Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. okt. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnxnálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ! „Sameinuðu þjóðirnar verkfœri fil að halda frið 44 r £ af verkfallinu Ávarp Dag Hammarskjölds, framkvæmda- stjóra S. Þ., á degi Sameinuðu þjóðanna Tíu ára afmæli Stofnskrár S. Þ. IÁR, fremur en nokkru sinni fyrr, munu milljónir manna um allan heim, af öllum þjóðernum og trúarskoðunum, minnast Stofn- skrárinnar og tilgangi hennar á degi Sameinuðu þjóðanna. NÚ eru liðnir nær sex mánuðir síðan hinu mikla og stranga verkfalli lauk s.l. vor. En því lyktaði eins og kunnugt er með því, að Alþýðusambandið undir alræði kommúnista þvingaði fram 12% kauphækkun. Menn rekur minni til, að í upp- hafi þessa mikla verkfalls, voru kommúnistar mjög kampakátir. Eitt pólitískt rekald úr öðrum 6tjórnmálaflokki hafði þá um vet urinn selt þeim í hendur öll völd I Alþýðusambandinu og sást greinilega hvernig kommúnistar vildu beita þeim völdum, er þeir stóðu fyrir hverju verkfallinu á fætur öðru, sem lamaði ýmsar atvinnugreinar lengri og styttri tíma. Loks sást þetta, er þeir í upphafi hins stóra verkfalls, gerðu svo óhóflegar kröfur, um 60% hækkun, að það gat ekki leitt til annars en alvarlegs vinnu ófriðar. Staðhæfðu kommúnistar þá, að nú skyldu þeir færa launþegun- um kjarabætur sem kröfunum næmu og skelltu algerlega skoll- eyrum við aðvörunum um að framleiðsluatvinnuvegir þjóðar- innar ættu við erfiðleika að stríða. Því færi fjarri að þeir gætu tekið á sig slíkar auknar byrðar. Afleiðingarnar birtast Almenningur hefur horft á þró- un mála í daglegu lífi sínu með æ meiri efagirni á ráð kommún- ista. Það er eitt að fólk hefur tek- ið að furða sig á því, að svo virð- ist, sem kommúnistarnir hafi aldrei reiknað með neinum verð- hækkunum í kjölfar kauphækk- ana. Það sá þó hver maður annar en þeir, að ekki gat hjá því farið, að öll þjónusta hlaut að hækka með auknu kaupgjaldi sem á hana lagðist. Hvernig áttu t.d. iðn fyrirtækin íslenzku að snúa sig út úr 10% kauphækkun fyrr um veturinn og urðu nú enn að bæta við launin öðrum 12%. Hvar áttu þau að sækja fé til greiðslu launa skuldbindinga sinna, nema með þvi að hækka verðið á fram- leiðsluvöru sinni? Þegar kostnað- urinn vex þannig á allar hliðar í þjóðfélaginu er auðséð að kaup- hækkanirnar éta sjálfar sig upp í hækkuðu vöruverði. Það má einstakt heita, að fyrir þessari augljósu afleið- ingu lokuðu kommúnistar aug unum. Þótt margsinnis væri á það bent, neituðu þeir að við- urkenna hana og sýnir slíkt, hve ábyrgðarlaust þeir tóku á kjaramálum fólksins. Svo þegar afleiðingarnar koma fram, standa þeir eins og glópar frammi fyrir al- menningi osr fálma eftir ráð- um til að skella af sér skuld- inni. En hvernig ættu þeir að geta losnað undan réttmætri reiði almennings? Þetta mál er svo einfalt og augljóst, að hinir seku tilræðismenn við traust fjármálakerfi og áunn- in lífskjör, geta hvergi fundið krók né kima til að dylja sekt sína. Opinber sakamála- rannsókn Öll hefur sekt þeirra verið að skýrast hina síðustu daga, hring- ur sönnunargagna að þrengjast um þá, 'eftir. að fjármálakerfi þjóðarinnar hefur verið tekið til rannsóknar hina síðustu daga í sambandi við undirbúning fjár- laga. Þessi