Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 7
[ Fimmtudagur 27. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 3 ) Thora Friðriksson: Opii bréí til Jóhannesar Kjarvals Kæri, gamli vinur. Ú ER LANGT síðan að ég hef spjallað við yður, en ég er mesta tryggðatröll og ég hugsa oft til yðar og þeirra ánægju- stunda sem ég á yður að þakka. Nú síðast er ég var að lesa ný- útkomna bók um einn mesta vel- gjörðamann mannkynsins, Louis Pasteur. Bókin heitir Pasteur inconnu og er eftir dótturson hans. Einn kafli þessarar bókar nefnist Pasteur artiste, og langar mig til að segja yður nokkuð frá honum, svo sem eins og í tilefni dagsins. Eins og sagan segir, fæddist hinn mikli maður árið 1822 í litlu sveitaþorpi í Júrafjöilum þar sem faðir hans var sútari. Þegar í barnaskóla tók kennarinn eftir hinum einstæðu gáfum hans og hvatti föður hans til að halda honum til mennta. Sagt er að finnska málaranum Edelfelt hafi orðið á munni þegar hann sá pastelmyndir þær sem Pasteur málaði í æsku af foreldrum sín- um: ,,Það var skaði að Pasteur skyldi ekki verða málari!“ Myndina af móður sinni mál- aði hann þegar hann var 13 ára gamail og myndina af föður sín- um sex árum síðar. Eftir að vísindaferill hans hófst, mátti hann aldrei vera að því, að taka sér pensil eða blý- ant í hönd til að teikna. Hann fékk þá önnur hlutverk að leysa sem kröfðust allrar orku hans. Pasteur, sem aldrei gafst tími til að fara á hljómleika eða leik- sýningar — slíkar skemmtanir sótti hann alls tíu sinnum á allri ævi sinni — neitaði sér þó aldrei um að fara á hinar árlegu, stóru málverkasýningar, og var hann tíður gestur bæði í Louvre og Luxembourg. Listamannseðlið vakti ávallt hið innra með hon- um, en viljaþrekið var stælt og þjálfað svo að hann missti aldrei sjónar á því marki sem hann náði með svo miklum ágætum. En þá hefst einn þáttur í lífi hans, sem er lítt kunnur en þó stórmerkilegur og sýnir hann hve listin átti mikil tök í honum. Árið 1863 gerði Napoleon keis- ári þriðji, nokkra skipulagsbreyt- ingu á Listaháskólanum í París. Meðal hinna nýju kennara, sem af því tilefni voru skipaðir til skólans, var Pasteur, til að kenna fagurfræði og listasögu. Óánægja sú og gagnrýni, sem nemendur skólans létu í ljós vegna þessarar veitingar, var geysi mikil. Paste- ur frestaði því fyrirlestrum sín- um um nokkra mánuði, en not- aði tímann til að undirbúa kennslustarfið með þeirri ná- kvæmni og alúð, sem honum var svo eiginleg í öllum verkum. Hann las fjölda bóka um hina tæknilegu hlið málaralistarinnar og dvaldist tímunum saman í listasafninu í Louvre og skrifaði hjá sér ótal minnisgreinar og at- hugasemdir. Hann þaulspurði menn sem fengust við að gera við gömul málverk, og fékk jafnvel frægan málara, Leloir, til að mála uppáhaldsdóttur sína, Ceci- j líu. Var hann viðstaddur þegar 1 hún sat fyrir og lagði fram ótal j spurningar, en svörin ritaði hann j mörg hjá sér eins og nemandi í j kennslustund. Fyrsta árið sem hann kenndi, tók hann húsameistarana til með- ferðar, og benti þeim á að þegar um loftræstingu húsa væri að ræða, gætu bæði efna- og eðlis- fræðingar kennt þeim margt. — Næsta ár sneri hann sér að mál- aralistinni og tók þá til með- ferðar myndir Ingres (1780— 1867), og þá sérstaklega málverk hans af Cherubini, sem er á Luxembourg safninu. — „Takið vei eftir gyðjunni, sem er í bak- sýn, þar sem gljákvoðan er öll j sprungin“, segir Pasteur. „Þessi hluti myndarinnar liggur undir skemmdum, en höfuð Cherubinis j J hefur aftur á móti ekki orðið fyr- ir þessum áhrifum, enda þótt það I sé löngu fyrr málað, og það er fullvíst, að það var löngu eftir að Ingres hafði lokið málverkinu, að honum datt í hug að stækka það og koma sönggyðjunni þar fyrir.“ Honum fannst áríðandi að vekja athygli ungra listamanna á þessu. Pasteur var um það hugað, að nemendur hans kynnu vel skil á uppruna olíumálaverka. Hann segir meðal annars: „Uppfinning olíumálunar var stórmerkilegur viðburður í listasögunni, en eins og margt annað í þeirri sögu á hún svo margar aldir að baki sér að enginn veit nákvæmlega aldur hennar.