður geti notið leið- sagnar Guðs og heyrt rödd hans, að sérhver maður geti tekið hug- arfarsbreytingu til betrunar, að hinn siðferðilegi grundvöllur sé hið eina, sem unnt sé að reisa á nýjan heim“. „Siðferðivakningin er“, sagði hann ennfremur, „ljós, sem um allan heim eyðir þoku sundrungarinnar og myrkri hat- urs og örvæntingar. Órækar sannanir frá öllum heimsálfunum sex staðfesta, að menn hafa fund- ið trú og lífsskoðun, sem full- nægir, og lausn vandamálanna. Þar er byggt á óbrigðulum horn- steinum heiðarleika og óeigin- girni. Þetta er allsherjar hugsjón, er sameinar menn allra þjóða, kynþátta og trúarbragða. Það er hugsjón, sem gerir líf hvers manns innihaldsríkt og tilgangs- mikið. Hún er alheimshugsjón, heimsvíðtækur aflgjafi og al- heimsstefnuskrá. Hún hervæðir hvern mann siðferðilega og and- lega til þess að lifa dáðríku og hugsjónaauðugu lífi á öld hug- sjónanna. Guð hefur ekki yfirgefið lýð sinn. Kross Krists lýsir öllum. Heilagur andi er gjöf til allra. Siðferðisvakningin (MRA) færir þessi sannindi út í daglegt líf hvers manns og hverrar þjóðar. Endurnýjun siðgæðisþroska þjóð- anna leiðir óhjákvæmilega til hins varanlega friðár og næsta stigs þeirra fram á við að settu markmiði.“ Borgarstjórinn í Westminster, Councellor J. Gordon Elsworthy, Mr. Hamilton Kerr, þingmaður frá Cambridge, og Mr. John Mc Goven frá Shettleston, þingmað- ur verkamannaflokksins, buðu gestina velkomna og minntu á þörfina á heimsvíðtækum boð- skap, er hafið gætu á ný til vegs og viðurkenningar hina siðíerði- legu mælikvarða. ORÐ SÆNSKA BISKUPSINS Runestam biskup sagðist ekki vera kominn „til þess að verja Siðferðisvakninguna fyrir árás- um frá kirkjunnar hálfu eða and- Stæðingum kirkjunnar, eða fyrir óhróðri þessara afla sameinaðra. Ég er ekki kominn hér, sagði hann, til þess að boða hreyfingu. Ég er hér til að bera því vitni, að ég hef lært af Siðferðisvakn- ingunni fremur öllu, er ég hef lært í kirkjunni, hvað það er, sem nútímamenn þarfnast. Ég full- yrði, að við þjónar kirkjunnar og vinir hennar höfum þörf fyrir Siðferðisvakninguna til þess að við getum á ný orðið sú kirkja Krists, sem getur uppfyllt köllun sína í því, að lifa í sem innileg- ustu og nánustu samfélagi við drottinn sinn Jesús Krist, og lifa lífinu samkvæmt hans fyrir- mynd“. Biskupinn lagði á það áherzlu, að kirkjunni hefði fatast við lausn vandamála heimsins, sök- um þess, að kristnir menn hefðu þynnt svo út kröfur kristninnar effir Pétur Sigurðsson erindreka og látið sér nægja, hver og eirtn, sína eigin sáluhjálp. „Það sem hér þarf að gerast, er fullkomin lausn manna frá óheiðarleik, ö 11- um óhreinleik og eigingirni, til þess að þeir verði hæfir til að hlusta á hina mildu rödd ianan frá, sem er ekki aðeins rödd þeirra sjálfra. Er menn hlýða þeirri röddu, mun verða á sú breyting, er hafa mun þær af leiðingar, sem enginn maður kann að meta til fulls. Svo ég nefni sjálfan mig, þá hefur þessi lífsreynsla valdið um- skiptum á heimili mínu og mun hafa gildi fyrir framtíð barna minna. Hún hefur einnig skapað nýtt samband