rannsókn á fjármálalíf- inu hefur smám saman eftir því sem fleiri kurl koma til grafar, breytzt í einskonar opinbera sakamálarannsókn á tilræði kommúnistanna við íslenzkt at- hafnalíf og lífskjör almennings. Það er þegar óhætt að stað- hæfa það, að með verkfallinu mikla hafa kommúnistar ýtt af stað stórhættulegri verð- bólguöldu, sem nú eykst stig af stigi og veldur almenningi miklu tjóni. Hún hefur þegar komið öllu fjárhagskerfi þjóð- arinnar út úr jafnvægi, svo að fólk hvar í stétt sem það stend ur lifir við meira öryggis- leysi í fjárhagsmálum en áð- ur. Hvert sem litið er sjást óheillaafleiðingar þessarar verðbólgu og hún er ógnun við þýðingarmestu framfara- mál þjóðarinnar. Hætturnar af verðbólgu kommúnista Með verðbólgunni af verkfalli kommúnista er brotið blað í þróun efnahagsmála þjóðarinn- ar. Á síðustu þremur til fjórum árum hafði ríkisstjórninni tekizt með skynsamlegum fjármálaráð- stöfunum, að hindra verðbólgu og var það upphaf að frekari áætlunum um að koma fram- leiðsluatvinnuvegunum á traust- an grundvöll. Þessi trausta stefna ríkisstjórnarinnar opnaði leiðir að fleiri og stærri framfaramál- um, en áður í sögu landsins. En með pólitísku ofbeldi í stéttar- félögum hafa kommúnistar nú rifið niður hið góða uppbygg- ingarstarf og er engin furða þótt almenningur sé sleginn ugg. Því að hvert getur verð- bólgan af verkfalli kommún- ista leitt? Hún getur leitt að gengis- hruni. Hún getur leitt til þess að framfaraáætlanir ríkisstjórn- arinnar í húsnæðis- og raf- orkumálum stöðvizt. Hún getur leitt til þess að óhjákvæmilegt verði að hækka alla skatta og tolla. Þetta er aðeins nokkuð af því sem kommúnistar verða að svara til saka fyrir, en aug- ljóst er að þeir hafa stefnt fjárhag og allri velferð þjóð- arinnar í stórfellda hættu með pólitísku braski sínu í verka- lýðshreyfingunni. Þetta eru alvarlegar staðreynd ir og þær sýna það enn berar en nokkru sinni áður, að það er ekki alþýðu landsins til hags- bóta að selja stéttarsamtök sín í hendur pólitískra fjárhættu- spilara. Það er alþýðu landsins hins- vegar til hagsbóta að stéttarsam- tökin sýni fulla ábyrgðartilfinn- ingu og vinni af heilum hug að sameiginlegum hagsmunamálum allra með hverri þeirri ríkisstjórn sem við völd situr. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið upp á stefnuskrá sína einhver stærstu hagsbótamál allrar alþýðu, sem um getur í atvinnusögu okkar. En það er miður farið að komm- únistum hefur tekizt að beita stéttarsamtökunum í samsæri gegn þeim framförum. Tiu ára afmæli Stofnskrárinn- ar er að sjálfsögðu sérstakt tæki- færi. En ég held, að það sé önnur ástæða fyrir almennri þátttöku að þessu sinni. Ástæðan er vax- andi skilningur, sem á sér djúp- ar rætur í hugum okkar og hjörtum, á samfélagi mannkyns- ins og sameiginlegum forlögum allra þjóða veraldar. Við sjáum greinilega hvað á milli ber, en við gerum okkur ljósara en áður, að við þurfum á hver öðrum að halda og að friðurinn í heimin- um er undir okkur öllum kominn. Uppgötvanir kjarnorku vísinda- mannanna er okkur viðvörun um þær eyðileggingar, sem bíða okk- ar allra, ef til styrjaldar skyldi koma og enginn verður sigur- vegari. Um leið hafa kjarnorku- ULl andi óhripav". Fljótir að gleyma. SENNILEGA hefir engin stétt verið skömmuð eins mikið „á