“ Þá kemur löng söguleg útskýring, sem nær aftur á fyrstu öld okkar tímatals, þegar Theo- philus var biskup í Antiokkíu. „Þér sjáið, að við vitum ekkert um það hvernig hinir fyrstu mál- arar hafa farið að, en verk þeirra hafa yfirleitt haldið sér vel.“ Þá sýnir hann nemendum sín- um mynd eftir van Dyck, þar sem hann hefur notað 33 tegund- ir lita til að rannsaka þá eðlis- fræðilega. Öðru sinni segir hann við nemendur sína: „í Louvre er mynd eftir italska málarann Perugin, kennara Rafaels. Hana skuluð þið skoða vel. Hún er af Maríu guðsmóður sem heldur á Jesúbarninu, tilbeðin af tveim dýrðlingum og tveim englum. Ljómi litanna er vissulega að- dáanlegur. Það er olían sem myndar skuggann í klæðnað per- sónanna. Margir segja að þessir skuggar séu olíunni að kenna vegna ágalla sem í henni séu, en fullvissið ykkur um að þetta er ekki rétt. Það er að vísu olían sem veldur skuggunum, en það er ekki hún sem hefur dökkn- að.“ ★ Með beztu þökkum fyrir hið liðna og einlægum hamingjuósk- um nú og í framtið. Rvk. 15. október, 1955. Thora Friðriksson-, Listmuna- viðgerðin við Dómkirkjuna tekur alltaf örugglega á nvóti listnmnum ojr hósgögnum til viðgerðar kl. 3—6 cfajr- lega. Sími 3016 SILICOTE Houseboid Glaze Húegagn a g! jáimt með töfraefninu „SILirONE“ Heildsölubirgðir: Öiafur Gíslaaon & Go. h.fL Sími 81370. ixm NORSK ÖNDVEGISR1T Kynnist norsku þjóðinni af hinu bezta í bókmenntum hennar Iínut Hamsun Nordal Grieg: Ritsafn Nýkomið úrval norskra bóka: Knut Hamsun: Samlede verker I—XV, kr. 789.75 Nordal Griég: Samlede verker I—III, kr. 202.50 Sigurd Christiansen: Samlede verker I—IX, kr. 468.30 Ronald Fangen: Samlede verker I—IX, kr. 367.05 Sigurd Hoel: Samlede romaner og fortellinger I—X, kr. 481.50 Cora Sandel: Samlede verker I—IV, kr. 294.90 Elias Kræmmer: Samlede romaner og fortellinger I—XII, kr. 408.00 Jacob Bull: Samlede folkelivsromaner I—VIII, kr. 313.20 Sigbjörn Obstfelder: Samlede skrifter I—III, kr. 136.35 Amalie Skram: Samlede verker I—VI Johan Bojer: Samlede romaner I—VII Peter Egge: Romaner og fortellinger I—VI, kr. 360.00 Gabriel Scott: Romaner i utvalg I—XII, kr. 469.80 Hermann Wildenvey: Samlede dikt I—VI, kr. 214.05 Mikkjel Fönhus: Romaner og fortellinger I—VI, kr. 259.20 Oskar Braaten: Verker I—VI, kr. 202.50 Johan Falkberget: Romaner og fortellinger I—XI, kr. 467.10 Trygve Gulbranssen: Skogene I—III, kr. 156.60 Vilhelm Krag: Skrifter I—IV, kr. 135.00 Norsk lyrikk gjennom tusen ar I—II, kr. 90.00 Sigrid Undset: Romaner og fortellinger fra nutiden I—X kr. 423.00 Sigrid Undset: Middelalder-romaner I—X, kr. 423.00 Norges billedkunst i det 19. og 20. árhundre I—II, kr. 513.00 Verdens kunsthistorie I—VI, kr. 504.00 Det norske folks liv og historie gjennem tidene I—X, kr. 526.50 Egon Friedell: Vár tids kulturhistorie I—III, kr. 364.50 Islandske ættesagaer I—IV, kr. 324.00 Fridtjof Nansen: Over Grönland og Polhavet I—III, kr. 183.60 Frederik Paasche: Verker í utvalg I—IV, kr. 216.00 Norges historie I-—II, kr. 239.10 Roald Amundsen: Opdagelsesreiser I—IV, kr. 337.50 Helge Ingstad: Iteiseskildringer I—V, kr. 472.50 y Over sjö og land, 12 ferðasögur, kr. 405.00 Kompasset rundt, 12 ferðasögur, kr. 469.80 Over alle grenser, 12 bækur frá fjarlægum löndum, kr. 445.50 Gjennom de fagre riker, 12 valdar ferðasögur, kr. 355.50 Den store krigen I—III, kr. 439.35 Norges krig 1940—1945 I—III, kr. 492.00 Norge várt land I—II, kr. 427.50 Norsk litteraturhistorie eftir Harald Beyer, kr. 105.00 Francis Bull: Verdenslitteraturens historie, kr. 104.70 Arthur Lundkvist: Europas litteraturhistorie i mellomkrigstiden, kr. 98.40 Asbjörnsen og Moe: Samlede eventyr I—III, kr. 162.00 Hanström og Rósén: De ville dyrs verden I—V, kr. 506.25 Schielderup: Teknikkens vidundere i fartens tidsalder I—II kr. 391.50 Rosld Amundsen: Ferðabækur Hér er um margt gott að velja. Bækurnar fást einnig gegn mán- aðarlegum afborgunum. — Notið þetta einstæða tækifæri. Bókaverzlun ísafoldar — Vinningur Mercedes Benz 220 — Dregið 5. nóvember. Aðeins dregið úr seldum miðum. Landgrœðslusjóður Grettisgötu 8 — sími 3422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.