railli mín og margra manna, bæði í iðnaði og við algenga atvinnu. Sem þjónn kirkjunnar, hef ég ávallt þráð slíka viðkynningu við menn. Þessu hefur Siðferðisvakningin (MRA) komið til vegar. Það er að vísu alvarleg barátta við hin sömmu alvörumál hversdagslífs- ins, en ég hef séð þetta heppnast í járngrýtisnámunum og í timb- uriðnaðinum hér í biskupsum- dæmi mínu við norðurheimskauts bauginn. Þetta er kristindómurinn haf- inn til sinnar fullu stærðar, sam- kvæmt mælikvarða heilagrar ritningar, — heimsvíðtæk um- sköpun, runnin frá umsköpun einstaklingsins. Slíkur kristin- dómur er sú eina hugsjónastefna, sem orðið getur bjargráð heims- ins“. Rendtorff biskup sagði, að sér virtist Siðferðisvakningin vera innifalin í tveimur orðum — hug- rekki og kærleika. „Við vitum, kristnir menn“, sagði hann, „að okkur ber að elska náungann, en við gerum það ekki. Okkur hætt ir til að hugsa: þarna er þessi kommúnisti eða andstæðingur úr öðrum flokki eða maður af öðr- um kynþætti. Hann get ég ekki elskað. Ég strika hann út. En það er einmitt sú gjöf, er Sið- ferðisvakningin veitir mér, að geta litið á náungann í Ijósi ráðs- ályktunar Guðs. Þessi náunga- kærleiki er ekki nein tilfinninga- víma, heldur ítrasta viðleitni til þess að einnig hann geti áttað ; sig á, hver sé vilji Guðs mann- j kyni til heilla. Ég hef verið djúpt ■ snortinn af baráttuþreki Siðferð- j isvakningarinnar, og það er ósk j mín, að sem flestir menn, félags- hópar og sem flestar þjóðir nái að kynnast slíku“. BLÖKKUMENN OG HVÍTIR STANDA SAMAN Sameinandi kraft Siðferðis- vakningarinnar sýnir hvað bezt sú staðreynd, að hvitir menn og blakkir í Suður-Afríku hafa get- að tekið höndum saman. Tveir menn stóðu á sama ræðupallin- um hlið við hlið, presturinn, George Daneel, sem verið hafði herprestur um tíma, en var áður snjall íþróttamaður, og svo dr. | William Nkomo, einn af stofn- j endum the African National i Congress Youth League, og nú , forseti þess. | Morguninn eftir samkomuna skýrði blaðið Manchester Guardi- an frá því, „hvernig þessir tveir menn hefðu tekið höndum saman fyrii' áhrif og tilverknað Siðferð- isvakningarinnar.“ Upp frá því hafa þeir ferðast um hálfan heim- inn og tekið þátt í fundarhöldum og samkomum allra kvnþátta sameiginlega í öllum stærstu borgum og bæjum Suður-Afríku. Allir á hinni fjölmennu samkomu risu úr sætum sínum, er dr. Nkomo lauk ræðu sinni og söng- flokkurinn söng Bantuþjóðsöng Afríkumanna. Dr. Paul Brodersen, dóm- prófastur í Kaupmannahöfn, las á samkomunni orðsendingu frá forsætisráðherra, er talaði um Siðferðisvakninguna, sem senda af „Guði og guðinn'blásna starf- semi til eflingar friði, á þessum árum sundrungar og óeirða, er ógnuðu allri menningu heimsins.