þessum síðustu og verstu tímum“ og blaðamannastéttin. Það hefir bókstaflega verið köllun sumra nöldurseggja að sletta úr klauf- unum í blaðamennina og hefir Kiljan verið þar í fremstu víg- línu. Menn eru stundum ótrúlega fljótir að gleyma, hann ekki síð- ur en aðrir. Eða heyrðust ekki raddir um það, þegar okkar ágæti höfundur sendi frá sér fyrstu verk sín, að varla væri hægt að segja, að þau væru skrifuð á ís- lenzku. Og hvað sögðu málfræð- ingarnir? Þótti þeim allt gott og gilt sem hann lét frá sér fera? Menn eru stundum fljótir að gleyma. Vegabréf hinna útvöldu. NÚ virðist það komið í tízku að skamma blaðamenn. Þvkir orðið fínt; á að vera nokkurs kon- ar vegabréf að „kúltúrsamkom- um“ hinna útvöldu. Jafnvel aug- Ijósar prentvillur geta varpað menningarsvip á þá sem þær finna. í fyrradag stóð hér í dálk- unum: enda var víða feitt í stykk- inu. Átti auðvitað að vera feitt á stykkinu, en prentvillupúkinn var á annarri skoðun. Hversu margir skyldu haía sannfærzt um það, að Velvakandi væri hálfviti vegna þessarar prentvillu. Eg veit það ekki — en óneitanlega leið sumum betur. Á og í eru ekki ó- líkir stafir, en aldrei hefir mér dottið í hug, að þeir gætu ráðið úrslitum um andlega velferð sumra blaðalesenda. Lítið dæmi. ÞETTA var aðeins lítið dæmi. Það verður víst til einskis að bæta því hér við, að slíkar villur angra enga meira en blaðamenn- ina sjálfa, þegar þeir vakna upp að morgni með stírurnar í aug- unum og bjóða góðan daginn með helvita miklu bölvi um andskot- ans prentvillupúkann. Mönnum dettur víst ekki orðið í hug, að vísindin veitt betra tækifæri en þekkst hefir áður til betra lífs fyrir mennina. Margt höfum við lært síðan 1945, ekki aðeins hve erfitt það er að halda friðinn, heldur og hvers virði friðurinn er og hve nauðsynlegur hann er. Okkur er nú ljóst hvað Sameinuðu þjóð- irnar eru. Ekki trygging gegn ófriði, heldur verkfæri til að halda frið. Við skiljum betur en áður, að við erum rétt að hefja uppbyggingarstarf, sem mun taka langan tíma og sem manar mannsandann til dáða. — ★ — Megi dagur Sameinuðu þjóð- anna og helgun hans stuðla að því, að við öðlumst vizku og þrek til þess að mæta þessari köllun. Matvörukaupmenn hafa ekkí hækkað áfapinp á synjavörum VE3NA ummæla á Alþingi og í blöðum bæjarins um hækkaða álagningu, vill undirritaður taka frain, að matvörukaupmenn hafa ekki hækkað álagningu á nauð- syi.javörum síðustu ár, þrátt fyr- ir stórhækkun á launagreiðslum og öðrum verzlunarkostnaði. Gústaf Kristjánsson, form. Fél. matvcrukaupmanna. Á afmæli hðfunda- laganna einn blaðasnápur (það á víst að merkja: — svona heldur óvenju- legur fábjáni) geti vitað betur. Nei, það þarf víst ekki að gera því skóna. j Á miðnætti. NÚ dettur mér ekki í hug að halda því fram, að við blaða- mennirnir gerum engar vitleysur. Auðvitað gerum við vitlevsur, stundum af vankunnáttu. Og þótt þið trúið því kannski ekki, þá þykir okkur ákaflega leiðinlegt, þegar slíkt kemur fyrir. Ekki sízt þegar við gerum vitleysur og sjá- um þær sjálfir daginn eftir. En hafið þið nokkurn tíma séð vinnu brögð á íslenzku dagblaði, les- endur góðir? Helgi Hjörvar sagði í deginum og veginum, að í sveit- um austur dönsuðu 7 menn á hverjum fermetra. Það er víst ekki fjarri lagi, að jafnmargir menn skrifi íslenzku