Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 7
f Föstudagur 28. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 51 ) Samþykktir iðnfc>ing$ins: Iðnfræðsla — Skípulagsmál bygg- ingariðnaðarins — Launakjör — Endurskoðun skatta og útsvarsiaga — Iðnaðarmáia- siofnun íslands IÐNÞINGIÐ samþykkti eftirfar- andi tillögur um iðnfræðslu- málin: Iðnþingið telur, að ennþá sé verklega kennslan í sumum iðn- greinum ekki í því lagi sem vera jþyrfti, og beinir því þess vegna til íðnfræðsluráðs, að gera sem fyrst ráðstafanir til þess að auka eftir- lit með henni. \ SKIPULAGSMÁL EYGGINGAIÐNAÐARINS Þá var rætt um skipulagsmál byggingariðnaðarins og urðu all- miklar umræður um þau mál, einkum með tilliti til þess, hvað hægt væri að gera til að lækka byggingakostnaðinn. Samþykkt var eftirfarandi álykt-un: 17. Iðnþing íslendinga felur stjórn Landssambands iðnaðar- manna að vinna að því við ríkis- stjórnina, bæjarstjórn Reykjavík- ur og ef til vill fleiri bæjarfélög, að skipuð verði nefnd sérfróðra manna (byggingariðnaðarmanna, húsameistara og verkfræðinga) til þess að rannsaka bygginga- mál bæjanna, bæði hvað snertir . kostnað, hagnýtingu efnis og gerð og skipulag bygginga, svo og lánakjör bygginga með tilliti til byggingarkostnaðar. — Yerði gefin út skýrsla að rannsókn þess ari lokinni, er geti verið almenn- ingi til leiðbeiningar. LÁNAKJÖR IÐNAÐARINS Þá var rætt um Iðnaðarbank- ann og lánakjör iðnaðarins og var eftirfarandi ályktun samþykkt: 17. Iðnþing íslendinga lýsir vfir ánægju sinni yfir því, að Iðnaðar- banki íslands hefur eflzt vonum framar og er nú þegar kominn . á traustan grundvöll. Hann hef- ur þegar veitt mörgum iðnfyrir- tækjum og iðnaðarmönnum mik- ilsverða aðstoð, sem ekki hefði fengizt hefði honum ekki verið komið á fót. En ennþá vantar mikið á, að bætt sé úr brýnustu þörf iðju og iðnaðar fyrir lánsfé til rekstrar atvinnufyrirtækja, enda hefur lán það, að upphæð kr. 15 milljónir, sem Alþingi heimilar ríkisstjói-ninni að taka og endurlána bankanum, ekki fengizt enn. Þingið fagnar því framkomnu frumvarpi til laga um eflingu iðnlánasjóðs og treystir því, að Alþingi taki því vel og geri það að lögum á þessu þingi. SKATTAMÁL Rætt var um skattamál og hafði fjármálanefnd lagt fram mjög ítarlegar tillögur um skattamálin. Hafði formaður nefndarinnar, Einar Gíslason, framsögu, og gerði hann ítarlega grein fyrir tíllögunum og ástand- inu í skattamálunum í dag. All- miklar umræður urðu um málið og voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: 17. Iðnþing íslendinga, haldið í Reykjavík árið 1955, skorar á ríkisstjórnina að efna svo fljótt, sem auðið er, fyrirheit sín um að Ijúka endurskoðun skatta- og útsvarslaganna. Telur Iðnþingið í því sambandi nauðsynlegt, að við lagasetninguna verði tekið tillit til eftirfarandi atriða: 1. Að sett verði skýr ákvæði í skatta- og útsvarslög. er kveði á um að samanlagðir tekjuskatt- ar, tekju- og eignaútsvör megi aldrei fara fram úr vissum hundraðshluta skattskyldra tekna aðila. (Skattskyldar tekjur fýrirtækis er sú upphæð, sem fundin er með því, að draga frá nettótekjum 5% af hlutafé og varasjóðstillög). Eigi skal heimilt að leggja á veltuútsvar. Fáist það eigi fram- gengt verði sett. nákvæm fyrir- mæli í útsvarslög, er ákveði hve háan hundraðshluía af veltu megi taka í veltuútsvar og ákveð- ið að veltuútsvar sé frádráttar- bært við ákvörðun skattskyldra tekna. 