Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Ræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 7 vægi í efnahags- og fjármálum, sem lýsti sér í stöðugu verðlagi, einstakri aukningu sparifjár og skattalækkunum á árunum 1952 til 1954. Óneitanlega var þó við ramman reip að draga, þar sem þá þegar var búið að hækka svo kaupgjald í landinu, að atvinnuvegirnir fengu ekki undir risið, og er því merkilegra að takast skyldi að halda því jafnvægi sem raun bar vitni um. ALLIR HEIMTUÐU HJALP TIL ATVINNUVEGANNA Ofhleðsla á atvinnuvegina var viðurkennt af ráðamönnum kommúnista, Alþýðuflokks og Al- þýðusambands sumarið 1954 og veturinn 1955. Allir þessir for- sprakkar heimtuðu þá stórkost- lega hjálp handa togarautgerð- inni, töldu aðstoðina, sem veitt var, vera af of skorum skamti. Þegar bátaútvegsmenn stöðvuðu skip sín um áramótin og vildu ekki una þeirri skerðingu á báta- gjaldeyrinum, sem ríkisstjórnin ætlaði að knýja fram, fengu út- vegsmenn eindregna hvatningu frá Alþýðusambands-forkólfun- um um að láta hvergi undan. EN SNÚA VIÐ BLAÐINU í hinu orðinu býsnast þessir sömu menn svo yfir bátagjaldeyr inum og setja út á bílainnflutn- inginn, sem þeir sjálfir höfðu gert tillögu um í því skyni að koma í veg fyrir stöðvun togaranna. ÓIIEILINDIN AUGLJÓS ER ÞEIR IIEIMTA HÆKKANIR Óheilindin verða enn augljós- ari, þegar ofan á þetta bætist, að á s.l. vori knúðu þessir menn fram stórkostlegar kaup- hækkanir. Þetta gerðu þeir, þótt þeir vissu ofur vel, að áður en þessar kauphækkanir komu til varð að halda undirstöðuatvinnu- vegunum uppi með margs konar ráðstöfunum og þess vegna hafa þeir ekki yfir neinu eigin fé að ráða til að greiða hin nýju út- gjöld, sem a.m.k. munu, begar allt er samantalið, samsvara 20% kauphækkun á þessum vetri. Ef ekki væri að gert hlyti at- vinnureksturinn að stöðvast á skammri stundu, en af slíku mundi leiða landauðn. Hingað til hefur þessu verið bjargað með því, að Alþingi og ríkisstjórn hafa þvert á móti vilja sínum orðið að grípa til niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum, bátagjald- eyris fyrir vélbátaflotann og beinna rekstrarstyrkja fyrir tog- arar.a og nú eins konar útflutn- ingsuppbóta á kjötið. MUNUR Á LÍFSKJÖRUM HVERGI MINNI EN Á ÍSLANDI Til alls þessa þarf mikið fé. Jafnvel Einar Olgeirsson hefur neyðzt til að játa, að samkvæmt skattalögunum sé svo mikið tekið af einstaklingunum, að ef löglega sé að farið verði meira ekki tek- ið. Það er og óhagganleg stað- reynd, að munur á lífskjörum manna er hvergi minni en á ís- landi. í Rússlandi er munur á hæst- og lægstlaunuðu mönnum miklu meiri en hér og skattalögin eru hinum hærra launuðu ólíkt hag- stæðari en hjá okkur. Jafnvel annars staðar á Norð- urlöndum, þar sem lífskjaramun- ur er þó yfirleitt viðurkenndur lítill, er talið, að hæstu laun embættismanna séu 5—6 sinnum hærri en þau lægstu, en hér að- ei.is 2,5—3 sinnum hærri. Fer og vaxandi hér, að hæfir menn hliðra sér hjá að fara í vandasam- ar og ábyrgðarmiklar stöður af því, að þeir telja sig engin laun fá fyrir ónæði og ábyrgð. Hugsanlegt væri að skattleggja þann atvinnurekstur, sem er skattfrjáls. Skammt mundi slíkt hrökkva, enda yrði bönkurn t.d. ómögulegt að starfa undir al- mennum skattalögum. Hitt er ekki nema sanngjarnt, að allur venjulegur atvinnurekstur eins og verzlun, verði látin búa við sambærileg skatta'iög. En slík leiðrétting á skattalögum mundi ekki leysa þann vanda, sem staf- ar af ofhleðslunni á undirstöðu- atvinnuvegina. Sannleikurinn er sá, að fjár- munir til þess verða hvergi teknir annars staðar en frá þeim sem peningarnir fóru í fyrstu til. Þá verður