“ Fleiri voru hin mjög svo at- hyglisverðu orð dómprófastsins. ORÐSENDING FRÁ TUTTUGU LÖNDUM Til samkomu þessarar í Central Hall í Westminster, bárust orð- sendingar frá tuttugu löndum. Var það ljós vottur þess, hversu Siðferðisvakningin hefur eflst um mestan hluta heims. Orðsend ingar þessar komu frá kirkjuleið- togum, iðnaðarmönnum, verka- lýðssamböndum, stjórnmála- mönnum og mönnum allra stétta, kynþátta og trúarbragða. Einna mesta athygli vakti orð- sendingin frá 20 fyrrverandi Mau Mau hryðjuverkamönnum, sem nú standa saman í starfsemi Sið- ferðisvakningarinnar í Keneya. Orðsendingin var á þessa leið: „Við þökkum Guði fyrir þá leið- sögn er við höfum hlotið hér við þessa stöð Siðferðisvakningarinn- ar, og fyrir þá Kikuyu samverka- menn þessara fræðara. Fyrir til- verknað þessara hefur okkur orðið Ijóst, hversu við höfum syndgað gegn Guði og landi okk- ar, og hversu við þurfum að til- einka okkur hinar skýlausu sið- ferðiskröfur Krists og verða að- njótandi leiðsagnar hans heilaga anda. Við heitum því, að vígja líf okkar baráttu til þess að jafnt Afríku-, Evrópu-, og Asíumenn þessarar heimsálfu tileinki sér leiðsögn Guðs og sonar hans Jesú Krists.“ Fimm biskupar og 29 kirkju- leiðtogar í Ástralíu og Nýja Sjálandi sendu svohljóðandi skeyti: „Á þessum tímum, er ill öfl hervæðast bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, mögnuð af efnishyggju jafnt hægri sem vinstri stefnanna, og heimsvíð- tækt ofsóknarvald hefur ráðist á grundvallarhugsjón kristinnar trúar, lofum vér Guð fyrir, að hann hefur kvatt að verki Sið- ferðisvakninguna, sem í vaxandi mæli á öllum sviðum mannlífsins er nú framvörður kristinna manna liðssveita í baráttunni milli góðs og ills. Vér trúum því, að það kraftaverk umsköpunar, sem á sér stað í lífi einstaklinga, í félagsmálum, þjóðmálum og á alþjóða vettvangi, vitni ótvírætt um máttarverk Krists í lífi manna og nærveru hans heilaga anda.“ Norskir biskupar í Agder, Stavanger, Niðarósi og Háloga- landi, einnig dómprófastarnir í Osló, Bergen, Throndheim, Ham- ar og Tönsberg, sendu svo hljóð- andi orðsendingu: „Vér erum innilega þakklátir fyrir komu dr. Buchmanns og samverkamanna hans til Noregs. Hún hefur fært kirkjunni andlega vakningu, veitti mönnum andlegt þrek og hugrekki á hernámsárunum, og hefur varpað ljósi á ný yfir hin eilífu átök milli ills og góðs.“ Svipaðar orðsendingar þessum komu frá sænskum þingmönnum og fríkirkjuleiðtogum í Svíþjóð, frá háskólaprófessorum og kirkju höfðingjum í Þýzkalandi, einnig austan frá Jamika og Rangoon, frá Kagawa, hinum mikla sið- bótar- og lærdómsmanni Japans, ennfremur frá öldungardeildar- mönnum í Bandaríkjunum og frá kirkjuleiðtogum í Sviss. Mjög mikilvæg skeyti bárust : og frá þingmönnum, verkalýðs- | samtökum og leiðtogum kirkju- , og skólamála í Suður-Afríku, Mið-Afríku, Nigeriu. Gullströnd- inni og Gambía. Orðsendingin frá Nigeríu var á þessa leið: „í Nigeríu, þar sem brýnasta þörfin ! er eindrægni og siðferðisþroski til grundvallar sjálfstjórn og sjálf- stæði, hefur Siðferðisvakningin (MRA) hafið okkur upp yfir kynþáttaríg og sundrung i pólitík og trúmálum. Siðferðisvakningin hefur gert okkur Ijósa kröfu fjall- ræðunnar og lífsstefnu krossirs.