2. Að komið verði í veg fyrir að verðbólga geti orðið þess vald- andi, að sömu real-tekjur séu skattlagðar með. síhækkandi hundraðshluta af tekjum, vegna hins stighækkandi skattstiga. — Veroi betta gert annað hvort með því að semja nýja skattstiga, eða með því að láta núgildandi regl- ur um umreikning ná til allra tekna allra skattskyldra aðila. Athuga verður, að þótt samdir verði nýir skat.tstigar, er samt sem áður nauðsynlegt að setja ákvæði um umreikning vegna hugsanlegra verðlagsbreytinga á næstu árum. 3. Að sett verði skýr ákvæði í skattalög og reglugerðir þess efnis, að verðhækkun skuli aldrei talin til skattskyldra tekna. Verði þetta gert að aðalreglu, sem ekki megi víkja frá. Er þó hér ein- göngu átt við almenna verðhækk- un — almenna verðlagsbreyt- ingu (Inflation). Gildi reglan, hvort heldur um einstakar eignir eða fjármuna- heildir (fyrirtæki) eða rekstrar- vörur, birgðir o. s. frv. og skiptir ekki máli hvort gerfigróðinn vegna almennra verðlagsbreyt- inga er realiseraður eða ekki. — Settar verði nákvæmar reglur til þess að ná þessu marki. m. a. reglur um birgðamat, um fyrning ar o. s. frv. 4. Að sett verði skýlaus ákvæði i skattalögin, er komi í veg fyrir að sömu tekjur séu nokkru sinni tvískattaðar. Þegar skattskyldur aðili hefur greitt skatt og útsvar af tekjum sínum skal óheimilt að skattleggja eign- ir hans, sem myndast af eftir- stöðvum teknanna, sem tekjur hjá öðrum aðila, þótt þær færist yfir til hans. Á þetta við um hverskonar flutning þeirra eigna milli aðila, sem safnazt hafa af tekjum, sem búið er að greiða skatt af. (í núgildandi skattalögum eru þegar mörg ákvæði, sem fjalla um þetta efni og heimila flutn- ing eigna (fjármagns) frá einum aðila til annars, án þess að það séu taldar skattskyldar tekjur hjá þeim, sem við tekur. Má nefna dæmi um arftöku, eignaflutning við stofnun hjú- skapar, framlög eigenda í sam- eignarfélag, endurgreiðsla til eig- enda í sameignarfélagi í höfuð- stól þess, arð af hlutafé að upp- hæð 5% af hlutafé (er skattlagt hjá hluthafa en ekki félagi gæti verið öfugt) framfærslueyrir frá- skilinnar konu o. s. frv. Ákvæði'þessi eru þó engan veg- in nógu skýr, og ekki Ijóst hvert löggjaíinn lítur á þessi upptöldu tilvik, sem undantekningar frá reglu um að eignaflutningur skuli talinn til tekna eða ekki. Fleiri tilvik eiga að falía undir þessá reglu, en hér eru nefnd, svo sem útgáfa fríhlutabréfa, úthlutanir umfram nafnverð hlutabréfa við félagsslit o. fl.). (Með þessu er stefnt að þvi að treysta . fjárhagslegt sjálfstæði allra skattskyldra aðiía, hvort Frh. á bls. 1Z Kennsia í nani!i og mymilisla- skólanum SL. MÁNUDAG byrjaði kennslan í myndlista- og teiknikennara- deild skólans. Sama dag byrjaði einnig kennsla á kvöldnámskeið- um í teiknun og meðferð lita. Aðsókn að öllum þessum deildum er nú með mesta móti. Kennslan í barnaflokkum skólans í teikn- un og föndri mun býrja um sama leyti og barnaskólarnir taka til starfa. Á næstunni hefst kennsla í öðr- um námsflokkum, m. a. í mynzt- urgerð. Kennslan í þessari grein er ætluð konurn, sem hafa löngun til að læra að teikna sjálfar sín eigin mynztur t. d. til útsaums. Með þessari kennslu er einnig stefnt að því, að hamla gegn hin- um framandi, erlendu og oft ó- smekklegu mynztrum, sem flætt hafa yfir landið um langt skeið. Við kennsluna í mynzturgerð hef ur skólinn á undangengnum ár- um í ríkum mæli dg með ágæt- um