að taka af öilum almenningi, sem heimt heiur of mikið í sinn hlut af atvinnuvegunum. Þetta er staðreynd, sem með engu móti verður umflúin. Fleira kemur hér til, en þessi staðreynd er undirstaða örðug- leika á rekstri atvinnuveganna nú. Með því úrræði að taka með sköttum og bátagjaldeyri aftur af almenningi það, sem atvinnuveg- irnir höfðu um of greitt í laun og láta það á ný renna til þeirra, myndast hringrás, sem að vísu forðar bráðum voða og tekur pen- ingana einkum af þeim, sem mesta hafa eyðsluna, en hefur einnig mikla ókosti. TORTRYGNI SMEYGT í HUG FÓLKS í skjóli þessa er mönnum íalin trú um, að í ýmiss konar óhóf og eyðslu hjá ríkinu og atvinnurekendum fari það fé, sem nauðsynlegt er til að forða algerri stöðvun. Við þetta myndast tortryggni og mis- skilningur, sem nær hámarki sínu í því, að ýmsir halda, að þeir séu af litlum efnum að styrkja atvinnuvegina, sem raunverulega halda lífinu í okkur öllum. Með þessu tekst upplausnar- mönnunum að skapa glund- roða, er þeir vona að hjálpi þeim áleiðis í þeirra illu áformum. Margs konar lög- leysur og illvirki í sambandi við síðasta verkfall sýndu, að fyrir forráðamönnunum vakti annað en að finna hagkvæma lausn á mikiu vandamáli. Þeir vildu skapa vanda og auka hann en ekki leysa. MISBEITING Á VALDI VERKALÝÐSFÉLAGANNA Misbeiting á hinu mikla valdi verkalýðsfélaganna hef- ur gert kommúnistum fært að koma áformum sínum fram. Þeim hefur heppnast að magna dýrtíðina beinlínis í því skyni að kenna öðrum um þann vanda, sem af henni staf- ar. Ég játa það með mínum gamla vini, sem ég vitnaði til í upphafi máls míns, að enn er þetta mein ekki orðið lífshættulegt fyrir þjóðfélagið. Síður en svo, ef rétt er að farið, því að efnahagur þjóðarinnar er í raun og veru ágætur og framtíðarhorfurnar góðar, ef við læknum meinsemd- ina. MEINSEMDIN: OFURVALD KOMMÚNISTA í VERKA- LÝÐSFÉLÖGUNUM Meinsemdin er ofurvald komm únista í verkalýOjhreyfingunni og misbeiting þeirra á því valdi verkalýðnum til óþurftar en upp- lausnaráformum sjálfra þeirra til framdráttar. Mikill meiri hluti verkalýðsins skilur og þekkir óþurftarstarf kommúnista, en misvitrir for- ingjar hafa leiðst til undanslátt- ar, sundrungar og þrekleysis, þar sem sannsögli, sameining og bar- átta fvrir réttu máli mundu hafa leyst vandann. HÆGARA AÐ SKRÖKVA EN MÆTA STAÐREYNDUNUM Um sinn er hægara að skrökva því til að allir geti fengið allt fyrirhafnarlaust aðeins ef milli- liðunum væri slátrað. Nú, seni fyrr mundi þó sannast, að hænan, sem búið er að hálshöggva, hættir að verpa, og að verzlúnárkostnað urinn hjá KRON mundi ekki! minnka, þótt samkeppni smákaup mannanna væri úr sögunni. Slík- j ar tiltektir mundu eigi leiða til farsældar heldur aukins vanda. j Þess vegna hvílir vinstri stjórnar ' hjalið á blekkingum og fláræði allra þeirra, er þar mæla ákafast með. Þeir stjórnmálamenn, sem eyða tíma sínum í það skraf, gefa mönnum sannarlega steina fyrir , brauð, þegar þeir láta svo sem j eyðing milliliðanna eða upptaka gróða þeirra mundi leysa dýrtíð- arvandann. Ef þessir menn ein- hverntíma ná völdum verða þeir að gripa til annarra úrræða, því j að hlekkingarnar mundu þá verða léttar í maga. I Hitt hefur þessum óþurftar- mönnum tekizt að trufla mjög efnahagslíf landsmanna með mis- beiting sinni á verkalýðshreyfing- unni. Hin pólitísku verkföll, sem kommúnistar og fylgismenn þeirra beita sér fyrir, megna að vísu að draga úr hinum góðu áhrifum af stefnu ríkisstj. og yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Síðan hælast eyðilegging- armennirnir yfir því, að stjórn- inni hafi mistekist um sum áform sín, einmitt þau, er þessir sömu