“ Fimmta herdeild víngró manna í Frakkkndi M. ANDRE Monnier farast svo orð í Parísarblaðinu „Cité Nou- velle“: „Hér er um að ræða valda mikla samfylkingu. í flestum öðr- um löndum á hún sína liðsmenn, en Frakkland er henni sérstakt gósenland. Hún hefur hreiðrað um sig meðal okkar sem óvina- her i sígruðu landi. Hún leggur á skatta sjálfri sér til framfærslu, setur lög, sem styrkja kyrkitak hennar, launar áróðursmenn og útsendara, eys fé úr leynisjóðum og rær markvisst að því öllum árum að víkka áhrifasvæði sitt enn meir. Hún teygir óhindruð arma sína út um öll lönd Frakka og gerir gys að hinum fáu og forustulausu andstæðingum sín- um. Skelfileg er hún og miskunnar- laus, hún bakar milljónum sam- borgara vorra ógæfu og skilur við þá sem örkumlamenn og æru- lausa tukthúslimi. í sjálfu hjarta þjóðþingsins á hún harðsnúna hópa sér til varn- ar og viðgangs. í samanburði við þá eru þrautskipulagðir stjórn- málaflokkar óþekkastir ringluð- um fjárhópum. í skipunum hennar þekkist engin miskunn. Undirróðursstarf- semi hennar grefur undan við- reisnarstörfunum og torveldar þau, þureys fjárhirzlur ríkisins og stofnar jafnvel öryggi voru í beinan voða. Á meðan þetta skaðvænlega skurðgoð, sem ekki má hrófla við, á sér bólstað mitt á meðal vor, mun Frakklandi aldrei takast að lífga forna frægð og koma á efna- hagslegu jafnvægi. Hin bráðasta hætta mun vofa yfir landi voru. Ég mun leita nánari útskýringa á máli mínu: Landið er ekki enn gróið sára sinna eftir tvær styrjaldir, iðnað- urinn stendur iðnaði annarra þjóða að baki. Þörf er á nýtízku vélakosti og ódýrum matvælum fyrir milljónir heimila. Ég hvika hvergi frá þeirri stað- reynd, að þessu nauðsynlega marki verður ekki náð, meðan milljónir manna vinna við fram- leiðslu, flutning og dreifingu gagnslausrar framleiðsluvöru. Ég gerist svo djarfur að ítreka skoðun mína, þótt ég eigi það á hættu, að mótmælaöldur veltist að mér hvaðanæva. Áfengir drykkir er alger ónytjavarning- ur. Já allir saman, einnig hin létt- ari vín. Hér er komið við kaunin á hinni dæmalausu fávizku, sem allsráðandi er í frönskum land- búnaðarmálum. Vínframleiðend- ur hafa sökum stjórnmálalegra ítaka sinna náð aðstöðu til að selja ríkinu framleiðslu sína með hagnaði. Ríkið selur þetta vín venjulega með tapi sér til stór- Á þessa leið er frásögnin um hina markverðu samkundu í Central Hall í Westminster í febrúar s.l. og kveðjurnar, er þangað bárust víðs vegar að úr heiminum, er báru því vitni, áð hér er um heimsvíðtækt siðbótar- verk að ræða. Einhverntíma hlvtur sá dagur að renna upp yfir hrjáð mann- kyn, að því skiljist, hvílik hel- stefna sundrung, flokkadráttur og hernaður er, og að sáttfýsi, góð- vild, friður og bræðralag er veg- ur farsældar og hamingju allra manna. Vel sé ölhim þeim, sem efla trú manna á slíka lífsstefnu og auglýsa hana í verki. Ófriðar- andann þarf andi hins góða Guðs að sigra í sálu einstaklingsins, í fjölskyldulifinu, í þjóðfélaginu og þannig í öllum heiminum. Allir getum við lagt lóð okkar á réttu vogarskálina, en það kostar sjálfs afneitun, og það er hinn mjói vegur, en huggun er það, að hann leiðir til lífs og farsældar. Pétur Sigurðsson. fellds óhagræðis. Til þessa er var- ið 35 milljörðum franka á fjár- lögum. Hægt væri að framleiða