árangri stuðst við og unnið úr mörgum gömlum og fögrum, þjóðlegum mynztrum í þjóð- minjasafninu. Þar eð skólinn enn eigi hefur fengið hentugt húsnæði til kennsl unnar í bókbandi, myndmótun og leirmunagerð, mun einhver drátt ur verða á því. að kennsla í þess- um greinum geti byrjað. ÞEIR GÍSLI JÓNSSON og Sigurður Ágústsson létu útbýta í gær á Alþingi ályktunartillögu um athugun hvort hægt sé með breyttri skípan strandferða að draga úr síauknum rekstrarhalla Ríkisskip. Tillagan er borin fram með hinn ömurlega rekstur Skipaút- gerðar ríkisins í baksýn, því að á s. 1. ári varð halli af skipum Skipaútgerðarinnar sem hér segir: Af Heklu ................. 2,8 millj kr. tap Af Esju .................. 3,2 millj. kr. tap Af Herðubreið ............. 984 þús. kr. tap Af SkjaldbreiðV’........... 982 þús. kr. tap Telja flutningsmenn að þetta síaukna tap stafi fyrst og fremst af stöðugt minnkandi flutningum, sem m. a. stafa af slæmri skipu- lcgningu þessara mála. TILLAGA GISLA OG SIGURÐAR í ályktunartillögunni segirm. a.: — Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til þess að framkvæma athugun, hvort til- tækilegt sé, með breyttri skip- an strandferða að draga verulega úr síauknum rekstrarhalla strand ferðaskipa ríkisins. Þessi rekstrar halli stafar sýnilega af minnk- Veitmsamönniim svarað r Greinargerð frá sfjórn F.I.H. VEGNA greinargerðar frá stjórn S.V.G., sem birtist í blöðum bæj- arins í dag, viljum við nú skýra málið nánar. 1. 25% KAUPHÆKKUN F.Í.H. auglýsti taxta sinn í blöðum bæjarins þ. 13. okt. s.l., þar sem grunnkaupið, sem hefur verið óbreytt í sex ár, breytist ekki, heldur greiðist nú full vísi- töluuppbót á allt grunnkaupið, í stað þess að áður var greidd full uppbót á aðeins 14 af grunnkaupi. Heitir þetta afnám vísitölubind- ingar, sem er það sama og önnur verklýðsfélög fengu eftir síðustu kjarasamninga. Hækkun þessi nemur 24%, einungis sökum þess að vísitölubindingin var hljóð- færaleikurum, mest allra stétta í óhag. 2. KR. 71,10—213,00 Á TÍMANN Við afném vísitölubindingar fer tímakaup hljóðfæraleikara úr kr. 57,09 upp i kr. 71,07, — hljómsveitarstjóra er heimilt að taka 50% hærra kaup. Eftirvinna hefst kl. 01,00 alla daga, nema laugardaga, þá hefst hún kl. 02,00, en eins og allir vita leyfast ekki almennar skemmtanir eftir þann tíma og þurfa veitingamenn því aldrei að borga kr. 213,30 á tímann, nema á áramótadans- leik. 3. HÆSTA KAUP Á LANDINU Tímakaup hljóðfæraleikara er sennilega hæsta tímakaup, miðað við opintoerar vinnustundir, en þar fyrir utan vinnur hljóðfæra- leikarinn mikið við sér- og sam- æfingar, sem felst að sjálfsögðu inn í hinu háa tímakaupi. Hins ! ber og að gæta að miklar hömlur 1 eru settar á hinn opinbera vinnu tíma hlióðfæraleikarans, sem [ hlýtur að skapa verðmeiri vinnu- | stund heldur en næturvinnu- I stundir annarra stétta. j 4. BOÐIN 12% HÆKKUN | Tímakaup hljóðfæraleikarans I miðast við lausavinnu, Hljóðfæra I leikarar buðu veitingamönnum (Iækkun á gamla lausavinnutaxt- > anum, ef þeir vildu gera fasta samninga, sem tryggðu hljóðfæra leikurum fleiri vinnustundir. Um þetta vildu veitingamenn ekki tala, en buðu 12% hækkun á lausataxtann, en enga tryggingu. Hljóðfæraleikarar eru alltaf og munu alltaf vera tilbúnir að ræða fasta samninga, en ekki að lækka hinn auglýsta lausataxta. 