menn hafa gert allt, sem þeir gátu til að reyna að láta þau fara út um þúfur. ÆÐSTA VALD í LÝÐRÆÐISRÍKI Æðsta vald í stjórnmálum þjóðarinnar er hjá kjósendum og þeir beita því við kosning- ar til Alþingis. Þar og í ríkis- stjórn er síðan stjórnað í sam- ræmi við þann vilja kjósenda, sem fram kemur við almenn- ar kosningar. Ef vel á að fara verða samtök allra borgara í landinu, sjálft ríkið að vera sterkasta aflið í landinu. FRJÁLSHUGA LÝÐRÆÐIS- SINNAR f ÖRUGGUM MEIRIHLUTA Framferði kommúnista og hand benda þeirra er þess vegna bein ögrun við lýðræðið í landinu. Eðlilegasta úrræðið gegn þessum hermdarverkum er, að allir lýð- ræðisunnendur taki saman hönd- um og komi yfirráðum í verka- lýðshreyfingunni úr höndum þeirra ofbeldis- og æfintýra- manna, sem þar fara nú með völd, í hendur þeirra, sem eingöngu láta sig varða hag verkalýðsins og fara þar ekki eftir annarlegum sjónarmiðum. Þessi leiðrétting á starfsháttum verkalýðshreyfing- arinnar verður að koma innan frá henni sjálfri. Valdboð í þeim efn- um stoða lítt. Hinir lýðræðis- sinnuðu frjálshuga verkamenn hafa nægan meirihluta í verka- lýðsfélögunum, aðeins, ef þeir láta ekki sundrungarmenn innan og utan félaganna villa sér sýn. Þetta er eitt mikilvægasta við- fangsefnið í íslenzkum stjórnmál- um nú, því að ef ekki er að gert, eykst sú hætta stöðugt, að lög- legir stjórnhættir séu brotnir nið- ur undir yfirskyni launabaráttu, sem á þó ekkert skylt við hags- munabaráttu verkalýðsins heldur er þáttur í upplausnaráformum kommúnista. MEINSEMDIRNAR ALVARLEGAR EN EKKI BANVÆNAR Meinsemdirnar, sem þjóðfélag- ið þjá, eru alvarlegar en þó eng- an vegin banvænar, ef menn snú- ast til varnar. Þar þarf bæði vit og djörfung til að gera sér grein fyrir orsökunum og læknisráðun- um og þora að framfylgja þeim. Flest af því, sem hér þarf að gera er þess eðlis, að ekki ætti að verða ágreiningur um milli þjóð- hollra manna, en þó mun hér enn sem fyrr reynast svo, að Sjálf- stæðismenn verða að hafa foryst- una. Mskekktari og fátækari byggðir bera viðbald eldri vegavélanna Gísli Jónsson vill láta Caga það misrétti HINArt afskekktari byggðir landsins hafa ætíð á undanförnum árum orðið afskiptar með góðar vegavinnuvélar. Þannig mælti Gísli Jónsson í Sameinuðu "þingi í fyrradag og krafðist hann þess að hlutur dreifbýlisins yrði bættur í þessu efni. ýý Það er staðreynd, sagði Gísli, að vélanotkun við vegagerð hefur verið miklu meiri í hinum fjölbýlli héruðum. Þangað fara flestar vinnuvélarnar, sem nýjar eru keyptar. En afskekktari sveitirnar eru látnar mæta afgangi. Þær fá vinnuvélar, sem úreltar eru orðnar og úr sér gegnar. Þannig verða fátækari og dreifbýlli sveitirnar að bera aukinn kostnað af viðgcrðum og viðhaldi á eldri vélum. S.l. vetur bar Gísli fram tillögu um úrbætur í þessu. VEGAGERÐ OG HAFNARGERÐ HAFA SKRÁ UM ALLAR VINNUVÉLAR Hann gat þessa í sambandi við ályktunartillögu frá Skúla Guð- mundssyni um að láta rannsaka vélakost vegagerðar og hafnar- gerðar ríkisins og síðan kaupa þær vélar sem á vantaði. Við umræður sem á eftir fóru, kom í ljós að tillaga Skúla mátti heita tilgangslaus. í fyrsta lagi skýrði Emil Jónsson frá því að vitamálastjórnin hefði alltaf til- búna á skrifstofu sinni skrá yfir allar vélar sem hún ætti og sama myndi vera að segja um vega- gerð ríkisins. Svo að engin rann- sókn á því þarf að fara fram. STENDUR AÐEINS Á FJÁRFRAMLAGI. VILJINN NÓGUB Og Magnús Jónsson upplýsti það, að á hverju ári þegar kæmi til afgreiðslu fjárlaga sendu bæði vegagerðin og hafnargerðin fjárveitinga- nefnd óskir um aukin véla- kaup. Fjárveitinganefnd sæi sér aldrei fært að samþykkja allar