Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður waibháftíf 42, árgangur 240. tbl. — Föstudagur 21. október 1955 PrentsmiSJa Morgunblaðsins Rœða Bjarna Benediktssonar á Varðar-fundi: furvald kommúnista í verkalýös- ögunum er alvarlegasta meinsemdin KammúiiSstar sfehia að því að brjóta niðiir lögtega stjóriiarhætti ^> Bjarni Benediktcson, menntamálaráðherra. Stíitus auo' í S — verði sáttmálan- um hafnað París, 20. okt. FRANSKA stjórnin mun ekki breyta afstöðu sinni til r;am- einíngar Þýzkalands, þó að þjóð- aratkvæðagreiðslan í Saar leiði til þess, að fransk-þýzka Saar- sáttmálanum verði hafnað, sagði franski forsætisráðherrann Edgar Faure í dag. Samningaumræður verða ekki hafnar að nýju milli Þýzkalands og Frakklands. Verði Saar-sáttmálanum hafnað þýðir það aðeins „Status quo" í Saar, sagði forsætisráðherrann. , Lýsti forsætisráðherrann einnig ýfir því, að Frakkar myndu ekki á næstunni hafa nein sambönd við allsherjarþing S. Þ. Eins og menn munu minnast, gengu irönsku fulltrúarnir af fundi allsherjarþingsins, er ákveðið var að ræða Algier-málin þar. ¦ Ræddi Faure einnig íyriihug- aðan utanríkisráðherrafund fjór- Veldanna, sem hefst í Genf í næstu viku. Þar munu Vcstur- veldin ræða vopnasölu komvnún- ístaríkjanna til Egyptalands, og gera nauðsynlegar ráðstafanir til •að korm í veg fyrir, að fri'^num verði stofnað í hættu, sagði Faure. — Reuter-NTB. Hauskúpa Hitíers FRIEDLAND, 20. okt. — Karl Schneider, fyrrverandi majór í SS-sveitum Hitlers, var meðal stríðsfanga þeirra, er komu til Friedland í dag. Sagði hann svo frá, að Rússar hefðu grafið upp lík Hitlers í byrjun maímánaðar 1945 og haft hauskúpuna á brott með sér til rannsókna í Moskvu. Sagðist Schneider sjálfur hafa tekið benzínið af bifreið foringj- ans og hefði átt að nota það við líkbrennslu þeirra Hitlers og Evu Braun. —Reuter-NTB. Vandi fylgir vegsemd hverri Vill prinsessan eiga flugkapteininn ? Lundúnum, 20. okt. MJÖG líklegt þykir, að þing- menn neðri deildar brezka þingsins muni, er þingið kemur saman n.k. þriðjudag, biðja stjórnina að gera fulla grein fyrir hinu rómantíska sambandi Mar- grétar prinsessu og Townsends flugkapteins, enda þótt raunveru lega sé bannað að bera fram per- sónulegar spurningar um kon- ungsfjölskylduna. Verður spurn- ingin sennilega orðuð þannig, hvort forsætisráðherrann ætli sér að breyta lögunum frá árinu 1722 um giftingar meðlima kon- ungsfj ölskyldunnar. • • * Þau lög mæla svo á, að prinsessan verður að tilkynna stjórninni með árs fyrirvara um fyrirhugaða giftingu sína — ætli hún að giftast án samþykkis drottningarinnar. Margir stjórn- málamenn eru því hlynntir, að lögunum verði breytt þannig, að Margrét geti gift sig án þess að taka tillit til þessa ákvæðis. Brezku blöðin eru nú líka orðin hávær í kröfum sínum um að vita, hverjar séu framtíðar- áætlanir prinsessunnar. Daily Telegraph hefir til þessa látið málið lítið til sín taka, en ritar í dag grein undir fyrirsögn- inni, „Skaðleg þögn", og segir Frh. á bls. 12. Milliliða-blekkingar vinstrimanna hraktat lið tyrir lið PENINGAMALIN I OLAGI FYRIR nokkrum dögum hitti ég gamlan vin minn úti á landi, héraðshöfðingja, sem mikil af- skifti hefur haft af alm. málum og í þeim oft verið annarrar skoð- unar en ég, en ég hefi ætíð metið mjög mikils. Þessi aldni heiðurs- maður spurði mig tíðinda og sagði, að við í ríkisstjórninni hefðum nú fram úr miklum vanda að ráða. „En", bætti hann við, „það get- ur verið, að það sé vegna þess, að ég sé orðinn of gamall og kunni Venezúela" hlutskörp- ust í keppninni um titilinn iss World 1955" 99 99 UM miðnætti í gærkvöldi bár- ust fréttir af úrslitunum í fegurðarsamkeppninni um tit- ilinn „Miss World 1955", sem háð hefur verið í Lundúnum undanfarna daga. # Hlutskörpust varð ungfrú Sus ana Djuim frá Venezúela. — Hún er 19 ára að aldri og hlýtur í verðlaun auk titilsins 500 sterlingspund í reiðu fé og bifreið, sem metin er á 1000 sterlingspund. # Önnur varð Margrét Anne ,Haywood frá Bandaríkjunum, og er hún tvítug. Þriðja var Julia Coumoundourou frá Grikklandi, 18 ára að aldri. Önnur verðlaun voru 100 ster- lingspund og þriðju verðlaun 75 sterlingspund. Fegurðardrottningar frá 21 landi tóku þátt í fegurðar- samkeppninni. Sex þær hlut- skörpustu fá allar einhver verðlaun, en í gærkvöldi bár- ust ekki fregnir um nema þrjár þær fyrstu. Eins og áður hefur verið skýrt frá, tók ísland í ár í fyrsta skipti þátt í keppninni um þennan titil, og fór fegurðar- drottning íslands 1955, ung- frú Arna Hjörleifsdóttir, utan til að taka þátt i keppninni. Hefur því verið fylgzt með keppninni af miklum áhuga hér heima. 