5. VEITINGAMENN RÁÐA Um fjárhagsafkomu veitinga- húsa verður því miður ekki rúm til að ræða að þessu sinni, en til gamans má geta þess, að ein í'laska af gosdrykk kostar kr. 13,80 í veitingahúsi, — sú hin sama flaska er keypt inn á kr. 1,37. Það er því staðreynd að tímakaupshækkun hljóðfæraleik arans samsvarar andvirði einnar flösku af gosdrykk. Annars má ræða fjárhagsafkomu veitinga- húsa nánar þegar ástæða þykir til. 6. ÆFINGARGJALD 60% Um æfingargjald skal geta þessa: Hljómsveitir hafa alla tíð æft veitingamönnum að kostnað- arlausu, — má því telja samæfr ingar hljómsveita afslátt til handa veitingamönnum. Stjórn F. í .11. Géiur afii á Síidudal BÍI.DUDAL, 26. okt.: — Þrír bát- ar hafa róið héðan undanfarið og hefur afli verið sæmilegur. Hefur um það bil helmingur aflans ver- ið ýsa. Hafa menn beitt smokk- fiski, sem er hin mesta tálbeita, en talsvert er til af smokki í frystihúsinu síðan í haust að hann veiddist hér í firðinum. Þá hafa þrír bátar stundáð rækjuveiðar og hefur aflinn ver- ið 2—300 kg á dag. Veiðir cinn bátanna fyrir fxystihúsið en tveir fyrir Matvælaiðju h.f. Hefur skort á vinnuafla til þess að nýta aflann í landi, og hafa skólabörn og unglingar verið fengin til seinnipart dags, til þess að plokka rækjuna, — Friðrik. andi verkefnum skipanna, vegna aukinna samgangna síðari tíma um loft. land og sjó, og þar af leiðandi vaxandi samkeppni um flutninga á 'fólki og vörum. Skal athugnin beinast að því, ao tryggt sé, að samgöngurnar í heild í sumar og vetur, verði að engu lakari fyrir landsbyggð- ina en nú er. VERÐUR TAPrÐ 12 MILLJ. KR. Á ÁRI? ★ I greinargerS skýra flutn- ingsnienn frá tovi, aff á síffasta ári hafi orffiff stórfellt rekstr- artap á öllum skipum Skipa- útgerffarinnar. Alís var rekstr arhalli Rikisskip s.l. ár 8 miilj. kr. ★ En ekki nóg með það. Á fjárlagaírumvarpi, sem nýlega var lagt fram var rekstrartap Skipaútgerðarinnar áætlað 11,500.000.00 kr., og hefur aklrei fyrr verið ásetlaff svo mikiff á fjárlögum. ★ Ekki nóg meff þaff. Því aff í fjárlagaræðu skýrði Eysteinn Jónsson fjármálaráffherra frá því, aff áæthmarupphæffin væri lægri en forstjóri Skipa- útgerðárinnar gerffi tillögu um. Svo að búast má viff aiS rekstrartapið næsta ár verffi ennbá meira. BREYTT SKIPAN — BÆTTAR SAMGÖNGUR Ráðherra taldi í ræðu sinni ekki gerlegt að hækka flutnings- gjöld Ríkisskip, enda vitanlegt, að slíkt myndi aðeins hafa 1 för með sér enn minnkandi flutnings magn. Af þessu telja ílutningsmenn ljóst, að gei'a verði ráðstafanir til þess að síaukinn rekstrarhalli verði stöðvaður, og þá fyrst og fremst með breyttri skipan þess- ara mála, sem þó tryggi fólkinu eigi lakari heildarsamgöngur en það á nú við að búa. ÓÁNÆGJA VÍDA UM LAND Til viðbótar þessu má geta þess að víða um land ríkir mikil óá- nægja yfir ófullkominni þjónustu Skipaútgerðarinnar. Allir vita hvernig framkoma Ríkisskip hef- ur verið gagnvart Vestmannaey- ingum. Og nýlega kærði kom- múnistinn Lúðvík Jósefsson Skipaútgerðina á þingi fyrir lé- lega þiónustu við Austíirði. Svo ekki er hallinn vegna þess, að of mikið sé gert til að þóknast fólk- inu. SA.IGON, 25. okt.: — Ngo Dinh Diem mun á morgun lýsa yfir stofnun lýðveldis í Vietnam. V-eöð ur Diem þá fyrsti foi-seti lönds- ins. Sl. sunnudag fór fram þjóð- aratkvæðagreiðsla í S.-Vietnam um hvor skyldi verða þjóðhöfð- ingi landsins — Ngo Dinh Diem forsætisráðherra eða Dao Dai keisari. Fékk Diem mikinn meiri hluta atkvæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.