þær tillögur. Þótt hún vildi að vísu fegin flytja inn sem allra flestar vélar, þá yrði þetta að hlíta hinum almenmi ligmálum fjárlaganna, atf paeta að því hve mikið fé sé lyrir hendi. Og það eitt er víst, sagði Magnús, að þess er ekki þörf a$ reka á eftir hafnargerð og vega- gerð um vélakaup, því að þær hafa ætíð beðið um meiri vélar en hægt var að samþykkja. Bygging 108 íbúða í raðhúsum stendur yiir Ný umferðarlöggjöf í undirbúningi Umferðarnefnd gerir nýjar tillögur GEIR HALLGRÍMSSON bæj- arfulltrúi gaf á bæjarstjórn- arfundi í gær ýmsar upplýs- ingar varðandi umferðarmál. Kvað hann umferðarnefnd hafa í undirbúningi ýmsar til- lögur varðandi aukið umferð- aröryggi og greiðari umferð. M. a. þyrfti að koma upp fleiri umferðarljósum á Laugavegi og setja stöðumæla á Lækjar- götu. G. H. kvað umferðar- lögin vera í endurskoðun og mundu þar verða sett ný ákvæði sem miði að auknu öryggi og greiðari umferð. — Lögreglustjóri, sem er for- maður umferðarnefndar, væri nú við annan mann á ferða- lagi erlendis til að kynna sér ýmislegt í sambandi við lög- gjöf um umíerðarmál þar og lausn vandamála í umferð. Guðm. H. Guðmundsson tók fram, að mönnum þyrfti að skiljast að þeir þurfi að leggja bílum sínum utan við mið* svæði'bæjarins og ganga síð- an, því menn geti ekki ætlast til að bifreiðastæði séu til taks á hinu þrönga miðsvæði. Enn- fremur taldi G.H.G. að banna ætti stórum flutningabílum að fara um tilteknar umferðar- götur og nefndi ýmis dæmi um óþarfa ferðir slíkra bíla svo sem stórra tankbíla frá Mjólkursamsölunni, sem væru i snatti um allan bæ. Óskai Hallgrímsson (A) tók fram mörg atriði varðandi vandræði í umíerðarmálur^ og átaldi að löggæzla væri Ié- leg á götum bæjarins. GÍSLl Halldórsson bæjarfull- trúi gaf á fundi bæjarstjórn- ar í gær ýmsar upplýsingar um byggingamál. Kvað hann nú vera í gangi Lygging 108 íbúða við Bústaða veg og teiknivinnu að Ijúka við 48 íbúðir. G. H. kvað það hafa verið gert að áróðursefni að byggingafram- kvæmdir gengju seint en hifr sanna væri, að þeim hefði verið hraoað eins og unnt væri að hraða byggingum, eins og ástand- ið væri í dag. G. H. kvað allt hafa verið gert, sem unnt væri til að flýta framkvæmdum. Lægsta tilboði í byggingarnar heíöi ekki verið tekið vegna þess, að sá aðili hefði ekki viljað skuld binda sig til að Ijúka verkinu eins fljótt og krafist var. Tilboði þess næst lægsta hefði verið tek- ið cg hefði sá aðili skuldbundið sig til að Ijúka verkinu á til- teknum tíma og að viðlögðum 500 króna dagsektum ef tíma- markið væri ekki haldið. Byggingum skv. þessum. samningi hefði átt að vera lokið 25. f. m. og dagsektir væru nú áfallnar en verktaki kepptist við að Ijúka við að gera íbúðirnar fokheldar. G. H. kvað aldrei mega van- rækja tæknilegan undirbúning bygginga en bæjarftr. minnihluta flokkanna gleymdu oft þeirri nau isyn en létu áróðurinn sitja fyrir. Allharður árekstur á Sliipafellsveg! í gær KEFLA^ÍK, 20. okt. — Um kl. 10 í morgun varð allharður árekstur á Stapafellsvegi. Lenti þar saman vörubifreið, er var fuilhlaðin af sandi og bíl frá varnarliðinu, Pickup, VL-I85 meo þe:m afleiðingum að varnar- liðs'úllinn ónýttist gersamlega. Ennfremur urðu lítils háttar ske nmdir á vörubifreiðinni. B lstjórinn á varnarliðsbifreið- inni, sem var bandarískur, slas- aðii: t talsvert. Fékk hann slæmt fótkrot og skrámaðist á höfði. Var hann fluttur á sjúkrahús her ins á flugvellinum. íslenzki biL eiðarstjórinn slapp hins veg- ar ómsiddur. E.'rki er enn fyllilega kunnugt um orsakir slyssins, en málið er nú í rannsókn hjá flugvallarlög- reglunni. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.