17% með Saarsátf- málanum, 32% á mó!L 39% óákveðnir Saarbrúcken, 20. okt. SAARBÚAR reyna nú eftir . föngum að átta sig á, hvaða afstöðu þeir eiga að taka til Saar- sáttmálans — en það kann að reynast þeim erfitt, því að áróðr- inum rignir yfir þá í ræðu og riti, svo að varla fara sögur af öðru eins í kosningunum nokkurs stað- ar fyrr og síðar. Saarbúar eru 600 þús. að tölu, og fer þjóðar- atkvæðagreiðslan um sáttmálann frám n.k. sunnudag. Prófkosningar fóru fram í Saar í s.l. viku, og kom þá í ljós, að 17% ætla að greiða atkvæði með sáttmálanum, 32% ætla að greiða atkvæði á móti honum, 39% vildu ekkert upplýsa um afstöðu sína og 12% hyggjast ekki greiða atkvæði. Ellefu stjórnmálaflokk- ar láta til sín taka í kosninga- áróðrinum, sex þeirra eru með sáttmálanum en fimm á móti — þýzku flokkarnir, en þeir hafa reynt eftir föngum að gera Jó- hannes Hoffmann forsætisráð- herra hlægilegan. Hann er ein- dreginn fylgismaður þess, að Saar verði sett undir stjórn Ev- rópulandanna. — Reuter-NTB. PARÍS, 20. okt. — Hægri og miðflokkarnir í franska þinginu reka nú mikinn áróður fyrir nýj- um þingkosningum — og vilja, að þær fari fram sem fyrst. Vilja sumir, að kosningarnar fari fram 4. des. n.k. eða í aprílmánuði næsta ár. Stjórnin mun ræða mál þetta á ráðuneytisfundi á morg- un. Segir í Reutersfregn, að fyrr- nefndir flokkar vilji láta kosn- ingarnar fara fram sem fyrst til að Mendes-France gefist ekki tími til að fullgera nýju stefnu- skrána sem hann hefur á prjón- unum. ekki að hugsa, að ég segi: Látið þið ekki vandann vaxa ykkur um of í augum. Aldrei hefur landið verið betra að lifa í en nú. Fyrst nú höfum við lært að fara með það og er það vissulega mikill munur frá því sem áður var. Eins er um landhelgina og meðferð- ina á henni. Um alla tæknina og aðbúnað fólksins þurfum við ekki að tala. Eða hvað heldur þú um unga fólkið? Sumir segja, að það sé að fara í hundana. Það er ekkert annað en hið sama og alltaf hef- ur verið sagt. Mér finnst það allt í senn vera stærra, þroskaðra og betur menntað en þegar ég var ungur. Mannkostirnir eru sjálf- sagt misjafnir eins og þá". „Þegar ég hugsa um allt þetta", sagði hinn margreyndi' forystu- maður „finnst mér rangt að segja, að efnahagslífið, jafnvel allt þjóð lífið sé sjúkt. Það eru peninga- málin, sem úr lagi eru. DÝRTÍÐIN HÆTTULEG MEINSEMD Það er svipað því og öll líf- færin og bolurinn væri heill en í einum fingrinum væri slæmur gröftur. Slíkt er óþægilegt og get- ur orðið hættulegt, ef það er ekki læknað í tima, og það kann að vera sárt að lækna það, því að stinga þarf á kílinu. En lækn- ing er möguleg þótt ekki verði hún án erfiðleika." Þessi var skoðun hins lífs- reynda, athugula manns og skal ég játa, að ég kunni ekki skil á rökum gegn skoðun hans. Enda er ég honum í megin atriðum sam- mála, þótt mér dyljist ekki sá voði, sem ólagið í peningamál- unum, dýrtíðin, færir yfir þjóð- félagið. Óneitanlega er dýrtíðin mein- semd, sem getur orðið hættuleg, ef ekki er að gert, og hefur nú þegar valdið alvarlegum trufl- unum í þjóðlífinu. Um allar mein- semdir er svo, að frumskilyrði til lækningar þeim er að gera sér grein fyrir eðli þeirra og orsök- um. MARGA FÝSIR Á ÞANN „BLÓÐVÖLL" Ekki vantar, að ýmsar skýring- ar séu settar fram á dýrtíðinni. =Hinir svokölluðu „vinstri menn", sem annars er ekki sérlega hent að vera sammála, mæla t. d. ein- um rómi á þá leið, að millilið- irnir og óhæfilegur gróði þeirra sé orsök þessa vanda. Læknisráð ið sé því að slátra milliliðunum og dylst ekki, að ýmsa þeirra fýs- ir á þann blóðvöll og hyggjast ekki fara vegtyllulausir þaðan. I Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.