blöðin á jafnstóru svæði. Hefir ykkur nokkurn tíma dottið það í hug, að blaðamaður skrifi forsíðu dag- blaðs einn á tveimur til þremur tímum? Og lesi svo sjálfur próf- arkirnar um miðnætti. Skyldi „kúltúrfólkinu“ nokkurn tíma hafa dottið slíkt í hug. Ég veit það ekki, það skiptir kannski ekki svo miklu máli. Allir undruðust. TILEFNI þessara hugleiðinga er fundur Stúdentafélags Reykjavíkur um blaðamennsku. Þar var frummælandi mesti ræðumaður landsins, einn helzti kennimaður okkar, leikritahöf- undur og ljóðskáld að auki. Hann hefði svosem haft efni á því að hakka blaðasnápana í sig. En viti menn, hann bar lof á þá; sagði, að mörg verk þeirra væru góð og blöðin væru yfirleitt bet- ur skrifuð en áður. — Hver hefði trúað því, að slíkt gæti gerzt, eða var maðurinn ekki „pantaður“ til að rífast og nöldra einsog venju- lega. Brást hann hlutverki sínu? Nei. Munurinn á honum og mörg- um öðrum var aðeins sá, að hann ræddi um mál sem hann þekkti af eigin reynd. Þekking gerir menn umburðarlynda, sann- gjarna. Þekkingarleysi gerir menn aftur á móti einsýna, jafn- vel forherta. Heilbrigð, sanngjörn gagnrýni er nauðsynleg, enda skorti hana ekki í ræðu sr. Sig- urðar. Þessvegna verður ræða hans okkur blaðamönnum áreið- anlega góð hvatning. Gagnrýnin var sanngjörn, borin fram af hóg- værð og rökvísi mælskumannsins. Þessvegna hitti hún í mark. í TILEFNI af 50 ára afmæli höf- undalaga hér á landi 20. október lagöi stjórn Bandalags íslenzkra listamanna á afmælisdeginum blómsveig við styttu Hannesar Hafstein á stjórnarráðsblettinum, en Hannes var frumkvöðull þeirra laga. Við sveiginn eru fest bönd með íslenzku fánalitunum og þar áletrað: Til heiðurs HANNESI HAFSTEIN á 50 ára afmæli íslenzkra hefundalaga 20. október 1955. Með þakklæti frá Bandaiagi íslenzkra listamanna. Að athöfninni lokinni bauð stjórnin til hádegisverðar með hinum nýja heiðursforseta Banda lagsins Gunnari Gunnarssyni skáldi, og dvöldust menn saman fram eftir degi í fagnaði og við- ræðum. hailta HAFNARFIRÐI — logarinn Úranus frá Reykjavík kom hing- að núna í vikunni með fullfermi af karfa, sem ekið var í frysti- hús í Reykjavík. Þá var landað úr Röðli í gær og dag, og mun hann vera með um 360 tonn af karfa, sem hann fékk á tæpri viku. Togarar Bæjarútgerðar- innar hafa verið á karfaveiðum og lagt afla sinn á land í Vest- mar.naeyjum. Surprise hefir nú farið tvo túra á Þýzkalands- markað og náð allsæmilegri sölu. Hann fór á veiðar s. 1. þriðju- dagskvöld. Reknetjabátarnir eru nú um það bil að hætta veiðum. Hafa þeir aflað.með minna móti und- anfarið, enda hafa þeir oft orðið fyrir netjatjóni af völdum há- hyrnings, sem undanfarið hefir gert mikinn usla í netum síld- arbátanna hér í Flóanum. —G. E. Gangselnfniarlæki fyrir dieselvélar í SAMBANDI við frétt í Mbl. 19. okt. s. 1. um ræsitæki fyrir benzín- og dieselvélar hefir blað- ið verið beðið að geta þes§, að um íokkurra ára skeið hafi verið hér á markaðnum og í notkun víða um land með ágætum ár- angri Sinclair-ræsitæki fyrir dieselvélar sérstaklega ætlaðar til æsingar í köldu veðri. E.’ni það, sem notað er í þessi tæki er ört uppgufandi Hytro- carton, en það er eitt af þeim efnum, sem er í eldsneyti því, sem notað er við ræsingu ílug- véla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.