sykur úr sykurrófum þeim, sem nú fara til vínbruggunar. Rófna- ræktarmenn risa þar við önd- verðir. Því er það, að vér neyð- umst til að flytja inn sykur frá Vestur Indíum. Ekki tjáir heldur að gleyma ávöxtunum, sem vér flytjum inn frá Ameríku og Sviss. Ávexti þessa gætum vér hæglega ræktað sjálfir, sömuleiðis vín- þrúgur, sem öll Evrópa falast árangurslaust eftir. Hvað skal segja um löggiaf- ann, sem hefur tvítalið upp óáran þá, sem hlýzt af ofdrykkju,. og falið heilbrigðisyfirvöldunum að gera ráðstafanir til úrbóta, en sýnir engan lit á því að hrinda þeim í framkvæmd? í þess stað er rænt stórfé úr vasa skattgreið- andans til þess að styrkja vín- framleiðendur. Hvað um land, sem að allra dómi þarfnast þriggja milljóna nýrra húsa, en eyðir þó árlega 300 milljörðum franka í áfengi, upp- hæð, sem nægja myndi til þess að reisa 200 þúsund nýtízku heimili? Hvað skal halda um land, þar sem þurftarlitlir og iðjusamir skattgreiðendur láta milljarða af hendi rakna til almannatrygg- inga, sem mestmegnis fer til þess að framfæra drykkjusjúklinga og menn, sem hlotið hafa örkuml í slysum, sem orsakast hafa af áfengisneyzlu, en sumt til styrkt- ar fjölskyldum, sem eiga fyrir vanþroska börnum að sjá? Já, hvað skal segja um heimili, þar sem allt fer í ólestri; blöðin birta daglega frásagnir um glæpi, framda í ölæði, og hræðilegar frásagnir um börn, sem sætt hafa misþyrmingum? Við komumst ekki hjá því að viðurkenna, að ástandið er af- leiðing af deyfð almennings. Sök- in er okkar allra. Við gerum ná- lega ekkert til þess að sporna við þessari öfugþróun, sem stefnir í átt til glötunar. Frakkland verð- ur að losna við áfengisbölið hið bráðasta en fljóta ekki sofandi að feigðarósi. (Þýtt úr ameríska tímaritinu ,,Listen“) Skálasfariið rælf á SJÖUNDI fundur Skátaráðs var haldinn í Skátaheimilinu í Reykjavík sunnudaginn 16. okt. síðastliðinn. Fundinn sóttu 16 manns, stjórn B.I.S., skátaráðsmenn og nokkrir skátaforingjar, sem fluttu skýrsl- ur um skátastarfið. Frú Hrefna Tynes, varaskáta- höfðingi setti fundinn, en skáta- höfðingi Dr. Helgi Tómasson, stjórnaði fundinum. Tryggvi Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta, flutti skýrslu stjórnar- innar fyrir s. 1. ár og bar fram inntökubeiðnir tveggja nýrra félaga frá Ólafsvík og Eskifirði, sem sóttu um upptöku í B.Í.S., og voru þau bæði samþykkt. Framsögu um ýms mál varð- andi skátastarfið höfðu eftir- taldir menn: Dr. Helgi Tómasson, skáta- höfðingi, Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, varaskátahöfð- ingi frú Hrefna Tynes, varaskáta- höfðingi fröken Ingibjörg Hjart- ardóttir, sveitarforingi fröken Gíslína Garðarsdóttir, ljósálfa- foringi og Ingólfur Babel, sveit- arforingi Auk þess tóku flest all- ir, sem fundinn sátu til máls um hin ýmsu mál, sem rædd voru á fundinum, m. a. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Agnar Koefod Hansen, flugmálastjóri o. fl. Skáíaráðsfundur er að jafnaði haldinn annað hvert ár, það árið, sem skátaþing er ekki haidið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.